Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 50

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 50
S etja má öll nær öll sveitar- félög á Vestfjörðum á úreld- ingarlista ef tekið er mið af kenningum tveggja banda- rískra landfræðinga sem settar voru fram í lok ní- unda áratugarins. Kenningarnar mið- uðust að því að meta hvort tiltekin sveitarfélög ættu sér framtíð eða hvort þau væru í raun dauðvona. Ef kenningarnar eru heimfærðar upp á Vestfirði má færa rök fyrir því að átta af ellefu sveitarfélögum á Vest- fjörðum eigi sér enga framtíð. Það eru Bolungarvík, Reykhólahreppur, Vestur- byggð, Súðavíkurhreppur, Árneshrepp- ur, Kaldrananeshreppur, Bæjarhreppur og Broddaneshreppur. Einungis Ísafjarðarbær, Tálkna- fjarðarhreppur og Hólmavíkurhreppur geta horft til framtíðar með nokkurri bjartsýni. Skilyrðin heimfærð Kenningar landfræðinganna fólust í því að setja fram sex viðmiðunarmörk sem væru vísbending um það að sveitarfélag væri dauðvona. Ef sveitarfélagið upp- fyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði. Viðmið- unarmörkin eru eftirfarandi eftir að hafa verið heimfærð upp á íslenskar að- stæður: 1. Íbúar eru helmingi færri nú en 1980.* 2. Íbúum hefur fækkað um tíu prós- ent eða meira á síðasta áratug. 3. Miðgildi aldursskiptingar er 35 ár eða hærra. 4. Skráð atvinnuleysi er einu prósenti yfir meðaltali atvinnu- leysis á landsbyggðinni. 5. Laun eru tíu prósentum undir landsmeðaltali. 6. Endurnýjun íbúðarhúsnæðis er í samræmi við landsmeðaltal. Fækkun mest nálægt 70 prósentum Veruleg fólksfækkun hefur átt sér stað á Vestfjörðum á undanförnum 24 árum. Alls hefur íbúum Vestfjarða fækkað um fjórðung þrátt fyrir að íbúum landsins hafi fjölgað um rúm tuttugu prósent að meðaltali. Raunfækkun íbúa á Vest- fjörðum er því tæplega fjörutíu prósent, ef reiknað er út frá meðaltalsfjölgun íbúa á landsvísu. Ef íbúum Vestfjarða hefði fjölgað í samræmi við fjölgun á landsvísu undanfarinn aldarfjórðung ættu þeir að vera sextíu prósentum fleiri en þeir eru nú, eða vel rúmlega helm- ingi fleiri. Mest er fækkunin í Árneshreppi, en einungis þrír af hverjum tíu íbúum sem bjuggu þar 1980 eru þar enn. Íbúum í Vesturbyggð, Súðavíkurhreppi, Kald- rananeshreppi, Bæjarhreppi og Broddaneshreppi hefur fækkað allt frá þriðjungi og upp í rúmlega helming. Atvinnuástandið ótryggt Skráð atvinnuleysi er yfir landsmeðal- tali í sjö sveitarfélögum. Í fjórum þeirra var það yfir einu prósenti meira en meðaltal skráðs atvinnuleysis á lands- byggðinni; Súðavíkurhreppi, Árnes- hreppi, Kaldrananeshreppi og Bæjar- hreppi. Mest var atvinnuleysið í Kald- rananeshreppi, eða 6,7 prósent, sem er rúmlega tvöfalt á við meðaltal skráð at- vinnuleysis á landsbyggðinni, sem er nálægt 2,8 prósentum. Í nýútkominni skýrslu sem Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lét vinna um atvinnu- og byggðamál í Norðvest- urkjördæmi kemur fram að á tímabilinu 1990 til 1997 hafi ársverkum fækkað um nær fimmtung á Vestfjörðum og er það mesta fækkun ársverka á landinu öllu. Meðallaun hærri en á landinu öllu Þegar reiknuð voru út meðallaun Vest- firðinga kom það í ljós að þau eru tölu- vert hærri en meðallaun á landsvísu og er munurinn rúm ellefu prósent. Meðalmánaðarlaun Vestfirðinga eru 225 þúsund en landsmenn allir fá að meðaltali 202 þúsund krónur í laun á mánuði. Hæstu meðallaunin á Vest- fjörðum eru í Bolungarvík, þar sem mánaðarlaun eru tæplega 250 þúsund að meðaltali. Lægstu launin eru hins vegar í Árneshreppi, tæp 162 þúsund. Meðallaun í öllum sveitarfélögum að undanskildum Árneshreppi eru yfir meðallaunum allra landsmanna. Vestfirðingar eldri en aðrir landsmenn Miðgildi aldurs allra Íslendinga er 33 ára. Það þýðir að helmingur Íslendinga er yngri en 33 ára og hinn helmingur- inn eldri. Eftir því sem miðgildið er hærra er minna af ungu fólki meðal íbúa. Með því að reikna út þessa tölu er því hægt að fá fram ágætis vísbendingu um aldursdreifingu byggðarlaga. Miðgildi allra Vestfirðinga er hið sama og landsmeðaltal. Miðgildi fjög- urra hreppa er aftur á móti yfir lands- meðaltali og miðgildi þriggja er yfir þeim viðmiðunarmörkum sem land- fræðingarnir settu fram í kenningu sinni, það er yfir 35 ár. Þetta eru Reyk- hólahreppur, með miðgildið 39 ár, Súðavíkurhreppur með 35 ár, Kald- rananeshreppur með 36 ár og Brodda- neshreppur með 58 ár. Athyglisvert er að skoða aldurs- dreifingu íbúanna nánar. Stærsta hlut- fall íbúa undir þrítugu er í Ísafjarðarbæ, eða rúmlega 50 prósent. Til saman- burðar eru Íslendingar undir þrítugu 44 prósent allra landsmanna. Broddanes- hreppur hefur langminnsta hlutfall íbúa undir þrítugu á öllum Vestfjörðum, eða einungis tíu af hundraði. Þá er aðeins þriðjungur íbúa undir þrítugu í Vestur- byggð, Árneshreppi og Bæjarhreppi. Nær engin endurnýjun íbúðarhúsnæðis Meðalaldur mannvirkja segir til um hvort mikið sé reist af nýbyggingum. Meðalaldur bygginga á Vestfjörðum er sá hæsti á landinu og var 28 ár og 11 mánuðir 1994 en er 35 ár og 7 mánuð- ir árið 2002. Það þýðir að á Vestfjörð- um hækkaði meðalaldur mannvirkj- anna um tæpa tíu mánuði á ári. Til samanburðar hækkaði aldur bygginga á höfuðborgarsvæðinu, þar sem öldrun bygginga er minnst, aðeins um tæpa fjóra mánuði á ári (ef engar byggingar- framkvæmdir eiga sér stað og engin mannvirki eru lögð af eldast byggingar um eitt ár á hverju ári). Í flestum landshlutum hefur öldrunin gengið í sveiflum en þróunin þó verið í þá átt að hægt hefur á öldruninni. Á Vestfjörðum hefur öldrunin hins vegar farið vaxandi. Ekki var hægt að fá uppgefnar tölur um endurnýjun íbúða í hverju sveitar- félagi fyrir sig á Vestfjörðum en því er haldið fram að öldrunartölur og þróun fermetraverðs skýri hvort um endurnýj- un er að ræða eða ekki. Hækkun fer- metraverðs frá því 1990 er langminnst á Vestfjörðum. Fermetraverð íbúðarhús- næðis hefur hækkað um tæp 18 prósent á Vestfjörðum samanborið við 140 pró- senta hækkun á Vesturlandi, þar sem hækkunin er mest. Samkvæmt tölulegum upplýsingum um öldrun og þróun fermetraverðs hefur nær engin endurnýjun íbúðarhús- næðis orðið á Vestfjörðum undanfarinn áratug, þó svo að nokkuð sé um ný- byggingar í Ísafjarðarbæ. Á að hjálpa fólki að flytja burt? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur skrifað greinar um kenningar og að- ferðafræði bandarísku landfræðinganna í Viðskiptablaðið og einnig í tímaritið Vísbendingu fyrir nokkrum árum. Þar veltir hann fyrir sér kenningum Popper- hjónanna í tengslum við byggðarþróun á Íslandi (þó án þess að kafa í tölfræðina eins og hér er gert) og spyr hvort það sé ekki mannúðlegra að hjálpa fólki við að flytja burt á sómasamlegum kjörum en að reyna með öllum ráðum að halda því kyrru við bág kjör. „Það er kaldranaleg staðreynd að á mörgum stöðum úti á landi hefur fólk fjarað uppi með verðlausar húseignir og litla sem enga fjármuni eftir margra ára starf,“ skrifar Ásgeir og heldur því jafnframt fram að það sé til mikilla bóta að umræða um byggðamál sé hrein og bein. „Það sem skiptir mestu máli er hagur fólksins sjálfs. Markmið byggðastefnu ætti ekki að vera það að telja hausa heldur að tryggja sómasamlegt lífsvið- urværi fyrir þá sem búa úti á landi.“ ● *Árið 1980 var hvað mestur uppgangur á Vestfjörðum og fólksfjöldi nálægt hámarki, en það er sama viðmið og bandarísku landfræðingarnir notuðu í kenningum sínum. F2 14 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Íbúar á Vestfjörðum væru 60 prósentum fleiri nú en þeir voru fyrir aldar- fjórðungi ef þeim hefði fjölgað í sam- ræmi við lands- meðaltal. Átta af ellefu sveitarfélög- um Vestfjarða eiga sér enga framtíð ef þau eru skoðuð út frá kenningum tveggja bandarískra landfræðinga. Sigríður D. Auðunsdóttir rekur hér tölurnar að baki þessum slá- andi niðurstöðum. Átta af ellefu eiga sér ekki viðreisnar von Mest er fækkunin í Árneshreppi, en ein- ungis þrír af hverjum tíu íbúum sem bjuggu þar 1980 eru þar enn. Íbúum í Vesturbyggð, Súðavíkurhreppi, Kald- rananeshreppi, Bæjarhreppi og Brodda- neshreppi hefur fækkað allt frá þriðj- ungi og upp í rúmlega helming. Hækkun fermetraverðs frá því 1990 er langminnst á Vestfjörðum. Fermetraverð íbúðarhúsnæðis hefur hækkað um tæp 18 prósent á Vestfjörðum samanborið við 140 prósenta hækkun á Vesturlandi, þar sem hækkunin er mest.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.