Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.09.2004, Blaðsíða 21
21FÖSTUDAGUR 17. september 2004 Óhugnanleg morð: Myrti unga bræður JAPAN, AP Fertugur karlmaður hefur verið handtekinn, grunað- ur um að hafa numið tvo unga bræður á brott og myrt þá. Lík annars bróðurins, hins fjögurra ára gamla Kazuto, fannst á árbakka í gær stutt frá þeim stað þar sem lík þriggja ára gamals bróður hans, Hayato, hafði fundist nokkru áður. Sá sem grunaður er um morðið bjó með drengjunum og föður þeirra. Hann er sagður hafa verið ósáttur við fyrirkomulagið og er talið að hann hafi oft beitt þá ofbeldi áður en hann rændi þeim og henti fram af brú. ■                                  !!" #     "     $       %  &   '      !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+ A F      *      CE *   !+   *        ).   &   *   '    %  * ( (         *     /*  -   *   '    KAJAKLEIÐANGUR „Það var ágætt siglingaveður, en sjór fór á vél vélbátsins, þannig að það drapst á henni,“ sagði Baldvin Kristjáns- son, einn kajakræðaranna fjög- urra sem lentu í miklum hremm- ingum úti fyrir Grænlandsströnd við lok leiðangurs Blindrafélags- ins. Bjarga þurfti sex mönnum um borð í þyrlu; ræðurunum fjór- um svo og tveimur Grænlending- um sem höfðu komið á bátnum til að sækja þá. „Við þurftum að skilja bátinn eftir með öllu sem við höfðum meðferðis,“ sagði Baldvin í gær- morgun. „Við stöndum bara á sandölum og kajakstökkunum. Allar filmur, símar, vélar og ann- að sem við vorum með er glatað.“ Þeir voru á heimleið á bátnum sem sótti þá þegar óhappið varð. Þeir sendu strax út neyðarkall um leið og ljóst varð að vélinni varð ekki komið í gang. Bátinn rak vél- arvana í dálitlum sjó og miklum straumi. Þeir settu út rekankeri og kaðla. Fljótlega fengu þeir að vita að tvær þyrlur væru lagðar af stað að bjarga þeim. Einnig var í nágrenninu ísbrjótur sem átti þá eftir ófarna eina og hálfa klukku- stund til þeirra. Bátinn rak hratt í áttina að landi og skerjum, en þyrlan kom áður en til þess kæmi. Mönnunum var bjargað um borð í hana og flogið með þá í varðskipið Trinton. Enginn þeirra slasaðist eða blotnaði. Eftir aðhlynningu var farið með þá til Qaqortoq, þar sem þeir dvelja nú á sjómanna- heimili. „Jú, víst vorum við hræddir,“ sagði Baldvin spurður um tilfinn- inguna meðan beðið var eftir þyrl- unni. „Ég hugsaði að þetta óhapp hefði þegar gerst og íhugaði hvað hægt væri að gera til að afstýra því að lenda í lífsháska. Við gerð- um það sem við gátum. Við lukum okkar verkefni, en ég hefði viljað að það hefði verið með öðrum hætti, þannig að við hefðum hald- ið búnaði og þeim gögnum sem við höfðum safnað.“ Hann sagði að sumir mannanna hefðu fengið áfall og þegið áfallahjálp hjá lækni sem verið hefði um borð í varðskipinu. Þeir væru nú óðum að jafna sig. „Nú ætlum við að rölta í búðir og kaupa okkur tannbursta, föt og aðrar nauðsynjavörur,“ sagði Baldvin. Síðan lá fyrir að gefa lög- reglu skýrslu. Söfnunarsími hjá Blindrafélag- inu vegna leiðangursins er 902 5100, ef fólk vill aðstoða mennina sem töpuðu öllum sínum búnaði með bátnum. jss@frettabladid.is Blindu kajakræðararnir: Lentu í lífsháska LEIÐANGURSMENN Fjórmenningarnir eru nú staddir í Qaqortoq. Myndin var tekin þegar allt lék í lyndi. BORGARMÁL Áherslur í samgöngu- málum borgarinnar byggja á hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þetta sagði Árni Þór Sigurðsson, forseti borgarstjórn- ar, við setningu Evrópskrar sam- gönguviku í Ráðhúsi Reykjavík- ur í gær. Árni sagði að borgaryfirvöld legðu megináherslu á eflingu al- menningssamgangna, bættar að- stæður fyrir gangandi og hjól- andi vegfarendur og vistvæna orkugjafa. Árni sagði umferðarstjórnun vera öflugt stjórntæki sem gefist hefði vel erlendis og bætti við: „Sömuleiðis er brýnt að fyrir- tæki, stofnanir og skólar beiti sveigjanlegum opnunar- og vinnutíma í enn ríkari mæli en nú er enda getur það haft mikil áhrif til að jafna álagið í umferð- arkerfinu,“ sagði Árni Þór. „Sér- staklega er ástæða til að hvetja forráðamenn fjölmennra vinnu- staða, eins og Landspítalans, Há- skólans og framhaldsskólanna til að vinna markvisst í þá veru og Reykjavíkurborg er að sjálf- sögðu reiðubúin til að leggja því lið eins og unnt er.“ Þetta er í annað sinn sem Reykjavíkurborg tekur þátt í Evrópskri samgönguviku en meginþema vikunnar í ár er öryggi barna í umferðinni. Evr- ópsku samgönguvikunni lýkur á miðvikudag en þá er bíllausi dag- urinn og frítt í strætó. ■ Evrópsk samgönguvika er hafin: Borgin leggur áherslu á sjálfbæra þróun ÁRNI ÞÓR SIGURÐSSON Forseti borgarstjórnar setti Evrópska samgönguviku í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.