Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 38

Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 38
Fýlsungi við Seljalandsfoss. SJÓNARHORN 17. september 2004 FÖSTUDAGUR12 Myndi spila fyrir Sfinxina Sigurður Flosason tónlistarmaður hugsar í austurátt þegar draumahelgina ber á góma. „Það eru svo margir staðir í heiminum sem ég hef ekki komið á sem gaman væri að heimsækja þannig að ef ég gæti smellt fingrum og farið milli staða í einu vetfangi myndi ég byrja á Indlandi. Ég gæti auðvitað hugsað mér að eyða þar meiri tíma en einum degi. Það sem helst vekur áhuga minn á Indlandi er menningin og svo maturinn. Ég er mikill áhugamaður um matar- gerð og hef gaman af því að elda og stór hluti af því sem ég les er um listir matargerðarinnar. Mér finnst indverska tónlistin einnig heillandi þar sem hún er svo ólík þeirri sem ég fæst við á hverjum degi. Á laugardeginum færi ég svo með eldingarhraða til Egyptalands til að skoða pýramídana sem hafa heillað mig frá því ég var krakki og sá mynd af í bókum. Ég myndi sigla nið- ur ána Níl, fara til Kaíró og setjast á kaffihús en kaffihúsamenningin þar er víst einstök og kaffið afar gott.“ Væri saxófónninn með í för ? „Já, já, ég myndi að sjálfsögðu spila fyrir Sfinxina ef hún bæði mig um það og ekki bregðast framliðnum faraóum heldur. Á sunnudeginum væri ég svo til í að heimsækja Landið helga ef ástandið þar gerði það kleift. Ég var einmitt að ræða það við ísraelskan ferðamann sem ég hitti í pottinum á Hótel Skógum í sumar. Það var dálítið sérstakt að hitta mann sem býr í miðju þess sem maður sér í fréttunum daglega og það færir hörmungarnar nær. Það er löngu kominn tími til að þetta ástand breytist og ég vona að það gerist sem fyrst,“ segir austurfarinn Sigurður Flosason. AUSTURFARINN SIGURÐUR FLOSASON DRAUMAHELGIN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.