Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 54
Hvar er staðurinn? Klapparstíg 37, 101 Reykjavík. Hvernig er stemningin? Garðurinn er lítill reyklaus grænmet- isréttastaður sem býður upp á heilsu- fæði án hveitis, sykurs og gers. Mest er að gera í hádeginu og flestir þeirra sem stunda staðinn starfa eða búa í nágrenninu. Flestir gestanna eru andlega sinnaðar konur á aldrinum 30 til 55 ára sem leggja stund á jóga og hugleiðslu í frítíma sínum. Garð- urinn hefur töluvert af fastagestum sem margir snæða þar á hverjum degi. Veitingastaðurinn er opinn milli klukkan ellefu og hálf sjö á virkum dögum og frá hádegi til fimm síðdegis á laugardögum. Á sunnudögum er lokað. Hvað er á matseðlinum? Á mánudögum er matseðill vikunnar lagður fram. Aðeins er boðið upp á einn rétt á dag og eina tegund af súpu, en réttirnir eru breytilegir dag frá degi. Meðal rétta sem boðið hefur verið upp á er norður-afrískt kúskús, gulrótarhleifur, linsubaunalasagna og tófú í kókosmjólk. Súpurnar eru úr öllum áttum, svo sem rauð linsu- baunasúpa, grænmetis- og eplasúpa og bauna- og grænmetissúpa. Súpurnar eru vel útilátnar og með þeim er borið fram gerlaust og syk- urlaust speltbrauð. Aðalréttirnir eru mátulega stórir og bornir fram með salati, sem reyndar er ekki mjög spennandi, aðallega jöklasalat. Drykkirnir eru af hollara taginu, vatn, safi úr lífrænt ræktuðum epl- um, lífrænt sítrónugos og engifer- drykkur. Hægt er að fá sér kaffi og einnig eru í boði þó nokkrar kökutegundir sem eiga það sameiginlegt að bragðast jafn vel og þær líta út. Hver er mest seldi rétturinn? Spínatlasagna er vinsælasti rétturinn. Vinsælasta súpan er karabísk paprikusúpa. Hvað kostar máltíðin? Réttur dagsins er á 950 krónur og súpan kostar 550 krónur. Réttur og súpa saman kostar 1.300 krónur. Matgæðingurinn Arthúr Björgvin Bollason Upp er runninn tími villibráðar og því fannst F2 til-valið að leita til þeirra matreiðslumanna landsinssem eru hvað þekktastir fyrir framreiðslu sína ávillibráð. Eins og sjá má af uppskriftunum er það heitasta úr eldhúsinu að krydda með dökku súkkulaði, en það þykir fara einstaklega vel saman við afgerandi bragð villibráð- arinnar. Hreindýrasteik með rjómasoðnum kastaníuhnetum, sultuðu rótargrænmeti, kart- öflukrókettu og kryddaðri rauðvínssúkkulaðisósu. Hákon Már Örvarsson, yfirmatreislumaður á VOX, Nordica hótel. Fyrir 6 til 8. 1,2-1,4 kg. Hreindýravöðvi Aðferð: Steikin er steikt á pönnu og síðan ofnbökuð að eigin smekk. Krydduð með salti og pipar. Kastaníuhnetur 200 g kastaníuhnetur 1 dl rjómi 1 msk. smjör Aðferð: Hneturnar eru steiktar upp úr smjöri og saltaðar, þar næst rjóma hellt saman við í pönnuna. Soðið við vægan hita niður um helming og þá er smjörinu hrært saman við. Rótargrænmeti 200 g gulrætur hreinsaðar 200 g rófur hreinsaðar 200 g sellerírót hreinsuð Aðferð: Rótargrænmetið er skorið í stóra bita og eldað rólega í smjöri og smá vatni undir loki í góða stund þar til aðveld- lega er hægt að grófstappa saman allt grænmetið. Kryddið með salti og berið fram. Kartöflu-croquettes 600 g fluslausar bökunarkartöflur skornar í bita. 25 g smjör 2 eggjarauður salt hveiti heil egg þeytt upp panko brauðrasp Aðferð: Kartöflur eru soðnar þar til mjög meyrar, þurrkið svo upp kartöflurnar á 80 ˚C hita í ofni þar til allur raki er gufað- ur upp. Merjið kartöflurnar í gegnum sigti og kryddið til með salti, bætið við eggjarauðum og hrærið vel saman með sleif. Sprautið úr sprautupoka með hringlaga tjullu yfir á smjör- pappír og kælið vel. Skerið í viðeigandi skammta og frystið. Til að pannera: dýfið krókettubitum í hveiti, þarnæst egg og svo panko-rasp og setjið svo aftur í frysti. Við framreiðslu er krókettan djúpsteikt. Krydduð rauðvínssúkkulaðisósa Hreindýrasoð er lagað eftir hefðbundnum aðferðum og svo þarnæst sjálf sósan. Sósan er smökkuð til með salti og pipar. 1/2 kanilstöng 1 negulnagli smá flysjaður appelsínubörkur nokkrar ferskar timiangreinar Aðferð: Allt er látið saman við sósuna á suðupunkti, þá er lok sett á pottinn og sósan látin jafna sig með kryddunum í um 30 mín- útur sem gefur henni einstakt bragð. Bragðbætið sósuna enn frekar með nokkrum flísum af dökku súkkulaði (70% kakó) rétt fyrir framreiðslu ásamt að þeyta saman við hana klípu af köldu smjöri. ● Lifir fyrir lamba- kótilettur Hvaða matar gætirðu ekki lifað án? Ef lambakótiletturnar yrðu teknar frá mér ætti ég sjálfsagt erfitt með að sjá til sólar framar. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Ég kæmist alveg af án sig- innar skötu. Fyrsta minningin um mat? Hún tengist köldum kótilettum sem amma mín setti í poka fyrir mig þeg- ar ég fór ungur í mína fyrstu langferð af Lokastígnum og niður að Tjörn til að kanna 101 Reykjavík. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Flottasta máltíð sem ég hef snætt um dagana var án efa sjöréttuð sælkeramáltíð sem ég snæddi með samverkamanni mín- um Guðmundi Óskarssyni á veit- ingastaðnum Villa Merton í Frank- furt í sumar. Máltíð á þeim eðalfína veitingastað er sannkölluð orgía. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Ég er ennþá sáttari við tilveruna en ella ef ég veit af nýjum þýðverskum saltkringlum („Brezeln“) í eldhús- skápnum. Hvað borðarðu þegar þú þarft að láta þér líða betur? Þá bregð ég mér heim til Íslands og gleymi mér í humarhölum sem bráðna á tungu. Við fjöruborðið á Stokkseyri - eða skelli mér vestur að Búðum og nýt þess að gleðja gómana með kræsingum úr þessu frábæru eldhúsi Undir Jökli. Hvað áttu alltaf í ísskápnum? Hrátt svínakjöt, svokallað „Mett“, er nokkuð sem verður helst alltaf að vera til í ísskápnum; að öðrum kosti er mikil hætta á tímabundnum geð- sveiflum... Ef þú yrðir fastur á eyðieyju, hvaða rétt myndirðu taka með þér? Það er engin spurning: þó að mér stæðu til boða kræsingar úr smiðju allra meistarakokka þessa heims, myndi ég við slíkar aðstæður fremur kjósa mér væna hrúgu af köldum lambakótilettum, enda hreifst ég sem fyrr segir af þeim rétti í frumbernsku og bragðið hefur brunnið mér á tungu allar götur síð- an. Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur borðað? Það var að öllum líkindum óskilgreindur líkamspartur af geit sem ég snæddi á jólum í litlu veitingahúsi í skógarlundi á skagan- um Maní á Suður-Grikklandi. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir tókst mér ekki að fá veitingamanninn til að upplýsa hvaða partur af skepnunni þetta væri... F2 18 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Í tilefni af þakkargjörðardeginum 25. nóvember 2004 mun Eiki bjóða upp á kalkún og meðlæti að hætti Bandaríkjamanna í hádeginu fimmtudaginn 25. nóvember og föstudaginn 26. nóvember. Frábærar viðtökur í fyrra - Pantið tímalega Borðapantanir í síma 511 6030 Verð krónur 1.490,- Fim. 11. til sun. 14. nóv: Matar- og vínveisla á VOX restaurant í tilefni af nýju útliti og nýju víni Mouton Cadet. Matreiðslumeistar- ar VOX undir forystu Hákons Más Örvarssonar yfirmatreiðslu- meistara hafa töfrað fram 4ja rétta mat- og vínseðil í samvinnu við víngerðarmeistara Baron Philippe de Rothschild í Bordeaux. Mouton Cadet er mest selda Bordeaux AOC vínið í heiminum í dag og hefur verið það um árabil. Matseðillinn samanstendur af ofnbakaðri smálúðu, hreindýrasteik, úrvali sérvalinna franskra osta og súkkulaði-mousse. Við komu er gestum boðið upp á vínsmökkun. Föstudagur 12. nóv: 17.00-19.00 mun vínáhugamönnum gef- ast kostur á að smakka á Torres Sangre de Toro og Torres Vina Sol á Vínbarnum við Kirkjutorg. Í tilefni af 50 ára afmæli Sangre de Torres. Föstudagur 12. nóv: 18.00 Vínskóli Eðalvína: Námskeið um kampavín (nokkur sæti laus) Skráning á www.edalvin.is. Fimmtudur 18. nóv: Vínskóli Eðalvína: Hvernig á að smakka blint (fá sæti laus) Skráning á www.edalvin.is. Matur og vín í vikunni Tími villibráðar runninn upp Hreindýr með súkkulaði Hollara en hollt Hákon Már Örvarsson, yfirmatreislumaður á VOX
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.