Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 80
Óbirt skáldsaga eftir Capote Fyrsta skáldsaga Truman Capote, sem aldrei komst á prent, er komin í leitirnar. Menn höfðu staðið í þeirri trú að hún væri að eilífu glötuð en hún fannst í kassa sem var í geymslu hjá ráðskonu höfundarins. Skáldsagan nefnist Summer Crossing og var skrifuð árið 1944 þegar Capote var tvítugur. Handritið verður boðið upp hjá Sothebys í New York. Aðalpersóna skáldsögunnar er 17 ára gömul stúlka en sagan gerist á einu sumri í New York. BÓKASKÁPURINN 52 4. desember 2004 LAUGARDAGUR 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 EYMUNDSSON MÁL OG MENNING PENNINN [ METSÖLULISTI ] Samkvæmisleikir er ný skáld-saga Braga Ólafssonar. Tilstóð að hún kæmi út í fyrra en Bragi ákvað að fresta henni um ár. Það virðist hafa verið vit- urleg ákvörðun því bókin hefur fengið einkar góða dóma. „Mér fannst að ég gæti unnið hana bet- ur og í því ferli bættust við alls kyns þræðir og hugmyndir, sagan lengdist um einhver fimmtíu pró- sent en styttist svo aftur um tutt- ugu af þeim fimmtíu. Og varð auðvitað um leið þrjátíu prósent- um betri,“ segir Bragi. Þegar hann er spurður hvort honum þyki of mikið um það að menn séu að senda sér bækur sem ekki eru tilbúnar segir hann: „Höfundar lenda oft í tímahraki vegna þess að hér eru skáldsögur einungis gefnar út fyrir jólin, og til að höf- undurinn geti haldið sín jól verð- ur bókin hans að koma út. En slík pressa verður held ég oft til þess að bókin eyðileggur jólin fyrir höfundinum.“ Afmarkað sögusvið Þessi nýja bók er tíðindameiri en fyrri skáldsögur Braga. „Í þessari bók gerast ef til vill stærri atburð- ir en samt er margt í bókinni sem kallast á við Hvíldardaga og Gæludýrin. Vinur minn sagði að sumt í þessari bók minnti hann á fyrstu ljóðabók mína,“ segir Bragi. „Í dómi um leikrit mitt, Belgísku Kóngó, var sagt að ég væri skáld tíðindaleysisins. Ég get ekki með nokkru móti fallist á það. Í smásögum og skáldsögum mín- um eru nýir atburðir á nánast hverri einustu síðu, ýmist á yfir- borði sögunnar eða í höfði persóna eða höfundar. En ef tíðindaleysi merkir að ég sé ekki að skrifa ein- hverjar örlagaþrungnar fjöl- skyldusögur eða að taka fyrir ein- hver mein sem eru í tísku í það og það skiptið, þá á þetta með tíðinda- leysið í bókum mínum örugglega við rök að styðjast. En yfirleitt nota ég þröngt og afmarkað sögu- svið, án þess að ég ákveði það alltaf fyrirfram. Og ég býst við að skáldskapur minn leiti mestan part inn á við, í alls kyns skilningi. Ég hef engan áhuga á að skrifa um það sem gerist í fjölmiðlum, þó að ég notfæri mér ýmislegt úr þeim. Krafan um að skáldsagan eigi að hafa skýrt samfélagslegt erindi er algerlega blind krafa, sérstaklega á okkar tímum. Ég held að vel skrifað og frumlegt skáldverk hafi það eina hlutverk að þjóna sjálfu sér. Og því dularfyllra og óræðara sem það er, því betra.“ Fær sterk viðbrögð Bragi segir að kveikjan að Sam- kvæmisleikjum hafi verið ókunn- ugt skópar sem hann sá fyrir utan dyrnar hjá foreldrum sínum. Þetta skópar kemur síðan fyrir í fyrstu setningu bókarinnar. „Síð- an byrjaði sagan að rúlla og bæta á sig og hefur verið að tútna út og taka á sig mynd þessi tvö ár sem ég hef verið að vinna í henni.“ Persónur bókarinnar eru stöðugt að koma lesandanum á óvart. „Ég vil ekki að lesendur geti gengið að þeim sem vísum og ég reyni að sýna þær frá sem flestum hlið- um,“ segir Bragi. „Þó að maður þykist sjálfur þekkja fólk sem maður umgengst veit maður aldrei hvar maður hefur það. Ég tala nú ekki um skáldsagnaper- sónur, þær geta orðið stórhættu- legar höfundi sínum og geta líka haft voðaleg áhrif á þann sem slysast til að lesa um þær.“ Bragi segir að sá tími þegar beðið er eftir viðbrögðum við bók sé oft erfiður. „Þegar maður hefur sent handrit í prent og bíð- ur eftir að það verði að bók kem- ur að því að lifa með því sem maður hefur skrifað. Og þá fer maður að kynnast persónum verksins almennilega, og ekki síður eftir að lesandinn, bæði hinn raunverulegi lesandi og hinn ímyndaði, hefur blásið í þær lífi. Nema auðvitað að bókin detti niður dauð og kalli ekki á nein viðbrögð. En ég hef yfirleitt fengið sterk viðbrögð við því sem ég hef gefið út, og við þess- ari nýju bók hafa þau verið meiri en áður.“ kolla@frettabladid.is Hailey látinn Rithöfundurinn Arthur Hailey lést í svefni í síðustu viku, 84 ára gamall. Hann skrifaði ellefu skáldsögur, þær vinsælustu eru Airport og Hotel. Bækur hans hafa komið út í fjörtíu löndum og selst í rúmlega hundrað og sjötíu milljónum eintaka. Gagnrýnendur báru lof á rannsóknarvinnu höfund- arins en kvörtuðu stundum undan því að bækurnar væru klisjukenndar. Almennir lesendur voru óþreytandi við að senda Hailey aðdáendabréf og ekkja hans segir þau hafa glatt höfundinn mjög. Hailey bjó á Bahamaeyjum og hafði lagt svo fyrir að eftir dauða sinn héldi fjölskyldan mikla há- tíð. Það boð verður haldið í janúar. Á þessum degi árið1916 sigldi Somerset Maugham til Pago Pago. Persónur sem hann hitti í ferðinni, þar á meðal gleðikona og trúboði, urðu innblástur að einni frægustu smásögu hans Miss Thompson sem seinna varð að leikritinu Regn. Meðal frægustu skáldsagna Maugham eru Of Human Bondage og The Moon and Six- pence, um listamann sem er greinilega byggður á persónu málarans Paul Gauguin. Maugham varð háaldraður og lést 91 árs gamall. Ekkert orð er skrípi, ef það stendur á réttum stað. Halldór Laxness BRAGI ÓLAFSSON „Krafan um að skáldsagan eigi að hafa skýrt samfélagslegt erindi er algerlega blind krafa, sérstaklega á okkar tímum. Ég held að vel skrifað og frumlegt skáldverk hafi það eina hlutverk að þjóna sjálfu sér. Og því dularfyllra og óræðara sem það er, því betra.“ NÝ SKÁLDSAGA BRAGA ÓLAFSSONAR, SAMKVÆMISLEIKIR, HEFUR VAKIÐ MIKLA ATHYGLI B Í Ó M I Ð I Á S E E D O F N Ú Í B Í Ó Vinningar verða afhentir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Vinningar: Miðar á Seed of Chucky DVD myndir Margt fleira. Sendu SMS skeytið JA SCF á númerið 1900 og þú gætir unnið. 9 . h v e r v i n n u r Fjárhættuspilarinn eftir FjodorDostojevskí í þýðingu Ingibjarg- ar Haraldsdóttur. Dostojevskí skrif- aði þessa bók á 26 dögum árið 1866 og hún er svo sannarlega engin hrákasmíði. Meistaraleg saga um spilafíkn - að hluta sjálfsævisöguleg því Dostojevskí var árum saman þræll þessarar fíknar. NÝJAR BÆKUR AÐALLISTINN - ALLAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason ARABÍUKONUR Jóhanna Kristjónsdóttir BARÓNINN Þórarinn Eldjárn HEIMSMETABÓK GUINNES Vaka Helgafell EYJÓLFUR SUNDKAPPI Jón Birgir Pétursson SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson HALLDÓR LAXNESS - ÆVISAGA Halldór Guðmundsson DA VINCI LYKILLINN Dan Brown KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir SKÁLDVERK - INNBUNDNAR BÆKUR KLEIFARVATN Arnaldur Indriðason BARÓNINN Þórarinn Eldjárn SAKLEYSINGJARNIR Ólafur Jóhann Ólafsson DAUÐANS ÓVISSI TÍMI Þráinn Bertelsson KARÍTAS ÁN TITILS Kristín Marja Baldursdóttir ENGLAR OG DJÖFLAR Dan Brown BELLADONNA SKJALIÐ Ian Caldwell SAMKVÆMISLEIKIR Bragi Ólafsson BÍTLAÁVARPIÐ Einar Már Guðmundsson BÁTUR MEÐ SEGLI OG ALLT Gerður Kristný LISTINN ER GERÐUR ÚT FRÁ SÖLU DAGANA 24.11.- 30.11. 2004 Í BÓKABÚÐUM MÁLS OG MENNINGAR, EYMUNDSSON OG PENNANUM Skáldskapur sem leitar inn á við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.