Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 84
56 4. desember 2004 LAUGARDAGUR
Dirk Nowitzki, leikmaður DallasMavericks í NBA-körfuboltanum,
gerði sér lítið fyrir og setti stigamet í
vetur þegar hann skoraði 53 stig í
sigurleik Mavericks gegn Houston
Rockets. Nowitzki
skreið naumlega
fram úr Tracy
McGrady, sem átti
einnig stórleik og
skoraði 48 stig.
„Þetta var frá-
bært. Ég byrjaði
vel og öðlaðist
gott sjálfstraust út
frá því,“ sagði
Nowitzki. McGrady
tók í sama streng og
sagði að bæði liðin
hefðu boðið upp á
úrvalskörfubolta.
Það er nóg um að vera í kringumCarmelo Anthony hjá Denver
Nuggets í NBA þessa dagana. Nýlega
komst DVD-diskur í um-
ferð þar sem Anthony
lætur þau ummæli
falla að hann hafi
hent bronsverð-
launum sínum af
Ólympíuleikunum sem
hann hlaut með
Draumaliðinu í Aþenu.
Þar að auki fullyrðir
félagi Anthony að þeir
sem kjafti í lögregluna
fái það óþvegið, eða
með gati á hausinn eins
og hann orðar það.
Umboðsmaður kappans
sagði hann ekki standa
fyrir slíkum skilaboðum og að diskur-
inn hefði verið gerður án vitneskju
hans.
Zinedine Zi-dane hjá
Real Madrid er
handviss um að
spænskir áhorf-
endur séu ekki
kynþáttahatarar.
„Flestir Spán-
verjar eru miklir
höfðingjar og
að segja að
þjóðin sé lituð af kynþáttahatri er
ósanngjarnt,“ sagði Zidane. „Þetta
eru bara örfá rotin epli sem við verð-
um að vinna gegn, ætlum við að
vinna bug á vandamálinu.“ Mikið hef-
ur borið á fréttum þar sem leikmenn
hafa orðið fyrir aðkasti á leikjum þar
sem áhangendur Real Madrid hafa
átt hlut að máli.
Gunnar HeiðarÞorvaldsson ,
Eyjamaðurinn knái,
skoraði fyrsta mark
sitt með sænska
félaginu Halmstad
þegar liðið gerði
jafntefli við danska
liðið Odense í Royal
League í fyrrakvöld,
2-2. Gunnar hefur
leikið í öllum leikjum liðsins til þessa
og kom inn á sem varamaður gegn
Odense. Hann kom Halmstad yfir á
59. mínútu en danska liðið náði að
jafna leikinn.
Hvorki gengur nérekur hjá enska
2. deildar félaginu
Wrexham í að finna
nýja fjárfesta. Félag-
ið var nýlega sett í
greiðslustöðvun og
enska knattspyrnu-
sambandið dæmdi
liðið til að missa 10 stig, sem gerir
það að verkum að liðið fellur úr 16.
sæti í fallsæti. Dennis Smith, knatt-
spyrnustjóri liðsins, er bjartsýnn þrátt
fyrir mótlætið og efast ekki um að
Wrexham muni halda sæti sínu í 2.
deildinni þrátt fyrir stigamissinn.
Jakob Sigurðar-son, sem leikur
með körfuknatt-
leiksliði Birming-
ham Southern há-
skólans í Alabama í
B a n d a r í k j u n u m ,
skoraði 17 stig þeg-
ar liðið tapaði á
móti Indiana State,
55-62. Jakob lék í
33 mínútur, tók þrjú
fráköst og stal einum bolta. Hann
nýtti skot sín vel, sérstaklega fyrir
utan þriggja stiga línuna þar sem
þrjú af sex rötuðu rétta lið. Helgi
Margeirsson, félagi Jakobs, lék að-
eins 6 mínútur í leiknum og tók eitt
frákast. Birmingham hefur unnið
fjóra leiki og tapað þremur það sem
af er.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
Jólablað Gestgjafans er
komið í verslanir
Áskriftarsími: 5155500
164síður af frábæru
jóla- og áramótaefni
12. tbl. 2004, verð 899 kr. m. vsk.
5 690691 160005
Gestgjafinn 12. tbl.2004
Jólablað
jólablað
matur og vín
villibráð í veisluna-hreindýr, önd, gæs
meðlætið ogsósurnar
jólaveislan - áramótaveislan
150
uppskriftir
kalkúnakræsingar
Hópbílameistarar Snæfells í körfuboltanum töpuðu stórt í öðrum leiknum í röð:
Töpuðu síðustu 31 mínútunni með 36 stigum
KÖRFUBOLTI Snæfellingar töpuðu
með 19 stigum fyrir nýliðum
Fjölnis í Grafarvogi í Intersport-
deildinni í fyrrakvöld og hafa því
tapað tveimur síðustu leikjum
sínum með 35 stigum, fyrst 86-102
fyrir Keflavík í bikarnum á
sunnudagskvöldið og svo 81-100
fyrir Fjölni.
Byrjun Snæfellsliðsins var þó
ekki slæm í Grafarvoginum því
liðið var komið með 17 stiga for-
skot, 29-12, eftir níu mínútna leik
en svo var eins og leikur liðsins
hrundi og liðið tapaði síðustu 31
mínútunni í leiknum með 36 stig-
um, 52-88. Fjölnismenn skoruðu
fimm síðustu stig fyrsta leikhlut-
ans og unnu síðan annan leikhluta
með 16 stigum, 26-10, og náðu því
frumkvæði sem þeir héldu út leik-
inn.
Í báðum þessum stóru töpum
hefur Bárður Eyþórsson þurft að
hvíla einn sinna leikmanna vegna
þess að félagið fór yfir launaþakið
og í báðum þessm leikjum hefur
hann ekki fengið stig frá bekkn-
um. Byrjunarliðið hefur hefur
þannig hvílt samtals í 46 mínútur
en varamennirnir hafa misnotað
þau þrjú skot sem þeir hafa tekið
á tíma sínum inná vellinum og það
er ljóst að með engri breidd á
Snæfellsliðið ekki möguleika á að
bæta við titlum í vetur. Það reynir
mikið á karakter Hólmara þessa
daganna því eftir einstaka sigur-
göngu á þessu ári þarf sameinað
átak til að koma Snæfellsskútunni
aftur á réttan kjöl.
HÓPBÍLAMEISTARAR Snæfell vann
fyrsta titil vetrarins en hefur gengið afleit-
lega eftir að liðið fór upp fyrir launaþakið á
dögunum. Fréttablaðið/Stefán