Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 39

Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 39
Langlundargeð og þolinmæði samninganefndar grunnskóla- kennara eru með ólíkindum. Launanefnd sveitarfélaganna (LN), dyggilega studd af sveitar- stjórnum landsins, reynir ítrekað að villa um fyrir almenningi með ósannindum og fölsunum. LN hef- ur hefur t.d. viðhaft talnaleiki í fjölmiðlum þar sem vinnutími kennara á Íslandi og í Danmörku er borinn saman. Skv. LN kenna danskir kennarar um áttatíu kennslustundum meira á ári en ís- lenskir kennarar. Það er ekki rétt, þarna munar átta stundum en ekki áttatíu. Hægt er að halda svona áfram með fleiri tölur þar sem formaður Launanefndar sveitarfélaganna, Birgir B. Sigur- jónsson, fer með rangt mál. Það óhugnanlega við þetta er að Birg- ir B. Sigurjónsson vann sjálfur að gerð síðasta kjarasamnings kenn- ara og tölurnar sem hann falsaði honum vel kunnugar og því hljóta falsanirnar að vera meðvitaðar. Og til að bíta höfuðið af skömm- inni lýsir Samband íslenskra sveitarfélaga algerum stuðningi við störf og stefnu LN og er því í raun að hvetja LN að viðhafa slík vinnubrögð. Ekkert hefur heyrst frá neinum sveitarstjórnarmanni þar sem hann fordæmir þessar makalausu falsanir. Þeir hljóta því að styðja þessi vinnubrögð. Stjórnarmenn Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, vinnuveit- anda grunnskólakennara, virðast ekki vita hvað er að gerast í samn- ingamálum grunnskólakennara. Þrátt fyrir það eru þeir tilbúnir að leggja blessun sína yfir það sem LN gerir. Kristján Þór Júlíusson, stjórnarmaður Sambands ís- lenskra sveitarfélaga, fullyrðir í fréttaviðtali að allur launakostn- aður Akureyrarbæjar muni rúm- lega tvöfaldast ef gengið verði að kröfum kennara. Hið rétta er að ítrustu kröfur kennara hefðu þýtt um 40%-45% kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin. Þessar ítrustu kröfur kennara eru reyndar ekki uppi á samningsborðinu núna og kennarar komnir niður í 30%-35% kostnaðarauka fyrir sveitarfélög- in. Er von á góðu þegar stjórnar- menn viðsemjenda eru ekki betur með á nótunum en þetta? Kannski var þetta bara eitt óþverrabragðið enn af hálfu sveitarfélaganna til að tortryggja og sverta grunn- skólakennara. Traust og heiðarleiki virðast vera hugtök sem viðsemjendur kennara hvorki skilja né þekkja. Það er löngu kominn tími til að heiðarlegir sveitarstjórnarmenn stígi fram og gagnrýni þau vinnu- brögð sem LN, í umboði Sam- bands íslenskra sveitarfélaga, viðhefur í stað þess að lofa þau og hvetja til frekari óhæfuverka. Auk þess er sú aðferð sveitar- stjórnarmanna að etja embættis- mönnum sveitarfélaganna á for- aðið og svara fyrir metnaðarleysi þeirra í menntamálum þeim ekki sæmileg. Þessi þögn er þeim til skammar og sýnir í raun skeyt- ingarleysi þeirra þegar að menntamálum kemur. ■ Myndir þú treysta þessum mönnum? 27FÖSTUDAGUR 17. september 2004 Manstu Davíð? Manstu Davíð, daginn þegar þú varðst forsætisráðherra? Ég man það varla sjálfur nema óljóst, enda bara 14 ára og rétt nýfarinn að spá í íslensk stjórnmál. Ég man samt að ég var ekki sæll með að „helvítis íhaldið“ væri komið í stjórn- arráðið. Sjálfur var ég nýbakaður Alla- balli á þessu tíma. Manstu, Davíð, eftir Alþýðubandalaginu? Nú er það ekki lengur til. Manstu eftir Þjóðvaka, Davíð, og Kvennalistanum? Nú eru þeir ekki lengur til. Öll þessi ár Davíð. Stjórnmála- flokkar hafa komið og farið á meðan þú varst forsætisráðherra, aðallega þó farið. Ekki varstu svona erfiður í sambúð? Nei því trúi ég ekki. Enda ekki þér að kenna að hinum flokkunum tókst ekki að vinna saman. Ef þeir bara hefðu notið þinnar formennsku. Þá væru þeir eflaust enn starfandi í dag, ef þeir hefðu á ann- að borð orðið til. Hjörtur Einarsson á sellan.is Takmörkuð víðsýni Síðastliðið vor samþykkti Alþingi lög sem báru vott um takmarkaða víðsýni. Voru þetta breytingar á útlendingalög- gjöfinni. Það sem var mér og mörgum öðrum þyrnir í augum var 24 ára reglan, þ.e. lögin eins og þeim var breytt gera að skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grund- velli hjónabands, sambúðar eða sam- vistar að erlendur maki, sambúðar- eða samvistarmaki hafi náð 24 ára aldri. Í þessu tilfelli virðist vera sem að meiri- hluti þingheims hafi ekki velt fyrir sér jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar og hvað felist í ákvæði stjórnarskrárinnar sem kveður á um friðhelgi fjölskyldunn- ar. Ég get ekki séð þá brýnu nauðsyn að takmarka friðhelgi fjölskyldunnar í þessu tilfelli vegna réttinda annarra. Ég get heldur ekki séð að þessi skipan mála sé nauðsynleg í lýðræðislegu þjóðfélagi til að uppfylla einhver lögmæt markmið. Bjarni Már Magnússon á frelsi.is Einkarekstur í menntakerfi Æ algengara er að foreldrar velji sér hverfi eftir gæðum grunnskólans og leggja mikla áherslu á hvað er börnun- um fyrir bestu. Kannski væri hægt að auka fjölbreytni í menntakerfinu þannig að foreldrar hefðu aukið val, bæði um skóla og kennara fyrir börnin sín. Val um einkaskóla þar sem stjórnendur skól- anna hefðu fullt umboð til þess að semja við sína kennara. Þar væri hægt að umbuna þeim kennurum sem ynnu vel án milligöngu ríkisins. Þá tilheyrðu verkföll liðinni tíð. Engar áhyggjur af því að börnin fari á vergang í kjarabaráttu kennaranna. Því börnunum yrði haldið utan við samninga kennara og yfirstjórn- enda. Jú, kannski er þetta verkfall ekki svo slæmt eftir allt saman. Kannski verð- ur verkfallið, þ.e. ef af því verður, til þess að dustað verður rykið af hugmyndum um ávísunarkerfi og hugmyndir viðraðar um einkarekstur í menntakerfinu. Erla Tryggvadóttir á tikin.is JÓN PÉTUR ZIMSEN GRUNNSKÓLAKENNARI UMRÆÐAN KJARADEILA KENNARA Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um efni Fréttablaðsins eða málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Ritstjórn áskilur sér rétt til að stytta aðsent efni. Einnig áskilur ritstjórn sér rétt til að birta aðsent efni að meginhluta á vefsíðu blaðsins, sem er Vísir.is, og vísa þá til þess með útdrætti í blaðinu sjálfu. Vinsamlega sendið efni í tölvupósti á greinar@frettabladid.is. Þar er einnig svarað fyrirspurnum um lengd greina. AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.