Fréttablaðið - 11.11.2004, Page 46
Sólveig Arnarsdóttir leikkonaflutti aftur heim til Íslands ífyrra eftir að hafa búið í Berlín íÞýskalandi í tíu ár. Þar nam hún
leiklist og starfaði sem leikkona. Hún
leikur nú tvö hlutverk á fjölum Þjóð-
leikhússins og æfir fyrir hið þriðja. Hún
leikur unga kvikmyndagerðarkonu,
Ernu, í verkinu Böndin á milli okkar
sem sýnt er á Litla sviðinu og Sabrinu,
vinkonu Edith Piaf, í samnefndum
söngleik á stóra sviðinu. Auk þess æfir
hún fyrir jólasýninguna Öxin og jörðin
þar sem hún leikur Þórunni, dóttur
Jóns Arasonar, en faðir hennar, Arnar
Jónsson, fer með hlutverk Jóns í sýn-
ingunni.
Grænamýri á Akureyri
Ég bjó í Grænumýri á Akureyri fyrstu
þrjú ár ævinnar og á því ekki miklar
minningar þaðan. Það sem ég man var
að þetta var raðhús og í húsinu við hlið-
ina var sjoppa. Ég átti þá frábæru hug-
mynd að gera gat á stofuvegginn og inn
í sjoppuna, en foreldrar mínir tóku ekki
vel í það, hversu ótrúlegt sem það er.
Óðinsgata í Þingholtunum í
Reykjavík
Ég flutti á Óðinsgötuna þriggja ára og
bjó þar alla mína barnæsku. Ég átti
ljómandi bernsku í bakgörðum og uppi
á skúrum í Þingholtunum. Ég hef
komist að því að ég er bundin andleg-
um vistarböndum við Þingholtin og er
ekki fær um að búa annars staðar í
Reykjavík. Ég held því fram að Þing-
holtin séu afskaplega barnvænn staður
og það geri börnum gott að alast upp í
þeirri óreiðu sem þar ríkir.
Grenimelur í vesturbæ
Reykjavíkur
Móðurafi mín og amma, Þorleifur og
Guðrún, bjuggu á Grenimelnum. Ég
var mikið hjá þeim sem krakki og eru
því miklar, sterkar og góðar minningar
tengdar þeirri götu. Ég varð því afskap-
lega glöð þegar frænka mín og besta
vinkona, Gréta María Bergsdóttir, flutti
á Grenimelinn fyrir stuttu því nú eru
aftur komin á tengsl við götuna.
Suðurgata í miðbæ Reykjavíkur
Ég bjó í einn vetur í kommúnu í gömlu
húsi á horninu á Túngötu og Suður-
götu. Mér fannst ég vera komin ansi
langt í burtu, en ég var nú alin upp í
Þingholtunum og vön að hafa allt innan
seilingar og geta labbað allt. Mér finnst
til dæmis Hlíðarnar vera úti á landi.
Raumer Strasse í austurhluta
Berlínar
Hverfið var í dálítilli niðurníðslu og
ekki mjög smart þegar við Jósef, mað-
urinn minn, fluttum þangað. Við héld-
um að við værum að gera dálítið fínt því
það var róluvöllur hinum megin við
götuna og fyrsta barnið okkar var að
koma í heiminn. Það kom hins vegar á
daginn að leikvöllurinn var samkomu-
staður róna og eiturlyfjasjúklinga, sem
einhverra hluta vegna voru allir með
risastóra hunda. Það er okkur ennþá
hulin ráðgáta hvað þeir
voru að gera með þessa
hunda. Halldór Dagur, sem
nú er sjö ára, fæddist á
meðan við bjuggum þarna.
Alls vorum við á Raumer
Strasse í þrjú ár og á þeim
tíma breyttist hverfið mjög
mikið og varð eins konar
artí-fartí hverfi borgarinn-
ar. Það voru tvær austur-
berlínskar hornknæpur í
götunni þegar við fluttum
þangað en þegar við fórum
töldum við um 25 bari og
veitingastaði.
Gneifenau í vesturhluta Berlín-
ar
Við fluttum í risastóra íbúð í Vestur-
Berlín með vinkonu okkar sem er fiðlu-
leikari. Við klikkuðum hins vegar á því
að vara okkur á því að íbúðin stóð við
sex akreina götu. Við héldum að það
hefði ekkert rask í för með sér en
hrökkluðumst þaðan ári síðar. Yngri
sonur minn, Arnar, sem er fjögurra ára,
fæddist meðan við bjuggum þar.
Monumenten í vesturhluta
Berlínar
Sú gata var dálítið hugguleg en mér
finnst allar götur í Berlín meira og
minna eins, fimm hæða hús við breiðar
götur. Það sem skipti máli var íbúðin
sjálf. Við gerðum reyndar upp allar
íbúðirnar sem við bjuggum í frá grunni
og eyddum í það þó nokkrum pening-
um og gífurlegum tíma. Ég held það
hljóti að fara að flokkast undir áhuga-
mál þegar maður er farinn að gera upp
svona margar íbúðir.
Laufásvegur í Þingholtunum í
Reykjavík
Við fluttum heim frá Berlín í fyrra og
ætluðum að vera æðislega
opin fyrir því hvar við
myndum búa. Við skoðuð-
um meira að segja íbúð í
Vesturbænum og ætluðum
okkur að flytja þangað.
Þegar kom að því að skrifa
undir kaupsamning að íbúð
sem við höfðum í huga
sögðu vistarböndin til sín
og ég fann að ég var ekki
tilbúin að fara vestur yfir
læk. Við enduðum því á
Laufásvegi, ekki smörtu
megin heldur hinum megin
þar sem við erum í strangri gæslu
bandaríska sendiráðsins. Ég kann vel
við mig hér, get labbað í vinnuna og á
barina, hef útsýni yfir Tjörnina og veit
ekki hvað þyrfti til svo ég flytti héðan
burt. Drengirnir mínir eru mjög lukku-
legir hér og leika sér eins og ég kannast
við úr barnæsku. Eldri drengurinn
minn tók mig með sér út um daginn til
að sýna mér leynistaði og leynileiðir. Ég
vildi nú ekki eyðileggja það fyrir hon-
um með því að segja honum að ég
kynni sjálf allar þessar leiðir, og jafnvel
sumar enn betri.●
Djassgítaristinn Björn Thoroddsen hefur tekið sig til og útsett sálma sem sið-bótarmaðurinn Marteinn Lúther samdi á 16. öld og komið þeim á geisla-
disk. Í kvöld, fimmtudag, ætlar Björn að flytja þessa tónlist á tónleikum í Salnum
Kópavogi. Björn segir að það séu ekki margir sem viti af því að Marteinn Lúther
hafi samið tónlist. „Það er hins vegar vitað að hann átti í bréfaskriftum við mörg
af helstu samtímatónskáldum síns tíma.“ Björn bætir því við að það hafi verið
vinur hans dr. Sigurjón Árni Eyjólfsson sem hafi þrýst á hann að útsetja þessi lög
í mörg ár og það hafi orðið úr fyrir einu og hálfu ári síðan. Afraksturinn er
geisladiskurinn „Lúther“ sem er nýkominn út. Ásamt Birni munu þeir
Stefán G. Stefánsson saxófónleikari, Jón Rafnsson kontra-
bassaleikari og Erik
Qvick slagverksleik-
ari spila. Tónleik-
arnir eru í Salnum
og hefjast klukkan
20.00. ●
F2 10 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Göturnar í lífi Sólveigar Arnarsdóttur leikkonu
Grænamýri
Óðinsgata
Grenimelur
Suðurgata
Raumer Strasse
Gneifenau
Monumenten
Laufásvegur
Leikur að ljósi Danski hönnuðurinn og arkitektinn
Verner Panton hannaði þetta sígilda ljós 1977. Það er kallað Panto
og fæst í tveimur stærðum, 40 og 50 sentimetrar að þvermáli.
Panton er meðal þekktustu hönnuða heims og sagði sjálfur að
megintilgangur með verkum sínum væri að egna fólk til þess
að nota ímyndunarafl sitt. Hann sagði að flestir eyddu lífi sínu í
niðurdrepandi, grátóna umhverfi og að fólk hræðist það veru-
lega að nota liti. Hann er þekktur fyrir hönnun sína á ljósum og
stólum og leikur sér með ljós, liti og efni á nýstárlegan hátt.
Ljósið fæst í Húsgagnahöllinni og kostar minni gerðin 134.890 krón-
ur en stærri gerðin kostar 169.990 krónur. ●
Við enduðum
á Laufásvegi,
ekki smörtu
megin heldur
hinum megin þar
sem við erum í
strangri gæslu...
„
Hver vegur að heiman
Tónleikar í Salnum
Djassaðir
sálmar
Lúthers
Björn
Thoroddsen
„Það eru ekki margir sem
vita að Marteinn Lúther
samdi tónlist.“