Fréttablaðið - 17.09.2004, Side 48

Fréttablaðið - 17.09.2004, Side 48
■ ■ LEIKIR  17.30 Þór og Völsungur mætast á Akureyrarvelli í 1. deild karla í knattspyrnu.  17.30 Valur og Fjölnir mætast á Hlíðarenda í 1. deild karla.  17.30 HK og Stjarnan mætast á Kópavogsvelli í 1. deild karla.  17.30 Haukar og Breiðablik mætast á Ásvöllum í 1. deild karla í knattspyrnu.  17.30 Njarðvík og Þróttur mætast á Njarðvíkurvelli í 1. deild karla í knattspyrnu.  19.15 Stjarnan og Valur mætast í Ásgarði á Íslandsmóti karla í handbolta.  19.15 Víkingur og Grótta/KR mætast í Víkinni á Íslandsmóti karla í handbolta.  19.15 Selfoss og ÍBV mætast á Selfossi á Íslandsmóti karla í handbolta.  20.00 KA og Þór mætast í KA-heim- ilinu á Íslandsmóti karla í hand- bolta.  20.00 Afturelding og Fram mætast að Varmá á Íslandsmóti karla í handbolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.05 Ryder-bikarinn í golfi á Sýn. Það eru lið Bandaríkjanna og Evrópu sem leika um Ryder-bikarinn í golfi en allir mótsdagarnir eru í beinni á Sýn. Keppnin er haldin í Detroit 17. - 19. september en þetta er í fyrsta skipti sem Sýn er með beina útsendingu frá mótinu. Ryder-bikarinn á sér langa sögu sem nær aftur til fyrri hluta síðustu aldar en þess má geta að Evrópuliðið hafði betur síðast. Paul McGinley tryggði sig- urinn árið 2002 með eftirminni- legu pútti á 18. holu.  18.00 Upphitun (Pregame Show) á Skjá einum. Í Pregame Show hit- tast breskir knattspyrnuspekingar og spá og spekúlera í leiki helgar- innar í enska boltanum. 36 17. september 2004 FÖSTUDAGUR Við mælum með... ... að forráðamenn Fylkis bjóði upp á pakkatilboð á leik Fylkis og KR sem fram fer um næstu helgi og skiptir nákvæmlega engu máli. Ekki væri vitlaust að þeir sem kaupi miða fái einnig frítt í Árbæjarlaugina og jafn vel eitt afgangshraun af lager Nóatúns. Með þessu útspili á Fylkir góðan möguleika að ná 200 manns á þennan „spennandi“ leik.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 15 16 17 18 19 20 21 Laugardagur SEPTEMBER Við mælum með... ... að stjórn ÍBV í knattspyrnu taki knattspyrnumanninn Kristinn Tómasson „á leigu“ og sendi hann til Akureyrar á sunnudag. Kristinn gerði út um meistar- avonir FH-inga árið 1989 með eftirminnilegu marki og nærvera hans á leik KA og FH á sunnudag gæti skotið Hafnfirðingum skelk í bringu og þá er aldrei að vita hvað gerist. Menn verða að vera frumlegir þegar titill er í boði. FÓTBOLTI FH og þýska félagið, Alemannia Aachen, mættust á Laugardalsvelli í gærkvöld í UEFA-bikarnum en leikurinn í gær var fyrri viðureign liðanna. FH-ingar gerðu sér fyrirfram nokkrar vonir um að ná hagstæðum úrslitum í þessum leik en það var ljóst strax í upphafi að þær vonir voru byggð- ar á mjög veikum grunni. Það var skammt liðið af leiknum þegar þýska liðið var búið að taka yfirhöndina í leiknum. Þeir pressuðu Hafn- firðingana stíft út um allan völl og FH-ingar réðu ekkert við þessa pressu Þjóðverjana. Leikmenn Aachen sóttu síðan hratt upp kantana þar sem bakverðir FH-inga – Freyr Bjarnason og Guðmundur Sævarsson – voru í tómu tjóni en þeir réðu nákvæmlega ekki neitt við hraða vængmenn Aachen. Stíflan brast strax á 12. mínútu þegar fyrrverandi framherji Liverpool, Erik Meijer, skallaði boltann fyrir fætur Kai Michalke sem skoraði auðveldlega. Markið verður að skrifast að hluta til á Tommy Nielsen sem var stein- sofandi í teignum og var engu líkara en hann hefði lítið sem ekkert sofið kvöldið áður. FH-ingar voru varla búnir að jafna sig á þessu áfalli þegar Michalke skoraði aftur tveim mínútum síðar. Það var við fáa að sakast í það skiptið enda var afgreiðsla Michalke af dýrari gerðinni en hann skaut óverjandi skoti frá vítateig sem Daði Lárusson átti aldrei möguleika á að verja. Vonuðust margir til þess að FH-ingar myndu spýta í lófana eftir seinna markið en það var öðru nær. Þjóðverjarnir tóku öll völd á vellinum og Erik Meijer skoraði þriðja markið skömmu fyrir hlé. Tommy Nielsen svaf aftur illilega á verðinum í það skiptið en hann og félagi hans, Sverrir Garðarsson, voru í engu sambandi og hvorugur dekkaði Hollendinginn stóra. Það var ekki sjón að sjá FH- ingana í fyrri hálfleik. Þeir voru víðs fjarri sínu besta. Náðu aldrei upp neinu spili, voru ragir og þar að auki langt frá því að vera eins líkamlega sterkir og Þjóð- verjarnir. Það er skemmst frá því að segja að síðari hálfleikurinn var ákaflega lítið fyrir augað. Þjóðverjarnir drógu sig nokkuð til baka enda með ákaflega vænlega stöðu. FH-ingar reyndu af veikum mætti að sækja en komust lítt áleiðis fyrr en á 85. mínútu er Atli Viðar Björnsson snéri af sér varn- armann Aachen og skoraði gott mark. Það mark reyndist skamm- góður vermir því Aachen skoraði fjórða mark sitt á 89. mínútu er Alexander Klitzpera skallaði í markið eftir sendingu frá áðurnefndum Michalke. Síðasti naglinn í kistu FH-inga kom síðan á 93. mínútu er Reiner Plasshenrich skoraði í FH-markið af stuttu færi. Það verður að játast að lið Aachen er talsvert sterkara en menn héldu. Það er gríðarlega vel skipulagt, líkamlega sterkt og boltinn gengur vel innan liðsins. Það gat vart verið tilviljun ein sem réð því að þeir komust í úrslit þýsku bikarkeppninnar. FH-ingar geta verið stoltir af frammistöðu sinni í keppninni enda komust þeir lengra en flestir áttu von á í upphafi. Það er erfitt að hrósa einhverjum leikmönnum liðsins fyrir utan Daða Lárusson markvörð. Leikskipulag liðsins gekk engan veginn að þessu sinni og var furðulegt að þjálfarar FH- liðsins skyldu ekki stilla Ármanni Smára Björnssyni upp í fremstu víglínu með Allan Borgvardt fyrir aftan. Það kom ekkert út úr Borgvardt einum fremstum enda fékk hann enga hjálp frá Jónasi Grana Garðarssyni. Hafn- firðingar geta nú einbeitt sér að næsta verkefni og spurning hvort þessi skellur komi til með að hafa áhrif á þá í leiknum mikilvæga gegn KA á sunnudag. henry@frettablaðið ÖLL SUND LOKUÐ Hinn bráðefnilegi Emil Hallfreðsson komst lítt áleiðis gegn sterkum varnarmönnum Alemannia Aachen á Laugardalsvelli í gær. Fimleikafélagið flengt Þýska 2. deildarliðið, Alemannia Aachen, kjöldróg slaka FH-inga á Laugardalsvelli í gær og vann stórsigur, 5–1. Fáðu flott munnstykki Ronny Johnsen mættur í slaginn á nýjan leik: Fyrsti samningur Souness FÓTBOLTI Varnarmaðurinn Ronny Johnsen hefur gert skammtíma- samning við Newcastle. Þar með er hinn 35 ára gamli Norðmaður orðinn fyrsti leikmaðurinn sem nýráðinn framkvæmdastjóri fé- lagsins, Graeme Souness, gerir samning við. Souness er að reyna að bæta í götin í vörn Newcastle en félagið seldi einmitt á dögunum sinn hel- sta varnarmann, Jonathan Wood- gate, til Real Madrid fyrir litlar 15 milljónir punda. Ronny Johnsen var leystur undan samningi hjá Aston Villa eftir síðasta tímabil en þessi reynslumikli norski landsliðsmað- ur lék lengi vel með Manchester United og átti þar afar góðan tíma. Hann kom til félagsins árið 1996 á sama tíma og annar Norð- maður, Ole Gunnar Solskjær, og vann á næstu árum til margra titla. Hápunkturinn var án efa tímabilið 1998-1999 þegar Manchester United varð Englandsmeistari, bikarmeistari og landaði sigri í Meistaradeildinni. Á NÓG EFTIR Gamla brýnið Ronny Johnsen hefur ekki lagt árar í bát. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.