Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 81

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 81
LAUGARDAGUR 4. desember 2004 53 Gunnur Vilborg Guðjónsdóttir, af- greiðslustúlka í bókabúð Máls og menningar á Laugavegi, hefur ver- ið iðin við að lesa jólabækurnar. „Greppibarnið eftir Juliu Don- aldson er sjálfstætt framhald Greppiklóar sem kom út í fyrra. Greppibarnið fer inn í skóginn og leitar að músarskrímslinu sem hræddi mömmu þess í seinustu bók. Textinn er í bundnu máli og myndirnar æðislegar. Þetta er mjög skemmtileg bók og krútt- leg,“ segir Gunnur sem er líka búin að lesa Blíðfinn og svörtu teningana eftir Þorvald Þorsteins- son. „Ég er tryggur Blíðfinns- aðdáandi. Þetta er víst seinasta bókin um álfinn Blíðfinn og að mínu mati sú næst besta, rétt á eftir þeirri fyrstu. Þessi bók er bráðskemmtileg og verulega fyndin. Full af skemmtilegum persónum og sögum sem fengu mig til að skella upp úr.“ Gunnur hefur einnig lesið Kleifarvatn eftir Arnald Indriða- son. Hún segir hana fína glæpa- sögu sem gerist á tveimur tíma- skeiðum eins og Grafarþögn. „Ég verð þó að viðurkenna að ég var spenntari yfir hvort nú kæmi í ljós hvort Marion Briem væri karl eða kona, heldur en hver framdi glæpinn,“ segir Gunnur. „Svartur á leik eftir Stefán Mána er mjög góð bók. Hún er vissulega rudda- leg enda verða undirheimar Reykjavíkur seint taldir ljúfir. Aðalsögupersónurnar eru fúl- menni sem ég vil helst ekki vita að séu til en það varð nú ekki til þess að ég hætti að lesa bókina.“ Gunnur segir að Furðulegt háttalag hunds um nótt eftir Mark Haddon sé án efa með bestu bók- um sem hún muni lesa í ár. „Bókin er um einhverfan dreng, Kristó- fer sem leitar að morðingja hunds nágranna síns. Leit Kristófers og það sem hann kemst að er sumt mjög erfitt en sagan er ljúf og skemmtileg,“ segir Gunnur og bætir við. „Hr. Ibrahim og blóm Kóransins eftir Eric-Emmanuel Schmitt er lítil bók og ég var inn- an við tvo tíma að lesa hana. Við lesturinn hló ég upphátt og viður- kenni að ég fékk líka tár í augun. Sagan er falleg, persónurnar sér- stakar og endirinn góður og væm- inn. Alveg eins og góð bíómynd. Að lokum nefni ég Malarann sem spangólaði eftir Arto Paasilinna. Þessi saga er um malara sem spangólar til að fá útrás nágrönn- um sínum til mikillar armæðu. Nágrannarnir segja hann geð- veikan en mér finnst hann bara sérvitur og skemmtilegur. Paasil- inna er bráðskemmtilegur höf- undur og ég skemmti mér vel yfir þessum lestri. Ég trúi ekki öðru en að öllum finnist þessi bók skemmtileg.“ ■ Hjá Almenna bókafélaginu er komin út bókin Smáglæpir og morð, úrval sagna sem bárust í glæpasmásagnakeppni Hins ís- lenska glæpafélags og Grandrokks. Ein af þessum sög- um er Drottningarpeð eftir Jón Karl Helgason og Hermann Stef- ánsson. Þar leysa rannsóknarlög- reglumennirnir Konráð Gíslason og Tómas Sæmundsson morðið á Davíð Stefánssyni handritafræð- ingi. Þegar saga þeirra félaga, Jóns Karls og Hermanns, var til- búin kom bróðir Hermanns, Jón Hallur Stefánsson, í heimsókn og sá handritið. Hjá honum vaknaði samstundis sú hugmynd að taka þátt í keppninni. Skilafrestur var um það bil að renna út en Jón Hallur skrifaði sína sögu á tveim- ur kvöldum – og vann keppnina. Verðlaunasaga hans heitir Enginn engill og er fyrsta sagan í þessu skemmtilega glæpasagnasafni. ■ Hópur rithöfunda tók sig til á dög- unum og skrifaði smásögur til að afla fjár fyrir eyðnisjúka Afríku- búa. Hugmyndin fæddist hjá Nóbelsverðlaunahafanum Nadine Gordimer. Hún segist hafa farið að velta því fyrir sér af hverju rit- höfundar fylgdu ekki í fótspor söngvara og legðu sitt af mörkum til að aðstoða eyðnismitaða Afr- íkubúa. Hún ákvað að taka málið í sínar hendur og skrifaði tuttugu eftirlætishöfundum sínum og bað þá að skrifa sögu. Allir tóku boð- inu og afraksturinn er smásagna- safn sem mun líta dagsins ljós nú fyrir jólin. Meðal höfunda eru Arthur Miller, Amos Oz, Gunther Grass, Salman Rushdie, Margaret Atwood, Gabroel Garcia Marquez, Susan Sontag, Woody Allen og John Updike. Höfundarnir fengu frjálsar hendur við gerð sagn- anna, en Gordimer lagði þó áherslu á að sögurnar fjölluðu ekki um eyðni. „Það er til nóg af skjölum um staðreyndir og tölur,“ segir hún. ■ GUNNUR VILBORG GUÐJÓNSDÓTTIR „Svartur á leik eftir Stefán Mána er mjög góð bók. Hún er vissulega ruddaleg enda verða undirheimar Reykjavíkur seint taldir ljúfir.“ Hrifinn af furðulegu háttalagi hunds JÓN HALLUR STEFÁNSSON Skrifaði verðlaunasögu sína á tveimur kvöldum. Glæpasprettur Jóns Halls NADINE GORDIMER Fékk höfunda til liðs við sig til hjálpar eyðisjúkum Afríkubúum. Skrifa smásögur í hjálparskyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.