Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 94

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 94
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Kristján Þór Júlíusson. Falluja. Helga Braga og Kristján Kristjánsson. 58 11. nóvember 2004 FIMMTUDAGUR Leikarinn Björn Thors var ekki bráðfeigur á sunnudagskvöldið þegar áhættuatriði í sýningunni Hárið klikkaði með þeim afleið- ingum að hann féll niður úr rjáfri Austurbæjar og ofan á sviðið; heila sjö metra. Hann segist þakka fyrir að ekki fór verr og að hann standi á fótunum í dag. „Manni var auðvitað mjög brugð- ið meðan á þessu stóð og fékk dá- lítið sjokk á eftir,“ segir Björn, sem er í aðalhlutverki Hársins sem töffarinn Berger. „Þetta atvikaðist þannig að í miðri sýningu er ég hífður upp í rólu inni á miðju sviði en rólan er föst í stóru spili uppi í rjáfri. Ég læt mig svo detta, en þá sér ör- yggisbúnaður um að taka við fall- inu. Nema þarna slitnaði rólan, fyrst öðru megin og svo hinum megin, og úr varð ægilegur hama- gangur þar sem ég féll niður þessa sjö metra í frjálsu falli og lenti hálfur inni á dýnunni. Alveg ótrúleg lukka að ég skyldi almennt standa upp frá þessu ómeiddur.“ Rólan sem um ræðir er gerð úr járnstöng og hífð upp með stál- vírum. Björn segist hafa hugsað ýmislegt á leiðinni niður. „Á nokkrum sekúndubrotum var ég viss um að þetta yrði mitt síðasta þegar ég sá fyrir mér fimmtíu kílóa járnspilið koma á eftir mér og lenda á hnakka mín- um, en reyndi sem mest ég mátti að sveifla búnaðinum sem lengst frá mér. Það varð til þess að ról- an og járnstöngin lentu við hlið mér á dýnunni en ekki ofan á mér. Það varð auðvitað uppi fótur og fit meðal leikhópsins og tæknideildarinnar, sem allt eins reiknaði ekki með að ég stæði aftur upp, en ég er ekki viss um að áhorfendur hafi tekið eftir þessu þar sem ég dett á bak við hluta leikmyndarinnar og í hvarf.“ Hann segir eflaust hafa verið óhuggulegt að sjá slysið gerast innan úr áhorfendasalnum en ekki hafi þótt ástæða til að stöðva sýn- inguna. „Maður harkaði bara af sér, kyngdi munnvatninu og hélt áfram að syngja út sýninguna. Það er svo mikil hjóðmynd í þessu atriði að ekki var ástæða til að gera úr þessu meira mál þar sem ekkert virtist óeðlilegt á yfirborð- inu fyrir áhorfendur.“ Þess má geta að Hárið hættir sýningum um jólaleytið vegna brottfarar Björns, Unnar Aspar Stefánsdóttur og Selmu Björns- dóttur til Lundúna, þar sem sýn- ing Vesturports, Rómeó og Júlía, verður sett upp á West End á nýju ári, en þau Björn og Unnur verða í hlutverkum turtildúfnanna sjálfra. „Að öllum líkindum verður jólaslútt einhvern tímann seint í desember. Byrjað er að selja miða á Rómeó og Júlíu ytra en á West End er leikrit annað hvort make or break. Ef ekki er upp- selt nokkrar vikur fram í tímann er verkið tekið af dagskrá. Þetta er mikið lotterí og ég hef góða tilfinningu fyrir þessu, er er um leið raunsær maður og veit að allt geti brugðið til beggja vona,“ segir Björn að lokum; ekki baun lemstraður eftir fallið. thordis@frettabladid.is Spennuskáldsagan Svartur á leik eftir Stefán Mána Sigþórsson kemur út föstudaginn 12. nóvem- ber klukkan þrjú. Það sem er óvenjulegt við útgáfuna er að dagsetningin og tímasetningin eru báðar þaulhugsaðar. Stefán Máni var ákveðinn í að fá stjörn- urnar og himintunglin með sér í lið og hafði samband við Gunnlaug Guðmundsson stjörnu- speking. „Ég ákvað að hafa sam- band við Gunnlaug því við vorum ekki búnir að ákveða dagsetn- ingu,“ sagði Stefán Máni. „Það vildi svo vel til að föstudagurinn hentaði mjög vel fyrir útgáfuna. Dagurinn á undan er síðasti dag- ur í lokatímabili þar sem gamlir hlutir eru að hverfa. Á föstudag- inn kviknar nýtt tungl í Merkúr í Sporðdreka. Sporðdrekamerkið er svart merki og snýst um dulvitund og úrvinnslu sem passar mjög vel við bókina sem fjallar um undirheim- ana.“ Stefán segist ekki lifa algerlega eftir stjörnuspeki en hefur alltaf fundist hún áhugaverð. „Stjörnuspeki er að vissu leiti mjög lík eðlis- fræði. Það er ekki vænlegt að setja flugdreka á loft í stormi. Þetta er ekki ósvipað því að setja bók á markaðinn.“ Út- gáfupartí Stefáns Mána er í Nonnabúð á föstudaginn klukk- an fimm. ■ Bók með tungl í sporðdreka STEFÁN MÁNI Nýtti sér aðstoð stjarna og himintungla við að finna útgáfudag fyrir nýja bók. BJÖRN THORS LEIKARI Sér fram á lokaslútt Hársins, enda á leið til Lundúna að leika í uppfærslu Vesturports á Rómeó og Júlíu í West End á nýju ári. Leikarinn Björn Thors: Féll sjö metra úr rólu á Hárinu Ekki bráðfeigur, en mjög brugðið 1 6 7 98 10 12 13 1514 16 18 17 11 2 3 4 5 ... fá Snæbjörn Arngrímsson og hans fólk hjá bókaforlaginu Bjarti fyrir að taka danskan bókamarkað með trompi með stofnun forlagsins Hr. Ferdinand. HRÓSIÐ Dópfélaginn neitaði fyrir dómi að hafa átt þátt í dauða Birgittu Írisar – hefur þú séð DV í dag? Lárétt: 1 mótar, 6 tímamæla, 7 fimmtíu og einn, 8 tveir eins, 9 stefna, 10 reykja, 12 planki, 14 auð, 15 á fæti, 16 málmur, 17 vitfirring, 18 sleit. Lóðrétt: 1 tónverk, 2 garg, 3 sólguð, 4 hluti af kirkjubúnaðinum, 5 bók, 9 heit tilfinning, 11 nabbi, 13 snjókoman, 14 dropi, 17 reið. LAUSN. Lárétt: 1formar, 6úra,7li,8gg,9átt, 10ósa,12tré,14tóm,15il,16ál,17 æði,18rauf. Lóðrétt: lfúga,2org,3ra,4altarið,5rit, 9ást,11bóla,13élið,14tár, 17æf. AÐ MÍNU SKAPI RAGNHILDUR RÓSA GUÐMUNDSDÓTTIR, HANDBOLTASTJARNA Í HAUKUM: TÓNLISTIN Ég er með tvo diska í spilaranum þessa dagana; White Ladder með David Gray, sem er í miklu uppáhaldi þegar ég vil slappa af, og svo Justified með Justin Tim- berlake, en það er snilldardiskur sem ég get hlustað á hvenær sem er og fæ aldrei leið á. BÓKIN Ég er nýbúin að klára fyrstu Harry Potter- bókina eftir mikla pressu frá yngri systrum mínum. Ég verð að viðurkenna að ég skemmti mér stórvel við lesturinn enda alltaf gaman að lesa vel skrifuð ævintýri. Ekki skemmdi fyrir að ég var búin að sjá myndina svo það var mjög auðvelt að sjá allt fyrir sér. BÍÓMYNDIN Ég fór síðast í bíó til að sjá gamanmyndina Girl Next Door. Hún er ekki þessi dæmi- gerða unglingamynd með engan söguþráð. Mér fannst hún mjög fyndin og skemmti- leg, og sérstaklega tók ég eftir góðri tónlist í myndinni. BORGIN Uppáhaldsborgin mín er Barcelona, suður á Spáni, en þangað fór ég í fyrrahaust með Haukunum. Borgin er ægifagur dýrgripur með mikla menningu og því feikinóg að skoða, og ekki skemmir fyrir gnótt flottra búða á hverju horni. BÚÐIN Ég er mikið fyrir þægileg föt og líður best í gallabuxum og íþróttapeysu. Hér heima versla ég oftast í Levi's, Mambo og Fjöl- sport, en þegar ég fer til útlanda versla ég oftast í H&M og mundi segja þá búð vera mitt eftirlæti. VERKEFNIÐ Þessa dagana er ég á fullu að spila hand- bolta með Haukum. Ég útskrifaðist sem stúdent síðastliðið vor og er nú að taka mér smá pásu frá bókunum meðan ég starfa í íþróttavöruverslunninni Fjölsport í Firðin- um. Stefni svo á háskólanám í nánustu framtíð. Gallabuxur, íþróttapeysa og Justin Timberlake » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FIMMTUDÖGUM
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.