Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 86

Fréttablaðið - 11.11.2004, Síða 86
Næstu fjögur fimmtu- dagskvöld munu höf- undar Eddu útgáfu kynna bækur sínar á Súfistanum, Laugavegi 18. Að auki verður verð- ur miðvikudagskvöldið 17. nóv. lagt undir kynn- ingu á endursögn á tveimur myndasögum. Annars vegar kynna Ingólfur Björgvinsson og Embla Ýr Bárudóttir teiknimyndasöguna Brennuna (frásögn úr Njálu), en þau sendu frá sér Blóðregn í fyrra. Hins vegar kynnir Brynhildur Þórarinsdóttir Eglu, en hún hefur áður sent frá sér Njálu og eru báðar bækurnar mynd- skreyttar af Margréti Laxness. Þessir höf- undar kynna bækur sínar í máli og mynd- um eins og gefur að skilja. Fyrsta uppákoman er í kvöld. Þá munu Stefán Máni - Svartur á leik, Gerður Kristný - Bátur með segli og allt, Úlfar Þormóðsson - auð mold, Jóhanna Krist- jónsdóttir - Arabíu- konur og Auður Jóns- dóttir - Fólkið í kjallar- anum, lesa úr bókum sínum. Dagskráin hefst klukkan 20.00 og eru allir velkomnir. Í nýrri ljóðabók Baldurs Óskarssonar er meitluð náttúrukennd og óvenju- legar mannlífsmyndir. Hamingjuríkir dagar eru dagar þegar góðar ljóðabækur koma út. Þær hægja á sálinni og tímanum, þótt allt rúlli áfram sinn vanagang. Enda vísar heiti nýrrar ljóðabókar eftir Baldur Óskarsson beint í þessa eiginleika ljóðsins, en hún ber heitið „Ekki láir við stein“. „Þetta er orðtak og er tekið úr ljóðinu það sem er í bókinni,“ segir Baldur. „Orðtakið tjáir kyrrð sem eitthvað býr undir.“ Ljóðin í bókinni eru fallegar stemningar og myndir úr borginni, ljóð sem vekja upp spurningar – eða vekja mann af dvala, og svo eru það Grandaljóðin. „Ég segi stundum að ég hafi skrifstofu á Grandanum og borgi enga húsaleigu. Þá spyrja gárung- arnir hvort ég þurfi ekki að borga gatnagerðargjöld,“ segir Baldur sem býr langt vestur í bæ og sækir mikið í fjöruna og bryggjuna þar sem er orkan úr sjónum, kyrrð öld- unnar og malandi duggur. „Ég hef nú ekki alltaf með mér blað og blýant,“ segir hann, „enda eru ljóðin sem ég leyfi mér að kalla Grandaljóð bara fremst í bókinni.“ Ekki láir við stein er þrettánda ljóðabók Baldurs og vitnar, eins og aðrar ljóðabækur hans, um orð- kyngi hans, hlýja gamansemi og gleði. Það sem einkennir ljóðin er meitluð náttúrukennd og óvenju- legar mannlífsmyndir og rauða þráðinn segir Baldur koma fram í fyrsta ljóðinu, Til gamals vinar, þar sem hann vitnar beit í gengið ljóð- skáld, Sigfús Daðason. Hann segist þó síður en svo vera að skrifast á við Sigfús. Flest ljóðin séu borgar- ljóð, enda endar inngangsljóðið á ljóðlínunni „Líklega tekur borgin þér opnum örmum.“ Annars segist Baldur kalla bók- ina kver, þótt hún sé 128 blaðsíður. „Samkvæmt skilgreiningu Eunesc- os má kalla bók bók ef hún er 48 síður,“ segir hann. „Ég kann ekki við það og kalla þetta kver. „En þótt ljóðin fremst í kverinu séu hin eiginlegu Grandaljóð, er einhver keimur af honum í allri bókinni, nema í þeim kafla sem hefur að geyma þýðingar á ljóðum erlendra skálda. Þýðingar eru á ljóðum Lorca, Mahcado, Jiménez, Soyinka, Laschen, Schiffer, Tammen, Élu- ard, Björling og Lí Sjang-jinn og eru allar frá síðustu tíu árum. Og þegar Baldur er spurður hvort allt í heiminum geti verið efni í ljóð, er svarið stutt og skýrt: „Já.“ ■ 50 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR EKKI MISSA AF… … Bíótónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands í kvöld. Á efnisskránni er Píslarsaga Jó- hönnu af Örk eftir Carl. Th. Dreyer. Tónleikarnir hefjast klukk- an 19.30. … Úlfhamssögu í Hafnarfjarð- arleikhúsinu. Örfáar sýningar eftir. … Hinum fullkomna manni eftir Mikael Torfason í Útvarps- leikhúsinu í kvöld klukkan 22.15. Verkið fjallar um mann sem er í meðferð vegna áfengissýki og á sér stað á fundi þar sem menn fá að tjá sig hispurslaust. Kl. 20.00 Tíbrártónleikar í Salnum. Björn Thoroddsen, Stefán S. Stefánsson, Jón Rafnsson og Erik Qvick á tónleikunum Lúther og djass, þar sem spilaðar verða nýjar útsetningar Björns Thoroddsen á sálmalögum eftir Martein Lúther fyrir djasskvartett. menning@frettabladid.is Ágætis verðlaunabók Bátur með segli og allt nefnist nýjasta skáldsaga Gerðar Kristnýjar. Hlaut Gerður bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir handritið og er hún vel að þeirri viðurkenningu komin. Þetta er lipurlega skrifuð þroskasaga ungrar konu sem á erfitt með að fóta sig í lífinu eftir fráfall föður hennar. Frásögnin er í fyrstu persónu og á lesandinn greiða leið inn í hugarheim aðalsöguhetjunnar, Oddfríðar Gunnarsdóttur – Oddu. Sagan hefst í erfidrykkju föður Oddfríðar. Strax í fyrsta kafla er ljóst að samband hennar við móður og systur er mjög stirt. Helsti banda- maður hennar í fjölskyldunni er ný- látinn og framundan eru erfiðir tím- ar. Oddu finnst hún hafa staðnað og þráir breytingar. Hún segir því upp starfi sínu í snyrtivöruverslun og ræður sig á dagblaðið Fréttir. Henn- ar fyrsta verkefni þar er að sækja um sumarafleysingarstarf á Viku- skammtinum, helsta keppinaut Frétta, til þess að leika tveimur skjöldum og skrifa grein um skítlegt eðli blaðamennskunnar á þeim bænum. Smám saman verður Oddu ljóst að skítlegt eðlið finnst annars staðar en á Vikuskammt- inum og hjá henni vakna siðferðis- legar spurningar sem fá hana til að efast um gildi greinarinnar, starfið og hennar nánustu vini og vanda- menn. Bókin gerist á tveimur sviðum. Í endurlitum Oddu og núinu. Endur- litin varpa ljósi á hvers eðlis sam- band hennar við aðra fjölskyldu- meðlimi er og útskýra að miklu leyti kaldhæðna, sjálfhverfa og einmana persónu Oddfríðar. Í núinu er hún að kljást við föðurdauða og fóta sig í nýju starfi vitandi það að hún muni svíkja samstarfsmenn sína í lok sumars. Þessum tveimur sviðum er ágætlega fléttað saman með til- gerðarlausri frásögn sem kristallast í eðlilegum samræðum og sannfær- andi kvenpersónum. Karlpersónur bókarinnar eru aftur á móti heldur grunnar og einsleitar; fyllibyttur og illa lyktandi aumingjar upp til hópa. Það er helst að persóna föðurins fái einhverja dýpt í endurlitum Oddu. Allar persónur sögunnar eiga það þó sammerkt að þær vekja litla eða enga samúð með lesandanum. Undantekningin á reglunni er 8 ára systursonur Oddu sem þarf að búa með ömurlegri móður sinni og ömmu. Meira að segja Oddfríður vorkennir honum. Þrátt fyrir mjög kvenlægan heim bókarinnar ættu allir að geta notið hennar, karlar jafnt sem konur. Fléttan er raunsæ, á köflum næst- um því spennandi, en lausnin enda- sleppt. Þeim spurningum sem varp- að er fram er mörgum ósvarað og maður fær lítinn botn í flókið fjöl- skyldulíf Oddu. Engu að síður er bókin áhugaverð og skemmtileg af- lestrar. Þetta er bátur með segli og allt, þó engin lystisnekkja, og skipa- smiðurinn er sérlega laghentur. BÓKMENNTIR HLYNUR PÁLL PÁLSSON Bátur með segli og allt Höfundur: Gerður Kristný Útgefandi: Vaka/Helgafell ! GERÐUR KRISTNÝ Höfundar lesa Fögnuður haustsins líkist skrift sem liðast um rauðan flöt. Flekkir eldgulir. Og skriftin er svört og ýmisbleik. Hún spinnur sig upp yfir flötinn og Uni litli spyr: verð ég þá einhverntímann … BALDUR ÓSKARSSON Ég kalla þetta kver. Eitthvað býr undir AUÐUR JÓNSDÓTTIR ÚLFAR ÞORMÓÐSSON STEFÁN MÁNI JÓHANNA KRISTJÓNSDÓTTIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.