Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 78
50 4. desember 2004 LAUGARDAGUR F átt hefur verið eins mikiðrætt í spjallþáttum, leiður-um, pistlum og viðtölum fjölmiðla á meginlandi Evrópu undanfarnar vikur og endalok „draumsins um fjölmenningar- samfélagið“. Kveikjan að þessari miklu skriðu opinskárrar umræðu um þetta efni, sem lengi var heft í spennitreyju pólitískrar rétthugs- unar, ekki síst í Þýskalandi, var morðið á hollenska kvikmynda- gerðarmanninum Theo van Gogh 2. nóvember síðastliðinn og ólgan sem fylgdi í kjölfar þess og ekki sér fyrir endann á. Eftir að 26 ára gamall náms- maður af marokkóskum uppruna en með hollenskt ríkisfang, Mo- hammed Bouyeri að nafni, myrti van Gogh með hrottalegum hætti um hábjartan dag á götu í Amster- dam í „refsingarskyni“ fyrir að hafa móðgað múslima með sjón- varpsmynd sem hann gerði um kúgun múslimakvenna, hafa þær raddir styrkst um allan helming - ekki aðeins í Hollandi heldur víða um Evrópu – sem halda því fram að fjölmenningarsamfélagið svo- nefnda sé tilraun sem nú hafi sýnt sig að hafa mistekist. Að minnsta kosti í þeim löndum þar sem inn- flytjendur frá múslimalöndum hafa lagt undir sig heilu borgar- hverfin og lifa þar meira og minna einangraðir frá öðrum íbú- um landsins, eins og tilfellið er í stærstu borgum Hollands, svo og í mörgum borgum Þ ý s k a l a n d s , Frakklands og víðar. Af 16 milljón- um íbúa Hollands er um ein milljón múslimar. Hol- lenskt samfélag hefur á liðnum áratugum gjarn- an verið álitið eitt það frjáls- lyndasta í heimi og þar hefur flestum hinna fjölmörgu inn- flytjenda verið tekið af umburð- arlyndi. Áhan- gendur hug- myndarinnar um fjölmenningar- samfélag hafa gjarnan vísað til Hollands sem fyrirmyndar að slíku samfélagi umburðarlyndis- ins. En nú virðist sá draumur vera rækilega úti. Hollenska þjóðin er í uppnámi og vill skera upp herör gegn innflytjendum sem ekki sýna vilja til að aðlagast hollensku samfélagi og virða gildi þess. Guðshús brenna Í Rotterdam, Eindhoven og Heer- enveen var kveikt í bænahúsum múslima í hefndarskyni fyrir morðið á van Gogh, svo mikla reiði vakti það hjá sumum Hol- lendingum. Í kjölfar morðsins voru gerðar á þriðja tug íkveikju- árása bæði á guðshús múslima og kristinna. „Ég hefði aldrei getað ímyndað mér að ég myndi upplifa það að vakna í Hollandi við hugs- unina: Ætli hafi verið gerð íkveikjuárás á kirkju, mosku eða skóla í nótt?“ lét Wouter Bos, leið- togi stjórnarandstöðunnar á hol- lenska þinginu og formaður jafn- aðarmannaflokksins PvdA, hafa eftir sér. Í skugga íkveikjuárása og fjöl- mennra mótmælafunda hefur hol- lenska ríkisstjórnin reynt að lægja öldurnar með áskorunum um að fólk sýni stillingu, en einnig með því að heita átaki í að upp- ræta hættuna af íslömskum öfga- mönnum. Forsætisráðherrann Jan Peter Balkenende skoraði á landa sína að sýna stillingu, umburðar- lyndi og einingu en varaforsætis- ráðherrann, Gerrit Zalm, hét því að yfirvöld stæðu sig í „stríðinu gegn öfgamönnum og herskáum múslimum“. Í umræðum á hol- lenska þinginu var ríkisstjórninni legið á hálsi að hafa vanmetið hættuna af herskáum íslamistum. Nöfn tveggja þingmanna á Hollandsþingi var að finna á „dauðalista“ í fórum samherja Bouyeris sem lögregla handtók við illan leik í Haag, en þeir voru í hópi um 150 íslamskra öfgamanna sem hollenska innanríkisleyni- þjónustan, AVID, hafði fylgst með. Við rannsóknina á morði van Goghs hefur þó komið í ljós að yfirvöld vita harla lítið um þann kima hollensks samfélags sem morðinginn er sprottinn úr. Annar þingmaðurinn sem nefndur var á „dauðalistanum“, Geert Wilders, hefur nú boðað stofnun nýs stjórnmálaflokks, sem hefur það efst á stefnu- skránni að stöðva aðflutning fólks frá múslimalöndum til Hollands í fimm ár og að starfsemi ís- lamskra róttæklinga í landinu verði upprætt. Sumar skoðana- kannanir benda til að nýi flokkur- inn njóti næstmests fylgis allra flokka í landinu. Vopnaðir lífverð- ir gæta Wilders nú öllum stund- um. Morðið á van Gogh hefur beint kastljósinu að félagslegri spennu sem byggst hefur upp á liðnum árum, einkum í þeim hverfum hol- lenskra borga þar sem hlutfall ís- lamskra innflytj- enda er hæst. Rétt eins og gerðist í kringum morðið á hinum s k r a u t l e g a stjórnmálamanni Pim Fortuyn fyr- ir tveimur árum hefur morðið á van Gogh nú orð- ið tilefni óvæg- innar gagnrýni á s i n n u l e y s i stjórnvalda og afleiðingar mis- skilins umburð- aryndis. Í skjóli bláeygðs um- b u r ð a r l y n d i s hafi herská hug- myndafræði rót- tækra fylgis- manna Mú- hameðs spá- manns náð að grassera í land- inu. Sú staðreynd að Fortuyn, sem var mjög gagnrýninn í garð ís- lamskra innflytjenda og var myrt- ur af hollenskum vinstriöfga- manni, skyldi fá langflest atkvæði í sjónvarpsatkvæðagreiðslu um „merkasta Hollending allra tíma“, ber því glöggt vitni hvað baráttu- mál Fortuyns hafa nú mikið vægi í huga hollensks almennings. Jarðskjálftabylgja Þessir atburðir í Hollandi hafa verkað sem jarðskjálftabylgja um alla Vestur-Evrópu, þar sem nú búa alls um þrettán milljónir múslima. „Þetta gæti gerst í hvaða öðru ESB-landi sem er,“ sagði Antonio Vitorino, sem fór með dómsmál í framkvæmda- stjórn ESB fram til 20. nóvember. Ekki síst í Þýskalandi hefur ástandið í Hollandi haft víðtæk áhrif á umræðuna. Það hefur opn- að augu margra fyrir hættunni af trúarlegri öfgahugmyndafræði. Stjórnmálamenn úr öllum flokk- um sem fulltrúa eiga á þýska þinginu hvetja til þess að ís- lamskir hatursáróðurspredikarar verði teknir föstum tökum. At- hyglin beinist ekki síst að því hvað predikað sé í hinum u.þ.b. 2.000 íslömsku bænahúsum Þýskalands. Þýska vikuritið Der Spiegel rekur dæmi um slíkar áróður- spredikanir sem glumið hafi í moskum þar í landi: „Ameríka er stór djöfull, Bretland lítill djöfull, Ísrael blóðsuga,“ las tyrkneskur bænalesari að nafni Hodsja í mosku í Bæjaralandi fyrir tveim- ur árum. Á þeim tíma voru örygg- ismálayfirvöld byrjuð að beina at- hygli sinni að því sem fram fór innan veggja guðshúsa múslima í landinu, í kjölfar hryðjuverka- árásanna 11. september 2001, en eins og kunnugt er hafði for- sprakki sjálfsmorðsflugmann- anna verið frómur námsmaður í Hamborg. Hodsja þessi hélt síðan áfram með því að lýsa því hvernig hann sæi fyrir sér framtíð múslima í Þýskalandi: „Þetta á sér stað í leyni. Þið verðið að vera búnir undir rétta augnablikið. Við verðum að nýta okkur lýðræðið málstað okkar til framdráttar. Við verðum að þekja Evrópu moskum og skólum.“ Bænahúsgestir fögn- uðu boðskapnum með dynjandi lófataki. Þýsk öryggismálayfirvöld hafa skipt bænahúsunum í flokka. Um 100 moskur eru flokkaðar sem „miðstöðvar róttækni og nýliðun- ar“ og er eftirlit haft með starf- seminni sem fram fer í þeim. En þótt fyrir hafi komið að sak- sóknurum hafi borist vísbending- ar um að tilteknir bænalesarar hafi stundað öfgaáróður hefur reynst erfitt að sanna á þá sök fyrir rétti og fá þá rekna úr landi. Að þessu leyti er þróunin komin mun lengra í Frakklandi; þar eru nú í gildi lög sem gera stjórnvöld- um kleift að vísa herskáum predikurum úr landi með tiltölu- lega snöggum og einföldum hætti. Umskipti í þýskri stjórnmálaum- ræðu Það eru mikil viðbrigði að þýskir meginstraumsfjölmiðlar og stjórnmálamenn – þar á meðal talsmenn hinnar „rauðgrænu“ ríkisstjórnar landsins – tjái sig skýrt og skorinort um að hart skuli ganga fram gegn útlending- um og „erlendum samborgurum“ íslamskrar trúar, sem misnota frelsið og réttarríkið til að ala á hatri og trúarofstæki. Flestum hefur þeim þótt þægilegra að víkja sér undan því að hafa skýra opinbera afstöðu í þessum málum, af ótta við að gagnrýni af þeirra hálfu í garð róttækra múslima yrði túlkuð sem útlendingaandúð. „Vinstrimenn vildu ekki láta eyði- leggja fyrir sér hugmyndafræð- ina um friðsamlegu fjölmenning- una, hægrimenn héldu fast í þá trú að útlendingarnir í landinu væru gestir, sem tilheyrðu [sam- félaginu] hvort eð er ekki,“ skrif- ar Der Spiegel um þetta einkenn- andi ástand þýskrar stjórnmála- umræðu. Nú er sú umræða loks vöknuð af „fjölmenningarsæl- unni“, eins og innanríkisráðherr- ann Otto Schily hefur kallað hið áralanga ástand ógagnrýnins um- burðarlyndis. Angela Merkel, leiðtogi stjórnarandstöðunnar og formaður kristilegra demókrata, lét svo ummælt að fjölmenningar- hugmyndin hefði siglt í strand í Þýskalandi. „Endalok ykkar allra nálgast!“ Yfirlýsing sem Mohammed Bouyeri, morðingi hollenska kvikmyndagerðarmannsins Theo van Gogh, skildi eftir á hnífi á líkinu er hroll- vekjandi vitnisburður um það hve blindaður þessi ungi maður var af öfgahugmyndafræði „heilags stríðs“ herskárra múslima, þrátt fyrir að hafa alist upp í hinni frjálslyndu borg Amsterdam, gengið þar í skóla með góðum árangri og ekki komist í kast við lögin áður. Yfirlýsingin er stíluð á Ayaan Hirsi Ali, konu upprunna úr múslimafjölskyldu í Sómalíu, sem nú er þingmaður á Hollandsþingi, en hún hafði aðstoðað van Gogh við gerð mynd- arinnar „Submission“ (Undirgefni). Niðurlag yfirlýsingarinnar hljóðar svo: „... eins og Spámaðurinn mælti: „Ég veit, Faraó, að endalok þín nálgast“, þá viljum við nota sömu orð: „Ég veit, Ameríka, að endalok þín nálgast! Ég veit, Evrópa, að endalok þín nálgast! Ég veit, Holland, að endalok þín nálgast! Ég veit, Hirsi Ali, að endalok þín nálgast! Ég veit, trúleysingi, að endalok ykkar allra nálgast!“ Hirsi Ali fer nú huldu höfði. Fjölmenningardraumurinn úti Í löndum Vestur-Evrópu þar sem múslimar eru fjölmennir virðist nú hafið uppgjör við innflytjendur sem ekki vilja aðlagast siðum heima- manna. Auðunn Arnórsson skoðar hvaða ástæður liggja þar að baki. ÞÝSKIR TYRKIR MÓTMÆLA HRYÐJUVERKUM Um tuttugu þúsund manns tóku þátt í mótmælagöngu í Köln þann 21. nóvember. Þar var gengið undir slagorðinu „Sameinuð í þágu friðar gegn hryðjuverkum“. MOHAMMED BOUYERI Er grunaður um morðið á hollenska kvikmynda- gerðarmanninum Theo von Gogh.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.