Tíminn - 11.11.1973, Page 21
HANN heitiri Þórður
Hafliðason, rúmlega
fertugur að aldri. Við
tókum hann tali fyrir
skömmu. Ástæðan? Jú,
okkur var ljóst, að hann
hafði frá mörgu
skemmtilegu og fróð-
legu að segja, einkum
vegna þess að hann er
hugmyndarikur i meira
lagi og heíur komið
viðar viö og reynt fleira,
en fæstum auðnast á
sinni 70-80 ára ævi.
Allt frá blautu barnsbeini hefur
þessi náttúra búið i honum. Það
yröi of langt mál, ef viö ætluðum
að fara að rekja allar hans til-
tektir og hugmyndir um ævina.
En nokkrum þeirra munum við
gera einhver skil.
„Alltaf að reyna eitthvað nýtt”,
— það á við Þórð Hafliðason.
Fæddur 1932. — Reykvikingur i
húö og hár. Hann ólst upp „við”
Reykjavikurflugvöll, og hafði það
ekki litið að segjá upp á fram-
vindu mála siðar meir. Allt frá
barnæsku fylgdist hann meö að-
flugi, iendingum og brottflugi
flugvéla á Reykjavikurflugvelli.
Hann sá herflugvélarnar lenda á
vellinum i striöinu, sumar viö
ærið illan leik.
Þórður hefur mikið komið viö i
sviffiugi á seinni árum, eins og
viö segjum nánar frá hér siðar, og
eins er hann ekki með öllu ókunn-
ugur fiugi annarra flugvéla. t dag
hefur hann atvinnuflugmanns-
próf, án þess þó að starfa að þvi.
Þórður segir okkur, að i barna- og
gagnfræðaskóla hafi áhugi hans
alltaf verið viðs fjarri bókunum.
„Ég gat aldrei fest hugann við
bannsettar bækurnar” segir hann
og hlær. „Ég var i staðinn að
hugsa um hitt og þetta, sem mig
langaði að búa til sjálfur, og yfir-
leitt var ég alltaf að dunda við
eitthváð”.
En Þórður fór engu að siður i
iðnskóla, enda þótt bókáhuginn á
fyrri skólaárum hefði verið i al-
gjöru lágmarki. 1 iðnskóla bjóst
hann við aö finna eitthvað fremur
viö sitt hæfi, sem hann og fann.
Hann lærði útvarpsvirkjun i
fjögur ár og útskrifaðist siðan i
kringum 1955 með láði, ágætisein
kunn. Þetta, eins og fjöimörg
önnur dæmi, sýnir, hvað maður-
inn megnar, sé áhuginn fyrir
hendi. Og það sýnir lika, hve
bráðnauðsynlegt það er, að menn
fái tækifæri til að nema og starfa
við það, sem hugur þeirra stendur
helzt til, en um leið að viðkom-
andi aðilar reyni, helzt i tima, að
gera sér greinfyrir þvi, hvað þeir
vilja gera að sinu ævistarfi. Nóg
um það.
Iladió og plast
Eftir að Þórður hafði útskrifazt
úr iönskóla, setti hann upp radió-
verkstæði við Bankastræti, sem
hann rak siðan allt fram undir
1960, eða um fjögurra ára skeið.
Hann sagði skilið við þá starf-
semi, vegna þess að hann féll um
það leyti fyrir „efni framtiðar-
innar”, plastinu! Þannig var mál
með vexti, að hann fór á kaup-
stefnu i Leipzig 1959 til að kynna
sér það nýjasta i radiótækni. A
sýningunni sá hann hins vegar
plastmótunarvél eina mikla (alla
vega miðað við þann tima), sem
hann féll svo gersamlega fyrir, að
hann hefur verið i plastinu siðan.
Auðvitað hefur hann komið viðar
við á þessum 13 árum, en plastið
skipar engu að siður aöalsessinn
og það er það, sem hann hefur
gert að sinu lifibrauði. I kjallara
húss sins suður i Kópavogi hefur
hann smátl og smátt á þessum
árum verið að koma sér upp að-
stöðu til framleiðslu plasthluta,
með tækjabúnaði, sem annað
hvort er smiöaður af honum
sjálfum eða endurhannaður af
honum að meira eða minna leyti.
1 dag framleiðir Þóröur einkum
plastskerma og hefur gert i
nokkur ár. Hann framleiðir lika
ýmislegt fleira og er með margar
hugmyndir i kollinum. Þegar við
litum inn i aðalvélasalinn hjá
honum um daginn, héldum við, að
þarna værum við loks búnir að
finna eilifðarvélina margum-
ræddu. Þarna blasti við hinn
furðulegasti vélabúnaður, settur
saman úr öllum fj........ Ljós
blikkuðu, mælar sýndu útslag.
Hávaðinn var mikill, en salurinn
manniaus, Já, hún reið ekki við
einteyming þarna, sjálfvirknin.
Þarna var t.d. vél ein mikil, sem
vann að þvi þessa stundina að búa
til plastbita, sem eiga að notast
við isetningar á tvöföldu gleri.
Þessa vél, að mestu sjálfvirka,
hefur Þórður búið til sjálfur (með
smiðaaðstoð kunningja sinna), og
þótt ijót og hávaðasöm sé, þá
virðist hún svo fullkomin, að ótrú-
legt má heita, að útvarpsvirki
hafi fundib hana upp.
Þess má geta, að þegar Þórður
var með radióverkstæðið sitt
forðum, (á árunum fyrir 1960,
þegar hin ströngu innflutnings-
höft voru i gangi) bjó hann til
kalltæki (þessi tæki kannast vist
flestir við i dag, þar sem þau
þykja ómissandi i hverju stóru
fyrirtæki). Þórður framleiddi
nokkrar samstæöur, sem hann
seldi fyrirtækjum i Reykja-
vik, sem þótti geysifengur að
þessu, þar sem tæki voru þá
næsta ófáanleg erlendis frá og
kostuðu offjár. En Þórður gat
framleitt þau ódýr. En svo
strandaði þessi atvinnuvegur hjá
honum, þar sem honum (að eigin
sögn) var gersamlega settur
stóllinn fyrir dyrnar af inn-
flutningsyfirvöldum , og var
neitað um nauösynlegt efni.
Þannig lauk nú þvi ævintýri.
Lengdar- og hæðarmet i
svifflugi á íslandi
Aöur en lengra en haldið,
skulum við heyra Þórð segja frá
þvi, er hann fór að fást við flugið.
— Flugáhuginn byrjaði nú i
Vatnsmýrinni, er ég var ungur og
horfði á fyrstu flugvélina, sem
hann Agnar-Kofoed-Hansen var
með hér i Vatnsmýrinni. Þegar
hún var að fljúga, hljóp ég alltaf
nibur eftir og fylgdist með. Ég
hafði þannig flugbakteriuna allt
frá bernsku. Stundaði mikið alls
konar módelsmiði.
— Svo kom til þess, að ég fékk
að fara i alvörusvifflugu uppi á
Sandskeiði, og upp frá þvi fór ég i
nám. Það var árið 1953. Ég lærði
A alþjóðlega svifflugmótinu I Póllandi árið 1970. Þórður. (I miöiö) ásamt aöstoöarmönnum sinum
tveimur, Niröi Snæhólm, rannsóknarlögreglumanni (t.h.) og Siguröi Antonssyni, vélvirkja á Sauöár-
króki. Þriöjiaöstoöarmaöurinn, Sigmundur Andrésson, bankamaöur, tók myndina.
þarna á námskeiði á gamla
tegund svifflugu, sem var raun-
velulega krossatré með
vængjum, og viö fengum til að
byrja meðekki aö fara iloftið. Til
að byrja með vorum við látnir
halda jafnvægi uppi i vindinn, án
þess að svifflugan hreyföist, en
seinna vorum við dregnir aftan i
vörubil, og fengum að fara upp i
svona 1 fet. Síðan vorum við
dregnir i spili og fengum aö fara
hærra, eða allt upp i 200 metra og
fengum aðfara i hringi. Þetta var
upphafiö, en siöan komumst við
á aðra betri teg., sem er samt
ekki hátt skrifuð i dag, en er
ágætis kennslutæki, Gruno Baby.
1 þá daga voru allt öðru visi
kennsluaðferðir. Þá giltu þessi A-
, B-, og C-próf. C-prófið var fólgið
i þvi, að þá fór maður á þessari
betri svifflugu og varð að halda
hæð i 20 minútur I fjallshliðinni
við Vifilsfell, i svokölluðu hang-
fiugi.
— Ég var nú ekki meiri flug-
maður en það, að þegar ég var að
lenda eftir þetta c-próf, þá ældi
ég.
— Hélztu áfram næstu árin i
sviffluginu?
— Nei, ég hætti i þvi 1954. Það
kom þarna margt inn. Maður var
farinn að lita á kvenþjóðina, og
atvinnan og lifsbaráttan yfirleitt
tók mikinn tima. En svo byrjaði
ég i þessu eftur 1962 og þá af fullri
alvöru. Siðan var ég i svifflugi
allt fram til ársins 1970, má ég
segja.
— Svo hefur maður heyrt, aö þú
hafir fengiö einhverja umbun
erfiðisins, þ.e.a.s., að þú hafir
hlotiö einhverjar viðurkenningar
i sviffluginu.
— Já, það er rétt. Árið 1965, að
mig minnir, setti ég hæðar- og
lengdarmet, með örfárra daga
millibili. Siðan bætti ég lengdar-
metiö árið eftir, og svo fór ég á
Islandsmeistaramótiö i svifflugi
á Hellu 1967 og vann það. Hæöar-
metið 1965 var 7.100 m á mæli, en
endurskoðun á hæðarritanum hjá
Veöurstofunni leiddi siðar i ljós,
að hæöin var 6,935 . milli 22 og 23
þúsund fet. Næsta met á undan
átti Leifur Magnússon, núverandi
varaflugmálastjóri, það var
5.600. Hæðarmet mun ekki hafa
verið slegið enn.
— Hvert var hitastigið i þess-
ari miklu hæð. Einhver kulda-
gjóla, að öllum likindum!
— Það var 45 stiga frost i þess-
ari hæð. Ég reyndi að troða i
allar rifur, en kuldinn minnkaði
litið niöur. Ég var hálftima á leið-
inni niður. Það hrimaöi allt i vél
inni, þannig að ég varð t.d. að
skafa af mælunum tilaðsjááþá.
Þóröur við hliö einnar plastmótunarvélarinnar, sjálfvirkrar, sem hann hefur smiöaö. Hann heldur á nokkrum af þeim hlutum (t.a.m. kokkteilpinna), sem
hann hefur búiö til gegnum árin. — Konan mln hefur veriö mér til ómetanlegrar aöstoöar viö plastframleiðsluna, segir Þóröur.
Og þegar niður kom var ég eins
og grýlukerti. Það var Agnar
Kofoed-Hansen, er fyrstur tók á
móti mér á jörðu niðri, og hans
fyrsta verk var að óska mér til
hamingju með hæðarmetið.
— Eitthvað fékkstu við svifflug-
kennslu?
— Já, ég var við kennslu þrjú
sumur, og sá timi færði mér
mesta og bezta reynslu i svif-
fluginu.
— Nú hefur þvi verið haldið
fram, að ómögulegt væri að
komast á svifflugu norður yfir
Holtavörðuheiði. Þú afsannaðir
þá kenningu ekki satt?
— Það má vist segja það, jú.
Það var er ég sló lengdarmetið
1966. Var þetta i fyrsta skipti, sem
sviffluga flaug frá Sandskeiði til
norðurs. Ég komst alia leið
norður i Hrútafjörð, lenli á Stað,
eftir geysilega skemmtilegt
ferðalag, sem hefur orðið mér
minnisstætt, — ég átti i slikum
brösum á leiðinni. 1 Hvalfirði
missti ég hæð og var að sveima
rétt yfir rollunum i hálftima. En
svo náði ég mér aftur upp. Aftur
lenti ég i álika basli á Hvitár-
síöunni, en mér tókst að þokast
aftur noröur eftir Vesturlands-
vegi, vestur i Dali. Um Haukadal
gat ég skreiðst i gegn og norður
fyrir Holtavörðuheiði.
— Þaö var almennt álit. meðal
annars veðurfræðinga, að þetta
væri illmögulegt. En ég hélt, aö
þetta hlyti að vera hægt og vildi
sanna, að svo væri. Og ég heid, að
viljinn hafi borið mig hálfa leiö.
— Arið eftir flaug ég aftur
norður og lenti þá hjá Vatnsdals-
hólum sunnan Blönduóss. Þar
bætti ég fyrra lengdarmet, og
þetta met stendur óhaggaö hér-
lendis enn i dag. Aftur á móti
hef ég flogið lengra erlendis, og
svo er um fleiri af okkar góðu
svifflugmönnum, eins og Leif
Magnússon og Þorhall Filippus-
son.
Ævintýri i Póllandi
— Hvaða erlend keppni er það,
sem þú hefur tekið þátt i,
Þórður?
— Það var heimsmeistara-
keppnin I svifflugi i Póllandi. Eg
átti að sjálfs. ekkert erindi i þá
garpa, sem þarna voru, og lenti á
botninum auðvitað. En þetta var
engu að siður dásamleg og eftir-
minniieg ferð. Maður kynntist
Póllandi á skemmtilegan hátt,
sveif kannski yfir ökrunum, þar
sem berrassaðar konur voru við
vinnu o.s.frv. Fólkið safnaöist
saman við sviffluguna og bað um
eiginhandaráritun, og flugan sjálf
var i stórhættu fyrir krökkunum,
sem klifruðu upp um hana alla.
Ég hugsa, að ég hafi skrifað
þarna fleiri hundraö áritanir, svo
hlægilegt sem það nú er.
— Þetta var mjög ævintýrarik
keppni, og ýmis óhöpp urðu
þarna, misalvarleg, sem of langt
mál yrði að segja frá. Það var
geysileg reynsla aö fljúga þarna.
Tvisvar iá við, að ég ienti i
árekstri. Og mér liggur viö að
segja, að mesta afrekið hjá mér
hafi verið að komast lifandi út úr
þvi. Það er óhætt að segja, að ég
var verulega óheppinn i keppn-
inni, ekki sizt vegna þessara at-
burða, þegar lá.við árekstri.
Af uppfinningum
— 1 dag ertu allur i plastinu, ef
svo má segja, og lifir á þvi að
framleiða úr plasti. Hvenær
hófstu handa um þá atvinnu?
— Já, ég fór þarna á sýningu i
Þetta er vél, sem Þóröur er meö I smföum. —aö hans sögn ósköp einfalt
tæki, ætlaö til aö skera plástskerma.
(Myndir Gunnar V. Andrésson.)
Leipzig, eins og ég sagði þér
áður, og varð þar svo bálskotinn i
plastvél einni, sem ég sá þarna,
að ég ákvað að snúa mér alger-
k;ga að plastinu. Ég vissi lika, að i
þvi var framtiö. Er ég kom heim
frá þessari sýningu. fór ég að
reyna að smiða plastvélar. Það
var erfitt um innflutning á
þessum árum og peningarnir
litlir hjá manni. Ég get ekki i dag
annað en hlegið að fyrstu véiinni,
sem ég bjó til. — Ég varð að
smiða þetta nánast úr engu, alis
konar drasli. — Þessi vél var
ekkerl annað en stærðin. Ég bjó
til i henni lampaskerma, og þurfi
að klifra upp á hana eftir hverja
mótun til að troöa mótinu niður
aftur.
— Éghefsmiðað margar plast-
vélar, og alltaf er þetta að
endurbætast, þannig að i dag tel
ég mig anzi vel i sveit setlan og
hef miklar framtiðarvonir i sam-
bandi við plastið. Maður getur
framleitt nánast hvað sem er úr
plasti, en fjármagnið spilar þarna
inn i. Það kostar peninga að gera
þetta, og maður verður að miða
við það, sem markaðsvon er i. Ég
er svo heppinn að hafa náö i all-
góösamb. með mina vöru einkum
lampaskerma og smærri plast-
hluti. En maður hefur margar
hugmyndir, sem ég ætla að reyna
að koma i gang. En þetta er eins
konar atvinnuleyndarmál i
augnablikinu.
— Ég hef ekki staðið eins vel að
vigi fram að þessu eins og i dag.
Ég fékk lán frá iðniánasjóði til að
koma þessari framleiðslu i gáng,
og ég lit björtum augum á fram-
tiðina.
— Hér i sainum hjá þér sé ég
eina stóra og mikla véí, sem þú
munt ekki hafa smíðað sjálfur. Er
það eina vélin, sem þú notar við
plastframleiðsluna og hefur ekki
smiðað sjálfur.
— Já. Ég hef hingað til búið til
vélarnar jafnóðum eftir verk-
efnunum og ég er margbúinn að
rifa vélar og búa til nýjar, ef ég
hef þurft að breyta um verkefni.
En þessa stóru vél keypti ég á
þi'ssu ári og hef verið að breyta
henni i sumar. Hún var einhæf
fyrir og iitið notuð af fyrri
eigendum, en eftir breylinguna
hefur hún geysimarga mögu-
leika.
Vélflug — og lúða i
hjónarúmi
— Við skulum snúa okkur
aftur aö þinni fjölþættu reynslu i
starfi og áhugamálum. Þú hefur
lokið prófi i vélflugi einnig, auk
svifflugsins?
— Jú, ég fór i flugskóia i vél-
flugi 1966 og lauk þa' einkaflug-
mannspróf og fékk að fara utan-
skóla i próf i atvinnuflugi i sama
mánuði og tókst ágætlega upp.
Framhald á bls. 23
^íéI