Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 49
heldur að skrifa þær. Ef ég ræði mikið um komandi verkefni við aðra get ég hugsanlega misst áhugann á þeim. Þess vegna kýs ég að þegja sem mest um þau. Það er mikilvægt fyrir mig að hafa frið um það sem ég er að vinna og ég vil einnig hafa frið um einkalíf mitt.“ Alþjóðlegur rithöfundur Friður er nú kannski ekki það sem Arnaldur hefur haft mikið af þetta árið því hann hefur verið á mikl- um ferðalögum til að kynna bækur sínar. Ferðirnar hafa verið níu það sem af er árinu, til Þýskalands, Bretlands og Norðurlanda. „Það að fylgja bókunum eftir erlendis er orðinn stór partur af því að vera rit- höfundur. Ég veit ekki hvað ég endist mikið í það og býst ekki við að ég setji eins mikinn tíma í það í fram- tíðinni og ég hef gert á þessu ári,“ segir Arnaldur, sem er orðinn alþjóðlegur rithöfundur. Bækur hans hafa selst í fimm hundruð og fimmtíu þúsund eintökum á heimsvísu og enginn íslenskur nútímahöfundur hefur náð jafn mikilli útbreiðslu. „Ég er auðvitað steinhissa á þessu,“ segir rithöf- undurinn. „Fólk virðist lesa þessar bækur á mjög svip- aðan hátt hvar sem er í heiminum, sérstaklega þó í Þýskalandi, á Norðurlöndum og Hollandi þar sem er mikil glæpasagnahefð. Það hjálpar einnig að sögusvið- ið er Ísland, sem vekur alltaf athygli erlendis. Persón- urnar virðast einnig kveikja áhuga fólks. Það er ekki bara hér heima sem ég er spurður að því hvað verði um Erlend. Alls konar fólk úti í heimi spyr mig hvort það verði ekki í lagi með hann og hvort hann eigi ekki örugglega eftir að hitta konu. Hvað mig varðar þá er feikilega ánægjulegt að upplifa vinsældir bókanna og það hjálpar mér mjög sem rithöfundi að halda áfram að skrifa. Vinsældirnar vekja athygli á manni. Ég vildi gjarnan vera án þeirrar athygli af því hún er truflandi fyrir starf mitt. En athyglin er hluti af starfinu og ég þarf bara að takast á við það.“ Næsta bók líka um Erlend Arnaldur er nú að vinna að næstu bók þar sem Er- lendur og félagar eru í aðalhlutverkum. Vinnuheiti er ekki komið en hann segir verkið vera á góðu róli og gefur ekkert upp um söguþráð annað en að þar komi kynþáttahatur nokkuð við sögu. Hann segist ekki enn kominn í þrot með hugmyndir: „Sannleikurinn er sá að ég lifi nokkuð mikið í þessum sagnaheimi. Það kviknar hugmynd á hverjum degi. Sumt er brúklegt, annað ekki. Um daginn var ég að tala við konuna mína í eldhúsinu og hún sagði mér af miðilsfundi sem hún heyrði af og þá fékk ég hugmynd sem hugsanlega gæti komið í bók eftir þrjú ár. Stór hluti af minni tilveru núorðið er að hugsa um þetta starf, þessa karaktera, sögurnar og fá nýjar hugmyndir. Guði sé lof fyrir hugmyndir. Megi þær koma sem flestar og á hverjum degi.“ ● F213FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 g metsölubækur „Ég er auðvitað steinhissa á þessu, Fólk virðist lesa þessar bækur á mjög svipaðan hátt hvar sem er í heim- inum, sérstaklega þó í Þýskalandi, á Norðurlöndum og Hollandi þar sem er mikil glæpasagna- hefð.“ „Það er ekki bara hér heima sem ég er spurður að því hvað verði um Erlend. Alls konar fólk úti í heimi spyr mig hvort það verði ekki í lagi með hann og hvort hann eigi ekki örugglega eftir að hitta konu.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.