Fréttablaðið - 03.09.2004, Síða 49

Fréttablaðið - 03.09.2004, Síða 49
LAG Hamraborg 11 Kópavogi S A L A L A G E R LAGERSALA Úrval af vönduðum dömu-, herra-, og barnafatnaði. Góð vörumerki. Opið virka daga 12-18 laugardaga 10-15 FÖSTUDAGUR 3. september 2004 nr. 35 2004 Í HVERRI VIKU bíó heilabrot bækur fólk stjörnuspá matur SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 3. - 9 . s ep tem be r - hefur ekki séð son sinn í tvö ár Rúnar Alexandersson Dísir í krísu - fjórar Dísardísir teknar tali bragð • fjölbreytni • orka grillaður kjúklingur caprese og Toppur 599 kr. + Valur Gunnarsson Robert Jackson Laufey Ólafsdóttir » NÝ BIRTA MEÐ FRÉTTABLAÐINU Á MORGUN » „Það eru endalausar veiðilendur hérna á Grænlandi. Bæði erum við að veiða hérna bleikju og hreindýr. Möguleikarnir eru miklir og svæð- ið mjög stórt,“ segir Bjarni Olsen, leiðsögumaður úr hópi Íslendinga sem var að koma úr ævintýralegum veiðitúr af Grænlandsslóðum. Flog- ið var til Narssarssuaq, og þaðan siglt til Narssaq þar sem var gist. Frá Narssaq var haldið til veiða, bæði í bleikju og á hreindýr, og er svæðið þarna í kring ævintýralega flott fyrir veiðimenn. Ferðin tók fimm daga og í lok hennar var Brattahlíð skoðuð í bak og fyrir. Mest veiddist af bleikju í ferð- inni og kom mest af henni úr vatni sem kallast Skeifan. Þúsundir fiska voru í vatninu og var stærsti fisk- urinn veiddur á flugu og reyndist hann vera 8,5 punda fiskur. Stærð- in á bleikjunni þarna var allt frá þeirri stærð og niður í 2 pund. Tök- urnar hjá bleikjunni voru frábærar og þá sérstaklega þegar hún tók flugur veiðimannanna. Erfitt er að lýsa reynslunni með orðum og verða menn því að reyna sjálfir. „Ég er búinn að fara hérna með veiðimenn í 14 ár. Lengsta dvölin var fjórir mánuðir eitt árið. Græn- land er frábært veiðiland og enda- lausir möguleikar til veiða,“ sagði Bjarni um leið og hann vísaði veiði- mönnum til vegar um hvar þeir áttu að veiða. Einn hópur ætlaði með stangir lengst inn í vatn og aðrir ætluðu á hreindýraveiðar. Sil- ungsveiðin var góð og nokkur hreindýr veiddust. „Svæðið er fjölbreytt og náttúr- an í kringum Narssaq er stórbrot- in. Þarna sér maður hreindýr, erni og bleikjan er væn sem veiðist á stöng,“ sagði Þórunn Herdís Hin- riksdóttir, sem var að fara til Grænlands í fyrsta skipti en örugg- lega ekki það síðasta. Veiðimenn sem hafa heimsótt Grænland eru flestir á því að þetta verði veiðimenn að prófa a.m.k. einu sinni á ævinni, ævintýrið sé það stórbrotið og svæðið líka. ■ VEIÐIHÓPURINN Lagt á ráðin um hvar eigi að veiða næst. Landslagið er stórbrotið á þessum slóðum Grænlands. ■ VEIÐI GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. Bullandi bleikja og bardagi á Grænlandi ARNAR, ÓLI, PÁLMAR OG ÓSKAR Með fallegar bleikjur sem veiddust á vesturströnd Grænlands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G U N N AR B EN D ER 48-49 (40-41) Skrípó 2.9.2004 20:28 Page 3

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.