Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 72
Þau eru mörg góð tískuráðin í bókinni, sem byggð er á sjón- varpsþáttunum A Queer Eye for the Straight Guy, sem ættu að geta gagnast karlpeningnum. Flestir vilja líta sæmilega út þó þeir viðurkenni sjaldnast að þeir hafi nokkurn áhuga á tísku. Í bókinni er farið yfir hvernig gallabux- ur þú átt að kaupa þér, hvort þær eigi að vera númeri of stórar eða númeri of litlar. Í bókinni segir að buxurnar eigi að nákvæmlega passlega sem er mik- ill sannleikur. Þar má einnig finna ráð um hvernig fataskápurinn á að líta út í heild sinni og það kemst enginn karlmaður upp með að eiga minna en fimm pör af skóm. Fimmta skóparið er kúrekastígvél, en samkvæmt bók- inni verða allir menn að eiga eitt slíkt par. Þó að deila megi um vits- munalegu hliðina á bókinni geta flestir eflaust haft gaman af henni enda er hún uppfull af húmor og jafnvel fróðleik. ■ 44 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Metrómenn í slitnum gallabuxum og bleiserjakka Metrósexúal eða ekki? Fréttablaðið fékk fjóra herramenn til að skilgreina hugtakið og gefa góð ráð fyrir þá sem vilja vera meira metró. Af álitsgjöfunum að dæma fer metróið vaxandi þó það megi ekki ofgera því. Sölvi Snær Magnússon kaupmaður í Retro Hvað er að vera metrósexúal? „Ætli það sé ekki að hafa smá áhuga á útliti sínu, fötum og öðru.“ Er það heitt eða kalt að vera metrósexúal? „David Beckham er allavega í lagi svo ætli það sé ekki heitt.“ Hvað einkennir metrósexúal menn? „Mér finnst stereótýpan af metró- manninum yfirþyrmandi eins og þegar menn eru yfirpuntaðir, strípaðir og of ljósabrúnir. Þetta má alls ekki vera of mikið og verður ógurlega þreytt þegar það er þannig. Mér finnst flottara þegar menn eru svolítið rokkaðir í metrósexúalinu.“ Hvað þarftu að eiga í fataskápn- um þínum til að vera metró- sexúal? „Einkennisbúningur metrósexúal manna er slitnar gallabuxur, hvít- ur bolur, herralegir skór og bleiserjakki.“ Jónsi söngvari Í svörtum fötum Hvað er að vera metrósexúal? „Þetta er nú frekar nýtt orð. Ég veit varla sjálfur hvað það þýðir en mér skilst að menn á borð við David Beckham séu metrósexúal. Menn sem spá mikið í fatnað, eru alltaf í því nýjasta og hugsa um útlitið á örlítið kvenlegri máta en gert hefur verið síðustu 30 ár.“ Er það heitt eða kalt að vera metrósexúal? „Ég veit það ekki. Þetta hugtak hefur ekki heillað mig neitt sér- lega mikið og mér finnst skil- greiningin frekar fyndin.“ Hvað einkennir metrósexúal menn? „Ætli þeir séu ekki uppteknari af útlitinu en margir aðrir?“ Hvað þarftu að eiga í fataskápn- um þínum til að vera metró- sexúal? „Úff, ætli menn verði ekki að eiga mörg pör af skóm og óþarflega mikið af jakkafötum. Annars verð ég að viðurkenna að ég hef ekki spáð mikið í þetta.“ Þorvaldur Davíð Kristjánsson leikari Hvað er að vera metrósexúal? „Það er þegar strákar hugsa mik- ið um útlitið og framkvæma hluti eins og stelpur gera. Mér skilst að metrósexúal menn séu helteknir af merkjavöru. Ég verð að viður- kenna að ég er voðalega lítið metrósexúal þó ég vilji vera snyrtilegur.“ Er það heitt eða kalt að vera metrósexual? „Bara bæði og eða meira svona volgt.“ Hvað þarftu að eiga í fataskápn- um þínum til að vera metró- sexúal? „Ég er enginn sérfræðingur í þeim efnum. Ætli metrósexúal menn þurfi ekki að eiga það allra nýjasta sem kynnt er á síðum tískublaðanna. Annars er ég ekki alveg með þetta á hreinu.“ Svavar Örn hárgreiðslu- og sjónvarpsmaður Hvað er að vera metrósexúal? „Það eru karlar sem hugsa vel um útlitið og hugsa vel um sig. Þeir kaupa dýr og fín föt og eiga það til að borga extra mikið fyrir gat- ið á gallabuxunum eins og ég geri. Metrósexúalmenn geta farið í handsnyrtingu án þess að skammast sín fyrir það.“ Er það heitt eða kalt að vera metrósexúal? „Það er heitt fyrir þá sem það klæðir. Það er hræðilegt að sjá tudda að eðlisfari í metrósexúal fíling.“ Hvað þarftu að eiga í fataskápn- um til að vera metrósexúal? „Nákvæmlega það sem er í tísku núna eins og gallabuxur, svört jakkaföt og þar fram eftir götun- um. Þú verður að taka Beckham þér til fyrirmyndar. Hann er guð- faðir metrósexúalmannsins.“ Allir verða að eiga kúrekastígvél Bókin Betur sjá hýr augu en auga kom út á íslensku á dögunum. Bókin er uppfull af góðum ráðum hvað varðar útlitið, heimil- ið, fatavalið, eldhúsið og háttalagið. Hér koma nokkur tískuráð úr bókinni. Tipp topp jakkaföt. Enn þann dag í dag kjölfestan í klæðaskáp allra karla (hvort sem þeir eru komnir út úr honum eða ekki.. Gallajakki. Meiri háttar varanleg vara. Kúrekastígvél. Hestamannsbragur í fataskápnum, jafnvel þótt þú farir aldrei á bak. Kasmírullarpeysa. Notalega mjúk, næstum dónaleg viðkomu; kostar á við meðalandlitslyftingu en er margfalt þess virði. Dökkblár bleiser. Trend- og tísku- þolin fjölnotaflík; algjör klassík. ...og fimm flíkur sem þú gætir lifað án - en ég mundi ekki taka sénsinn á því Ekta vintage belti (helst af úti- markaði í Amsterdam eða London Hnésíður frakki Grúví hattur Ósvikinn smóking (ekki leigður) Vandaður leðurjakki klassískar flíkur sem allir karlar ættu að eiga5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.