Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 14
14 465 TONN AF SVEPPUM ERU FRAMLEIDD Í LANDINU Miðað við árið 2003, samkvæmt Landshögum Hagstofunnar. SVONA ERUM VIÐ Nokkur umræða hefur orðið um að listamenn hafi fengið greidd laun fyrir styrktartónleika sem voru haldnir í Hall- grímskirkju fyrir skömmu. Herdísi Önnu Jónasdóttur finnst í lagi að listamenn fái eitthvað greitt fyrir svona uppákom- ur. „Auðvitað á þetta að vera trúnaðarmál milli tónleikahaldara og listamanna nema listamennirnir vilji koma sjálfir fram og segja hvort eða hversu mikið þeir hafi fengið greitt,“ segir Herdís Anna. „Listamennirnir eru náttúrlega að gera þetta í góðgerðarskyni en mér finnst samt eðlilegt að þeir fái eitthvað fyrir sína vinnu.“ Herdísi Önnu segist ekki vita hvað lista- mennirnir fengu greitt nema að Kristján Jóhannsson hafi fengið 700 þúsund krónur. „Mér finnst það reyndar ansi mikið en hann segir að þetta sé fyrir útlögðum kostnaði. Þetta hefur verið í undirbún- ingi síðan í ágúst þannig að það getur vel verið rétt að kostnaðurinn fyrir hann sé svona mikill.“ Herdís Anna segir að fjölmiðlar hafi blásið málið svolítið upp. „Mér finnst að það megi alveg gefa Ólafi M. Magnússyni, forsvarsmanni tónleikanna, tækifæri á að klára sín mál og skila sínu af sér áður en farið er að dæma hann.“ Herdís Anna segist ekki hafa farið á tónleikana en hún myndi ekki setja það fyrir sig að fara á styrktartónleika þó að hún vissi að listamenn fengju greitt fyrir að koma fram. HERDÍS ANNA JÓNASDÓTTIR Í lagi að lista- menn fái greitt STYRKTARTÓNLEIKARNIR Í HALLGRÍMSKIRKJU SJÓNARHÓLL Málverkafölsunarmálið var ofarlega á baugi í fjölda ára en nú er dómur fall- inn og Pétur Þór Gunnarsson sýknað- ur. Margir hljóta að velta fyrir sér hvað Pétur sé að gera þessa dagana og hvaða áhrif málið hafi haft á líf hans. Pétur lifir svipað og sjómaðurinn, hann ferðast milli Akureyrar og höfuð- borgarsvæðisins á tveggja vikna fresti. Á Akureyri rekur hann kaffihúsið Café Amour við Ráðhústorgið. Hann segir erfitt að rífa sig upp og flytja norður vegna þess að börnin eigi sína vini fyr- ir sunnan. Fyrir norðan hefur hann þó sína vinnuaðstöðu og þar málar hann á milli þess sem hann vinnur á kaffi- húsinu. „Mér hefur liðið þokkalega. Ég fékk svolítið sjokk þegar dómur féll í mál- inu því að þá fyrst skynjaði ég hvað þetta var rosaleg pressa. Þetta mál tók líka rosalegan toll fjárhagslega. Gallerí Borg og antíkverslunin, sem við rák- um, urðu gjaldþrota og við urðum það líka persónulega, ég og eiginkona mín. Ég sat svo í fangelsi í sex mánuði og fékk svo sýknu. Það sem hefur staðið upp úr virðist vera að þeir sem stjórna rannsókninni þurfi ekki að bera ábyrgð sinna verka,“ segir hann. Spurður um það hvort verð á lista- verkum sé á uppleið segist hann ekki alveg sammála því að það hafi dottið niður. Málverkaverð fylgi upp- og nið- ursveiflum á fjármálamarkaði. Verð á lélegum verkum meistaranna hafi lækkað en sala hafi aukist á verkum núlifandi höfunda og yngra fólks. Rekur Café Amour EFTIRMÁL: MÁLVERKAFÖLSUNARMÁLIÐ 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Verum vingjarnleg hvert við annað Aðventan er álagstími fyrir marga og hætt við að stressið bitni helst á þeim sem síst skyldi. Verslunarmenn fá oft að heyra það fyrir litlar sakir. KURTEISI Búast má við að stressið vaxi hjá landsmönnum eftir því sem líða fer á jólamánuðinn. Stutt verður í pirringinn. Sumir eiga eftir að finna kergjuna blossa upp og þeir hvefsnustu munu jafnvel sleppa sér við þá sem síst eiga það skilið. Afgreiðslufólk í verslunum og þjónustufyrirtækjum fer þess á leit við almenning að það sýni því þolinmæði og kurteisi næstu vikur sem endranær. Yngri konum sýnd ókurteisi Verzlunarmannafélag Reykjavík- ur stendur þessa dagana fyrir auglýsingaherferð þar sem almenningur er hvattur til að virða störf afgreiðslufólks. Anna Siggeirsdóttir hjá VR telur að virðing fólks fyrir þeim sem stunda verslunarstörf fari þverr- andi og segir hún hugmyndina með herferðinni vera að snúa þeirri þróun við. Nokkuð er um að afgreiðslu- fólk komi á skrifstofu VR og segi farir sínar ekki sléttar og að sögn Önnu er einkum um það að ræða að fólk telji sig hafa orðið fyrir barðinu á óþolinmóðum, frekum og dónalegum viðskiptavinum. „Það eru frekar konur sem lenda í þessu, sérstaklega þær yngri. Eft- ir því sem þú lítur út fyrir að bera minni ábyrgð, þeim mun líklegra er að þér sé sýnd ókurteisi.“ Of heimsk til að vinna í bókabúð Ásdís Benediktsdóttir vinnur hjá Máli og menningu á Laugavegin- um og kann því mjög vel. „Það er ofsalega gott að vinna hérna enda eru skemmtilegir kúnnar í bóka- búðum,“ segir Ásdís en viður- kennir þó að þeir séu ekki allir jafn skemmtilegir. „Eitt sinn sagði maður við mig að svona heimsk kerling eins og ég ætti ekki að vinna í bókabúð. Hann var með son sinn með sér, unglings- pilt, og honum leið greinilega mjög illa.“ Ásdís segist ekki taka svona orðbragð inn á sig enda tel- ur hún að eitthvað hljóti að vera að slíku fólki. Almennt segist Ásdís gæta sín á að láta ókurteisa viðskiptavini ekki draga sig niður á sitt plan heldur verði einfaldlega að koma sér upp skráp. Hins vegar ítrekar hún að allur þorri þeirra sem versla í búðinni sé kurteisin upp- máluð enda hlakkar hún til jóla- verslunarinnar. „Jólin tengjast svo bókum. Hér kemur alltaf sama fólkið aftur og aftur og stemmningin er svo mikil.“ Leikarastarf Oft er handagangur í öskjunni í Bónusbúðunum og viðbúið að sumum þyki nóg um raðirnar. Anna Björg Valgeirsdóttir lætur hins vegar engan bilbug á sér finna enda er hún búin að vinna hjá fyrirtækinu í sex ár, þar af í þrjú á Smáratorgi. „Mér finnst þetta mjög skemmtileg vinna. Þótt maður þurfi stundum að vinna undir álagi eru 99 prósent af kúnnunum yndisleg,“ segir hún en marga þeirra er hún farin að þekkja ágætlega. Fyrir kemur að kúnnarnir séu óþolinmóðir. „Þá heldur maður bara ró sinni, er kurteis og yfir- leitt verða þeir það á móti. Aðal- atriðið er að taka þetta ekki inn á sig. Það er einfaldlega hluti af vinnunni að fást við fólk sem til dæmis kvartar yfir því að ekkert gangi, svona rétt eins og í auglýs- ingunni,“ segir hún hlæjandi. Í upphafi átti Anna erfitt með að sætta sig við dónalega við- skiptavini en í dag kippir hún sér lítið upp við þá örfáu sem eru með leiðindi. „Að vera á kassa er eins og að leika. Þetta er bara leikara- starf þar sem maður heldur bros- inu hvað sem á dynur.“ Anna Björg telur fólk vera kurteisara við sig heldur en yngri stelpurnar og staðfestir þannig mat nöfnu sinnar hjá VR. Hún kvíðir hins vegar ekki vitundar- ögn fyrir jólaörtöðinni. „Stress er ekki til hjá mér,“ segir hún. Leysum málið í sameiningu Einar Magnús Halldórsson, sem vinnur í Skífunni í Smáralind, tel- ur að ánægja viðskiptavinarins sé að stórum hluta undir því komin hvernig afgreiðslufólkið tekur á málunum. „Ef einhver er með ókurteisi í almennri afgreiðslu verður einfaldlega að hlusta, leyfa kúnnanum að tala út og segja honum að við getum fundið lausn á þessu í sameiningu,“ segir hann og leggur áherslu á sam- vinnuna því þá er komin ákveðin tenging á milli viðskiptavinarins og verslunarmannsins. Einar kveðst kunna mjög vel við að vinna í Skífunni. „Í lang- flestum tilvikum eru kúnnarnir mjög skemmtilegir, þótt einn og einn sauður sé inni á milli. En ég er nú svo mikill jafnaðargeðsmað- ur að ég læt svona ekkert fara með mig. Þeir sem eru með leið- indi eru í rauninni ekki að gera lít- ið úr mér heldur lítið úr sjálfum sér. Ef maður tekur rétt á hlutun- um þá er fólk oft orðið dálítið aumt í endann, fer að hrósa manni fyrir þjónustuna og biðst jafnvel afsökunar.“ Ekki þarf að koma á óvart að þessi glaðbeitti verslunarmaður hlakkar til tímans sem er fram undan. „Þetta er bara eins og að vera á sjó, það er mokveiði núna,“ segir Einar í Skífunni. sveinng@frettabladid.is PÉTUR ÞÓR GUNNARSSON Pétur telur að sala hafi aukist á verkum núlifandi höfunda og yngri listamanna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T ÁSDÍS BENEDIKTSDÓTTIR ANNA BJÖRG VALGEIRSDÓTTIR EINAR MAGNÚS HALLDÓRSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.