Fréttablaðið - 03.09.2004, Side 16
16 3. september 2004 FÖSTUDAGUR
NEYTENDUR Tveir af þremur
stærstu kjúklingaframleið-
endum landsins hækkuðu verð
hjá sér um 15 prósent um mán-
aðamótin. Þá hefur verð á
kjúklingakjöti verið að þokast
upp á við núna síðsumars og
virðist liðin tíð að kjúklinga-
bringur fáist á sérstöku tilboði.
Algengt kílóverð á kjúklinga-
bringum er um þessar mundir
tæpar 2.300 krónur, en í sumar
fór kílóverðið á bringum allt nið-
ur undir 1.500 krónur.
Framkvæmdastjórar bæði
Reykjagarðs og Matfugls (Móa)
rekja ástæðu hækkunarinnar nú
að mestu til fóðurverðs, sem
hafi hækkað um meira en 20
prósent síðan í desember. Þá
nefna þeir að ákveðin leiðrétt-
ing sé að eiga sér stað, en kjötið
hafi lækkað um 10 prósent fyrr
á árinu og um ein 30 prósent í
fyrra. „Kjúklingakjöt hefur
verið mjög ódýrt og verður það
áfram,“ segir Friðrik Guð-
mundsson, framkvæmdastjóri
Matfugls og telur að samkeppni
verði áfram virk meðal fram-
leiðenda. „Umhverfið er bara á
þessa leið. Borið hefur á nauta-
kjötsskorti og bæði nauta- og
svínakjöt hefur verið að
hækka,“ bendir hann á. Matthías
Hannes Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Reykjagarðs,
segir ekki óeðlilegt að fyrirtæk-
in sæti lagi og komi að nauð-
synlegum hækkunum þegar
einn fari af stað.
Helga Lára
Hólm, fram-
kvæmdast jór i
Ísfugls, segir að
ákvörðun um
verðhækkun hafi
ekki enn verið
tekin hjá fyrir-
tækinu, en telur
þó líklegt að af
henni þurfi að
verða til að mæta auknum fóður-
kostnaði. Hún vildi ekki tjá sig
um hvort Ísfugl ætlaði nú að
sæta lagi og slá hinum við í sam-
keppni með ódýrara kjöti. „Ég
held hins vegar að Ísfugl sé í dag
að borga framleiðendum besta
skilaverðið og höfum ekki átt í
sömu erfiðleikum og sum önnur
fyrirtæki,“ segir hún.
Tvö fyrirtæki sjá stærstu
framleiðendum kjúklingakjöts
fyrir fóðri, Mjólkurfélag
Reykjavíkur og Fóðurblandan
og mun verð vera mjög svipað
hjá þeim báðum. Ástæður
hækkana eru sagðar vera upp-
skerubrestur sem átti sér stað
erlendis, en í ár munu horfur
vera betri og líkur á að jafnvægi
náist í fóðurverð í vetur.
olikr@frettabladid.is
Evrópusambandsríkin:
Níu prósenta
atvinnuleysi
ATVINNUMÁL Atvinnuleysi í þeim
Evrópusambandslöndum sem
nota evru-myntkerfið helst
óbreytt milli mánaða. Þvert yfir
er 9 prósenta atvinnuleysi en
mikill munur er milli stakra
ríkja.
Þannig mældist aðeins 4,2
prósenta atvinnuleysi í Austur-
ríki í júlí meðan Pólverjar bjuggu
við 18 prósenta atvinnuleysi á
sama tíma. Minna atvinnuleysi
mældist í ellefu aðildarríkjum á
ársgrundvelli en það hafði aukist
í öðrum ellefu og í þremur ríkj-
um var atvinnuleysi það sama. ■
,,Kjúklinga-
kjöt hefur
verið mjög
ódýrt og
verður það
áfram
BÍÐA HÆLIS
Mikill fjöldi erlends vinnuafls í Svíþjóð
hefur ekki notfært sér velferðarkerfið eins
og margir óttuðust.
Erlent vinnuafl í Svíþjóð:
Ástæðulaus
ótti
ATVINNUMÁL Ótti Svía við erlent
vinnuafl og hugsanlega mis-
notkun á sænska velferðarkerfinu
hefur reynst ástæðulaus að mati
Hans Karlsson, atvinnumálaráð-
herra Svíþjóðar, í ræðu sem hann
hélt á atvinnumálaráðstefnu
Norðurlanda og Eystrasaltsríkj-
anna í vikunni. Sagði hann að
íbúar þeirra tíu nýju ríkja
Evrópubandalagsins þar sem kjör
eru víðast vel undir meðallagi í
sambandinu hafi ekki flykkst til
Svíþjóðar til að komast inn í
félagslega kerfið sem þykir með
þeim betri í Evrópu. ■
! ""#
LYFJAVERÐ Greiðsluþátttöku í
tveimur lyfjaflokkum var hætt nú
um mánaðamótin með nýrri
reglugerð frá heilbrigðis- og
tryggingamálaráðuneyti. Hér eft-
ir verða bólgueyðandi og örvandi
lyf aðeins niðurgreidd að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum.
Annars vegar er cox-II lyf, sem
er nýr lyfjaflokkur bólgueyðandi
verkjalyfja sem er mun dýrari en
eldri sambærileg lyf sem hafa
verið á markaði í fjölda ára. Sam-
kvæmt rannsóknum er árangur
cox-II lyfjanna við meðhöndlun
gigtarsjúkdóma ekki betri en
eldri lyfjanna.
Almannatryggingar munu hér
einungis greiða niður coxíb-II lyf
fyrir einstaklinga sem uppfylla
ákveðin skilyrði. Til þess þarf
staðfestingu læknis á lyfseðli og
að val hans á lyfinu grundvallist á
leiðbeiningum Landlæknis-
embættisins.
Undir lyfjaflokkinn örvandi lyf
falla lyfin amfetamín, ritalin,
ritalin uno, concerta og modiodal.
Greiðsluþátttaka TR er háð fram-
vísun lyfjaskírteinis. Læknir þarf
að sækja um á þar til gerðu eyðu-
blaði og fram verður að koma sjúk-
dómsgreining og sjúkrasaga. ■
NIÐURGREIÐSLU HÆTT
Greiðsluþátttöku í tveimur lyfjaflokkum var
hætt nú um mánaðamótin, nema að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum. Um er að
ræða örvandi lyf og bólgueyðandi lyf.
TÖLVUR OG TÆKNI Tölvuormurinn
Netsky trónir enn á toppi lista
vírusvarnafyrirtækisins Central
Command yfir fyrirferðamestu
tölvuóværuna. Fyrirtækið gefur
mánaðarlega út lista sem kallast
„sóðatylftin“ en þar má sjá hvaða
tölvuóværu vírusvarnir fyrir-
tækisins hafa verið að fanga í
liðnum mánuði.
„Ágústmánuður hefur verið
nokkuð rólegur, ólíkt í fyrra þegar
fram komu alvarlegar sýkingar á
borð við Lovsan-orminn [MsBlast-
er], Sobig.F-orminn og MiMail-
orminn,“ er í tilkynningu haft eftir
Steven Sundermeier, varaforseta
vöru- og þjónustudeildar Central
Command. „Við vonum bara að
framhald verði á þessari rólyndis-
tíð. Hins vegar er líklegra að vírus-
vandinn eigi eftir að versna áður
en hlutirnir fara batnandi. Lykill-
inn að lausn vandans er upp-
fræðsla notenda um tölvuvarnir og
-vinnulag,“ bætti hann við. ■
BORÐTÖLVA
Tölvuormarnir Netsky.P og Netsky.Z tróna
efstir á lista vírusvarnafyrirtækisins Central
Command yfir fyrirferðarmestu tölvu-
óværuna í liðnum mánuði. Á hæla þeirra
kemur svo ormur að nafni Zafi.B.
SÓÐATYLFTIN Í ÁGÚST
Staða Vírus Prósenta
1. Worm/Netsky.P 28,4%
2. Worm/Netsky.Z 8,0%
3. Worm/Zafi.B 7,4%
4. Worm/Netsky.D 3,9%
5. Worm/Netsky.C 3,5%
6. Worm/MyDoom.M 2,6%
7. Worm/Netsky.Q 2,4%
8. Worm/Bagle.AA 2,1%
9. Worm/Netsky.B 2,0%
10. Worm/LovGate.AH 1,2%
11. Worm/Bagle.AI 0,9%
12. Worm/LovGate.AI 0.8%
... Önnur óværa 36,8%
Heimild: Central Command, Inc.
Sóðatylftin í ágúst:
Netsky fyrirferðar-
mesta tölvuóværan
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
G
ÍS
LA
SO
N
Í KJÚKLINGABÚI REYKJAGARÐS
Uppskerubrestur í kornrækt erlendis kallaði á verðhækkanir á fóðri hjá Mjólkurfélagi
Reykjavíkur og Fóðurblöndunni, sem aftur skila sér í verðhækkun á kjúklingi.
Verð á kjúklingi hækkar
Tveir af þremur stærstu kjúklingaframleiðendum landsins hækkuðu hjá sér verð um 15 prósent
um mánaðamótin. Líkur eru á að sá þriðji fylgi í kjölfarið. Hækkandi fóðurverði er kennt um
hækkun á kjúklingakjöti undanfarið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/M
YN
D
/A
P
Tryggingastofnun ríkisins:
Niðurgreiðslu örvandi
og bólgulyfja hætt
EKKI PÓLITÍSKAN HER
Efnt var til mótmæla í Jakarta, höfuðborg
Indónesíu, og þess krafist að áhrif hersins
á stjórn landsins yrði minnkuð. „Her já,
herstjórn nei“ stóð á einu spjaldanna sem
mótmælendur báru.
16-17 2.9.2004 20:22 Page 2