Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 62

Fréttablaðið - 21.08.2004, Page 62
Marga er farið að þyrsta í að vita hvað jólabókaflóðið ber á fjörur okkar þetta árið enda bókaáhugi þjóðarinnar með eindæmum mikill. Spurst hefur af einstaka bókum sem væntanlegar eru í búðir með vetrinum en fátt gert opinskátt um efni þeirra og inni- hald. Edda útgáfa hyggst slökkva sárasta þorstann á Menning- arnótt í kvöld og hefur stefnt nokkrum úrvalshöfundum saman í Iðu þar sem þeir munu lesa upp úr nýj- um, óútkomnum verk- um. Viðbúið er að áhugafólk um bók- menntir komi sér huggulega fyrir í Iðu með kaffi eða jafnvel rauð- vínsglas í hönd og hlýði af óspilltri athygli á höfundana lesa í fyrsta sinn upp úr bókun- um. Það er nefnilega eins og að bragða á nýjum íslenskum kart- öflum löngu áður en uppskeran er komin í hús þegar rithöfundar leyfa fólki að heyra úr óútkomn- um verkum, þó ekki sé nema um stutta lesningu að ræða. Í hópi rithöfunda og ljóð- skálda sem lesa í Iðu í kvöld eru Birna Anna Björnsdóttir, Einar Már Guðmundsson, Hauk- ur Ingvarsson, Kristín Steins- dóttir, Stefán Máni, Þórarinn Eldjárn og Þorsteinn Guðmunds- son. Lítið er vitað um innihald verkanna en þó hefur spurst út að Stefán Máni byggi sögu sína Svartur á leik að hluta til á reynslusögum íslenskra fanga. Á milli 14 og 18 verður barna- dagskrá í Iðu þar sem fjölmarg- ir barnabókahöfundar lesa úr bókum sínum, bæði fyrir börnin og hina fullorðnu. ■ Smakkað á nýmeti bókmenntanna 50 21. ágúst 2004 LAUGARDAGUR ... fær íslenska landsliðið fyrir að sigra Ítala í knattspyrnu og sýna að það er alveg hægt að sigra þá stóru. HRÓSIÐ MENNINGARNÓTT HÖFUNDAR LESA ■ úr væntalegum bókum í Iðu á Lækjartogi Draumurinn þinn ! Þú styrkir Umhyggju, félag til stuðnings langveikum börnum með 1.000 kr framlagi Harley Davidson klúbburinn "Chapter Iceland" gefur þér síðan kost á ökuferð. Hjólað verður milli kl.12 til 15 í dag fyrir framan Laugardalshöllina. Tilvalið að byrja daginn á Harley ökuferð, með reyndum ökumönnum. Hlökkum til að sjá þig og þína. Chapter Iceland. H a r l e y - D a v i d s o n        KlinK&BanK Samsýning 13 alþjóðlegra myndlistarmanna frá Lundúnum Opnar í dag að Brautarholti 1 kl.17.00 VARNINGUR OG UPPÁKOMUR · Húsið opnar kl. 14 með markaði í BERLÍN Marcus Verhagen heldur fyrirlestur sunnudaginn 22.ágúst kl.20.00 um samtímalist Hljómsveitin SCHPILKAS með söngkonunni Ragnheiði Gröndal frá kl 21.30 sama kvöld SÍ‹UMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS tækniKomdu og prófaðu! Danmörk 0 kr/minSvíþjóð 0 kr/min Holland 0 kr/min Þýskaland 0 kr/minJapan 0 kr/min England 0 kr/min Ísland 0 kr/minBandaríkin 0 kr/min ALLSTAÐAR 0 KR/MIN AÐ HRINGJA ÍSÖLD Í REYKJAVÍK ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON SKRIFAR UM SKEMMTILEGA FÓLKIÐ Þorsteinn Erlingsson skáld hristir mig og segir mér að fara á fætur. Það er undarleg tilfinning að horfa upp á svona skeggjaðan mann á rúmstokknum en hann er svo mikill dýravinur að það er ekki hægt að vera smeykur við hann. Svo angar hann af grasi og það er þægilegt. Þetta er snemma morguns og kom- in menningarnótt. Úti í garðinum stendur Raggi Bjarna og syngur. Ég færi borðið nær glugganum þannig að við get- um fylgst með honum á meðan við borðum morgunmatinn, hann slær samstundis í gegn hjá allri fjöl- skyldunni. Hann er með tvö lítil börn í SilverCross vagni, þau standa fyrir hljómsveitina Nylon. Ég flýti mér út í góða veðrið. Fyrir neðan tröppurnar stendur Halldór Laxness og segir Guðbergi Bergssyni brandara. Halldór er í flippstuði en Guðbergur er ekki viss um hvort hann eigi að hlæja eða sýna honum smá attitjút. Dagur Sigurðarson er að njósna um þá og best að hafa kúlið á hreinu. Ég smeygi mér framhjá og hraða mér niður í bæ til þess að hlusta á Purrk Pillnikk, Björk er ólétt í mínípilsi og mig langar að sjá framan í Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, hvernig líst henni á svona framkomu, kerling- unni. Ég fæ mér nokkra bjóra með Jónasi Hallgrímssyni og rölti svo út í Tívolí. Bryndís Schram er að keppa í fegurðarsamkeppni og Bessi Bjarnason er kynnir. Ég fer nokkra hringi í Parísarhjólinu með Röggu Gísla og æskuástinni, Hönnu Valdísi. Hún er yndisleg en ennþá tólf ára þannig að ég segi bless og rölti aftur niður í bæ. Við Gvendur dúllari fáum okkur kaffi á Borginni og horfum á Helga Hóseasson henda skyri í alþingis- menn. Þeir taka því bara vel, allir nema Jón Sigurðsson sem tekur æðiskast, okkur öllum til skemmt- unar. Það er óendanlega fyndið að sjá hann æsa sig og skrækja eins og unglingsstelpu. Þegar við erum öll dauð og ísöld ríkir á jörðinni, hittast allir skemmtilegir í Reykjavík, hinum megin, þar sem við getum notið þess besta sem Reykjavík hafði upp á að bjóða. ■ Þorsteinn stefnir á að hitta alla þá skemmtilegustu í Reykjavík, að minnsta kosti að lokum. ■ HELGARPISTILLINN ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Kísiliðjan í Mývatnssveit. Ríkisstjórn Medgyessys í Ung- verjalandi. Frá spænska sendiráðinu í Sao Paulo í Brasilíu. BIRNA ANNA BJÖRNSDÓTTIR Hún er í hópi rithöfunda sem lesa upp úr óútkomnum bókum sínum í Iðu í kvöld. 62-63 (50-51) Fólk aftasta 20.8.2004 20:50 Page 2

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.