Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 91

Fréttablaðið - 11.11.2004, Side 91
Bítlalagið Ob-La-Di, Ob-La-Da hefur verið kjörið versta lag allra tíma í nýrri breski netkönnun. Lagið, sem er að finna á Hvíta Albúminu, hefur löngum verið talið eitt það versta sem sveitin gaf út. Styður þessi könnun þær vangaveltur, en eitt þúsund manns tóku þátt í henni. Í öðru sæti var lagið Fog on the Tyne sem fótboltakappinn og vandræðagemsinn Paul Gascoigne gaf út á sínum tíma með hljómsveitinni Lindisfarne. Næst í röðinni var ástarballaðan I¥ll Do Anything For Love með rokkaranum Meat Loaf sem kom út árið 1993. Fleiri fótboltakappar eru á listanum. Þeir Glenn Hoddle og Chris Waddle, sem gerðu garð- inn frægan með Tottenham hér á árum áður, lentu í fjórða sæti með lagið Diamond Lights og John Barnes, fyrrum miðvallarleik- maður Liverpool, komst einnig á topp tíu listann með lagið Liver- pool´s Anfield Rap. Í fimmta sæti var síðan útgáfa strákasveitarinn- ar 5ive á laginu We Will Rock You, sem greinilega féll ekki vel í kramið hjá Bretum. Ian Edwards tónlistarfræðing- ur segir að flest laganna hafi náð ágætum vinsældum þegar þau komu út, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. „Þetta er eðli popptónlistar. Lög eru vinsæl þeg- ar þau koma út en tímarnir breyt- ast og oftast skammast fólk sín síðar meir fyrir að eiga lögin í plötusafni sínu,“ sagði hann í spjalli við BBC. „Það er athyglis- vert að nánast öll lögin náðu mikl- um vinsældum.“ ■ 55FIMMTUDAGUR 11. nóvember 2004 SÍMI: 551 9000 www.regnboginn.is FRÁBÆR SKEMMTUN 8 og 10.20 B.I. 14 HHHH kvikmyndir.isi i .i HHH H.J. mbl. . . l. Sýnd kl. 6 og 10.10 Sýnd kl. 6 Angelina Jolie Gwyneth Paltrow Jude Law Bardaginn um framtíðina er hafinn og enginn er óhultur Hörkuspennandi ævintýramynd ólík öllu öðru sem þið hafið séð áður. Hörkuspennandi ævintýramynd ólík öllu öðru sem þið hafið séð áður. r i fr tí i r fi i r lt r r i i t r lí ll r i fi r. r i i t r lí ll r i fi r. Sýnd kl. 8 og 10:30. B.I. 16Sýnd kl. 4 ÍSL. TAL. TOPPMYNDIN Á ÍSLANDI Hvað ef allt sem þú hefur upplifað...væri ekki raunverulegt? Sálfræðitryllir af bestu gerð sem fór beint á toppinn í Bandaríkjunum! Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur! Frábær rómantísk gamanmynd með Richard Gere, Jennifer Lopez og Susan Sarandon í aðalhlutverki. Shall we Dance? Sýnd kl. 6, 8 og 10.10 DÍS KL. 6 Stórskemmtileg rómantísk gamanmynd um öskubuskuævintýrið sem þú hefur aldrei heyrt um! Sýnd kl. 6, 8 og 10 Loksins mætast frægustu skrímsli kvikmyndasögunnar í mögnuðu uppgjöri! HHH HL Mbl HHH Mbl.is HHHH Dr. Gunni „Skyldumæting“ HHH1/2 DV HHH Tvíhöfði Miðaverð 500 kr. Sýnd kl. 6, 8 og 10 B.I. 12 Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15 Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 Sýnd kl. 6, 8 og 10 Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali Ein besta spennu- og grínmynd ársins. ■ TÓNLIST■ TÓNLIST Þetta er önnur plata Ske en sú fyrsta sem kom út fyrir tveimur árum vakti mikla athygli á sveit- inni. Hún hafði að geyma nokkur prýðileg lög en var hins vegar nokkuð sundurleit. Eins og á síðustu plötu fá Ske- liðar góða aðstoð frá Ragnheiði Gröndal. Silkimjúk og þægileg rödd hennar á vel við tónlist Ske og kemur hún m.a. vel út í lögun- um Beautiful Flowers og Girl at Work. Japanska söngkonan Juli- etta mætir einnig aftur til leiks í laginu Hittori, sem er alveg ágætt en ekki eins grípandi og vinsæla auglýsingalagið af síðustu plötu. Annars er yfirbragð plötunnar mjög létt og heildarsvipurinn betri en áður. Má lýsa tónlistinni sem blöndu af sykurhúðuðu poppi í anda Belle & Sebastian og mjúk- um raftónum í ætt við þá sem frönsku meistararnir í Air hafa sent frá sér. Feelings Are Great hefur að geyma mörg fín lög. Það besta var hið grípandi Mess en önnur góð voru tvö fyrstu lögin: On the Way We Lose It Somehow og Beautiful Flowers. This One Is Better Than the Other One og Vagga féllu einnig vel í kramið ásamt viðlaginu í Standing. In- Flight Lunch og Happy in a Sad Way voru hins vegar slökust. Textarnir voru yfirhöfuð góðir og fjölluðu annars vegar um ástina og hins vegar um tilvistarkreppu fólks í hröðu nútímasamfélagi okkar þar sem allar tilfinningar eru vel þegnar. Ske hafa gert fína poppplötu sem á eftir að mýkja marga upp í skammdeginu. Freyr Bjarnason Mýkt í skammdeginu SKE FEELINGS ARE GREAT NIÐURSTAÐA: Fín plata frá Ske og mun heil- steyptari en sú síðasta. Létt og sykurhúðað poppið hittir vel í mark. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Vinningar eru: Bíómiðar á Forgotten Bolir, Bollar, Húfur, DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA FGF á númerið 1900 og þú gætir unnið. SMS LEIKUR 10. HVER VINNUR FRUMSÝND FIMMTUDAGINN 4. NÓVEMBER Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið HVAÐ EF ALLT SEM ÞÚ HEFUR UPPLIFAÐ BÍÓMIÐI Á 99KR? Hefur þú fengið þér sextíu sjö í dag& Færeyjar Söngkonan Janet Jackson verður á næstunni heiðruð fyrir að vera fyrirmynd þeldökkra Bandaríkja- manna. Samtökin 100 Black Men standa að valinu en þau hafa það að markmiði að bæta lífskjör þeldökkra Bandaríkjamanna og annarra minnihlutahópa í landinu. Ellefu mánuðir eru síðan hin 38 ára Jackson vakti mikla hneyksl- un þegar brjóst hennar sást í söngatriði með Justin Timberlake á SuperBowl-leiknum í banda- ríska fótboltanum. Hafa þeldökk- ir Bandaríkjamenn greinilega fyrirgefið henni mistökin. ■ BÍTLARNIR Lagið Ob-La-Di, Ob-La-Da var að finna á Hvíta Albúmi Bítlanna. 5IVE Strákasveitin 5ive virðist ekki hafa fallið í kramið hjá Bretum með útgáfu sinni af Queen-laginu We Will Rock You. FIMM VERSTU LÖG ALLRA TÍMA: 1. Ob-La-Di, Ob-La-Da Bítlarnir 2. Fog on the Tyne Gazza and Lindisfarne 3. I’ll Do Anything For Love Meat Loaf 4. Diamond Lights Glenn Hoddle og Chris Waddle 5. We Will Rock You 5ive feat. Queen Ob-La-Di versta lag allra tíma Janet heiðruð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.