Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 51

Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 51
F215FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 Dauðalisti sveitarfélaga í Bandaríkjunum olli úlfaþyt Í lok níunda áratugarins settutveir bandarískir landfræðingar,hjónin Deborah og Frank Popp- er, fram kenningar um hvernig meta mætti hvort byggðarlög ættu sér framtíð eða hvort þau væru í raun dauðvona. Popper-hjónin byggðu kenningar sínar á rann- sóknum sínum á sléttunum miklu í miðjum Bandaríkjunum og notuðu þær til þess að meta framtíðarhorf- ur byggðarlaganna á þeim slóðum. Þau lögðu til að ríkisfé yrði notað til að kaupa upp land og húseignir í þeim byggðarlögum sem sam- kvæmt aðferðafræðinni ættu sér ekki viðreisnar von og væru við það að leggjast í eyði. Þannig yrði íbúunum bjargað frá fátækt og ör- birgð. Landfræðingarnir settu fram sex skilyrði sem þau notuðu til þess að meta hvort setja mætti sveitarfélög á úreldingarlista. Ef sveitarfélag uppfyllti tvö eða fleiri skilyrði gat það talist á góðri leið með að fara í eyði. Skilyrðin voru: 1. Íbúar voru helmingi færri nú en 1930. 2. Íbúum hafði fækkað um tíu prósent eða meira á síðasta áratug. 3. Þéttleiki byggðar var innan við tvær manneskjur á hvern ferkílómetra. 4. Miðgildi aldursskiptingar var 35 ár eða hærra. 5. Yfir tuttugu prósent íbúa lifðu undir fátækrarmörkum (saman- borið við þrettán prósent Bandaríkjamanna). 6. Fjárfesting í nýju íbúðarhús- næði á hvern íbúa var níutíu prósent undir landsmeðaltali. Kenningarnar ollu miklum úlfa- þyt, ekki síst fyrir þær sakir að Popper-hjónin birtu lista yfir þau byggðarlög sem þau töldu dauð- vona. Fáir Bandaríkjamenn vildu viðurkenna kenningar hjónanna og töldu sléttubúarnir sjálfir að þær væru árás uppskafinna mennta- manna á líferni dreifbýlisins. Þótt landfræðingarnir hafi feng- ið á sig mikla gagnrýni fyrir kenn- ingar sínar leiddu þær til þess að í fyrsta sinn var hugað að langtíma- áætlunum fyrir sléttubyggðirnar. Meðal annars vöktu þær athygli á því hvernig nýta mætti auðlindir héraðsins, vísundana, sem hafði verið nær útrýmt. Í kjölfarið spratt upp mikil hreyfing meðal sléttu- bænda sem fóru að rækta vísunda með betri afkomu en þeir höfðu haft af hefðbundinni nautgripa- rækt, vegna sérstöðu héraðsins. Almennt er talið að kenningar Popper-hjónanna hafi haft jákvæð- ar afleiðingar fyrir sléttuhéröðin, því þær vöktu athygli á því að lífs- kjarasköpun felst í því að nýta sér- stöðu eða náttúrukosti hvers stað- ar. Hagfræðingar halda því fram að raunverulegar byggðalausnir eigi það allar sammerkt að vera gróða- vænlegar, staðbundnar og byggja á frumkvæði og forsendum íbúanna sjálfra. Broddaneshreppur Bæjarhreppur Kaldrananeshreppur Árneshreppur Súðavíkurhreppur Vesturbyggð Reykhólahreppur Bolungarvík Ísafjarðarbær HólmavíkurhreppurTálknafjarðarhreppur 49% 2,2% 3,9% 1,5% 1,2% 5,2% 2,9% 1,8% 6,7% 5% 2,9% 2,9% 33 33 35 28 34 39 32 36 28 58 33 49% 51% 51% 49% 51% 47% 53% 49% 51% 45% 55% 41% 59% 46% 54% 48% 52% 41% 59% 48% 52% ■ Fækkun í % frá 1980 ■ Miðgildi aldurs ■ Atvinnuleysi ❒ Hlutfall kvenna og karla 25,4% 19,1% 42,3% 2,6% 37,1% 32% 45,4% 56,5% 14,2% 35,2% 68,2% Meðalaldur mannvirkja segir til um hvort mikið sé reist af nýbyggingum. Meðalaldur bygginga á Vest- fjörðum er sá hæsti á landinu og var 28 ár og 11 mán- uðir 1994 en er 35 ár og 7 mánuðir árið 2002.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.