Fréttablaðið - 11.11.2004, Page 4

Fréttablaðið - 11.11.2004, Page 4
4 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Uppstokkun í ríkisstjórn George W. Bush hafin: Fyrstu ráðherrarnir farnir BANDARÍKIN, AFP John Ashcroft dómsmálaráðherra og Don Evans viðskiptaráðherra urðu fyrstu ráð- herrarnir til að segja af sér eftir endurkjör George W. Bush Banda- ríkjaforseta. Fyrir lá að einhverjar breytingar yrðu gerðar á ráðherra- skipan fyrir seinna kjörtímabil Bush og var hinn umdeildi Ashcroft meðal þeirra sem búist var við að myndu láta af störfum. Viðbúið er að fleiri fari sömu leið og Ashcroft og Evans á næst- unni. Líklegastir til þess eru taldir Colin Powell utanríkisráðherra og John Snow fjármálaráðherra. Ekki liggur fyrir hverjir taka við af Ashcroft og Evans. Þeir sem eru nefndir sem líklegir eftirmenn Ashcrofts í dómsmála- ráðuneytinu eru Larry Thompson, næstráðandi hans, og Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York sem varð frægur um gjörvöll Bandaríkin fyrir að fyrir- skipa lögreglu að sýna enga lin- kind í skiptum sínum við meinta afbrotamenn. Ashcroft var umdeildur ráð- herra, hann er íhaldssamur, mjög trúaður og tilheyrir hægri vængn- um í Repúblikanaflokknum. Hann átti þátt í samþykkt löggjafar til að bregðast við hryðjuverkum sem gekk mjög nærri mannrétt- indum almennings. ■ Samstaða í R-lista dugði ekki Degi Steinunn Valdís var valin borgarstjóri í gær þótt Dagur B. Eggertsson segi að á tímabili hafi allir borgarfulltrúar R-listans stutt hann til starfsins. Alfreð Þorsteinsson neitar að forysta Framsóknar hafi kippt í taumana. ■ EVRÓPA Var rétt af Þórólfi Árnasyni að segja af sér? Spurning dagsins í dag: Verður Steinunn Valdís góður borg- arstjóri? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 40,47% 59,93% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Háskóli Íslands: Nýnemar um áramót MENNTAMÁL Nýnemar geta hafið nám við Háskóla Íslands um ára- mótin. Háskólaráð hefur sam- þykkt að h e i m i l a d e i l d u m sem þess óska að skrá nýja nemend- ur til náms í j a n ú a r 2005. Sem lið í að- haldsað- gerðum hafði ráðið áður sam- þykkt að nýta ekki undanþágu- heimild til þess að taka nýja nem- endur inn í skólann á miðju há- skólaári. Tekið verður við umsóknum um skólavist á tímabilinu 1.-7. desem- ber, samkvæmt tilkynningu frá HÍ. Deildir munu síðan fjalla um þær umsóknir sem berast og meta hvort aðstæður eru fyrir hendi til þess að taka við þeim hópi nem- enda sem óskar eftir að hefja nám. Öllum umsækjendum verður svar- að fyrir jól hvort umsókn þeirra hafi verið samþykkt. ■ RÁÐHERRA SEGIR AF SÉR Margus Hanson, varnarmálaráðherra Eist- lands, sagði af sér í kjölfar þess að lögregla hóf rannsókn á því að hann hafði tekið leynileg gögn með sér heim. Gögnunum var síð- an stolið af heimili hans og komust þannig í hendur óþekktra aðila. INNFLYTJENDUR FLÝÐU 75 ólög- legir innflytjendur flýðu af hóteli á Krít þar sem þeir voru vistaðir eftir að yfirvöld höfðu hendur í hári þeirra. Fangarnir réðust á fimm lögreglumenn sem stóðu vakt og flýðu aðfaranótt þriðju- dags. Í gær höfðu 36 þeirra náðst. „Yfirveguð Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 2004 30% afsláttur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 3. – 11. nóv. 4 Skáldverk Gerður Kristný les úr bók sinni á Súfistanum í kvöld - Allir velkomnir! - Fríða Björk Ingvarsdóttir, Mbl. og fyndin“ NÝSKRÁNINGAR Nýnemar geta sótt um námsvist fyrstu vikuna í desember. JOHN ASHCROFT Íhaldssemi Ashcrofts birtist meðal annars í því að hann lét hylja styttuna sem sést fyr- ir aftan hann til að særa ekki blygðunar- kennd fólks. Olíufélagið: Hættir við STYRKIR Olíufélagið hefur veitt stjórnmálaflokkunum samtals 980 þúsund krónur í styrki á ári síð- ustu fimm árin. Þegar Frétta- blaðið óskaði eftir frekari upplýsing- um og sundur- liðun á þessum styrkjum tók Hjörleifur Jak- obsson forstjóri vel í þá beiðni og sagðist láta vinna þær upplýsing- ar. Í gærkvöld dró hann svo þetta vilyrði sitt til baka og sagði þá í tölvupósti: „Við teljum ekki rétt að gefa upp frekari sundurliðun á þessu framlagi.“ - ghs HJÖRLEIFUR JAKOBSSON Steinunn Valdís: Nýi borgar- stjórinn STJÓRNMÁL Steinunn Valdís er fædd í Reykjavík þann 7. apríl 1965. Maður hennar er Ólafur Haraldsson hönnuður. Hún á eina dóttur. Steinunn útskrifaðist með sagnfræðipróf frá Háskóla Ís- lands 1992 og var formaður Stúd- entaráðs frá 1991 til 1992. Hún er einn af stofnendum Grósku, samtaka jafnaðarmanna og félagshyggjufólks. Steinunn hefur verið borgarfulltrúi R-list- ans frá 1994. Sem slíkur hefur hún verið í stjórn Samtaka sveitar- félaga á höfuðborgarsvæðinu, þar af formaður frá 1997 til 1999. Þá hefur hún verið formaður Skipulags- og byggingarnefndar Reykjavíkurborgar, varafor- maður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur, situr í stjórn Sam- bands íslenskra kvenna, stjórn Skipulagssjóðs og verið fulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga í jafnréttisráði. - ss STJÓRNMÁL Steinunn Valdís Óskars- dóttir, var valin borgarstjóri í gær eftir harðar deilur innan R-list- ans. Dagur B. Eggertsson, borgar- fulltrúi utan flokkanna þriggja á R-listanum, virtist um tíma vera með pálmann í höndunum. „Ég varð mjög stoltur og undrandi þegar Alfreð Þorsteinsson nefndi þetta við mig fyrir viku. Persónu- lega skiptir það mig máli að allir borgarfulltrúar skyldu tilbúnir að styðja mig.“ segir Dagur B. Egg- ertsson. Fullyrðing hans um að slík samstaða hefði náðst um hann vekur athygli enda sagði Frétta- blaðið frá því í gær að forysta Framsóknarflokksins hefði ekki getað sætt sig við Dag á þeim for- sendum að þar með væri verið að ala upp Samfylkingarleiðtoga. Heimildir herma að Anna Kristinsdóttir, borgarfulltrúi framsóknar, hafi snúið við blaðinu eftir að forysta flokksins lagðist gegn Degi. Eins og skýrt var frá í blaðinu í gær lét Halldór Ás- grímsson það boð út ganga að hann gæti sætt sig við Steinunni Valdísi. „Niðurstaðan varð sú að það var breiðari samstaða um hana en mig innan flokkanna“ segir Dagur. Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknar segir að hann kannist ekki við að for- ysta framsóknar á landsvísu hefði ráðið úrslitum: „Það náðist einfaldlega meiri samstaða um Steinunni.“ Steinunn Valdís leggur áherslu á að hún hafi verið kosin einróma. „Þetta var niðurstaða sem allir gátu sætt sig við. Ég velti fortíð- inni ekki fyrir mér, heldur ætla að einhenda mér í þau verkefni sem blasa við.“ Stefán Jón Hafstein, oddviti Samfylkingarinnar í borgar- stjórn, gerði tilkall til forystu þegar ljóst varð að Degi hefði v erið hafnað en hafði ekki erindi sem erfiði. „R-listinn stendur heilshugar að baki nýjum borgar- stjóra og mun stjórna borginni áfram styrkri hendi.“ Aðspurður um hvort hún yrði borgarstjóra- efni R-listans í næstu kosningum eftir tæpt eitt og hálft ár: „Það er ekki einu sinni víst að það verði R-listi í þeim kosningum“ sagði Stefán Jón. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna segir: „Úr því sem komið er vona ég að hún valdi þessu mikilvæga starfi. Ég hef hins vegar enga trú á að R-listinn geti mikið meira, hann er þreyttur og gleðin er farin úr starfinu.“ a.snaevarr@frettabladid.is SKÁLAÐ FYRIR NÝJUM BORGARSTJÓRA Steinunni Valdísi var vel fagnað af eiginmanni sínum Ólafi Harðarsyni og vinum þegar hún kom heim um níu leitið í gærkvöld sem næsti borgarstjóri Reykvíkinga. Tæplega sextug kona: Eignaðist tvíbura BANDARÍKIN Tæplega sextug kona eignaðist tvíbura í New York í fyrradag. Konan sem er 57 ára er talin meðal þeirra elstu sem eignast hafa tvíbura. Tvíburarn- ir voru teknir með keisaraskurði. Læknir konunnar segir að hún hafi orðið ófrísk eftir að hafa fengið að nota sæði fyrrverandi kærasta síns til að frjóvga egg sem hún hafði fengið gefins. Þó það sé tæknilega mögulegt er konum eldri en fimmtugt yfir- leitt ekki leyft að eignast börn. Árið 1997 eignaðist 63 ára gömul kona barn eftir að hafa logið að lækninum sínum að hún væri tíu árum yngri. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.