Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 10
4. desember 2004 LAUGARDAGUR Örorka og atvinnu- leysi fylgjast að Langvarandi atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað eru meðal orsaka örrar fjölgunar öryrkja hér á landi. Talið er nauðsynlegt að heilbrigðis- og vinnumálakerfi vinni saman þegar atvinnuleysi ber að dyrum. HEILBRIGÐISMÁL Sterk fylgni er hjá báðum kynjum á milli nýgengis örorku og umfangs atvinnuleysis á landinu, samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem tók til ár- anna 1992-2003. Hlutfallsleg fjölgun öryrkja milli áranna 2002 og 2003 nam 19 prósentum, en 24 prósentum milli 2003 og 2004. Konum fjölgar hlut- fallslega meira og þá einkum fyrstu þrjá mánuði þessa árs miðað við sama tíma 2003, um 29 prósent. „Fjölgun öryrkja á Íslandi und- anfarið hefur sterk tölfræðileg tengsl við breytingar á vinnumark- aði, einkum aukið atvinnuleysi og aukið álag á vinnustað,“ segja höfundar rannsóknarinnar, þeir Sigurður Thorlacius tryggingayfir- læknir, Sigurjón B. Stefánsson tryggingalæknir og Stefán Ólafs- son prófessor. Þeir vísa í könnun Gallups sem gerð var síðla árs 2003. Þar sagði hátt í helmingur vinnandi fólks að álag á vinnustað hefði aukist. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna áhrif atvinnuleysis og gildistöku örorkumatsstaðals á fjölda öryrkja á Íslandi með því að skoða breytingar á nýgengi örorku og umfangi atvinnuleysis ár frá ári á tímabilinu frá 1992 til 2003. Not- aðar voru upplýsingar um kyn, aldur og örorkustig þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyristrygginga á Íslandi á umræddu tímabili. Í ljós kom að nýgengi örorku í heild var hjá báðum kynjum tiltölulega hátt á ár- unum 1992 til 1995, lægra á árun- um 1996 til 2002 og hækkaði síðan verulega á árinu 2003. „Á heildina litið eru tvær stórar sveiflur í aukningu nýgengis ör- orku á tímabilinu og báðar tengjast verulegri aukningu atvinnuleysis,“ segir í niðurstöðum höfundanna í grein sem birtist í Læknablaðinu. Heildarbætur, til öryrkja og endurhæfingarlífeyrisþega, hafa hækkað úr rúmlega fimm milljörð- um króna árið 1998 í rúmlega tólf milljarða 2003, eða um sjö millj- arða króna. Höfundar rannsóknarinnar benda á að mikilvægt sé að auka samvinnu vinnumálakerfis og heil- brigðiskerfis þegar atvinnuleysi ber að dyrum, annars vegar til að draga úr heilsubresti af völdum þess og hins vegar að bæta stöðu fólks sem stendur höllum fæti á vinnumarkaði og auka líkur á að það haldi vinnu. jss@frettabladid.is Þórir Steingrímsson pappalögga JAFNAR SIG EFTIR BLÓÐTAPPA VIÐ HEILA BORGARMÁL Öll starfsemi Reykja- víkurborgar á að vera rekin í húsnæði sem er að fullu aðgengi- legt fyrir fatlaða, hvort sem það er í eigu borgarinnar eða leigt af öðrum. Þetta kemur fram í tillög- um nefndar sem fjallaði um að- gengi fatlaðra í byggingum borg- arinnar. Tillögurnar hafa verið lagðar fyrir borgarráð, sem vís- aði þeim til umsagnar stjórnar Fasteignastofu. Á hún að leggja mat á kostnað við framkvæmd tillagnanna. Nefndin tekur í tillögum sín- um mið af grunnreglum Samein- uðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra sem Alþingi hefur stað- fest. Í þeim segir meðal annars að taka eigi tillit til aðgengis við hönnun og byggingu mannvirkja allt frá upphafi hönnunarferlis- ins og að hafa beri samráð við samtök fatlaðra um mótun á kröfum og viðmiðum um að- gengi. Nefndin leggur til að frá og með árinu 2005 fari allar ný- byggingar borgarinnar í gegnum svokallaða ferlihönnun. Þannig á að tryggja að aðgengi fyrir fatl- aðra verði gott. - th EIGA RÉTT Á GÓÐU AÐGENGI Fatlaðir eiga rétt á góðu aðgengi. Ekki síst í opinberum byggingum. SAMGÖNGUMÁL Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í samgöngunefnd Reykjavíkur vilja að ákveðið verði að Sundabraut verði lögð svokallaða innri leið líkt og Skipu- lagsstofnun hefur lagt til. Sam- kvæmt tillögunni yrði reist ein löng lágreist brú innarlega í Elliðaárvogi í stað landfyllinga. Í tillögu Kjartans Magnússon- ar borgarfulltrúa segir að sam- göngunefnd eigi að hraða undir- búningi málsins í samvinnu við Vegagerðina. Kjartan segir mikilvægt að ákvörðun um þetta verði tekin sem fyrst svo hefja megi undir- búning að þessari samgöngubót. „Úrskurður Skipulagsstofnunar var skýr og nú höfum við lagt fram tillögu byggða á honum. Með henni viljum við knýja á um að ákvörðun verði tekin. Borgarfull- trúar Reykjavíkurlistans hafa ekki treyst sér til þess og dregið lappirnar í þessu mikilvæga máli.“ Tillagan var ekki tekin til um- ræðu eða afgreiðslu á síðasta fundi samgöngunefndar. - ghg Sundabraut: Knýja fram ákvörðun SUNDABRAUT Teikningin sýnir þá leið sem sjálfstæðis- menn í samgöngunefnd vilja að verði farin við lagningu brautarinnar. TE IK N IN G /S IG U RÐ U R VA LU R STERK FYLGNI Langvarandi atvinnuleysi hefur heilsufarsleg og sálræn áhrif á fólk, sem getur leitt til örorku. Myndin er sviðsett. Reykjavíkurborg fjallar um tillögur um aðgengi fatlaðra í byggingum borgarinnar: Fullt aðgengi fyrir fatlaða verði tryggt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.