Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 40

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 40
HermannFannar,sem er betur þekktur undir nafninu Hemmi feiti, er sölu- og mark- aðsstjóri hjá hugbúnaðar- fyrirtækinu Atóm/Núlleinum sem rekur m.a. síðuna núlleinn.is Netið. „Það væri hægt að sitja í tóm- um kassa með tölvu og netið alla ævi og alveg komast af og jafnvel halda sambandi við félagana á MSN.“ Kaffið mitt. „Það er voðalega fín kaffivél hérna í vinnunni svo oftast fæ ég mér gott espresso og stundum latté.“ Hundurinn minn. „Hann heitir Elvis og er blanda af Silkiterrier og Chihua- hua. Elvis er að verða ársgamall og er orðinn ansi dekraður og illa upp alinn. Hann borðar helst ekki hundamat nema með honum sé stöppuð kæfa. Á laugardaginn fékk hann afganga af humar og lambalæri. Hann var ekkert svo ósáttur við það.“ Þórunn Arna fer með hlutverklitlu stúlkunnar með eldspýturn-ar samnefndum í söngleikn sem er sýndur í Íslensku óperunni. Hrærivél. „Ég gjörsamlega elska að baka. Ætli það sé ekki svona hitt áhugamálið mitt. Ég hef reyndar ekki átt hrærivél lengi og var bara að enda við að kaupa mér þessa elsku.“ Súkkulaði. “Ég verð að segja súkkulaði, af því að ég er svo hrikalega mikill nammi- grís. Ef maður er leiður þá er súkku- laði eitthvað sem bætir alltaf aðeins úr öllu, allra meina bót!“ Sound of Music. „Þegar ég var sex ára þá fór ég í leikhús og sá Söngvaseið í Þjóðleikhúsinu og grenjaði og grenjaði. Ég öfundaði svo leikarana og ég held að þarna hafi ég fattað að mig langaði að verða leikkona.“ F2 4 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Bestu pizzur Köben Margir sem koma í heimsókn til mín velta því fyrir sér hvaðhafi orðið af Pizza 67 í Kaupmannahöfn,“ segir Úlfar Linnet sem hefur verið búsettur í höfuðborg danska kongungsveldisins undanfarið ár. „ Pizza 67 fór á hausinn því að hvorki Íslendingar né hippamenning er það sem liggur að baki pizzunni,“ bætir Úlfar við. Hann segir að það þurfi Ítala og ítalska menningu til elda góða pizzu og það sé að finna á La Vecchia Signora. „Það sem meira er er að La Vecchia Signora hlaut verð- laun fyrir bestu pizz- una í Kaupmanna- höfn 2001 og 2002,“ segir Úlfar og bætir við að hann segist ekki vita hvað gerðist 2003, en það skipti ekki öllu máli, pizzur veitingastaðarins séu stórgóðar. La Vecchia Signora er stutt frá Kongens Nytorv en götuna má til dæmis finna með því að fletta upp á kraks.dk. La Vecchia Signora, Grønnegade 14. Borðapantanir í +45 33160048 Björk í viðtali við Mojo Segist vera tónlistarfasisti Björk Guðmundsdóttir kemur víða við í viðtali í nóvemberhefti breska tímaritsins Mojo. Fyrirsögnin á forsíðu blaðsins er „Mér líkar vel við öfgar“. Eftirlæti í Reykjavík Við tjörn- ina er uppáhaldsveitingastaður Bjarkar í Reykjavík. Ólympíuleikarnir Björk tjáir sig um upplifun sína af Óympíuleikunum í Aþenu og segist hafa grunað aðstandend- ur leikanna um að vilja fá „Ebony og Ivory“ lag, en þeir hafi fengið Oceania. Hafið hafi átt að vera tákn þess sem sam- einaði alla keppendur. Tónlistarfasisti Björk játar fúslega að vera tónlistarfasisti. Hún kann augsýni- lega ekki sérstaklega að meta The Strokes eða Oasis og segir meðal annars að tónlist- in sem þessar hljómsveitir spila sé svona „skátatónlist“. Unnustinn þungarokkari Í við- talinu kemur fram að unnusti Bjarkar, bandaríski myndlistarmaðurinn Matthew Barney, er þungarokksfíkill sem hlustar á slíkt fimm tíma á dag til þess að fá orku. Eini tónlistarmaðurinn sem þau geta sam- einast um er Will Oldham. Misskilin á Íslandi Björk segist hafa verið misskilin á Íslandi og að landar hennar hafi alltaf álitið hana skrítna. Gelgja í hugsun Björk telur sig vera eins og táningsstúlka í tónlist, einn daginn finnist henni hljóðfæri vera flott, daginn eftir eru þau hallærisleg. Kollegar í uppáhaldi Mojo fær Björk til að velja þrjár uppáhaldssöngkon- ur sínar og þær eru Meredith Monk, Nico (sem var í Velvet Underground) og Amália Rodrigues. Frá borginni minni Algjörlega ómissandi Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Hermann Fannar Valgarðs- son tíndu til þrjá hluti sem þau geta ekki verið án Tom Waits á leiðinni? Verið er að vinna að því hörðum hönd- um að fá sérvitringinn og stórtónlistar- manninn Tom Waits til landsins. Það eru Sverrir Rafnsson og Júlíus Kemp hjá Kisa ehf. sem stefna að því að fá kappann hingað fljótlega eftir áramót en þeir stóðu fyrir tónleikum með ung- lingahljómsveitinni Prodigy í Höllinni á dögunum og síðasta sumar kom spænski hjartaknúsarinn og flamengó- dansarinn Joaquin Cortez hingað á þeirra vegum. Að sögn Sverris er málið á við- kvæmu stigi og ekki hægt að staðfesta komu Waits en ef allt gengur upp er hugmyndin að halda 3.000 manna tón- leika og bjóða eingöngu miða í sæti. Tom Waits er um þessar mundir á tón- leikaferðalagi að kynna nýju plötuna sína Real Gone. Vitleysingarnir í 70mínútum munu ínæstu viku gefaút samnefnt borðspil sem byggir á hug- myndum þáttanna. Það felst einna helst í því að spilarar þurfa að svara spurningum, taka áskorunum og drekka ógeðsdrykkinn. 70 mínútna spilið er borðspil fyrir 2-6 leikmenn á öllum aldri. Sigmar Vil- hjálmsson, eða Simmi, fyrrum þáttastjórnandi 70 mín- útna, segir að spilið sé bæði fjölskylduspil og skemmti- legt partíspil. „Þú þarft fyrst og fremst að þora til að geta spilað spilið og ef þú þorir ekki þarftu að taka út þína refsingu,“ segir Simmi. Spurningarnar eru tvenns konar, annars vegar úr þáttunum sjálfum eða almenns eðlis. Ein spurningin er til að mynda: Hvaða áskorun þurfti Þórólfur Árnason að taka í 70 mínútum og stóðst vel? Spilinu fylgja fjölmargar uppskriftir að ógeðs- drykkjum af öllu tagi. Regla 6 Ef þú lendir á grænni mínútu þarftu að drekka ógeðsdrykk. Spilari sem er svo óheppinn að lenda í slíkum hremmingum þarf að kasta teningnum þrisvar til að vita hvað á að vera í drykknum. Grunnurinn í ógeðs- drykknum er alltaf 1/4 glas af mjólk (eða volgt vatn ef mjólkin er búin). Síðan þarftu að kasta teningnum þrisvar. Sú tala sem kemur upp hverju sinni merkir hvaða hráefni þarf að setja í drykkinn. Matseðilinn: Talan sex: Ein msk. af salti. Talan fimm: Tvær msk. af tómatsósu. Talan fjórir: Tvær msk. af matarolíu. Talan þrír: 1/4 glas af gosi. Talan tveir: Ein msk. smjör. Talan einn: Tvær msk. sykur. ATH. Spilarar mega breyta innihaldinu á bak við hverja tölu, þannig geta menn samþykkt í upphafi spils að þegar talan einn kemur upp þurfi að setja 2 matskeiðar af soja sósu í stað sykurs, eða bjór (ef spilarar eru orðnir 20 ára). Þannig geta spilarar gert sinn eigin matseðil í upphafi spils. 70 mínútna spilið Refsað með ógeðsdrykkjum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.