Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 82

Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 82
„Af fornu fari og sem gamall Stones-fan er ég mikill aðdáandi Marianne Faithfull. Hún er part- ur af sögu sveitarinnar alveg síð- an hún varð vinkona Mick Jagger árið 1964,“ segir tónlistarmaður- inn og útgefandinn Óttar Felix Hauksson. „Það má segja að þau hafi verið saman allan sjöunda áratuginn og hafi gengið í gegnum súrt og sætt. Þau lentu meðal annars í miklu veseni þegar Stones voru handteknir í frægu hófi heima hjá Keith Richards í Bretlandi. Upp frá því voru þeir fangelsaðir en hún var að byrja á braut eiturlyfjanna. Hún þoldi þau miklu verr en þeir og því var hennar leið út úr þeim miklu erfiðari.“ Lagið As Tears Go By hef- ur alltaf verið í miklu uppá- haldi hjá Óttari en hann samdi íslenskan texta við lagið í fyrra sem Þórey Heiðdal söng inn á hljómplötu. „As Tears Go By kom henni inn á topp tíu listann í Englandi. Upp frá því var hún aðallega þekkt sem sambýliskona Mick Jagger næstu árin. Skilnaður þeirra fór illa í hana og hún fór út í mikla óreglu í kjölfarið,“ segir Óttar. „Hún kom þó aftur sterk inn og gaf út plötu á áttunda áratugnum, Broken English. Það er geysilega sterk plata og þar má finna nýjan tón í túlkun hennar sem söngvari. Það er miklu dýpri tónn og meiri lífsreynsla. Þá var hún líka farin að semja sjálf og var orðin alvörulistamaður. Henni var víðast vel tekið og ég hef fylgst með ferli hennar síðan sem hefur allur verið upp á við. Hún hefur ekki átt stór högg inn á popp- listana en hún hefur verið að gera góða og vandaða rokk- músík.“ ■ Söngkonan Marianne Faithfull heldur tónleika á Broadway annað kvöld. Hún mætir með fullskipaða hljómsveit og ætlar að flytja safn sinna þekktustu laga í bland við lög af plötunni Kissin' Time sem kom út fyrir tveimur árum. Sú plata fékk fína dóma gagn- rýnenda um allan heim. Þar vott- uðu margir yngri tónlistarmenn henni virðingu sína með því að taka með henni lagið, þeirra á meðal Beck, Damon Albarn, Dave Stewart og Billy Corgan. As Tears Go By Marianne varð heimsfræg árið 1964 þegar hún gaf út lagið As Tears Go By en það var fyrsta lag- ið sem félagarnir Mick Jagger og Keith Richards í hljómsveitinni Rolling Stones sömdu saman. Sjálfir gáfu Rolling Stones lagið út einu ári síðar en á þessum árum voru Marianne og Jagger elskendur auk þess sem þau deildu umboðsmanni. Söngferill Marianne dalaði í nokkur ár en árið 1979 náði hún að endurvekja feril sinn með plötunni Broken English sem aflaði henni virðing- ar á ný um allan heim. Djammaði með Metallica Fylgdi hún þeim vinsældum eftir aðeins fram á næsta áratug en féll svo aftur í gleymskunnar dá eftir nokkrar misheppnaðar plötur. Hún skaust síðan aftur upp á sjónarsviðið þegar hún söng með rokkurunum í Metalli- ca í laginu The Memory Remains af plötunni Reload um miðjan síðasta áratug. Með nýju plöt- unni sinni, Before the Poison, sem kom út í september virðist Marianne síðan hafa náð sér á strik á ný. Þar veittu þau Nick Cave og P. J. Harvey henni góða aðstoð við lagasmíðar. Marianne er nú á sinni fyrstu viðamiklu tónleikaferð um heiminn í mörg ár og stoppar að sjálfsögðu við á Íslandi eins og svo mjög er í tísku um þessar mundir. Stórstjarna á einni nóttu Marianne Faithfull fæddist í London árið 1946. Þegar hún var um sautján ára hitti hún rithöf- undinn John Dunbar í partíi og tveimur árum síðar eignaðist hún með honum drenginn Christopher. Árið 1963 þegar Marianne var 17 ára hitti hún Andrew Loog Oldham, umboðsmann Rolling Stones, í öðru partíi. Hann bauð henni að syngja inn á plötu sem hann ætlaði að gefa út. Um var að ræða lagið As Tears Go By. Var það gefið út á smáskífu og eftir það var Marianne orðin stór- stjarna á einni nóttu. Árið 1965 skildi hún við Dunbar og byrjaði með Mick Jagger. Stóð ástarsam- band þeirra yfir í þrjú ár. Á kafi í eiturlyfjum Marianne átti erfitt með að standast freistingarnar sem fylgdu því að vera í slagtogi með annarri af frægustu rokksveitum Bretlands. 21 árs gömul var hún orðin háð kókaíni og heróíni og árið 1967 fór hún í vikulangt dá eftir að hafa tekið inn of stóran skammt af eiturlyfjum. Á þessu tímabili samdi hún textann við lagið Sister Morphine með Roll- ing Stones sem kom síðar út á plötunni Sticky Fingers. Nokkru síðar ákvað Marianne að segja skilið við sukkið og svínaríið sem fylgdi rokklíferninu og hætti með Jagger. Hún fékk sér íbúð í miðborg London og hélt sig fjarri sviðsljósinu en náði þó ekki að losa sig við eiturlyfjafíknina. Árið 1977 gaf Marianne út plötuna Dreaming My Dream sem náði þó nokkrum vinsældum í neðanjarðarsenu London. Tveimur árum síðar kom síðan út Broken English sem naut mikilla vinsælda. Rödd hennar var nú orðin hás, sem hæfði vel breytt- um tónlistarstíl hennar. Aftur á stjá eftir mögur ár Marianne hætti ekki að nota heróín fyrr en 1987. Það ár gaf hún út plötuna Strange Weather þar sem hún söng lög eftir aðra listamenn á borð við Tom Waits. Einnig var þar að finna endur- útgáfu hennar á laginu sem gerði hana vinsæla, As Tears Go By. Næstu ár á eftir gaf Marianne út nokkrar plötur sem nutu lítillar hylli á hinum almenna markaði og það er ekki fyrr en nú sem þessi merka söngkona er farin að láta að sér kveða á nýjan leik. freyr@frettabladid.is 46 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR ■ TÓNLIST Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reyk- ingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: Verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsing- ar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar auka- verkanir og aðrar upplýsingar. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeining- um í fylgiseðli. Örsmá tafla meðstórt hlutverk ÞRÁI AÐEINS ÞIG Ég sit og hugsa heim til þín Hve heitt ég ann þér ástin mín Fólkið úti’er fjarri mér. Finn fyrir þér Finn að ég þrái aðeins þig Þó fjarlægð skilji okkur að Ég ávallt finn í hjartastað Faðmlög þín og felli tár. Finnst hver dagur sem ótal ár Ég sit og þrái aðeins þig Þó færist árin yfir mig Ég aldrei hætti’ að hugsa’ um þig Öll mín elska af allri sál Aðeins þú ert mitt hjartans mál Ég veit ég þrái aðeins þig AS TEARS GO BY It is the evening of the day I sit and watch the children play Smiling faces I can see, but not for me I sit and watch as tears go by My riches can't buy everything I want to hear the children sing All I ever hear is the sound of rain falling on the ground I sit and watch as tears go by It is the evening of the day I sit and watch the children play Doin' things I used to do, they think they are new I sit and watch as tears go by Mm mm mm... MEÐ JAGGER Marianne Faithfull ásamt Mick Jagger, söngvara Rolling Stones, þegar þau áttu í ástarsambandi. Upp úr táradalnum Hin goðsagnakennda söngkona Marianne Faithfull heldur tónleika á Broadway annað kvöld. Hún er nú í sinni fyrstu stóru tónleikaferð um heiminn í áraraðir. MARIANNE FAITHFULL Marianne Faithfull hefur marga fjöruna sopið á tónlistarferli sínum. Hún syngur fyrir Íslendinga í Broadway annað kvöld. ÓTTAR FELIX HAUKSSON (AS TEARS GO BY -JAGGER/RICHARDS TEXTI: ÓTTAR FELIX HAUKSSON) Ferill Faithfull allur verið upp á við - mest lesna blað landsins Á LAUGARDÖGUM Hin hliðin á bílum Stærsti bílamarkaður landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.