Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 2

Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 2
PALESTÍNA, AP Undirbúningur að út- för Jassers Arafats, forseta heimastjórnar Palestínu, var í fullum gangi í gær. Arafat er sagður lifa síðustu stundir sínar og er ekki gert ráð fyrir að heilsa hans batni. Ákveðið var að útför hans yrði gerð í Kaíró að boði Egypta en að Arafat yrði jarðsettur í höfuð- stöðvum sínum í Ramalla. Þar unnu vinnuvélar að því að hreinsa brak af svæðinu í kringum höfuð- stöðvarnar svo hægt yrði að jarð- setja hann. „Það hefur verið ákveðið að lík hans verður flutt til Kairó og að þar fari athöfnin fram. Eftir það verður flogið með líkið frá Kaíró til Ramalla,“ sagði Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínu- manna. Ástæðan fyrir því að út- förin verður gerð í Kaíró er að þannig er auðveldara fyrir er- lenda þjóðarleiðtoga að vera við útförina heldur en ef hún yrði gerð í Ramalla. Íslamskur klerkur kom til Frakklands til að vera við dánar- beð Arafats. Hann las upp úr Kór- aninum við hlið Arafats sem var í djúpu dái. ■ 2 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Ríkissáttasemjari Deilan í mjög erfiðum hnút KENNARAVERKFALL Það er ekki til- efni til að halda samningafund í kjaradeilu kennara og sveitarfé- laga fyrr en eftir hálfan mánuð að mati Ásmundar Stefánssonar, rík- issáttasemjara. Hann segir samninganefndirn- ar hafa verið sammála um þetta á fundi í gær. Hann segist ekki hafa séð tilefni til að ganga í berhögg við þessa afstöðu þar sem bilið á milli kröfu kennara og tilboðs sveitarfélaganna sé svo breitt. Ás- mundur segir engar forsendur til að ætla að ný miðlunartillaga frá honum yrði samþykkt. Aðspurður hvort hugmyndir sveitarfélag- anna um að kerfisbreytingar yrðu gerðar á kjarasamningunum sagði hann að það hafi verið gagn- kvæm afstaða að hvorugur aðilinn hafi verið reiðubúinn til að fara leið hins. Ásmundur gerði ráðherrum ríkisstjórnarinnar grein fyrir stöðu mála í gær og hann var sv- artsýnn á árangur. „Það bendir allt til þess að staðan verði með svipuðum hætti eftir hálfan mán- uð. Málið er í mög erfiðum hnút.“ - ghg Lög á kennara ekki útilokað Forsætisráðherra boðaði kennara og fulltrúa sveitarfélaganna á sinn fund í dag eftir að slitnaði upp úr kjaraviðræðunum. Hann útilokar ekki að ljúka deilunni með lögum. Ætlar að hafa samráð við stjórnarandstöðuna. KENNARAVERKFALL Það er ekki úti- lokað að ríkisstjórnin grípi til lagasetningar til að leysa kjara- deilu kennara. Þetta kom fram í máli Halldórs Ásgrímssonar for- sætisráðherra í gær. Hann hefur boðað kennara og fulltrúa sveitar- félaga á fund í dag til að ræða hvernig leysa megi deiluna. Halldór sagði að þótt ríkis- stjórnin hafi útilokað lagasetn- ingu fram að þessu þá sé ekki hægt að útiloka hana miðað við framtíðarhorfur í samningavið- ræðunum. „Við höfum alltaf sagt að lagasetning sé neyðarkostur en við þessar aðstæður vil ég ekki útiloka hana,“ sagði forsætisráð- herra í stjórnarráðinu í gær. Ásmundur Stefánsson ríkis- sáttasemjari átti fund með ráð- herrum ríkisstjórnarinnar í gær. Halldór sagði að Ásmundur hefði gert þeim grein fyrir því að deilan væri í mjög alvarlegum hnút og í reynd sagt að allar leiðir hefðu verið reyndar. Þar sem sáttafund- ur hefði ekki verið boðaður fyrr en eftir hálfan mánuð hefði ríkis- stjórnin ákveðið að boða kennara og fulltrúa sveitarfélaga á sinn fund strax í dag, hún hafi ekki getað setið aðgerðalaus við þessar kringumstæður. Halldór sagði að einnig yrði haft samráð við stjórn- arandstöðuna. Aðspurður hvort farið yrði fram á frestun verkfallsins sagði forsætisráðherra að það þyrfti að ræða alla möguleika til að koma skólunum af stað á nýjan leik. Þar á meðal frestun verkfalls og til- lögur kennara um gerðardóm. Nú- verandi staða sé algjörlega óá- sættanleg og ríkisstjórnin og þingið beri skyldur gagnvart fjöl- skyldum í landinu. Hins vegar kæmi það ekki til greina að ríkið tæki við rekstri grunnskóla af sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, for- maður launanefndar sveitarfé- laga, segir alveg óljóst hvort fundir dagsins með forsætisráð- herra eigi eftir að reynast árang- ursríkir enda hafi ekkert verið gefið upp um hvað eigi að ræða. Aðspurður hvers vegna launan- efndin samþykkti ekki gerðar- dómstillögu kennara segir Birgir að það hefði orðið jafn erfitt að ná samstöðu um forskrift gerðar- dóms eins og að semja um kjara- samning. ghg@frettabladid.is Vestmannaeyjabær: Vill skaða- bætur VERÐSAMRÁÐ Bæjarstjórn Vest- mannaeyja hefur ritað olíufélög- unum þremur bréf og óskað eftir því að þau hafi frumkvæði að því að semja um greiðslur bóta vegna ólögmæts samráðs sem þau við- höfðu í útboði bæjarins vegna olíuverslunar. Bæjarstjórnin telur að verð- samráðið hafi valdið Vestmanna- eyjabæ, íbúum bæjarins og fyrir- tækjum tjóni. Lúðvík Bergvinsson, oddviti meirihlutans í bæjarstjórninni, segir að Vestmannaeyjabær muni leita réttar síns og hann vonast eftir jákvæðum undirtektum olíu- félaganna í samræmi við afsökun- arbeiðnir þeirra. - ghg „Þetta er ansi freistandi leið til þess.“ Helga Braga verður annar kynnir Edduverðlaun- anna. Hún er jafnframt tilnefnd sem besta leik- konan. SPURNING DAGSINS Helga, er þetta leið til að tryggja sér verðlaunin? Fréttablaðið: Nýtt vikurit Nýtt ókeypis vikurit, F2, fylgir Fréttablaðinu í dag. F2 hefur að geyma styttri og lengri grein- ar sem fjalla um allt frá tísku til stjórn- mála með við- komu í matar- gerð, tónlist og viðburðum framundan. Í fyrsta hefti F2 er meðal ann- ars viðtal við Arnald Indriðason, langvinsælasta höfund landsins og fréttaúttekt sem varpar ljósi á vonlitla framtíð sveitarfélaga á Vestfjörðum. F2 mun hér eftir koma með Fréttablaðinu til lesenda á fimmtudögum. ■ Vill að fyrirtækið borgi: Skuldar lög- fræðingum BANDARÍKIN, AP Martha Stewart hefur óskað eftir því að fyrirtæki hennar, Martha Stewart Living O m n i m e d i a , borgi ríflega 260 milljóna króna lögfræði- reikning. Stewart var dæmd í fimm mánaða fang- elsi síðastliðið sumar fyrir að hafa nýtt sér innherjaupp- lýsingar í hluta- bréfaviðskiptum. Nú er greini- legt að ekki er innistæða fyrir lög- fræðikostnaðinum á hefti hús- móðurinnar sjálfrar. Forsvars- menn fyrirtækisins ætla að kanna hvort lögmætt sé að fyrirtækið borgi reikninginn. ■ MARTHA STEWART Sjónvarpskonan situr nú í fangelsi. Formaður KÍ: Buðu upp á gerðardóm KENNARAVERKFALL Kennarar buðu samninganefnd sveitarfélaga að vísa kjaradeilu þeirra í gerðar- dóm en nefndin hafnaði tilboð- inu. Eiríkur Jónsson, for- maður Kenn- arasambands Íslands, segir það ljóst að sveitarfélögin ráði ekki við að leysa deiluna þar sem þau taki engum útspilum kennara. „Þau virðast halda að þau geti haldið grunnskólakennurum í heljargreipum láglaunastefnu. Við vildum skoða þróun launa í grunn- og framhaldsskólum síðan sveitar- félögin tóku við grunnskólunum en því þorðu sveitarfélögin ekki.“ Eiríkur vildi lítið tjá sig um boðaðan fund forsætisráðherra í dag. ■ ÁSMUNDUR STEFÁNSSON Ríkissáttasemjari segir kjaradeilu kennara í mjög erfiðum hnút. Hann gerði ráðherrum grein fyrir stöðu mála í gær. HALLDÓR ÁSGRÍMSSON Forsætisráðherra hefur boðað kennara og fulltrúa sveitarfélaganna á fund í dag vegna erfiðrar stöðu í kjaradeilunni. Jasser Arafat lifir síðustu stundir sínar: Undirbúa útför Arafats GENGIÐ FRAMHJÁ MYNDUM AF ARAFAT Myndir af Jasser Arafat má finna úti um allt á Vesturbakkanum og Gaza, þar á meðal á þessum götumarkaði í flóttamannabúðunum Rafah í Gaza. Ítalía: Þrír myrtir í mafíustríði ÍTALÍA AP Þrjú mjög illa farin lík fundust í bíl í borginni Napólí í gærdag. Lögreglan segir mafínu bera ábyrgð á morðunum og seg- ir þá látnu nýjustu fórnarlömbin í blóðugasta mafíustríði sem háð hefur verið í borginni í tuttugu ár. Ljóst þykir að mennirnir þrír hafi verið myrtir annars staðar en í skutbílnum sem þeir fundust í. Líkunum hafði verið pakkað inn í plastfilmu og bílnum ekið í eitt það hverfi Napólí sem hefur slæpmt orð á sér. Þar var bíllinn skilinn eftir. Fjöldi skotsára var að finna á hverju líki. ■ EIRÍKUR JÓNSSON Formaður Kennara- sambands Íslands.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.