Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 90
Það skiptir litlu máli hvortykkur líkar vel eða illa viðEminem, það er ekki hægt að
horfa framhjá þeirri staðreynd
að hann er einn stærsti og
merkilegasti tónlistarmaður okkar
tíma, ef ekki sá stærsti. Hann er
duglegur að minna okkur á að leið
hans upp á topp var ekki
sársaukalaus, en þangað hefði hann
auðvitað ekki komist ef hann hefði
ekki stórkostlega hæfileika sem
textasmiður og rappari. Frá því að
hann kom okkur fyrst fyrir sjónir
hefur hann verið harkalega
gagnrýndur, enda geta textar hans
verið grófir, ofbeldisfullir og nær
alltaf kaldhæðnislegir.
Með orðum sínum hefur
Eminem fengið ýmsa upp á móti
sér; samtök samkynhneigðra,
Hvíta húsið, rapptímaritið The
Source og samtök foreldra sem eru
með ritskoðun, til þess að nefna
nokkra. Einnig hafa ófáir popparar
fengið einn á lúðurinn. Hann hefur
tvisvar sinnum verið kærður fyrir
meiðyrði, af fyrrum skólafélaga og
sinni eigin móður, og nú eru líkur á
því að Michael Jackson bætist í
þann hóp.
Það sem hefur svo gefið
textunum aukið gildi er að hann
fjallar oft opinskátt um líf sitt í
þeim. Þannig hefur dóttir hans
Hailie Jade komið ítrekað við sögu
á plötum hans og hann hefur kálað
barnsmóður sinni, Kim, tvisvar á
5 ára útgáfuferli. Í gegnum tíðina
hefur hann svo gert upp
stormasamt samband sitt við
móður sína í gegnum texta sína.
Á sama tíma og Eminem hefur
verið að kljást við innri djöfla í
gegnum texta sína hafa pólitísk öfl
í Bandaríkjunum reynt hvað þau
geta til þess að þagga niður
í honum. Vegna þess hversu
ósmeykur Eminem er við að nota
munninn á sér er hann orðinn að
einni helstu þolraun á málfrelsi í
Bandaríkjunum. Hann er einnig
orðinn pólitískt afl sem nær betur
til ungviðisins í Bandaríkjunum en
ráðamenn í Hvíta húsinu þora
að viðurkenna. Hann fylgist
greinilega vel með því sem skrifað
er. Í textum sínum hefur hann
fjallað um flest þau hitamál sem
honum hafa tengst, svo sem
rasisma, hommafóbíu og áhrif
ofbeldisfullra texta hans á
aðdáendur. Nú síðast gerði hann
myndband við lagið Mosh, þar sem
hann lýsti yfir andstöðu sinni
við stjórn George W. Bush
Bandaríkjaforseta og utanríkis-
stefnu hans.
Síðasta breiðskífa Eminems,
The Eminem Show, seldist í um 12
milljónum eintaka þegar hún kom
út fyrir tveimur árum síðan. Búist
er við því að nýja platan hans,
Encore, seljist í allt að 9 milljónum
eintaka.
Þrátt fyrir þessar gífurlegu
vinsældir hefur hann ekki selt sig í
auglýsingar, eins og svo margar
stórstjörnur í Bandaríkjunum, og
hefur þannig náð að viðhalda
trúverðugleika sínum í hiphop-
geiranum og samkvæmt pressunni.
Þið sjáið Eminem ekki auglýsa
gosdrykki, og þið heyrið ekki
lög hans í bíómyndum eða
sjónvarpsþáttum þar sem þau eiga
ekki heima.
Hann hefur líka haldið sér
tryggum hiphop-rótum sínum með
því að leggja metnað í það að koma
öðrum á framfæri. Það eru þó
margir sem vilja sjá Eminem
renna á rassgatið, á því liggur
enginn vafi, en er hann jafn
hættulegur og foreldrar og
pólitíkusar óttast?
Árin á botninum
Eminem heitir réttu nafni Marshall
Mathers og er fæddur í smábænum
St. Joseph, sem er rétt fyrir utan
Kansas-borg, árið 1972. Það er
óhætt að fullyrða að æska hans
hafi verið erfið, því hann var á
stöðugum faraldsfæti á milli
Detroit og St. Joseph fram að
táningsaldri. Hann laðaðist
snemma að hiphop-tónlist og
byrjaði að rappa 14 ára gamall í
kjallaranum hjá vini sínum.
Upphaflega valdi Marshall sér
listamannanafnið M&M, sem eru
upphafsstafir hans, og það varð
fljótlega að Eminem.
Hann átti erfitt með að koma
sér á framfæri í senunni í Detroit
til þess að byrja með vegna þess að
fáir voru reiðubúnir til þess að
gefa hvítum rappara séns. Hann
hoppaði beint í djúpu laugina og
vann sér gott orð með því að battla
við viðurkennda rappara á
klúbbum. Fljótlega voru aðrir
byrjaðir að skora á hann, í von um
að auka orðspor sitt.
Það var á þessu tímabili sem
Eminem kynntist rapparanum
Proof sem bauð honum að verða
hluti af krúinu Dirty Dozen, eða D-
12 eins og við þekkjum það í dag.
Áður en Eminem komst í feitt hafði
hann oft hugleitt hvort hann gæti
haldið áfram að rappa. Fyrsta hléið
tók hann eftir að frændi hans
framdi sjálfsmorð, svo lagði hann
míkrófóninn tímabundið á hilluna
þegar hann og kærasta hans Kim
eignuðust Hailie Jade árið 1995.
Eminem var frekar bitur út í
lífið og þótti duglegur við að
drekkja sorgum sínum í flöskunni
eða í fíkniefnum. Kim sagði honum
upp og bannaði honum að hitta
dóttur þeirra í langan tíma. Hann
neyddist því til þess að flytja aftur
til mömmu sinnar, en hún var
veikur alkóhólisti og fíkill, og hann
hefur alla tíð átt stormasamt
samband við hana.
Hann gaf árið 1996 út plötuna
Infinite sem gagnrýnendum þótti
ekki mjög merkileg. Aðallega var
hann gagnrýndur fyrir að stæla
rappstíl Nas og AZ. Á svipuðum
tíma var mamma hans sökuð um að
beita yngri bróður Eminem
andlegu og líkamlegu ofbeldi.
Í dag lýsir Eminem þessum
upptökum sem demóum sem óvart
voru pressuð á vínyl. Þarna
skrapaði Emineim sinn andlega
botn, og eina leiðin var upp á við.
Fæðing Slim Shady
Eftir vonbrigði fyrstu útgáfunnar,
og eina mislukkaða sjálfsmorðs-
tilraun, ákvað Eminem að hann
hefði engu að tapa. Innra með sér
bjó hann til persónuna Slim Shady
sem sagði nákvæmlega það sem
honum datt í hug, án þess að
Marshall næði að ritskoða hann af
ótta við textainnihaldið. Eminem
ákvað að tappa af persónulegum
vandræðum sínum í gegnum
kaldhæðna texta.
Niðurstaðan varð sú að Slim
Shady var mun illkvittnari og
beittari textasmíður en Marshall
hafði þorað að vera sem Eminem.
Það var á þessum tíma sem lagið
Just Don't Give a Fuck varð til.
Eminem gerði nokkur lög sem Slim
Shady og gaf út á þröngskífunni
Slim Shady EP árið 1997.
Sú plata opnaði margar dyr
fyrir hann. Hennar vegna komst
hann í stóra rímnaflæðikeppni í
Los Angeles þar sem hann lenti í
öðru sæti. Í kjölfarið var honum
boðið að koma fram í þættinum
Wake Up Show sem þátta-
stjórnendurnir Sway og Tech
stjórnuðu og þar heyrði Dr. Dre
í honum fyrst. Eminem fékk
tækifæri til þess að spinna og
ákvað að vera eins grófur og hann
gæti í von um að fanga athygli. Dre
þótti rímurnar svo beittar og
kaldhæðnislegar að hann leitaði
Eminem uppi. Varð svo steinhissa
þegar hann sá að pilturinn var
hvítur. Í dag segir Eminem að þessi
ferð til Los Angeles hafi verið upp
á líf og dauða fyrir sig. Hann
viðurkennir að leggja sig fram við
að segja hluti sem hann vonist til
að muni ganga fram af fólki, þó að
hann sé ekki að reyna að breyta
heiminum eins og Tupac Shakur.
Önnur saga segir svo frá því að Dr.
Dre hafi þegar þekkt til Eminem,
en ekki vitað hver hann væri. Hann
á að hafa fundið spólu á gólfi
hljóðvers síns og líkað vel við, en
látið hana renna framhjá sér þar
sem spólan var ekki merkt með
neinu símanúmeri eða
heimilisfangi.
Dr. Dre (réttu nafni Andre
62 4. desember 2004 LAUGARDAGUR
Hann hefur tvisvar
sinnum verið
kærður fyrir meiðyrði, af
fyrrum skólafélaga og sinni
eigin móður, og nú eru líkur
á því að Michael Jackson
bætist í þann hóp.
,,
Kr. 12.500,-
Birkigrund 31 • 200 Kópavogur
Sími: 661-4153 • Opið: 10-22
Nýtt – Carbon Fiber bogar
Fiðlur – Selló - Kontrabassar
Þverflautur – Trompet - Klarinet
Hljómar og List
Gæða hljóðfæri
á lágmarksverði
Rapparinn Eminem gaf nýverið út fjórðu
breiðskífu sína, Encore. Hann er löngu orðinn
einn stærsti listamaður okkar tíma. Birgir Örn
Steinarsson fer yfir feril og einkalíf kappans.
EMINEM Rapparinn knái gaf nýlega út sína fjórðu breiðskífu, Encore. Eminem er einn vinsælasti rappari heims en jafnframt einn sá
umdeildasti.
Hvíti
rappkóngurinn
The Slim Shady LP
„Fyrstu breiðskífu sinni til-
einkaði Eminem hliðarsjálfi
sínu, Slim Shady, sem hann
notaði til þess að komast hjá
því að ritskoða sjálfan sig.
Platan er sett saman af upptökum sem
Eminem gerði með Dr. Dre og inniheldur lög á
borð við I Just Don’t Give a Fuck, My Name Is,
Guilty Conscience og Bonnie and Clyde ‘97. Of-
beldið í rímunum er álíka öfgafullt og í teikni-
myndum en kaldhæðnislegra. Húmor Eminem
hefur aldrei verið beittari en á frumraun hans.“
The Marshall Mathers LP
„Eminem ýtti hliðarsjálfi sínu
til hliðar á annarri plötu sinni
og beindi sviðsljósinu að
sjálfum sér og sínum pers-
ónulegu vandamálum.
Þannig fannst mörgum aðdáendum eins og
þeir kæmust nær honum, en hann er duglegur
að segja þeim að þeir þekki ekki, og fái ekki að
kynnast hans innra manni betur. Þetta er án
efa besta plata Eminem til þessa. Hér er að
finna meistarastykki eins og Stan, The Way I
Am, The Real Slim Shady og Kill You. Eminem
fékk fleiri kærur á hendur sér eftir textasmíð-
arnar á þessari plötu en á hinum. Þetta er líka
mest selda rappplata allra tíma, af góðri
ástæðu.“
The Eminem Show
„Á þriðju plötu sinni gerir
Eminem upp feril sinn fram
til þessa. Hann heldur áfram
að pirra aðra poppara, en
einbeitir sér að því að
hreinsa út úr skápi sínum, eins og þegar hann
gerir upp samband sitt við móður sína í laginu
Cleaning Out My Closet. Í fyrsta skiptið gerist
Eminem pólitískur, í lögunum White America
og Square Dance, og gleymir ekki sprellinu,
eins og í laginu Without Me. Frábær plata, og
kóróna Eminem stóð kyrr á höfði hans.“
Encore
„Í fyrsta skiptið sýnir Eminem
merki stöðnunar. Miðið er
orðið aðeins skakkt. Encore
er fín, en ekkert meira en
það. Lögin eru enn grípandi,
og flæðið óaðfinnanlegt en spaugið heldur
þunnt. Best tekst honum upp á alvarlegri nót-
unum. Meistari Eminem á að geta gert betur
en þetta!“
[ SMS ]
UM PLÖTUR EMINEM