Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 10
10 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR ENGA KJARNORKU Suður-kóreskir andstæðingar notkunar kjarnorku efndu til mótmæla gegn frönsk- um stjórnvöldum fyrir framan menningar- miðstöð Frakka í Seúl. Franskur mótmæl- andi lést á sunnudag eftir að hann varð fyrir lest sem flutti kjarnorkuúrgang. Nýtt olíufélag: Íslensk olíumiðlun í Neskaupstað OLÍUSALA Reiknað er með að nýtt olíufélag, Íslensk olíumiðlun, geti byrjað að afgreiða gasolíu til skipa í byrjun næsta árs frá birgðastöð sem félagið er að reisa á hafnarsvæðinu á Norð- firði. Íslensk olíumiðlun, sem er í samstarfi við danska olíufélagið Malik, sótti um lóð við Norð- fjarðarhöfn undir birgðatanka fyrir rúmu ári og óskaði þá eftir trúnaði við meðferð umsóknar- innar hjá bæjaryfirvöldum í Fjarðarbyggð. Það fékk síðan byggingarleyfi í sumar og nú er hafinn undirbúningur við að reisa 4.000 tonna gasolíutank. Malik hefur séð um olíusölu til skipa í hafi síðustu 15 ár. Að sögn Gísla S. Gíslasonar hafnarstjóra þarf ekki að gera neinar sérstakar framkvæmdir við höfnina vegna þessarar brigðastöðvar en á hafnaráætlun er að lengja bryggjuna sunnan við loðnubræðsluna um 50 metra til austurs árið 2006 og verður settur skjólgarður þar fyrir austan. ■ Opinberir styrkir til flokkanna fóru í skuldir Framsóknarflokkurinn greiddi niður skuldir um 90 milljónir króna árin 1992 til 2000. Flokksstarfið var í lágmarki þar sem allir peningar fóru í skuldir fyrri árra. STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR Framsókn- arflokkurinn minnkaði skuldir, sem voru vegna útgáfu Tímans og NT, um 90 milljónir árin 1992- 2000 eða úr 100 milljónum í 10 milljónir króna. Unnur Stefánsdóttir var gjaldkeri flokksins á þessum tíma og segir hún að starfsmönn- um flokksins hafi verið fækkað og opinberir styrkir, bæði sér- fræðistyrkur og styrkur til út- gáfumála, að mestu látnir renna upp í skuldirnar. Þá hafi ráðherrar, þingmenn og aðrir, sem hafi fengið starf í gegnum flokkinn, látið hluta launa renna til greiðslu skuld- anna, venjulega 5.000 krónur á mánuði. Flokksstarfið hafi verið í lágmarki. Þannig hafi tekist að greiða skuldirnar niður á fjórum árum. Fyrir kosningar hafi fjár- öflunarnefnd flokksins svo safn- að styrkjum hjá fyrirtækjum. Unnur segir að sparnaðarað- gerðirnar og störf fjáröflunar- nefndar flokksins hafa verið alveg aðskilið. „Þórólfur Gísla- son kaupfélagsstjóri og Helgi S. Guðmundsson, starfsmanna- stjóri hjá Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík, töluðu við fyrirtæki ásamt þriðja manni og söfnuðu peningum fyrir kosningar eins og hefur alltaf verið gert. Ég man ekki eftir neinum tölum í því sambandi. Það voru náttúrulega mörg fyrirtæki úti um allt. Ég veit ekki til þess að olíufélögin hafi látið okkur fá meira en hin félögin. Þórólfur og Helgi voru alveg með það,“ segir hún. Helgi hefur verið formaður fjáröflunarnefndar Framsóknar- flokksins undanfarin tíu ár. Hann segir að Framsóknarflokk- urinn hafi alltaf sagst leita til einstaklinga og fyrirtækja í landinu en það sé trúnaðarmál hverjir styrki Framsóknarflokk- inn og vill ekki ræða styrki ein- stakra fyrirtækja til flokksins. Þórólfur Gíslason segir mis- skilning að hann hafi komið að fjársöfnun hjá fyrirtækjum og vildi ekki ræða það frekar. „Það hefur ekkert verið á minni könnu í þeim efnum,“ sagði hann. ghs@frettabladid.is Barnavændi: Neyða börn í vændi FILIPPSEYJAR, AFP Nokkuð er um að ættingjar og nánir vinir barna taki þátt í að innleiða þau í starf- semi barnavændishringja, sam- kvæmt nýrri rannsókn á barna- vændi á Filippseyjum. Fólkið þiggur þóknun af næturklúbba- eigendum og vændishringjum sem lofa börnunum oft vinnu við heimilisstörf en neyða þau síðan til að stunda vændi. Talið er að 60 þúsund filipp- eysk börn hafi stundað vændi á síðasta áratug. Þar er mestmegnis um að ræða stúlkur sem oft koma úr fátækum fjölskyldum sem stríða við ýmis vandamál. ■ HEILBRIGÐISMÁL Þýskum ferða- mönnum á leið til Bretlands hefur verið ráðlagt að láta bólu- setja sig gegn hettusótt, vegna faraldurs sem brotist hefur út meðal háskólanema þar. Þórólfur Guðnason, yfirlækn- ir á sóttvarnasviði Landlæknis- embættisins, segir ekki ástæðu til aðgerða hér vegna faraldurs- ins í Bretlandi. „Hér var hettu- sótt dálítið algeng áður fyrr, en síðan farið var að bólusetja um árið 1988 hefur verið mjög góð þekjun á bólusetningu. Bretar eru hins vegar að súpa seyðið af neikvæðri umfjöllun um þetta MNR bóluefni. Notkunin datt niður og þar með þekjunin og þar með eru þessir sjúkdómar farnir að sjást þar,“ sagði hann og bætti við að í þessu endurspeglaðist hversu mikilvægt væri að halda úti góðri bólusetningu á lands- vísu. „Um leið og slakað er á fara þessir sjúkdómar að skjóta upp kollinum aftur. Hettusótt getur verið nokkuð alvarlegur sjúk- dómur, sérstaklega hjá kyn- þroska karlmönnum. Hún getur farið í eistun og gert þá ófrjóa. Þá getur hún valdið alvarlegum sjúkdómi í munnvatnskirtli og vægri heilahimnu- og heila- bólgu.“ - óká Veðurstofa: Hálkuvakt á gangstígum FINNLAND, AP Finnska veðurstofan hefur ákveðið að grípa til eigin ráðstafana til að fækka slysum af völdum hálku. Nú verða gefnar út tvær spár á dag á tuttugu spá- svæðum sem beint er sérstaklega að gangandi vegfarendum. Árlega þurfa um 50 þúsund þeirra á læknishjálp að halda eftir að hafa runnið í hálku. „Rannsóknir okkar sýna að ástandið er verst þegar snjóar eða rignir á frosið yfirlag, eða þegar ísinn byrjar að þiðna,“ sagði Reija Ruuhela veðurfræðingur. Því verða gefnar út veðurlýsingar sem segja til um hvort gangstígir séu hálir eða ekki. ■ Tappatogari með skera Frábær græja - Tappinn flýgur af Hettusótt í Bretlandi: Bólusetning bjargar BARN MEÐ HETTUSÓTT Sérfræðingar í Bretlandi segja hettusóttarfaraldur meðal háskólanema þar orsakast af því að fólkið hafi misst af bólusetningu sem hófst ekki fyrr en 1988, en einnig er talið að brestur í bólusetningu vegna neikvæðrar umræðu um bóluefni hafi haft sitt að segja. M YN D /I M M U N IZ AT IO N A C TI O N C O AL IT IO N ■ ASÍA GJAFMILDARI EN HÚN HÉLT Tæp- lega áttræð kona reyndist gjaf- mild þegar hún gaf kimono-slopp til góðgerðarmála. Í kjólinn hafði hún saumað seðla að andvirði rúmrar milljónar króna til að fela þá fyrir innbrotsþjófum. Konan fékk peningana aftur. LEIKSKÓLAKENNARI DÆMDUR Kínverskur leikskólakennari sem myrti fjögur börn og særði tólf hefur verið greindur með geðk- lofa og dæmdur til vistar á geð- sjúkrahúsi. Dómarinn sagði að hin 28 ára Liu Hongwen væri ósakhæf sökum geðsjúkdóms. HAFNARSVÆÐIÐ Á NORÐFIRÐI Hafinn er undirbúningur við að reisa 4.000 tonna gasolíutank. UNNUR STEFÁNSDÓTTIR Gjaldkeri Framsóknarflokksins 1992-2000. Hún segir að fjársöfnun flokksins hafi verið að- skilin, aðeins hafi verið gengið í fyrirtæki til að safna fé fyrir kosningar. Rassskellt í ísbúðinni: Vondur bragðarefur BANDARÍKIN, AP Eigandi ísbúðar í Red Bank í Tennesse hefur verið ákærður fyrir kynferðislegt áreiti gagnvart starfsmönnum. Maðurinn lét starfsmenn, sem yfirleitt voru konur undir tvítugu, skrifa undir yfirlýsingu um að hann mætti rassskella þær ef þær stæðu sig ekki í starfi. Tvær starfsstúlkur sem fengu nóg ákváðu að kæra eig- andann til lögreglunnar. Eigandinn hafði þá nýlega kallað aðra þeirra inn á skrifstofu til sín. Skammað hana fyrir að gleyma að setja banana í bragðaref sem hún var að gera og refsað henni með tuttugu rassskellingum.■ Atlantsolía Nýjar bens- ínstöðvar BENSÍNSTÖÐVAR Atlantsolía opnar þrjár bensínstöðvar á næstu mán- uðum. Framkvæmdir við þá fyrstu, við Sprengisand í Reykja- vík, hefjast á næstu vikum og verður stöðin opnuð í byrjun næsta árs. Tvær stöðvar til við- bótar, við Hreðavatnsskála og í Njarðvíkum, rísa svo á fyrstu mánuðum næsta árs. Hugi Hreið- arsson, markaðsstjóri Atlantsolíu, segir að enn fleiri stöðvar muni í framhaldinu. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.