Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 72

Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 72
Leikskólinn Völvuborg í Völvu- felli verður 30 ára á laugardag- inn en fagnar tímamótunum á morgun og býður foreldrum og velunnurum skólans að koma og fagna með þeim á opnu húsi milli kl. 14 og 16. „Skólinn opnaði árið 1974, en þetta er timburhús sem Norð- menn gáfu vegna eldgossins í Eyjum 1973,“ segir Regína Viggósdóttir leikskólastjóri sem hefur verið starfandi á leikskól- anum í ein 15 ár. „Húsið var sett niður hérna í Völvufelli og fyrst var það rekið sem dagheimili. Á þeim tíma voru það kölluð dag- heimili þar sem börn voru allan daginn, en leikskóli þar sem þau voru bara hluta úr deginum,“ segir Regína, en nú kallast þetta allt saman leikskóli og eru börn- in þar frá fjórum upp í níu tíma á dag. Flest börnin á Völvuborg eru þar í níu tíma á dag en skól- inn er opinn frá 7.30 á morgnana til 17.30 á daginn. „Við hér á Völvuborg rekum sérstaka umhverfisstefnu, þar sem við meðal annars búum sjálf til mold og ræktum kartöfl- ur. Við tínum jafnvel ber úr garðinum okkar og búum til sultu á haustin. Auk þess flokk- um við allt sorp og förum með í endurvinnslu,“ segir Regína en börnin læra einnig að búa til pappír sem er endurunninn úr afgangsblöðum. „Hver deild á sér svo stað í Elliðaárdalnum sem við höfum nefnt þær eftir. Þar á hver deild sinn blett sem hún sér um,“ segir Regína en hún hefur ásamt 18 starfsmönnum umsjón með 54 börnum sem öll ætla að syngja afmælissönginn á morg- un fyrir sjálfan sig og gesti. „Við erum búin að æfa þetta alla vikuna og eru þau orðin spennt,“ segir Regína og bætir því við að eldgosaterta verði á borðum sem er táknrænt fyrir upphaf skólans. ■ 36 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR DEMI MOORE Þessi bráðklára leikkona á afmæli í dag og er orðin 42 ára gömul. Kerti tendruð á eldgosatertu LEIKSKÓLINN VÖLVUBORG 30 ÁRA: VERÐA MEÐ OPIÐ HÚS Á MORGUN. „Mér er mjög illa við að fækka fötum.“ Demi Moore er tilbúin til að gera margt fyrir frægðina en sumt legst verr í hana en annað. timamot@frettabladid.is AFMÆLI Pálmi Jónsson, fyrrverandi ráðherra, er 75 ára. Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri er 50 ára. Skúli Skúlason, skólameistari á Hólum í Hjaltadal, er 46 ára. Þórhallur Gunn- arsson leikari er 41 árs. ANDLÁT Fanný Jóhannsdóttir, Skógarbæ, lést sunnudaginn 24. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Guðrún Árnadóttir hjúkrunarfræðingur, Austurbyggð 13, Akureyri, lést laugar- daginn 30. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Jóhann Snorrason, fyrrverandi verslun- armaður, Víðilundi 20, Akureyri, lést mánudaginn 8. nóvember. Karl Bergþór Valdimarsson húsasmið- ur, Hófgerði 26, Kópavogi, lést mánu- daginn 8. nóvember. Stefán Daníelsson frá Tröllatungu lést sunnudaginn 7. nóvember. Þóra Guðrún Valtýsdóttir, Engjaseli 67, Reykjavík, lést þriðjudaginn 9. nóvem- ber. JARÐARFARIR 13.00 Guðni Már Baldvinsson, Hólm- garði 45, Reykjavík, verður jarð- sunginn frá Grensáskirkju. 13.00 Ragnhildur Anna Kristjánsdóttir, Hallveigarstíg 10a, Reykjavík, verð- ur jarðsungin frá Fossvogskirkju. 13.00 Runólfur A. Þórarinsson, cand. mag. og fyrrverandi deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju. 13.00 Vilborg Hjaltested, Hringbraut 50, Reykjavik, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Þórunn Hanna Júlíusdóttir, Ný- býlavegi 46, Kópavogi, verður jarðsungin frá Digraneskirkju. KRAKKAR AF VÖLVUBORG Börnin veifa glaðvær til ljósmyndarans eftir að hafa æft sig að syngja afmælissönginn. Fyrri heimsstyrjöldinni lauk þegar fulltrúar Þjóðverja og Banda- manna undirrituðu friðarsam- komulag í París klukkan fimm að morgni þann 11. nóvember árið 1918. Vopnahlé tók gildi fimm klukkustundum síðar, á elleftu stund hins ellefta dags hins ell- efta mánaðar ársins. Búlgaría, Tyrkland og Austurríki-Ungverja- land höfðu þá þegar lagt upp laupana og Þjóðverjar sátu einir eftir í stríði við Breta, Frakka, Bandaríkjamenn og aðra banda- menn þeirra. Upplausnarástand ríkti þá í Þýskalandi, sem var nán- ast á barmi byltingar. Keisarinn Vilhjálmur II hafði neyðst til að segja af sér 9. nóvember og stjórn sósíalista og sósíaldemó- krata var í fæðingu. Þjóðverjar höfðu strax 8. nóvember fengið í hendurnar kröfur Bandamanna um vopnahlésskilmála. Þjóðverj- um þóttu þessir skilmálar býsna harðir, en skrifuðu þó undir þann 11. nóvember. Bandamenn létu sér ekki nægja að semja um frið við Þjóðverja, heldur þurfti að refsa þeim með margvíslegum hætti. Almenn óánægja Þjóðverja með þessa skilmála átti síðar meir stóran þátt í velgengni Ad- olfs Hitler, sem hamraði sífellt á því hve Þjóðverjar hefðu verið niðurlægðir. 11. NÓVEMBER 1918 Fulltrúar Þjóðverja og Bandamanna undirrituðu friðarsamkomulag sem batt enda á fyrri heimsstyrjöldina. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1880 Ástralski bankaræninginn Ned Kelly er hengdur í Melbourne. 1889 Washington verður 42. ríki Bandaríkjanna. 1945 Bandaríski söngleikjahöf- undurinn Jerome Kern deyr. 1949 Bandaríska kappaksturs- hetjan Rex May ferst í kappakstri í Kaliforníu. 1965 Ródesía, sem nú nefnist Simbabve, lýsir yfir sjálf- stæði. 1975 Angóla hlýtur sjálfstæði. 1988 Lögreglan í Kaliforníu finnur fyrsta líkið af sjö í garði sextugrar konu, Dorothea Puente, sem rak gistiheim- ili fyrir aldraða. 2000 Repúblikanar leita til dóm- stóla til að koma í veg fyrir endurtalningu atkvæða í Flórída. Heimsstyrjöld lýkur lést mánudaginn 8. nóvember á dvalarheimilinu Silfurtúni í Búðardal. Jarðarförin auglýst síðar. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þorsteinn Jón Nordal Karlsson Bóndi og smiður, Búðardal, Skarðsströnd, Valdís Þórðardóttir Guðrún Þorsteinsdóttir - Eyjólfur Kristjánsson Guðbjörg Þorsteinsdóttir - Þorgeir Hafsteinsson Barnabörn og barnabarnabörn Friðrik Stefánsson skipstjóri frá Fáskrúðsfirði, verður 80 ára þann 16. nóvember. Eiginkona hans er Elín Þorsteinsdóttir. Þau búa nú að Hraunvangi 3, Hafnarfirði. Í tilefni þessara tímamóta, býður fjöskylda þeirra til kaffisamsætis laugardaginn 13. nóvember, í Gjábakka, félagsheimili aldraðra, Fannborg 8 Kópavogi, milli kl. 15-18. Vonast er til að sem flestir sjái sér fært að heimsækja þau hjónin í tilefni þessara tímamóta. Afmæli FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. Tilkynningar um andlát og jarðarfarir eru velkomnar á síður Fréttablaðsins. Sími: 550 5000

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.