Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 96

Fréttablaðið - 11.11.2004, Qupperneq 96
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Aðstæður Aðstæður eru misjafnar. Fólkifinnast oft aðstæðurnar í lífi sínu svo slæmar að þær hreinlega standi í vegi fyrir því að það geti notið fullkominnar hamingju. Það getur verið ástandið í landinu, veðr- ið, vinnan, makinn, fjölskyldan eða hreinlega hvað sem er. Það er svo auðvelt að finna eitthvað að hlutum, sérstaklega öðru fólki vegna þess að enginn er fullkominn. MÉR hefur líka stundum fundist ég þurfa að gera eitthvað sérstakt til þess að geta orðið hamngjusamur og sáttur. Eða jafnvel það sem verra er; að einhver annar þurfi að gera eitt- hvað svo mér líði betur. Oft snýst það um að mér finnst að fólk þurfi að breytast mikið. Og svo hef ég beðið. Og biðin hefur orðið líf mitt. Og líf mitt hefur orðið leiðindi og hangs. Hamingjan er nefnilega ekki falin á leiðarenda heldur er hún á leiðinni. MARGIR virðast halda að besta leiðin lil að laga lélegt hjónaband sé að skipta um maka og fá sér ein- hvern skárri. Það er yfirleitt rangt. Vandamálin halda áfram og menn komast að því að þeir eru alltaf að glíma við sömu vandamálin, sömu árekstrarnir endurtaka sig. Flótta- maðurinn kemst að því á endanum að hann hefur allan tímann bara ver- ið að flýja sjálfan sig. Þetta bendir sterklega til þess að uppspretta vandans liggi ekki hjá öðrum heldur hjá manni sjálfum. ÞAÐ er ótrúlegt hvað umhverfið verður ágætt þegar maður hættir að reyna að breyta því og bara sættir sig við það og hreint stórkostlegt hvað annað fólk skánar mikið og lag- ast þegar maður breytir sjálfum sér. Þegar eitthvað er að í lífi manns þá er lausnina yfirleitt að finna hjá manni sjálfum en ekki annars staðar. Ef aðstæður mínar eru slæmar þá er það undir mér sjálfum komið að breyta þeim. Ef ég get ekki breytt þeim þá þarf ég að sætta mig við þær. AÐSTÆÐURNAR eru alltaf góðar. Það er afstaða mín sem skiptir máli. Ég get verið fullkomlega hamingju- samur í hvaða aðstæðum sem er. Ég get verið atvinnulaus og fátækur í rigningu og roki og umkringdur heim- sku og leiðinlegu fólki en samt að springa úr hamingju og jákvæðni. Ef ég vil það. Þetta er nefnilega allt spurning um val. Ég get valið að vera fúll og óánægður eða ég get valið að vera glaður. ■ JÓNS GNARR BAKÞANKAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.