Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 80
Lífið leikur um Örn ElíasGuðmundsson, eða Mugisoneins og við þekkjum hann,
þessa dagana. Það þarf ekki annað
en að sjá hann ganga niður Lauga-
veginn í lopapeysunni sinni til
þess að sannfærast um það. Hann
er ekki smeykur við að deila með
öðrum því þegar hlustað er á nýju
breiðskífuna hans, Mugimama, is
this monkeymusic?, lekur hrein-
lega hamingjan beint inn í eyru
þess sem er opinn fyrir henni.
Var feimnari
„Fyrri platan var tæknilegri, ein-
hvern veginn,“ segir Mugison um
frumraun sína Lonely Mountain
en hættir svo við þá skilgreiningu
eftir sekúndna umhugsunarfrest.
„Það var náttúrlega mikið um el-
ektróník á henni og minna um
söng og röddin oftast í effekta-
súpu. Þá var ég nefnilega feimn-
ari söngvari. Núna eru þetta
meira lög sem eru samin á
kassagítarinn og þess vegna syng
ég meira. Ég syng eiginlega mjög
mikið á þessari, er algjör söng-
díva.“
Titill plötunnar, sem og nokkrir
textar hennar, eru eins konar ást-
aróður til kærustu Mugisons og
verðandi barnsmóður, Ísafjarðar-
mærinnar Rúnu Esradóttur. Hún
syngur með honum í ballöðunni
angurværu 2 Birds og talar í lag-
inu Chicken Song. Í því síðar-
nefnda setur hún sig í töffarahlut-
verkið, og minnir töluvert á Anitu
Lane, fyrrum ástkonu Nick Cave.
Ragnhildur Gísladóttir syngur
svo í laginu What I Would Say in
Your Funeral. Af hverju Mugison
tengir konu sína við bæði fugla-
lögin á plötunni er hulin ráðgáta.
Snillingurinn ég
Mugison kynntist Rúnu stuttu
eftir útgáfu fyrri plötu sinnar í
lok árs 2002 eftir að hann fluttist
frá London til pabba sína á Ísa-
firði til að klára útskriftarritgerð
sína. Rúna á líka í nokkrum lögum
plötunnar. Sum þeirra hljóma nán-
ast eins og þau séu samin inn í
stofu á sunnudagskveldi, þegar
parið hafði fengið nóg af sjón-
varpsglápi. „Það var ekki alveg
svoleiðis. Við reyndum það á
tímabili, að semja eitt lag á viku.
Svo gleymdi maður því bara eftir
því sem vikurnar liðu,“ segir
Mugison og hlær. „Hún stjórnar
líka upptökum með mér. Við búum
náttúrlega saman og þegar hún
kom heim úr skólanum hlustaði
hún alltaf og sagði mér hvort
þetta væri fínt eða glatað.“
Hvernig er svo að hafa ástkonu
sína sem tónlistargagnrýnanda?
„Ég hef nú alltaf hatað það þegar
vinir mínir hafa verið að tjá sig
um það sem ég hef verið að gera.
Það er helst að ég hafi hlustað á
Pétur vin minn þegar hann tjáði
sig. Ég ýtti hlutum vanalega í
þveröfuga átt miðað við hvað fólk
var að segja. Það fór ógeðslega í
taugarnar á mér að fá gagnrýni
þegar maður er að gera lögin. Þá
voru allir hálfvitar, en ég snilling-
ur. Rúna fór alveg í taugarnar á
mér fyrst, svo er það bara ekkert
hægt. Maður er annað hvort á
föstu eða ekki. Ég hafði ótrúlega
gott af því að læra að hlusta. Mun-
urinn á plötunum er bara Rúna, og
þess vegna heitir platan
Mugimama.“
Rúna er komin rúma 6 mánuði
á leið, og því býst Mugison ekki
við löngum ferðalögum erlendis á
næstu mánuðum. Mugibaby lítur
þannig dagsins ljós snemma á
næsta ári.
Hermir eftir Elvis
Fyrri plata Mugisons var honum
vissulega mikið ævintýri. Þegar
hún kom út fyrir jólin 2002 tapað-
ist hún algjörlega í jólaflóðinu.
Snemma árið eftir var hann kom-
inn með samning úti og byrjaður
að handsauma 10 þúsund eintök
fyrir útgáfuna. Áður en hann vissi
var hann búinn að samþykkja
þriggja vikna tónleikaferð um
Japan án þess að hafa hugmynd
um hvernig hann ætlaði að flytja
lög sín á tónleikum. „Ég hélt
fyrstu tónleikana mína í kjallara í
Menntaskólanum á Ísafirði. Þar
gerði ég þetta bara eins og Páll
Óskar og ýtti á play. Það var ömur-
legt. Ég var næstum því farinn að
gráta og hætti eftir tvö lög. Þetta
var svo mikið fals. Hægt og rólega
hef ég reynt að þróa þetta út í eitt-
hvað áþreifanlegra. Það er eina
leiðin til þess að fá eitthvað út úr
þessu... að herma eftir Elvis.“
Til allrar lukku kynntist Mugi-
son tölvuforriti sem gefur honum
færi á að stjórna flestu uppi á
sviðinu þegar hann kemur fram.
Þannig tryggir hann líka að engir
tveir tónleikar verði eins. „Ég
varð að gera eitthvað og alltaf
þegar það er svona pressa þá
prumpast maður í gírinn á að gera
eitthvað. Allt sem ég hef gert, hef-
ur verið gert þannig, líka tónlistin
fyrir Næsland. Friðrik Þór
hringdi í mig og gaf mér sex
vikur til þess að klára þetta. Svo
heyrði ég ekkert í honum fyrr en
ég var búinn.“
Dreymir um hljómsveit
Nýja platan er mjög lífræn. Þar
ómar lifandi bassi og trommusett
og dreymir Mugison því um að
koma sér upp hljómsveit einn
daginn. „Ég er bara að bíða eftir
því að eiga efni á því. Þegar mað-
ur er í hljómsveit hafa allir liðs-
menn trú á þessu.“
Já, Mugison er langt frá því að
vera orðinn ríkur maður þó svo að
tónlistargrúskarar erlendis séu
búnir að taka eftir honum. Það er
búið að vera mikið fjaðrafok út af
plötum hans upp á síðkastið, og
ekki minna í íslenskum fjölmiðl-
um. „Mér finnst þetta svolítið
fyndið,“ segir Mugison sallaróleg-
ur. „Þegar ég tala við fólk hérna
heima, þá finnst því að maður eigi
að vera búinn að meika´ða eftir
svona fjölmiðlafár. Það gleymdist
alveg að þetta er ennþá bara á
nördafílingnum... og það verður
þannig örugglega eitthvað áfram.
Þetta er allt mjög skrýtið hérna
heima. Hljómsveitir fara út og
spila á pöbbum eins og Barfly í
London, eða eitthvað, þá er bara
gerður sjónvarpsþáttur um sveit-
irnar hérna heima. Það koma
miklu fleiri að sjá þá spila á
Gauknum.“ biggi@frettabladid.is
„See the chicken is one of very few birds who can never
fly, but even with its head chopped off, it will give it one
hell of a try.“
- Mugison bendir á að kjúklingurinn sé myndlíking náttúrunnar á von í The Chicken
Song af nýju plötu hans Mugimama, is this monkeymusic?
44 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR
Í spilaranum hjá ritstjórninni
Mugison: Mugimama, is this monkeymusic?, Stina Nordenstam: The World is
Saved, Ratat: s-t, Talib Kweli: The Beautiful Struggle, Goldie Lookin Chain:
Greatest Hits, Swan Lee: Swan Lee og Neil Young: Decade.
Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is
[ TOPP 20 ]
X-DOMINOSLISTINN 10. NÓV
PLACEBO
Twenty Years
SUM 41
Where All To Blame
THE USED
Take It Away
A PERFECT CIRCLE
Imagine
JIMMY EAT WORLD
Pain
QUARASHI
Payback
JAN MAYEN
On A Mission
MUSE
Butterflies And Hurricanes
BRAIN POLICE
Coed Fever
MAUS
Over Me Under Me
LOSTPROPHETS
Last Summer
FRANZ FERDINAND
This Fire
THE LIBERTINES
can’t Stand Me Know
U2
Vertigo
SOLID I.V
I.v
THE BRAVERY
Honest Mistake
STROKES
The End Is No End
INTERPOL
Slow Hands
SLIPNKOT
Vermillion
RAMMSTEIN
Amerika
* Listanum er raðað af umsjónar-
mönnum stöðvarinnar
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
11
12
13
14
15
16
17
18
19
20
[ A-listinn á Rás 2 ]
Mest spiluðu lögin í stafrófsröð
BJÖRK
Who is it?
BUBBI MORTENS
Íslenskir sjómenn (in memorian)
FATBOY SLIM
The joker
GISLI
The Devil
IAN BROWN
Keep what ya got
KEANE
This is the last time
MANIC STREET PREACHERS
The love of Richard Nixon
MARGRÉT EIR & STEFÁN HILMARS.
Einn góðan dag
MAROON 5
This love
MUGISON
Murr murr
NICK CAVE & THE BAD SEEDS
Breathless
QUARASHI
Stars
R.E.M.
Aftermath
ROBBIE WILLIAMS
Radio
SÚ ELLEN
Þriðja Hjólið
U2
Vertigo
Í SVÖRTUM FÖTUM
Meðan Ég Sef
CERES 4
Savannah
DURAN DURAN
(Reach up for the) sunrise
GREEN DAY
American idiot
HELGI P
Allt það góða
HLJÓMAR
Eitt lítið stef
NIN fresta nýju plötunni... aftur
Þeir aðdáendur sem geta varla
beðið eftir fylgifisk meistara-
stykkis Nine Inch Nails, Fragile
frá árinu 1999, neyðast til þess
gera það samt. Leiðtogi sveitar-
innar, og í rauninni eini liðs-
maður hennar Trent Reznor, til-
kynnti nefnilega á heimasíðu
sinni að platan kæmi ekki út
fyrr en snemma á næsta ári.
Upphaflega átti hún að skila sér
í plötuhillurnar fyrir jólin.
Í tilkynningunni tók hann
einnig fram að hann væri
hættur við að kalla plötuna
Bleedthrough eins og hann hafði
tilkynnt áður.
Reznor hefur verið þekktur
fyrir að vera kvalinn af gífur-
legri fullkomnunaráráttu og ótt-
ast einhverjir um að platan eigi
aldrei eftir að líta dagsins ljós.
Reznor fullyrðir þó að hún sé
nánast tilbúin og að hún muni
koma út í mars næstkomandi.
Ein ástæða fyrir þessari gífur-
lega löngu bið er sú að Reznor
hætti nýlega hjá útgáfu sinni
Nothing, eftir langar lagadeilur.
Á heimasíðunni segir Reznor
sveit sína einnig vera að undir-
búa sig undir heljarinnar tón-
leikaferð um heiminn.
TRENT REZNOR
Forsprakki Nine Inch Nails hefur frestað út-
gáfu nýju plötunnar.
Mugison heldur í hamingjuna
Ísfirski tónlistarmaðurinn Mugison hefur sent frá sér nýja skífu. Fleiri kassagítarslög eru á henni
en þeirri fyrri en Mugison dreymir um að koma sér upp hljómsveit.
MUGISON Á FERÐ OG FLUGI
3. nóv. Ísafjörður
Edinborgarhúsinu
15. nóv Egilsstaðir
Menntaskólinn
16. nóv Seyðisfjörður
Hótel Aldan
18. nóv Reykjavík
Nasa
19. nóv Akureyri
Græni Hatturinn
21. nóv Sauðárkrókur
Kaffi Krókur
Eiríkur Norðdahl sér um upphitun með
því að lesa úr Hugsjónardruslunni.
MUGISON Hann vinnur nýju plötuna með kærustunni sinni, Rúnu Esradóttur.
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/VALLI