Fréttablaðið - 04.12.2004, Síða 95

Fréttablaðið - 04.12.2004, Síða 95
Þessi árgangur 2003 frá myndlistar- deild Listaháskóla Íslands hefur verið býsna fyrirferðarmikill í sýningarhaldi borgarinnar nú á haustmánuðum, t.d. á Grasrót, Norður og niður sýning- unni og Vetrarmessunni. Einn þeirra er Sigurður Guðjónsson sem opnaði einkasýningu í gallerí Kling og Bang á Laugaveginum síðastliðinn laugar- dag. Sigurður á bakgrunn í heimi ný-gotíkur og dauðarokksins sem blómstraði hér á árunum 1993-95 (Sororicide, Systramorð, Strigaskór númer 42 og Cranium sem Sigurður tilheyrði) og sér þess nokkur merki á þessri sýningu hans. Hann hefur sýnt á samsýningum hér heima og í Evr- ópu. Hér sem endranær notar hann vídeó, hljóð og skúlptúr sem hýsil hugmynda sinna. Eða kannski frekar að þá er bara allt galleríið götuhæð og kjallari hugmyndahýsillinn. Sýningarrýmið er lokað frá götunni með brúnum lit (úr súrmjólk og sósu- lit). Liturinn þekur stóra útstillingar- gluggana þannig að ekki sést inn utanfrá nema um pínulítið gægjugat. Burðarverk sýningarinnar er staðsett í kjallaranum. Það er tæknilega afar vandað vídeóverk um nokkuð þoku- kennt ferðalag úr ríki tilfinninga og innsæis. Sviðsmyndin úr yfirgefnum eða vanræktum skátaskálum, sumar- bústöðum eða stökum hestaskemm- um úr nágrenni Reykjavíkur. Húsin sýnd sem samhverfa – virkar eins og valíum lognmolla með verum sem til- heyra ekki þessum heimi, sumar standandi með eldhamar eða það sér í logandi grjót þar sem eldmaturinn er jötungrip sem sést vella fram í sæðislíki. Drengur flýtur á vatni, dauður hrútur og kirkjugarður. Sam- hverfurnar tengjast nykurtjörnum og þjóðsögum. Verurnar leita upp á efri hæðina inn í miðsalinn í formi styttri útgáfu vídeóverksins í kjallaranum ásamt tveim fjallmyndarlegum lagskiptum ljósmynda- portrettum í forsal galler- ísins. Seiðandi fagrar! Í miðjum for- salnum rís svo upp úr moldarjarðvegi stór jafnarma kross-skúlptúr örlítið hallandi í líkkistustærð úr rauðbrúnu harðviðarplasti. Á hverjum armi er gylltur lúður og innan frá „kistunni“ koma skilaboð að handan í formi trompethljóms. Ný-gotnesk áhrif í samtíma-súrreal- isma eru út um allt – ekki bara í myndlist heldur líka í bókmenntum, kvikmyndum, tölvuleikjum, tónlist og tísku. Minnir á að súrrealismi í listum var ekki einkamál Andre Breton og félaga. Hann var til langt á undan þeim. Aðeins þarf að minna á verk Hieronymus Bosch eða Eyju dauðans eftir Arnold Böchlin. Auðvelt væri að tína upp nöfn áberandi fólks úr sam- tímamyndlist sem vinnur á svipuðum slóðum en líka mætti benda á kvik- myndagerðarmenn eins og rússann Tarkovsky. Sigurður Guðjónsson hefur aug- ljósan metnað og gerir sína hluti vel. En spurningin er hvort honum hafi tekist að gefa myndmáli sínum afger- andi persónulegan svip. Hann gæti auðveldlega og þarf að leggja meira undir ef það á að takast að mínu mati. Ekki spurning um hvaða hæfi- leika hann hefur heldur hverju hann þarf að fórna til þess að það gerist. Hér vantar áhættu og hugrekki til að umbreyta því kunnuglega. Henda brynjunni – rífa úr sér hjartað og traðka aðeins á því! ■ LAUGARDAGUR 4. desember 2004 67 MYNDLIST GODDUR Sigurður Guðjónsson Gallerí Kling og Bang Hjá Máli ogmenningu er komin út Klisju- kenndir eftir Birnu Önnu B j ö r n s d ó t t u r. Sagan segir frá Báru sem stend- ur á tímamótum og þarf að takast á við þau marg- víslegu fyrir- framgefnu hlutverk sem bíða ungr- ar konu í Reykjavík. En Bára vill líka prófa að vera önnur en hún er, og í því skyni bregður hún sér í ýmis gervi. Besta vinkona hennar er Áslaug eróbikkdrottning, en Ásgeir skólaskáld er líka mikill trúnaðarvinur hennar, þótt hún sé skotin í ítalska skiptikennaranum Giorgio, sem aftur á móti fellur fyrir ljóshærða englinum Sædísi. NÝJAR BÆKUR Skeifukast í Tungunum Útilistaverk verður afhjúpað af Guðna Ágútssyni landbúnaðar- ráðherra í landi Efri-Reykja í Biskupstungum í dag. Verkið, sem ber heitið „Skeifukast“, er eftir Stefán Geir Karlsson. Eigandi verksins óskaði eftir verki frá Stefáni Geir og skyldi það minna á tvö helstu áhugamál hans, skóg- rækt og hrossarækt. Skeifukast byggir á samnefnd- um leik, þar sem hæll er rekinn í jörðina og síðan er reynt að hitta hann með hestaskeifu. Verkið er þriggja metra hár gaur, 30 cm á breidd upp úr jörð- inni og skeifan er 1,2 metrar á lengd og 1 metri á breidd. Henni hefur verið kastað og hún hefur hæft staurinn – er sem sagt í vinn- ingsstöðu. ■ GÍF í dimmunni Samspil ljóss og skugga er þemað á sýningu sem stendur yfir í Grafíksafni Íslands, Tryggvagötu 17 (gengið inn hafnarmegin). Þar sýna listamenn frá Grænlandi, Íslandi og Færeyjum, löndum sem liggja norðarlega á hnettinum og hafa mótast af skörpum skilum ljóss og skugga. ■ Ný gotík VERUR SigurðurGuðjónssonhefur aug- ljósan metn- að og gerir sína hluti vel. En spurningin er hvort honum hafi tekist að gefa mynd- máli sínum afgerandi persónuleg- an svip.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.