Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 45

Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 45
Björn Ingi sagður einn helsti ráðgjafi Halldórs. Þó svo að út á við virðist sem Björn Ingi hafi veruleg ítök er því þó haldið fram að áhrif hans komist ekki í hálfkvisti við þau sem Finnur hefur. Innsti hringur Geirs H. Haarde, fjármálaráðherra og varaformanns Sjálfstæðisflokksins, er sagður afar þröngur. Helsti ráðgjafi Geirs er eigin- kona hans, borgarfulltrúinn og fyrrum þingmaðurinn Inga Jóna Þórðardóttir. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins, er náinn Geir, en auk hans aðstoðarmaður fjármálaráð- herra, Ragnheiður Elín Árnadóttir. Ingibjörg velur konur Össur Skarphéðinsson hefur mestan fjölda ráðgjafa í kringum sig af öllum forystumönnum stjórnmálaflokkanna og leitar því ráða víða. Honum standa nærri þingmennirnir Margrét Frí- mannsdóttir, Guðmundur Árni Stef- ánsson, Mörður Árnason og Björgvin G. Sigurðsson. Auk þeirra er varaþing- maðurinn Einar Karl Haraldsson náinn samstarfsmaður Össurar og sömuleiðis framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, Karl Th. Birgisson. Athyglisvert er að ráðgjafar Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur eru allir konur og engin þeirra situr á þingi. Þær eru Margrét Björnsdóttir, Kristrún Heimisdóttir, Kristín Árnadóttir, Hulda Ólafsdóttir og Þórhildur Þor- leifsdóttir. Því hefur verið haldið á lofti að Stefán Jón Hafstein sé meðal helstu ráðgjafa Ingibjargar Sólrúnar en þeir sem þekkja vel til segja að það sé rangt. Um tíma var talað um að það and- aði köldu milli formanns og varafor- manns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar og Ögmundar Jónassonar. Hvort sem það er satt eður ei er að minnsta kosti talið að svo sé ekki enn og tvímenningarnir starfi nú náið sam- an. Steingrímur leitar einnig ráða hjá Kristínu Halldórsdóttur, framkvæmda- stjóra Vinstri grænna og fyrrum alþing- ismanni, og tvíburabræðranna Ár- manns og Sverris Jakobssonar. Guðjón A. Kristinsson, formaður Frjálslynda flokksins, er hins vegar sá sem fæstu ráðgjafana hefur. Sú sem stendur honum næst er framkvæmda- stjóri Frjálslynda flokksins, Margrét Sverrisdóttir, en þá er það upptalið.● F29FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 Steingrímur J. Ármann Jakobsson Sv er ri r Ja ko bs so n Ö gm undur Jónasson K ri st ín H al ld ó rs d ó tt ir Ógnarmál olíufélaganna vekja hjá manni ugg um að fleiri pottar séu brotnir. Þjóðin þarf svör við því hvort svo sé. Ég er ekki refsiglaður maður en menn verða að gangast við gjörðum sínum og ábyrgð. Sök og sýkna getur verið óskylt því hvort einhver kemst í svo óbærilega aðstöðu að hann á engra kosta völ. Eins og til dæmis borgastjórinn okkar. Getur ekki verið að fleiri pottar séu brotnir? Ég held að svo sé. Ég óttast að við eigum eftir að sjá ofan í mikið fen þegar við fáum skilagrein um störf einkavæðingarnefndar þar sem einka- vinavæðingin réði för og menn gáfu SÍS milljarða króna í kaupbæti þegar verið var að selja þeim hlut Lands- bankans í Vátryggingafélagi Íslands. Eða þegar gefnir voru 1,5 milljarðar með SR-mjöli á sínum tíma. Allt þetta verðum við að fá að vita. Einnig þurf- um við að fá að vita fyrir hvaða fé rík- isstjórnarflokkarnir hafa verið reknir undanfarin ár. Og svo verður að gæta að stöðu kennara. Það er merkilegt, en kemur kannski ekki á óvart, að stjórnendur landsins skuli segjast vera stikkfrí í kennaradeilunni – eins og svo mörgum öðrum málum. Mig óar við valdi auðsins sem hefur náð undirtökum í þjóðfélaginu. Við vitum öll að peningarnir ráða of miklu. Og nú eigum við að snúast gegn því. Samt ekki með því að jafna um menn þótt þeir græði peninga því það mega þeir gjarnan gera. En það má ekki mismuna fólki og stéttum jafn hrottalega og gert er. Fjöldi fólks er að berjast í bökkum og sótt er að öryrkj- um og öldruðum. Og það er undarleg þversögn að það gerist þrátt fyrir að við búum í góðu og auðugu landi. ● Til umhugsunar/Sverrir Hermannsson „Ég óttast að við eigum eftir að sjá ofan í mikið fen.“ Vald auðsins FR ÉT TA BL A Ð IÐ :Þ Ö K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.