Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 2
2 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Fjórir menn handteknir vegna innbrots og bílþjófnaðar: Innbrotsþjófur húkkaði lögreglubíl LÖGREGLA Fjórir menn hafa verið handteknir og yfirheyrðir grun- aðir um innbrot í söluskála Olís í Neskaupstað aðfaranótt fimmtu- dags. Einn mannanna var að húkka sér far á Fljótsheiði þegar lögreglan á Húsavík tók hann upp í. Hann fékk far á lögreglu- stöðina á Húsavík en ekki þang- að sem hann hafði ætlað sér enda var hans leitað. Innbrotsþjófarnir fylltu nokkra svarta ruslapoka af þýfi þar á meðal sígarettur, geisla- diska og dvd-myndir. Auk þess var bíl stolið í nærliggjandi götu sem tveir þjófanna notuðu til að komast úr byggðarlaginu. Síðar um daginn fann lögreglan á Húsavík bílinn á Fljótsheiði og skömmu síðar tvo mannanna, annar þeirra var á puttanum. Um kvöldið voru síðan tveir menn handteknir á Seyðisfirði vegna innbrotsins. Heimildir blaðsins herma að kassi utan af síma, með kvittun stílaða á einn fjórmenningana, hafi fundist í Olísskálanum en lögreglan í Neskaupstað vildi ekki staðfesta það. Mennirnir fjórir eru allir skipverjar á skipi sem hafði komið við í höfninni í Neskaup- stað. Þeir hafa allir komið áður við sögu lögreglu. - hrs Nafnleynd til lítils með sakborning í salnum Ákvörðun Hæstaréttar um að Börkur Birgisson þurfi ekki að víkja úr rétt- arsal á meðan vitni koma fram hefur vakið undrun meðal löglærðra. Eitt vitnanna segir nafnleynd ekki gagnast sér því Börkur þekki hann í sjón. DÓMSMÁL Eitt af þremur vitnum sem óskaði eftir vitnavernd í máli gegn Berki Birgissyni segir nafn- leynd gagnast sér lítið þar sem sakborningur þekki hann í sjón. Börkur er ákærður er fyrir að hafa slegið mann með öxi í höfuð- ið á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði í byrjun september. Upphaflega báðu sjö vitni í málinu um vitnavernd en fjögur þeirra drógu beiðnina til baka. Vitni sem ekki dró beiðnina til baka og Fréttablaðið ræddi við segist ætla að mæta og bera vitni, þegar boð um það berst, þrátt fyr- ir að Börkur þurfi ekki að víkja úr réttarsal. Vitnaleiðslur verða í málinu á miðvikudaginn í næstu viku. Héraðsdómur Reykjaness tók ákvörðun um að vitnin fengju vernd en Hæstiréttur snéri þeirri ákvörðun við með dómi. Þótti Hæstarétti ekki nægilega sýnt fram á raunverulega ógn við ör- yggi vitnanna en gerði ekki at- hugasemd við að vitnin fengju nafnleynd. Vitni sem blaðið ræddi við seg- ist kannast við Börk og hafa gert það í nokkur ár eins og gjarnan er með Hafnfirðinga. Hann segist ekki vera logandi hræddur við Börk en standi þó einhver stuggur af honum. Honum standi ekki á sama þar sem Börkur hafi einu sinni ráðist að manni með öxi og það sé ekki það fyrsta sem hann hafi gert. Hann segist ætla að reyna að segja eins vel frá því sem hann var vitni að en býst þó við að verða stressaður þar sem Börkur verður í salnum. Krafan um vitnaverndina var gerð með vísan til sjöttu máls- greinar í 59. grein laga um með- ferð opinberra mála. Héraðsdóm- ur Reykjaness varð við kröfunni en í ákvæðinu segir meðal annars, „Dómari getur ákveðið að sak- borningi verði vikið úr þinghaldi meðan skýrsla vitnis er tekin, ef þess er krafist og dómari telur að nærvera sakbornings geti orðið vitninu sérstaklega til íþyngingar eða geti haft áhrif á framburð þess.“ Aftur á móti segir í dómi Hæstaréttar að skilyrðum ákvæð- isins hafi ekki þótt fullnægt þar sem ekki hafi verið sýnt nægilega fram á raunverulega ógn við ör- yggi vitnanna. Hefur niðurstaða Hæstaréttar vakið undrun meðal lögfræðinga og dómara. Sagði einn þeirra niðurstöðuna jafnvel bera vott um nýjar áherslur um réttindi sakborninga. hrs@frettabladid.is MÚRBRJÓTURINN AFHENTUR Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir afhendir hér Önnu Magneu Hreinsdóttur, leikskóla- stjóra Kjarrsins múrbrjót. Þroskahjálp: Tveir Múrbrjótar afhentir FATLAÐIR Múrbrjót Landssamtak- anna Þroskahjálpar í ár hlutu Íþróttasamband fatlaðra vegna öflugrar starfsemi í 25 ár og leik- skólinn Kjarrið vegna starfs- manna- og uppeldisstefnu sinnar. Á alþjóðadegi fatlaðra sem var í gær afhenti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra Múrbrjótana svonefndu. Múrbrjóturinn er viðurkenn- ing samtakanna til þeirra sem þykja hafa skarað fram úr í að ryðja fötluðum og fjölskyldum þeirra nýjar brautir í jafnrétt- isátt. - jss ■ LÖGREGLUFRÉTTIR „Ég vil síður tjá mig um frammistöðu viðmælenda minna, sama hver á í hlut.“ Kristján Jóhannsson óperusöngvari sagði við Eyrúnu Magnúsdóttur, einn stjórnanda Kastljóssins í Sjón- varpinu, að hún roðnaði á brjóstunum og að hún væri svo æst þegar rætt var um þóknun Kristjáns fyrir góðgerðartónleika til stuðnings í þættinum. SPURNING DAGSINS Eyrún, fór Kristján fyrir brjóstið á þér? Ingibjörg Þ. Rafnar: Nýr umboðs- maður barna EMBÆTTISSKIPUN Forsætisráðherra skipaði í gær Ingibjörgu Þ. Rafn- ar hæstaréttar- lögmann í emb- ætti umboðs- manns barna frá og með áramót- um. Í tilkynningu r á ð u n e y t i s i n s kemur fram að Ingbjörg hafi, auk margvís- legra lögfræði- og trúnaðarstarfa, tekið tekið þátt í mótun löggjafar um málefni barna, bæði laga um fæðingaror- lof árið 1986 og laga um vernd barna og ungmenna árið 1992. „Ingibjörg hefur langa og farsæla reynslu af störfum tengdum rétt- indum barna og aðbúnaði þeirra og því vel að þessu starfi komin,“ segir í tilkynningunni. Eiginmað- ur Ingibjargar er Þorsteinn Páls- son, sendiherra og eiga þau þrjú börn. - óká NESKAUPSTAÐUR Kvittun stíluð á einn fjórmenninganna fannst í Olísskálanum samkvæmt heimild- um blaðsins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Bensínorkan: Samkeppnis- lög brotin VIÐSKIPTI Bensínorkan ehf. hefur með almennum fullyrðingum um að Orkan bjóði almennt lægra eldsneytisverð en keppinautar brotið gegn ákvæðum samkeppn- islaga, að því er fram kemur í ákvörðun samkeppnisráðs frá því í gær. Fyrirtækinu er í úrskurðin- um bannað að fullyrða með þess- um hætti í auglýsingum eða með öðrum hætti. Tekið er fram að stjórnvaldssektum verði beitt, verði bannið ekki virt. „Fyrst var það auglýsinga- nefnd Samkeppnisstofnunar, svo samkeppnisráð og nú úrskurðar- nefnd samkeppnisráðs sem segir að nú komi dagsektir verði aug- lýsingarnar fleiri,“ segir Hugi Hreiðarsson, kynningarfulltrúi Atlantsolíu, en bæði Atlantsolía og Olís kvörtuðu undan auglýsing- um Orkunnar í október og desem- ber í fyrra. - óká DÓMSMÁL Héraðsdómur Reykja- víkur dæmdi í gær 21 árs gamlan mann í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa brotið kyn- ferðislega gegn fimm ára systur kærustu sinnar í sumar. Maðurinn var tíður gestur á heimili stúlkunnar enda hafði hann verið kærasti systur hennar í tvö ár. Hann hefur játað að hafa sleikt og kysst kynfæri stúlkunnar á heimili hennar. Í dómnum kemur fram að með játningunni og frá- sögn stúlkunnar þykir sannað að hann hafi framið brotið. Við ákvörðun refsingar var horft til þess að brotið væri alvarlegt og beindist að mikilsverðum hags- munum. Eins að brotið hafi verið framið á heimili stúlkunnar, þar sem hann naut óskorðaðs trúnaðar- trausts foreldra stúlkunnar. Þá var litið til ungs aldurs mannsins og að hann hafi ekki áður gerst sekur um brot gegn hegningarlögum, auk þess sem hann hafi skýlaust játað brot sitt, sýnt iðrun og leitað sér hjálpar til að koma í veg fyrir að hann bryti af sér aftur. - hrs Sjö mánaða fangelsisdómur: Skilorð fyrir kynferðis- brot gegn barni INGIBJÖRG Þ. RAFNAR Gjaldeyrir: Krónan styrkist VIÐSKIPTI Gengi krónunnar styrkt- ist um 2,73 prósent í miklum við- skiptum í gær og var gengisvísi- talan 114,3 í lok dags. Greiningardeildir banka telja margar hverjar að í styrkingunni megi greina áhrif hækkunar stýrivaxta Seðlabankans á fimmtudag, en hún var umfram væntingar á markaði. Á vef Íslandsbanka segir að viðbrögðin á gjaldeyrismarkaði í gær megi einnig skýra út frá því að Seðlabankinn hafi tilkynnt í vikunni að í árslok myndi hann hætta reglulegum gjaldeyris- kaupum sínum. - óká HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Ungur maður hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir kynferðisbrot gegn 5 ára barni. TEKINN Á OFSAHRAÐA Rúmlega tvítugur maður var tekinn á 146 kílómetra hraða í Ölfusi seinni partinn í gær. Fyrr í vikunni var maður tekinn í Ölfusinu á 150 kílómetra hraða. Báðir mega mennirnir eiga von á sviptingu ökuleyfis. BÖRKUR BIRGISSON Í LÖGREGLUFYLGD Vitni sem Fréttablaðið ræddi við bjóst við að verða stressaður þegar hann bæri vitni í mál- inu gegn Berki. Morgunblaðið: Skrifstofum sýndur áhugi VIÐSKIPTI Falast hefur verið eftir skrifstofuhúsnæði Morgunblaðsins í Kringlunni 1 í Reykjavík, í tengsl- um við sölu Árvakurs, útgáfufélags blaðsins, á prentsmiðju og lóð á sama stað. „Eftir að við fluttum prentsmiðj- una höfum við verið í viðræðum við aðila um sölu á gömlu prentsmiðj- unni og lóðarréttindum tengdum henni,“ segir Hallgrímur B. Geirs- son, framkvæmdastjóri Árvakurs og staðfestir að skrifstofuhúsnæð- inu hafi verið sýndur áhugi. „En það hefur engin afstaða verið tekin til þessa áhuga og þaðan af síður ákvörðun,“ segir hann. - óká
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.