Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 48
E kki kom sérlega mikið á óvart þegar Kleif- arvatn, ný spennusaga Arnaldar Indriða- sonar, vippaði sér í efsta sæti íslenska met- sölulistans örfáum dögum eftir útkomu. Kleifarvatn gefur bestu bókum metsölu- höfundarins, Mýrinni og Grafarþögn, ekk- ert eftir, en í þessari nýju bók koma íslenskir náms- menn í Austur-Þýskalandi nokkuð við sögu. „Ég hef þrisvar komið til Leipzig vegna kynningar á bókum mínum. Á ferðum mínum um borgina fór ég inn á Stasi-safnið. Þá kviknaði sú hugmynd að skrifa sögu úr kalda stríðinu sem gæti hugsanlega gerst í Leipzig. Ísland tengist þeirri borg sögulega og menn- ingarlega og þar voru Íslendingar við nám í kalda stríðinu,“ segir Arnaldur. „Um það leyti las ég í dag- blaði að vatnsyfirborð Kleifarvatns hefði minnkað og minntist þess að þar fundust njósnatæki árið 1973. Þar kviknaði hugmynd að upphafi sögunnar og í huga mínum varð smám saman til kaldastríðssaga með njósnum, ástum, svikum og öllum pakkanum. Í bók- inni er ég einnig að vinna með mannshvörf, eins og ég hef gert í fyrri bókum mínum, en mannshvörf hafa lengi vakið áhuga minn og þau eru sannarlega helsta áhugamál Erlendar.“ Mannshvarf og kalda stríðið Í Kleifarvatni endurspeglast kannski betur en í öðrum bókum Arnaldar hversu næmt auga höfundur hefur fyrir smáatriðum sem tengjast söguþræði ekki beint en dýpka söguna, og aukapersónur hafa einnig öðlast aukið vægi. „Þegar ég sest niður til að skrifa veit ég ekki nákvæmlega hvað mun gerast. Þegar ég byrjaði á þessari sögu hafði ég þetta þema: mannshvörf og kalda stríðið. Þegar hin eiginlega vinna hófst komu allar litlu hugmyndirnar. Þannig verður heimur bók- arinnar til. Dag eftir dag sest ég við tölvuna og reyni að hugsa eitthvað og skrifa, held mig við það og reyni að aga mig. Ég hef alltaf reynt að hafa svokallaðar hliðarsögur til að víkka söguna og aukapersónur til að stækka persónugalleríið,“ segir Arnaldur. „Um leið gæti ég vel að því að halda utan um efnið sjálft, sem í þessari bók snýst um það gríðarlega áfall sem verður í lífi manneskju sem uppgötvar að ástvinur er horfinn. Hvernig bregst hún við? Hvað gerir hún? Kennir hún sjálfri sér um? Er hún sakbitin? Getur hún nokkurn tíma komist yfir þetta áfall? Sem betur fer þekki ég þetta ekki af eigin reynslu en ég reyni að setja mig í spor þeirra sem verða fyrir þessu og reyni að ímynda sér þann hrylling sem slík manneskja þarf að ganga í gegnum og síðan hvernig hún heldur áfram að lifa.“ Fleiri bækur um þríeykið Kleifarvatn er sjötta bókin sem Arnaldur skrifar um sögupersónur sínar Erlend, Sigurð Óla og Elínborgu sem njóta gríðarlegra vinsælda meðal lesenda. „Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að hugsa um þess- ar persónur, sem á einhvern hátt hafa öðlast sjálfstætt líf meðal fólks,“ segir Arnaldur. „Satt að segja á ég eft- ir að segja heilmikið um þessa einstaklinga. Í hverri bók er glæpamálið í forgrunni þannig að upplýsingar um einkahagi aðalpersónanna eru ekki sérlega fyrir- ferðarmiklar. Saga Sigurðar Óla er algjörlega ósögð, sömuleiðis saga Elínborgar. Þótt talsvert sé sagt frá Erlendi er saga hans þó í mikilli þoku. Eva Lind hef- ur verið nokkuð áberandi en ekki eins mikið sagt frá bróður hennar. Ef ég held áfram að skrifa þessar sög- ur mun ég vinna í því enn frekar að dýpka persónurn- ar, grafa upp fortíð þeirra og bakgrunn og lýsa betur lífi þeirra.“ Ekkert bendir til annars en að Arnaldur eigi eftir að skrifa allnokkrar bækur um þríeykið. „Stundum er sagt að reglan sé tíu bækur, eftir það sé höfundurinn búinn að þreyta sjálfan sig og lesendur. Sjálfur hef ég hef enga hugmynd um þetta. Kannski verða bækurn- ar fleiri en tíu, kannski færri. Ég tel mig ekki skuld- bundinn einum né neinum varðandi það. Hins vegar hef ég ákveðnar hugmyndir um lok á þessum sagna- bálki, án þess að ég vilji fara nánar út í þá sálma.“ Þegar Arnaldur er spurður hvort hann óttist ekki að endurtaka sig þar sem hann sé sífellt að skrifa um sömu persónur, segir hann: „Óttinn um endur- tekninguna er stöðugur og mjög virkur. Um leið verð ég að hafa í huga að sífellt koma nýir lesendur að hverri bók og þess vegna er nauðsynlegt að hafa ein- hvers konar inngang að því sem gerst hefur í fyrri bókum en sá inngangur er alltaf að minnka og á ekki að þvælast fyrir. En maður verður að gæta sín á því að þreyta ekki lesendur með því að vera að segja sama hlutinn, heldur verður ætíð að finna ný sjónarhorn. Svo má auðvitað líka benda á að það er kannski endurtekningin sem bæði ég og lesendur sækjast eftir. Þegar ég byrja á nýrri bók fer ég aftur í heimsókn til þessa fólks og veit þegar talsvert um það um leið og ég kemst að einhverju nýju. Það er ákveðið öryggi í því.“ Það vakti athygli þegar Erlendur hvíldi sig á Er- lendi og félögum og sendi frá sér sakamálasöguna Bettý, sem sver sig í ætt við amerískar glæpasögur frá fjórða og fimmta áratugnum. Bókin varð metsölubók en ekki voru allir lesendur ánægðir. „Ég skil það svo sem vel, fólk er svo áhugasamt um Erlend,“ segir Arn- aldur. „Ég er þó ráðinn í því að skrifa aðrar bækur en um hann. Ég er ekkert viss um að það hafi skaðað Kleifarvatn að ég skrifaði Bettý. Ég held reyndar að þau skrif hafi hjálpað mér til að öðlast fjarlægð á þá karaktera sem eru í Kleifarvatni.“ Lítið gefinn fyrir sviðsljósið Finnst Arnaldi að hann verði sem rithöfundur að taka á þjóðfélagsmeinum í verkum sínum? „Já, einhvern veginn leiðist ég út í það. Ef maður er rithöfundur hlýtur maður að telja sig eiga eitthvert erindi. Mér finnst ég hafa sitthvað fram að færa og ég hef sýnt að ég er að takast á við það samfélag sem ég bý í. Ég geri það meðvitað og fylgist vel með því sem er að gerast í samfélaginu. Ég vil þó ekki bara fjalla um það sem sagt er frá í fjölmiðlum heldur líka það sem gerist utan kastljóssins. Ég skrifa til dæmis mik- ið um fjölskylduna. Fjölskyldur sem eru ónýtar. Fjöl- skyldur sem eru heilar. Fjölskyldur sem hefðu átt að verða til en urðu ekki til. Og síðan skrifa ég um um- hverfi, hús, götur, veðrið, Reykjavík og Ísland. Ég reyni að endurspegla íslenskan veruleika í bókum mínum. Annars held ég að þær væru lítils virði.“ Arnaldur hefur engan áhuga á að vera í fjölmiðlum og veitir sárasjaldan viðtöl. „Mér leiðist óskaplega mikið að tala um sjálfan mig. Ég hef aldrei getað vanist því. Ég var í öllum þessum fjölmiðlum mörgum sinnum og mér leið ekkert vel með það,“ segir hann. „Ég er ákaflega þakklátur fyrir vinsældir bóka minna en það á ekki við mig að vera á útopnu talandi um allt milli himins og jarðar. Núna hafna ég meira og minna boðum um viðtöl. Það á bara ekki við mig og er ekki minn stíll að tala mikið um mig og verk mín. Vinnan og gamanið felst ekki í því að tala um bækurnar F2 12 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Mannshvörf og Enginn íslenskur nútímahöfundur hefur náð jafn mikilli útbreiðslu og Arnaldur Indriðason en bækur hans hafa selst í rúmlega fimm hundruð þúsund eintökum á heimsvísu. Arnaldur er lítt gefinn fyrir sviðsljósið en ræddi við Kolbrúnu Bergþórsdóttur um annir í útlöndum, afdrif hinnar ástsælu sögupersónu sinnar Erlendar Sveinssonar rannsóknarlögreglumanns og ýmislegt fleira. Ljósmyndir: Teitur/Hari Arnaldur Indriðason Fæddur 28. janúar árið 1961. Foreldrar Þórunn Ólöf Friðriksdóttir húsmóðir og Indriði G. Þorsteinsson rithöfundur. Hjúskaparstaða Kvæntur Önnu Fjeldsted og þau eiga þrjú börn. Menntun og störf Stúdent frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð 1981 og lauk BA-prófi í sagnfræði frá Háskóla Íslands 1996. Var um árabil blaðamaður og kvik- myndagagnrýnandi við Morgunblaðið. Verðlaun Glerlykilinn, Norrænu glæpasagnaverðlaunin, fyrir Mýrina 2002 og aftur ári síðar fyrir Grafarþögn. Verk Arnaldar Synir duftsins 1997 Dauðarósir 1998 Napóleonsskjölin 1999 Mýrin 2000 Grafarþögn 2001 Röddin 2002 Bettý 2003 Kleifarvatn 2004
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.