Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 91

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 91
Young) var þá þegar orðinn goðsögn í hiphopheimum. Hann braust fram á sjónarsviðið með NWA, sem var í miklu uppáhaldi hjá Eminem, og skaut svo Snoop Doggy Dogg upp á yfirborðið þegar hann gerði með honum meistarastykkið Doggystyle. Fyrsta sólóplatan hans, The Chronic frá 1992, þykir líka hiphoppklassík. Dr. Dre rekur útgáfuna Aftermath og bauð Eminem strax upptöku- og útgáfusamning. Þeir hófust strax handa, unnu hratt og gerðu flesta slagarana á fyrstu plötu hans á nokkrum vikum. Á fyrstu breiðskífu Eminem, Slim Shady LP, er svo að finna mörg þeirra laga sem voru á samnefndri þröngskífu. Það eitt að Dr. Dre hefði gerst lærifaðir Eminem var nóg til þess að rappheimurinn tæki honum opnum örmum. „Stóra hvíta vonin“ Árið 1998 var stórt ár í lífi Marshall. Hann sættist við fyrrum kærustu sína Kim og giftist henni. Hann var kominn með samning við stóra útgáfu og rappblöðin voru þegar byrjuð að kalla hann „stóru hvítu vonina“ í hipphoppi í kjölfar tengsla hans við Dr. Dre. Saman höfðu þeir félagar gengið frá alþjóðasamningi við Interscope Records og Eminem gat einungis séð spennandi tíma fram undan. Snemma árs 1999 voru svo smáskífurnar My Name Is og Guilty Conscience gefnar út og frábær myndbönd gerð við lögin. Síðan þá hafa flest myndbönd hans haft ákveðinn teiknimyndasjarma yfir sér. MTV tók rapparanum því fagnandi, enda langt síðan hiphopp hafði verið svona hispurslaust, skemmtilegt – og hvítt. Enginn hafði heyrt rappara í meginstraumnum tjá sig um lyfjanotkun móður sinnar eða hugaróra um að drepa barnsmóður sína. Það kom því mörgum í opna skjöldu þegar Eminem opnaði hjarta sitt upp á gátt á annarri plötu sinni, The Marshall Mathers LP, sem fylgdi strax í kjölfarið árið 2000. Lagið Stan varð þar stærsti smellurinn, en þar svaraði hann gagnrýni foreldranna að textar hans gætu haft slæm áhrif á aðdáendurna. Textinn er dæmisaga þar sem hann setur sig í spor andlega sjúks aðdáanda sem ákveður að drepa barnsmóður sína, eins og hann gerði í texta lagsins Bonnie and Clyde ‘97 af fyrri plötunni. Vinsældir Eminems voru orðnar slíkar að hann seldi 2 milljónir eintaka í Banda- ríkjunum af annarri plötunni í útgáfuvikunni. Engin rappplata hafði þá selst jafn hratt. Því meira sem vinsældir Eminem hafa aukist, því umdeildari verður hann, og því fleiri hafa hótað honum kærum. Nokkrir hafa meira að segja látið verða af því. C h r i s t i n a Aguilera var ekkert allt of sátt við þá meðferð sem hún fékk í laginu The Real Slim Shady, s t a r f s f ó l k Insane Clown Posse réðst að rapparanum í hljómflutnings- tækjaverslun, mamma hans kærði hann fyrir meiðyrði og Eminem réðst að manni v o p n a ð u r s k a m m b y s s u eftir að hafa séð hann kyssa eiginkonu sína fyrir utan næturklúbb. F j ö l m i ð l a r kepptust um að saka rapparann um hommafóbíu, kvenfyrirlitningu og almenn ósmekklegheit. Lögin Kill You og Kim af annarri plötu Eminem, þar sem hann kallar móður sína og eiginkonu öllum illum nöfnum, voru oftust notuð sem dæmi. Í texta lagsins Kim drepur hann hana á afar blóðugan og ógeðfelldan hátt með því að skera hana á háls eftir hart rifrildi. Álagið reyndist of mikið fyrir Kim, sem skildi við eiginmann sinn eftir mislukkaða sjálfs- morðstilraun. Mamma hans brást þannig við að hún bjó til rapplag, og gaf út, þar sem hún svarar ásökunum sonar sins. Eminem mætti í réttarsalinn hvað eftir annað á þessu tíma og svaraði til saka. Í tilraun til þess að kveða niður ásakanir um meinta hommafóbíu fékk hann Elton John til þess að flytja með sér lagið „Stan“ á Grammy-verð- launahátíðinni árið 2000. Eftir flutninginn gekk hann upp að honum og faðmaði hann innilega að sér. Og hvað svo? Eminem varð svo ennþá stærri með útgáfu þriðju plötu sinnar, The Eminem Show. Hann hélt áfram að skjóta á aðra poppara í textum sínum og nú var það Moby sem fékk einn á hann í laginu Without Me. Moby brást lítið sem ekkert við, þrátt fyrir stöðugar árásir. Eminem samþykkti að leika í myndinni 8 Mile, sem leikstjórinn (og aðdáandi rapparans) Curtis Hanson (Wonder Boys og LA Confidential) gerði. Sagan var byggð lauslega á uppvaxtarárum rapparans í Detroit. Þegar lag Eminems, Lose Yourself, var tilnefnt til Óskarsverðlauna árið 2003 var hann beðinn um að breyta textum sínum ef hann ætlaði að koma fram. Hann neitaði því, mætti ekki á staðinn og sendi vin sinn til þess að taka á móti styttunni sem hann vann. Á þriðju plötu sinni heldur Eminem áfram að tala um erfiða æsku sína, og gerir upp samband sitt við móður sína í laginu Cleanin Out My Closet, á öllu siðprúðari hátt. Eminem hefur aldrei horfið af sjónarsviðinu þrátt fyrir að allt að tveimur árum hafi liðið á milli platna. Þess á milli hefur hann komið fram á plötum rapphópsins D-12 sem hann hefur alla tíð haldið tryggð við. Eftirvæntingin eftir fjórðu plötu hans, Encore, var því kannski ekki eins mikil og hún hefði getað orðið. Eminem varð fyrst pólitískur í laginu Square Dance á The Eminem Show, þar sem hann skýtur á utanríkisstefnu Bush Bandaríkjaforseta og varar bandarískt ungviði við því að fara í herinn. Þessu heldur hann áfram á nýju plötunni, og gaf frá sér lagið Mosh í síðasta mánuði til þess að h v e t j a aðdáendur sína til að fella forsetann úr stóli. G a g n - rýnendur hafa margir sagt nýju plötuna hans slökustu til þessa en viðbrögð plötu- kaupenda hafa verið svipuð og áður. E m i n e m virðist vera að færa sig í svipaða stöðu og lærifaðirinn Dr. Dre. Hann hefur oft gefið vísbendingar þess efnis að hann ætli sér að draga sig til baka og einbeita sér að því að koma öðrum lista- mönnum á framfæri, á plötu- fyrirtæki sínu Shady Records. Eminem er þannig maðurinn á bak við 50 Cent, Obie Trice og G-Unit. Stjórnaði upptökum á plötum þeirra, er tíður gestur á þeim og gefur sjálfur út. Sama hvernig fer mun goðsögn Eminems lifa lengur en hann. ■ LAUGARDAGUR 4. desember 2004 Enginn hafði heyrt rappara í megin- straumnum tjá sig um lyfjanotkun móður sinnar eða hugaróra um að drepa barnsmóður sína. ,, AIDS FUND Legg›u flitt af mörkum Hver króna af seldum VIVA GLAM varalit rennur í Alnæmissjóð MAC. Sjóðurinn styrkir baráttuna gegn alnæmi á Íslandi. Í tilefni af alþjóðlegum Alnæmisdegi koma landsþekktir einstaklingar sem láta sig málið varða í heimsókn í MAC, Debenhams, í dag milli kl. 13 og 18 og leggja sitt af mörkum: Sverrir, Auðunn og Pétur úr 70 mínútum, hljómsveitin Nylon, Jónsi úr Í svörtum fötum, Svanhildur Hólm og Logi Bergmann Eiðsson, Jói Fel, Inga Lind Karlsdóttir og Gulli Helga úr Íslandi í bítið, Sölvi Fannar framkvæmdastjóri Heilsuráðgjafar, Ívar Guðmundsson Bylgjunni, Jón Axel Ólafsson, Ragnhildur Steinunn úr Ópinu, Sigríður Klingeberg spámiðill, Simmi úr Idolinu og Þröstur 3000 af FM 95,7. Rauða slaufan til styrktar Alnæmissamtökunum er seld á staðnum. Gegn framlögum er boðið upp á kaffi frá Te og Kaffi, gos frá Vífilfelli og konfekt frá Góu. Sóley DJ sér um tónlistina, Róbert og Nína frá Jóa og félögum sýna hátíðargreiðsluna, jólaförðun og „Body Painting“. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S D EB 2 66 92 12 /2 00 4 UMDEILDUR Fjölmiðlar hafa keppst um að saka rapparann um hommafóbíu, kvenfyrirlitningu og almenn ósmekklegheit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.