Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 38
Morgunmatur Trukkurinn á Gráa kettin- um: egg, beikon, steiktar kartöflur, rist- að brauð, tómatur, banda- rískar pönnukökur og sýróp ásamt appelsínusafa og kaffi. Dugar langt fram eftir degi. CD Electric Fungus með Brain Police, rokkar feitt og loðið. Sjónvarp/Föstudagur Idolið á Stöð 2, besta fjölskylduskemmtun seinni ára. Laugardagur: Tottenham gegn Arsenal á Skjá 1, grannaslagur af bestu gerð. Sjónvarp/Laugardagskvöld The Big Le- bowski í RÚV, Coen-bræður eru snilling- ar. Sunnudagur: Edduverðlaunin í beinni í RÚV, hvað fer úrskeiðis í ár? Laugardagsnótt, kl. 3.15 Kaffibarinn. Lesefni Best of Grim eftir Hallgrím Helgason. Skögultennti ærslagosinn Grim er með beittustu þjóðfélagsrýnum þjóðarinnar. Og svo hann er drepfynd- inn í þokkabót. Lesefni 2 The Economist. Hefur snúið af villu síns vegar eftir stuðninginn við Bush og Íraksstríðið í fyrra. Síðdegiskaffi Einn snarpur machi- ato „il bar“ (við búðarborðið) á Kaffi- tári í Kringlunni. Útvarp Víðsjá á Rás 1. Sérstaklega óborganlegir pistlar Eiríks Guðmunds- sonar. Kvöldhressing Sérrí, til dæmis Tio Pepe Fino. Ekki bara fyrir ömmur. Drykkur Skyr.is með mangó og ástarald- ini. Þessir nýju skyrdrykkir MS hafa sleg- ið verðskuldað í gegn. Hádegismatur Fiskur dagsins í Ostabúðinni á Skólavörðustíg. Bíó The Manchurian Candi- date, endurgerð sem aldrei þessu vant gefur fyrirmynd- inni ekkert eftir. Gönguferð Um nótt í 101 Reykjavík. Vissulega skrautlegt, en ekki nærri því eins hættulegt og þú heldur. Skyndibiti Búlluborgari hjá Tomma, aðr- ir hamborgarar eiga ekki séns. F2 er vikublað sem fylgir Frétta- blaðinu á fimmtudögum. Forsíða Arnaldur Indriðason á söguslóðum sinn- ar nýjustu bókar, Kleifarvatns. Sjá viðtal bls. 12. Ljósmynd Teit- ur/Hari. Þakkir Leikmuna- deild RÚV. Útgefandi Frétt hf. Ritstjórn Jón Kaldal Höfundar efnis í þessu hefti Borghildur Gunnarsdóttir, Freyr Gígja Gunnarsson, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristján Hjálm- arsson, Óli Kr. Ármannsson, Sigríður D. Auðunsdóttir og Þórdís Lilja Gunnars- dóttir. Hönnun Jón Óskar Hafsteinsson Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Aðalsími 550 5000 Netfang f2@frettabladid.is Auglýsingar Auglýsingadeild Fréttablaðsins Jón Laufdal / jonl@fretta bladid.is / 515 7584 / 899 0797 F2 2 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR F2 velurF2 Þetta og margt fleira 4 70 mínútna spil 6 Ostabúðin er vel varðveitt sælkeraleyndarmál 8 Í innsta hring stjórnmála- foringjanna 10 Göturnar í lífi Sólveigar Arnarsdóttur 12 Viðtal: Mannshvörf og metsölubækur Kolbrún Bergþórsdóttir ræðir við Arnald Indriðason. 14 Fréttaskýring: Vonlítil framtíð Vestfjarða Sigríður D. Auðunsdóttir skrifar. 16 Opin eða lokuð eldhús? 17 Vasagræjur og draumatæki sjónvarpssjúklingsins 18 Villibráð og eðalvín 20 Það sem ber hæst framundan 22 Fór í heimsókn til Al Jazeera og Samviska Páls Rósinkrans E in vinsælasta söguhetja ís- lenskra bókmennta í seinni tíð er rannsóknarlögreglumaður- inn Erlendur Sveinsson, sköpunarverk Arnaldar Ind- riðasonar rithöfundar. Er- lendur fékk frí í síðustu bók Arnaldar, Bettý sem kom út á síðasta ári, en snýr aftur í Kleifarvatni sem er nýkomin í verslanir. Erlendur mun á allra næstu misserum spretta fram ljóslifandi á hvíta tjaldinu í mynd sem kvikmynda- fyrirtæki Baltasars Kormáks, Sögn, er með í bígerð eftir metsölubókinni Mýrinni. Að sögn framleiðandans, Baltasars Kormáks, er búið að binda um flesta lausa hnúta hvað varðar undirbúningsvinnu. Reynir Lyngdal hefur verið ráðinn sem leikstjóri og samningar hafa náðst við þýska kvikmyndafyrirtækið Bavaria um þátttöku í framleiðslu myndarinnar. Aðspurður segir Baltasar að ekki sé búið að ráða í hlutverk Erlendar en lof- ar að mjög verði vandað til verka þegar kemur að því að finna þann rétta í hlut- verkið enda eldfimt mál meðal aðdá- enda bókanna hver eigi að leika Erlend. Reynir Lyngdal leikstjóri tekur í sama streng og gerir sér fulla grein fyrir al- vöru málsins. „Við erum að velja James Bond Íslands,“ segir hann. F2 ákvað hins vegar að taka ómakið af Baltasar og Reyni og gerði óformlega skoðanakönnun á því hvaða leikara að- dáendur Erlends sjá fyrir sér í hlutverk- inu hans í kvikmyndagerð af Mýrinni. Fyrst var spurt hvernig fólk sér fyrir sér að Er- lendur líti út. Flestir voru sammála um að Erlendur væri nokkuð þrekinn og hefði mikinn persónuleika. Ekki væri um neitt kyntröll að ræða heldur reynslubolta á sex- tugsaldrinum. Sá leikari sem viðmælendur blaðsins nefndu oftast var Hjalti Rögnvalds- son. Þeir töldu hann hafa þá þunglyndislegu ró sem Erlend- ur býr yfir og einn taldi Hjalta hafa Erlend innbyggðan í sinn karakter. Theódór Júlíusson kemur ein- nig til greina. Hann er þó ef til vill of gamall en hefur rétta yfirbragðið til þess að vera sannfræandi lífsþreyttur rannsóknarlögreglumaður. Síðasta nafnið sem kom fram var Pálmi Gests- son sem auðvitað er best þekktur sem gamanleikari en Pálmi býr líka yfir miklum alvörugefnum dramatískum hæfileikum og getur bæði verið mjúkur og mikill jaxl sem er kostur fyrir hlut- verkið.● Kvikmyndagerð á Mýrinni í undirbúningi Theodór Júlíusson Kannski of gamall, en hann hefur rétta yfirbragðið til þess að vera sannfær- andi lífsþreyttur rannsóknarlög- reglumaður. Hjalti Rögnvaldsson Toppkandídat í hlutverkið. Býr yfir þunglyndislegri ró og virðist nánast hafa Erlend innbyggðan í sinn karakter. Pálmi Gestsson Auðvitað best þekktur sem gam- anleikari en býr líka yfir miklum alvöru- gefnum og drama- tískum hæfileikum. Getur bæði verið mjúkur og mikill jaxl. Sendið SMS-skeyti í númerið 1900 Hvað finnst ykkur? Leitin Erlendi Við erum að velja James Bond Íslands Reynir Lyngdal Eldfimt mál meðal aðdáenda hver eigi að leika Erlend. að Skúlptúrar úr mannshári Hrafnhildur Arnardóttir textílhönnuður, sem er þekktust er fyrir að hafa hann- að hárskúlptúrana fyrir nýjustu plötu Bjarkar Guðmundsdóttir, Medúllu, tekur þátt í alþjóðlegu textílsýningunni Northen Fibre V - Hugur að baki handbragði sem opnar í Listasafni Reykjavíkur á laugardaginn. Ragna Sigurðardóttir skrifar ma. þetta um þátt Hrafnhildar í sýningunni: „Efniviðurinn mannshárið er bæði fallegt og gróteskt, í því sameinast hégómagirnd og vangaveltur um hlutverk hárs í samfélaginu fyrr og nú. Enn í dag safna litlar stúlkur síðu hári og hárprýði þykir bera vott um hreysti og þokka.“ Hrafnhildur býr og starfar í New York þar sem hún nam við School of Visual Arts eftir að hafa lokið námi við málaradeild MHÍ 1993. Fyrir Hjalta: FB 1 Fyrir Theodór: FB 2 Fyrir Pálma: FB 3 Einn heppinn þátttakandi verður dregin úr innsendum svörum og fær nýjustu bók Arnaldar, Kleifarvatn, að launum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.