Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 56

Fréttablaðið - 17.09.2004, Page 56
44 17. september 2004 FÖSTUDAGUR ■ ■ TÓNLEIKAR  17.00 Skúli Sverrisson bassaleikari og vinir mæta í 12 Tóna og spila fyrir gesti og gangandi. Boðið verður upp á léttar veitingar.  19.00 Hljómsveitin I adapt heldur útgáfutónleika í Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð. Hljómsveitirnar Innvortis, Zero Tolerance, Fighting Shit og Hryggjandi sannleikur sjá um upphitun.  20.00 Sopranos flytja bæði óperu- aríur og klassísk dægurlög á tón- leikum í Seltjarnarneskirkju. Sopranos skipa þær Svana Berg- „Þetta er svona hratt og melódískt hardcore-pönk,“ segir Birkir Við- arsson, söngvari hljómsveitarinn- ar I adapt. „Þetta er ekkert tónlist sem fer beint inn á X-ið eða Rás tvö.“ I Adapt var að senda frá sér breiðskífuna No Pasanar, og í til- efni þess ætlar sveitin að efna til útgáfutónleika bæði í kvöld og annað kvöld. Með þeim koma fram ýmsar valinkunnar pönk- sveitir, þar á meðal belgíska hljómsveitin Zero Tolerance. „Pönkið lifir góðu lífi,“ segir Birkir. „Við erum búnir að vera svona fjögur ár í þessu og það er mikil gróska núna. Það er allt að gerast.“ Tónleikarnir í kvöld verða haldnir í Norðurkjallara Mennta- skólans við Hamrahlíð og hefjast klukkan sjö. Þar verða með þeim hljómsveitirnar Innvortis, Zero Tolerance, Fighting Shit og Hryggjandi sannleikur. Seinni tónleikarnir, sem verða annað kvöld klukkan níu, verða haldnir í De Palace og þar koma meðal annars fram hljómsveitirn- ar Jan Mayen, Zero Tolerance, Isodor og ESP. I Adapt hefur verið að spila víða, bæði hér á landi og erlendis, og plötur sveitarinnar hafa fengið rífandi dóma í tónlistartímaritum. „Við erum samt ekkert í þessu til að meika það. Það hefur aldrei verið metnaður okkar. Við gerum allt sjálfir og erum ekki á mála hjá neinu fyrirtæki.“ Textar sveitarinnar hafa vakið athygli fyrir að vera beinskeyttir og þeir félagar eru óhræddir við að láta skoðanir sínar í ljós. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 14 15 16 17 18 19 20 Föstudagur SEPTEMBER Föstudagur 17/9 PARIS AT NIGHT Kabarett með söngvum e. Jacques Prévert kl. 20 Laugardagur 18/9 CHICAGO e Kander, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun kl 20 Sunnudagur 19/9 LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren kl 14 KYNNINGARVEISLA - OPIÐ HÚS Við kynnum leikárið: Stutt atriði, dans, söngur, gleði og grín Allir velunnarar velkomnir! Su 19/9 kl 20 - Aðgangur ókeypis Miðasa la á net inu: www. borgar le ikhus. is Miðasala, sími 568 8000 Leikfélag Reykjavíkur • Listabraut 3, 103 Reykjavík ÁSKRIFTARKORT Á 6 SÝNINGAR KR 10.700 (þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTAKORT KR 18.300 (Þú sparar 8.700) BESTI KOSTURINN FYRIR LEIKHÚSROTTUR „Venjulega fer fólk að hlæja þegar það heyrir þetta mafíulega nafn, en það er bara það sem við viljum. Markmið okkar er að fá fólk til að hlæja og skemmta sér,“ segir Svana Berglind Karlsdóttir, ein þriggja sópransöngkvenna í Sopranos. Félagar hennar eru þær Hörn Hrafnsdóttir, sem er reyndar mezzósópran, og Margrét Grétars- dóttir. Sopranos verður með tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld, þar sem fluttar verða bæði erfiðar óp- eruaríur og laufléttar perlur úr söngleikjum og óperettum auk klassískra dægurlaga á borð við Besame mucho. Gestur þeirra á tónleikunum verður tenórinn Gissur Páll Giss- urarson, en við flygilinn situr Hólmfríður Sigurðardóttir. „Við vorum rosalega heppnar að fá hann Gissur Pál með okkur. Hann er í námi úti á Ítalíu, en ég lýg því ekki að hann verður súper- stjarna,“ segir Svana og lofar miklu stuði á þessum tónleikum. „Fyrir hlé verðum við reyndar bara með stórar óperuaríur, en eft- ir hlé er þetta bara fjör og læti.“ ■ I ADAPT Útkomu nýrrar breiðskífu verður fagnað með tvennum tónleikum, í MH í kvöld og De Palace annað kvöld. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Pönkið lifir góðu lífi ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR Sopranos ekki mafía SOPRANOS ÁSAMT GESTI SÍNUM OG PÍANÓLEIKARA Sönghópurinn Sopranos verður með eldfjöruga tónleika í Seltjarnarneskirkju í kvöld. ■ ■ SKEMMTANIR  23.00 Tríóið Flug spilar á Café Cultura við Hverfisgötu.  23.00 Dj Valdi spilar á Hressó.  Hljómsveitin Egó verður með tón- leika í Sjallanum á Akureyri.  Gulli Ósóma verður uppi á Lauga- vegi 22, en þeir Gústi og Einar Sonic niðri.  Addi M. spilar á Catalinu.  Dúettinn Halli og Kalli skemmta í Ara í Ögri.  DJ Áki Pain og Atli skemmtana- lögga á Pravda.  Spilafíklarnir leika í kjallaranum á Celtic Cross, á efri hæðinni spilar trúbadorinn Garðar. Frítt inn.  Hljómsveitin Sex Volt spilar á Barn- um, Sauðárkróki.  Milljónamæringarnir skemmta á Players í Kópavogi.  Danshljómsveitin Gvendólína spilar á Ránni, Keflavík. ■ ■ FUNDIR  12.00 Sagnfræðingafélag Íslands boðar til fundar um meinta kosti og galla forsætisráðherrabókar- innar nýju í Reykjavíkurakademí- unni, Hringbraut 121. Frummæl- endur verða Ólafur Teitur Guðnason, ritstjóri bókarinnar, Hilma Gunnarsdóttir sagnfræð- ingur og Jón Þór Pétursson sagn- fræðingur. ■ ■ SAMKOMUR  20.00 Fjölmenningarkvöld á opnu húsi í Alþjóðahúsinu, Hverfisgötu 18. ■ ■ NÁMSKEIÐ  09.00 Bætt menntun - betri við- brögð Námstefna um menntun fagfólks og meðferð kynferðis- brotamála verður haldin í Kennnaraháskólanum við Stakka- hlíð. Engin skráning, enginn að- gangseyrir, en hádegisverður og kaffi kosta 750 krónur. hvar@frettabladid.is lind Karlsdóttir, Hörn Hrafns- dóttir og Margrét Grétarsdóttir ásamt tenórnum Gissuri Páli Gissurarsyni og píanóleikaranum Hólmfríði Gissurardóttur.  21.00 Hljómsveitin Glymskrattarn- ir verður með tónleika í Pakkhús- inu á Selfossi. Hljómsveitin Veð- urguðirnir skemmtir síðan frá klukkan 23.30.  21.00 Orgelkvartettinn Apparat heldur tónleika í húsnæði Klink og Bank í Brautarholti.  23.30 Worm is Green, Þórhallur og Exos koma fram á Grand Rokk. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Beisk Tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder í uppsetningu Leikfélags Hafnar- fjarðar í gamla Lækjarskóla. ■ ■ LISTOPNANIR  16.00 Alþýðulistamaðurinn Sigurð- ur Einarsson opnar sýningu í Boganum, Gerðubergi. Gerðu- bergskórinn syngur nokkur lög við opnunina undir stjórn Kára Frið- rikssonar.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.