Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 58
Ínæstu viku verður heimildarkvikmynd Jehane NoujaimControl Room frumsýnd á Reykjavik Film Festival. Þarer reynt að varpa ljósi á þá pólitísku togstreitu sem varðþegar sjónvarpsfréttastofan Al Jazeera ætlaði að flytja
fréttir af Íraksstríðinu. Í kjölfar myndarinnar verða pall-
borðsumræður þar sem Sigríður Víðis Jónsdóttir verður
meðal þátttakenda, en hún fór til Katar síðastliðið vor
gagngert til þess að fylgjast með starfi stöðvarinnar í
nokkra daga og tók hún meðal annars viðtöl við starfsmenn
hennar.
Í Katar búa 600.000 þúsund manns og segir Sigríður
fréttastofuna vera stolt landsins. Það sem kom henni hins
vegar mest á óvart var sú ótrúlega fagmennska sem ein-
kenndi starfsemi Al Jazeera.
„Ég vil auðvitað ekkert vera að segja að ég hafi verið
með einhverja fyrirframgefna fordóma, en þegar maður kom
þarna inn þá var þetta mjög fagmannlegur vinnustaður enda
flestir starfsmennirnir með mikla reynslu að baki og langan
starfsferil.“
Sigríður segir að stöðin hyggjast hefja fréttaútsendingar
á ensku á næsta ári. „Ensk vefsíða fréttastofunnar er meðal
fimmtíu mest sóttu síðna í heiminum. Stofan ákvað því að
mæta þeirri eftirspurn með því að undirbúa fréttaflutning á
ensku,“ segir Sigríður og bætir því við að arabíska stöðin
verði að sjálfsögðu áfram opin samhliða þeirri ensku.
Al Jazeera hefur oft legið undir ámæli fyrir að vera hlið-
holl Al Kaída. „En þeir segjast bara flytja sannleikann,“ seg-
ir Sigríður og bendir á að forsvarsmönnum stöðvarinnar
finnist vestrænir fjölmiðlar gjarnan vera einhliða og taka
málstað Bandaríkjamanna. „Al Jazeera tók sér hins vegar
hvorki sæti meðal þeirra né Al Kaída. Forráðamenn stöðvar-
innar segja að hún hafi kosið hlutleysi og þeir segjast flytja
fréttirnar eins og þær eru. Þeir hafa alls ekki verið í neinum
áróðri gegn Bandaríkjunum eins og svo margir vilja halda
fram“.
Sem dæmi um mikinn áhrifamátt Al Jazeera hefur tíma-
ritið Times valið stöðina sem einn af þeim hundrað aðilum
sem hafa mótandi áhrif á hugsunarhátt á heimsvísu.
Að sögn Sigríðar fannst stjórnendum Al Jazeera mikið
til þess koma að fá þessa viðurkenningu frá vestrænum fjöl-
miðli.
Aðspurð segir Sigríður að hún hafi orðið vör við andúð
meðal Katarbúa á Íraksstríðinu á ferð sinni um landið. „Íbú-
ar Katar sögðu við mig, að ef til vill hefði þetta ekki áhrif á
mig, sem byggi svona langt í burtu, en þetta væri nágranna-
land þeirra og það sem gerðist þarna hefði mikil áhrif á þá.
Það ríkti töluverð reiði og óvissa um framtíðina.“
Sigríður segist aldrei hafa kynnst eins mikilli gestrisni og
hvergi hafi hún mætt fordómum, þrátt fyrir að
vera vestræn kona. „Ég fór frá Katar með
fullan bakpoka af gjöfum.“●
F2 22 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Sigríður Víðis Jónsdóttir. „Ég fór frá Katar með fullan
bakpoka af gjöfum.“
Sigríður Víðis Jónsdóttir pistlahöfundur og ferðalangur
Heimsótti Al Jazeera
Fr
ét
ta
b
la
ð
ið
/L
jó
sm
: S
te
fá
n
K
ar
ls
so
n
Sólin skín skært á Jóhönnu Sig-
urðardóttur þingmann Sam-
fylkingarinnar sem hækkar í efstu
hæðir á pólitísku loftvoginni við niður-
stöðu Samkeppnisstofnunar í olíumálinu.
Fyrir sjö árum fór Jóhanna fram á skýrslu
frá þáverandi viðskiptaráðherra, Finni Ing-
ólfssyni, þar sem kannað væri hvort olíufélögin
ættu í samráði um markaðsskiptingu og verð-
lagningu. Ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokks vísaði þeirri bón á bug í skjóli
þess að kostnaður við rannsóknina yrði of
mikill. Helmingaskipti hvað?
Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknarf-
lokksins hefur hækkað um nokkur bör eftir skell í
upphafi þings. Framsóknarmenn í Norðvesturkjördæmi sam-
þykktu álit á fundi í vikunni þar sem þingflokkurinn er hvatt-
ur til að endurskoða ákvörðun sína um að kasta Sleggjunni.
Kristinn býr enn vel að þeim vinsældum sem hann
aflaði sér meðal almennings í
fjölmiðlamálinu þar sem hann
hikaði ekki við að standa við eig-
in sannfæringu...
Það er frekar skýjað og óvíst veður yfir Davíð
Oddssyni utanríkisráðherra þessa dagana. Gengi
hans hefur fallið allverulega eftir að hann lét af emb-
ætti forsætisráðherra. Hann tók við utanríkisráðu-
neytinu, en hefur vegna veikinda ekki haft sig mikið
þar í frammi. Hann mun þó eflaust sækja í sig veðr-
ið að nýju er hann mun snúa aftur til fullra starfa
enda er hann maður stórra verka...
Ingibjörg Sólrún Gísla-
dóttir er ekki búin að bíta úr
nálinni með að hafa hleypt
Þórólfi Árnasyni í borgarstjórastól-
inn vitandi af syndum hans hjá
Esso. Þórólfur hangir eins og
steðji um fætur hennar og
dregur hana niður í kulda og
trekk.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir mennta-
málaráðherra hefur komið sérlega klaufalega út
úr umræðunum um kennaraverkfallið. Reynsluleysi henn-
ar sagði til sín þegar henni tókst að koma báðum hópum
deilenda upp á móti sér þegar hún sagði að ríkið ætti að
taka aftur við skólunum og hún virðist hafa fátt gáfulegt
yfirhöfuð til málanna að leggja. Fyrir vikið leika um hana
naprir vindar. Brrrr...
Þórólfur Árnason borgarstjóri lenti í
sannkölluðu gjörningaveðri og rataði
ekki til pólitískra byggða á nýjan leik.
Guðmundur Árni Stefánsson, Mörður Árnason
og fleiri Samfylkingarmenn sendu út leitarflokk
en án árangurs. Syndir fortíðarinnar eltu Þórólf
uppi og það dugði honum ekki til fyrirgefningar
að hafa aðeins verið fyrsti stýrimaður í sub-
bulegri útgerð olíufélaganna. Nú er
bara að bíða og sjá hvort skipstjórarnir
fái makleg málagjöld...
Afstæð fegurð
Vinkona mín eignaðist frumburðinn
á dögunum með eiginmanni sem
seint mundi komast á lista yfir mestu
kvennaljóma heims. Nema hvað litla
stýrið er nauðalíkt pabba sínum, það
er vægast sagt stórfrítt. Svo óhuggu-
legt að mér er ekki um gefið að halda
á unganum og finnst óþægilegt að
kyssa hann eða knúsa. Hvernig get ég
spilað þetta án þess að særa vinkonu
mína? KD, Kópavogi
Ég skil vandann. Ekki er alltaf sjálf-
gefið að ungbörn séu sæt; þessi
hrukkudýr sem þau eru. Reyndu að
setja þig í spor Móður Teresu þegar
þú færð barnið í fangið, en hún mátti
ekkert aumt sjá. Þjóðráð er líka að
snúa alltaf barninu þannig að þú
horfir á hnakkann á því. Svo er ekki
óvarlegt að segja barnið sláandi líkt
föður sínum. Það ætti líka að hitta í
mark hjá frúnni, úr því hún vildi
hann.
Nágrannavandræði
Stofuglugginn minn vísar í átt að
svefnherbergisglugga miðaldra
hjóna í næstu blokk, nema hvað þeim
virðist ókunnugt um hvað vel sést inn
hjá þeim, sem getur verið mjög
óþægilegt fyrir mig og fjölskyldu
mína. Hvernig get ég látið nágranna
mína vita af þessari stöðu án þess að
það verði vandræðalegt fyrir mig eða
þau? HSG, Reykjavík
Þetta er ansi snúið. Ef þú skemmtir
þér örugglega ekki við þessi „sýningu“
eftir kvöldfréttirnar er um þrennt að
ræða. Þú getur sent þeim nafnlaust
bréf, en gættu þess að hafa það ekki í
aðdáendastíl, þú getur tekið af þeim
mynd með aðdrætti og sett inn á
Netið, og í
þriðja lagi þá
getur þú
slegið á þráð-
inn þegar mest
gengur á og
spurt hvort
þau kæri sig
um að fá
fleiri með í
fjörið.
Hvað sem þú
velur af þessu
munu gluggarnir
örugglega verða
byrgðir í snarheit-
um.
Fröken Freyja leysir vandann
Sendið fyrirspurnir og vandamál til
fröken Freyju, F2, Skaftahlíð 24, 105 Rvk
eða sendið henni tölvupóst í netfangið
frkfreyja@frettabladid.is. Nöfn sendenda
verða ekki gefin upp í blaðinu.
Pólitíska
loftvogin