Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 24
24
FAR MEÐ HERJÓLFI TIL EYJA
KOSTAR 1.700 KRÓNUR
Miðað við fullorðinn. 12 til 18 ára greiða
850. Ókeypis er fyrir 12 ára og yngri.
HVAÐ KOSTAR ÞAÐ?
„Ég get alveg sungið íslenska þjóð-
sönginn og finnst hann ofboðslega
fallegur,“ segir Jóhann Friðgeir Valdi-
marsson, sem hefur sungið sönginn
á Laugardalsvellinum við upphaf
knattspyrnulandsleikja oftar en tölu
verður á komið. „Ég skil hins vegar
vel að einhverjir vilji skipta um lag
því hann er erfiður. Hann spannar
yfir stórt tónsvið og verður þar af
leiðandi flókinn fyrir suma og ég veit
reyndar að sumir söngvarar hafa átt
erfitt með að syngja hann. En lagið
er virkilega fallegt og margir útlend-
ingar dást að fegurð Íslenska þjóð-
söngsins.“
Spurður hvort það væri þjóð og söng
til heilla og framfara ef fleiri réðu við
að syngja þjóðsönginn spyr Jóhann
Friðgeir á móti hvort almenningur sé
jafnan að syngja þjóðsöngva. „Reynd-
ar heyri ég ekki betur, þegar ég hef
verið að góla þetta á vellinum, en
allir taki vel undir. Við höfum hann
þá í þeirri tónhæð sem fólk ræður
betur við.“ Hann efast líka um að
auðvelt sé að skipta um þjóðsöng á
einni nóttu, slíkt geti kallað á rugling
og misskilning, t.d. þegar landslið
leika á erlendri grundu. „Þetta lag er
til á knattspyrnuvöllum og menn
gætu jafnvel ruglast ef nýtt yrði tekið
upp,“ segir Jóhann Friðgeir og hlær.
Hann ítrekar enn og aftur að sér finn-
ist Ó, guð vors lands, sem réttu nafni
nefnist Lofsöngur, virkilega fallegt lag
og sömuleiðis að hann skilji þá sem
finnst það flókið. „Ég veit hins vegar
ekki hvort ég myndi kjósa að skipta
um.“
JÓHANN FRIÐGEIR VALDIMARSSON
Fallegt en flókið
NÝR ÞJÓÐSÖNGUR
SJÓNARHÓLL
„Það er svo sem allt meinhægt að
frétta héðan,“ segir Unnur Sigurþórs-
dóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðsins. „Við erum
að undirbúa jóladagskrána okkar þessa
dagana sem verður alveg svakaleg,“
segir hún og brosir. Jóladagskráin hefst
fyrsta sunnudag í aðventu eins og und-
anfarin ár og verður boðið upp á jóla-
sveina, jólasögur og jólamarkað auk
hestvagnaferða og annarra skemmtileg-
heita.
„Dýrin hafa það fínt, við erum með
tvo kálfa sem báðir fæddust 30.
september og þeim þarf að sinna. Svo
eru hér tveir fálkar og annar þeirra er
blindur á öðru auga.“ Óvíst er með
framtíð hans en hann á erfitt með að
bjarga sér sjálfur í villtri náttúrunni þar
sem hann greinir illa bráðina. Það er
svo undir Náttúruverndarstofnun komið
hvað um hann verður. Hinn er hins
vegar á góðum batavegi en sá lenti í
olíubaði á Langanesi. „Honum verður
sennilega sleppt um jólin,“ segir Unnur
og lætur almennt vel af fálkunum.
Alla jafna hefur Unnur það starf með
höndum að taka á móti grunnskóla-
börnum í garðinum og segja þeim frá
dýrunum. Haustið hefur því verið
óvenjulegt vegna verkfalls kennara.
„Þetta hefur talsverð áhrif á starfið,“
segir hún og viðurkennir að hún sakni
þess að fá ekki að fræða börnin um
gang mála í dýraríkinu. „Það var voða
gaman þegar hlé var gert á verkfallinu,
þá komu tveir hópar. Annars er fullt af
krökkum í garðinum í verkfallinu,
gæsluhópar koma hingað og börnin
eru ljúf sem lömb.“
Hálfblindur fálki og jólin undirbúin
HVAÐ ER AÐ FRÉTTA? UNNUR SIGURÞÓRSDÓTTIR Í FJÖLSKYLDU- OG HÚSDÝRAGARÐINUM
11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Afsagnir í beinni
útsendingu
Á síðustu tíu árum hafa tveir frammámenn í íslensku stjórnmálalífi sagt
af sér embætti í beinni útsendingu. Þórólfur Árnason í fyrradag og
Guðmundur Árni Stefánsson í nóvember 1994.
Afsögn Þórólfs Árnasonar borgar-
stjóra lá í loftinu, líkt og afsögn
Guðmundar Árna Stefánssonar
félagsmálaráðherra fyrir sléttum
tíu árum. Kastljós fjölmiðlanna
höfðu beinst að þeim um skeið og
ágengir blaðamenn spurt ítrekað
hvort þeir ætluðu ekki að segja af
sér. Undir sama kastljósi tilkynntu
þeir svo afsögn sína og þjóðin
horfði á heima í stofu.
Þórólfur og Guðmundur Árni
völdu svipaðan vettvang fyrir af-
sagnarfundi sína. Þórólfur kaus
Höfða sem er móttökuhús borgar-
stjórnar en Guðmundur Árni boð-
aði fréttamenn á sinn fund í
Rúgbrauðsgerðina en þar voru
ráðstefnu- og veislusalir ríkisins.
Báðir hafa eflaust átt gleðilegri
stundir í þessum húsakynnum.
Þegar yfirlýsingar þeirra eru
bornar saman má sjá að báðir
segja af sér án þess þó að telja að
beinar gjörðir þeirra kalli á það.
Þórólfur sagði það sitt mat að
ákvörðun um afsögn væri best
fyrir Reykjavíkurlistann og hann
sjálfan og Guðmundur Árni sagð-
ist vilja freista þess með afsögn
sinni að Alþýðuflokkurinn fengi
sanngjarna og hlutlæga umfjöllun.
Hann sagðist ennfremur láta
minni hagsmuni víkja fyrir meiri
og að afsögnin bæri að án sakar-
efna eða þrýstings. Þórólfur sagð-
ist vita að margir myndu verða
ósáttir við ákvörðun hans. Hann lét
þess einnig getið að ekkert nýtt
hefði komið fram í málinu sem
breyti mati hans á eigin hlut en það
sé hins vegar meira að vöxtum en
nokkurn hefði órað fyrir.
Báðir sögðu þeir af sér embætt-
um vegna mála sem ekki tengdust
þáverandi störfum þeirra. Borgar-
stjórinn vegna aðgerða eða
aðgerðaleysis sem framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Olíufélagsins
og félagsmálaráðherrann vegna
embættisfærslna í heilbrigðis-
ráðuneytinu en þar réð hann
ríkjum áður en hann varð félags-
málaráðherra.
Það er líka athyglisvert að báð-
ir gegndu þeir embættum sínum í
skamman tíma. Guðmundur Árni
var ráðherra í tæpa 17 mánuði og
þegar Þórólfur lætur af embætti
um mánaðamótin hefur hann verið
borgarstjóri í 19 mánuði.
Enn er athyglisvert að tvímenn-
ingarnir hlutu embætti sín vegna
vistaskipta forvera sinna. Guð-
mundur Árni varð ráðherra í
kjölfar hrókeringa innan ríkis-
stjórnarinnar þegar Eiður Guðna-
son og Jón Sigurðsson hættu
í stjórnmálum. Þórólfur varð
borgarstjóri í kjölfar framboðs
Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur
til Alþingis. Og báðir kynntu þeir
afsagnir sínar í beinni útsendingu
og þjóðin horfði á heima í stofu.
bjorn@frettabladis.is
Áratugur frá afsögn:
Leið vel í út-
sendingunni
„Já og nei,“ svarar Guðmundur
Árni Stefánsson, spurður hvort
sporin upp stigana í Rúgbrauðs-
gerðinni og að púltinu fyrir
framan sjónvarpsvélarnar fyrir
áratug hafi verið þung. „Ég hafði
tekið mína ákvörðun þegar ég
kom til fundarins en auðvitað var
hún erfið, því er ekki að leyna.“
Loft var lævi blandið í fundar-
salnum, Guðmundur Árni hélt
klukkustundar langa ræðu þar
sem hann svaraði framkomnum
ávirðingum lið fyrir lið. „Það
vissi enginn á staðnum hver mín
niðurstaða væri og það var ekki
fyrr en í lokasetningunum að ég
upplýsti að ég hefði afhent
forsætisráðherra bréf þar sem
ég sagði af mér störfum.“
Gott að svara fyrir sig
Guðmundur Árni segir að sér
hafi liðið býsna vel á meðan hann
flutti mál sitt en dagarnir og
jafnvel vikurnar á undan voru
þrungin spennu og þjóðmálaum-
ræðan gjörvöll snerist um hann
og hans mál. „Ég veit ekki hvort
rétt sé að segja að ég hafi verið í
stuði en í mér var uppsafnaður
þungi út af þessu rugli öllu, eins
og ég kalla það stundum, þar sem
sem fjölmiðlar áttu svo sem sinn
þátt ásamt fleirum. Ég fann mig
því ágætlega þegar ég hafði loks
tækifæri fyrir framan alla fjöl-
miðlana til að taka á þessum
álitaefnum og gera rækilega
grein fyrir þeim, allt í beinni út-
sendingu.“
Þórólfur í pólitík?
Guðmundur Árni man vel
þennan tíu ára gamla atburð en
segir þó að á heildina litið sé
minningin ekki skemmtileg. „Það
voru hins vegar kjósendur sem
kváðu upp sinn dóm í kosningun-
um á eftir,“ segir hann en þing-
mannsferill Guðmundar Árna
hefur verið farsæll síðan. Og
hann hefur hugmyndir um fram-
tíð Þórólfs Árnasonar: „Það kæmi
mér ekki á óvart að Þórólfur ætti
fyrir sér bjarta framtíð í ís-
lenskri pólitík.“ ■
BORGARMÁL „Mér datt í hug að
bjóða Reykjavíkurlistanum að
ráða mig í borgarstjórastarfið til
að spara prentkostnað,“ segir
Þórólfur Árnason. Hann býr á
Álftanesi og vinnur hjá stórfyrir-
tækinu NTC sem í daglegu tali er
kallað Sautján. Þórólfur Árnason
er eini alnafni Þórólfs Árnasonar
en að auki eiga þeir nafnann Árna
Þórólf Árnason. Sá er fjórtán ára
og býr á Seltjarnarnesi.
Þórólfur segir það sársauka-
laust að vera nafni borgarstjóra á
þessum síðustu og verstu tímum,
eins og sagt er, nema hvað heldur
meira er hringt í hann en vana-
lega. „Það er einn og einn sem
slysast á vitlausan mann og
þannig hefur það verið lengi,
reyndar alveg síðan Þórólfur kom
heim frá námi á sínum tíma. Og
það er heldur meira núna.“ Þeir
nafnarnir eru ekki skyldir en
fundum þeirra hefur borið saman.
„Ég hef aðeins hitt hann og sagt
honum af mér en við þekkjumst
ekki neitt.“ Þórólfur Árnason er
norðan úr landi en hefur búið á
Álftanesi í fjórtán ár og unir hag
sínum vel. Hann hefur aðeins
skipt sér af stjórnmálum, var í
sveitastjórnarmálunum á Álftan-
esinu en er hættur því vafstri. „Ég
er í Sjálfstæðisflokknum,“ segir
Þórólfur og bendir á að í pólitík
eigi þeir Þórólfur ekki samleið.
Hann segir svolítið gantast með
nafnið í sundlaugunum en hann
syndir reglulega í Sundlaug
Kópavogs. „Þar hef ég reyndar
vanalega verið kallaður varaborg-
arstjórinn,“ segir Þórólfur og
hlær. Hann þarf væntanlega að
sjá á eftir þeim titli um mánaða-
mótin þegar borgarstjórinn hætt-
ir en gæti á móti hreppt sjálfan
borgarstjórastólinn, þ.e. ef borg-
arfulltrúar Reykjavíkurlistans
eru hagsýnir og vilja spara sér
bréfsefnið.
bjorn@frettabladid.is
Óvíst hver stýrir borginni:
Þórólfur Árnason býður sig fram til borgarstjóra
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON
Hefur verið kallaður varaborgarstjóri frá
febrúar 2003. Þarf líklega að sjá á eftir titl-
inum um mánaðamótin.FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/S
TE
FÁ
N
GUÐMUNDUR ÁRNI STEFÁNSSON
Rúgbrauðsgerðin 11.11.’94
ÞÓRÓLFUR ÁRNASON
Höfði 9.11.’04
Austfirðir:
Látlaus
síldarlöndun
SJÁVARÚTVEGUR Allgóð síldveiði
hefur verið úti af Austfjörðum að
undanförnu. Um tíma var látlaus
síldarlöndun á Vopnafirði, Fá-
skrúðsfirði, Djúpavogi og Horna-
firði. Síldin hefur bæði verið
söltuð og fryst í landi en einnig
eru nokkur skip sem frysta um
borð, eins og til dæmis Vilhelm
Þorsteinsson EA sem landaði
frosinni síld beint í erlent skip í
Neskaupstað. ■