Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 56
Notaðir bílar Notaðir bílar eru sannarlega í uppsveiflu. Fyrstu tíu mánuði ársins var flutt- ur inn 1.621 notaður fólksbíll. Það eru um sextán prósent af innflutningi nýrra bíla. Allt árið í fyrra voru hins vegar fluttir inn 1.309 notaðir bílar.[ ] ALLT Á EINUM STAÐ • HEILSÁRSDEKK • OLÍS SMURSTÖÐ • BÓN OG ÞVOTTUR • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA • NAGLADEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA • BREMSUKLOSSAR • PÚSTÞJÓNUSTA SBD, SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066 B O S S A V E R M I R Er kalt í bílnum? Sætisáklæði í bílinn með hita Aðeins 4.900 kr Klettháls 9 • s: 587 5547 • www.ag-car.is/motorsport Fæst einnig hjá Bónstöðinni, Njarðarnesi 1, Akureyri Rúmgóður skutbíll fyrir útilegugræjurnar Guðrún Árný er bíllaus í augnablikinu en stefnir að því að kaupa sér rúmgóðan skutbíl eftir áramót. Guðrún Árný Karlsdóttir söng- kona á sér draumabíl sem er stór og rúmgóður ferðabíll, en hún hefur ekki sérstaka tegund í huga. „Ég þarf einmitt að fá mér bíl eftir áramót, en ég hef ekki haft tíma undanfarið til að skoða bíla. Volvo kæmi alveg til greina, hann er bæði flottur og öruggur, en ég tek enga ákvörðum fyrr en ég er búin að skoða markaðinn.“ Guðrún segist myndu leggja mikið upp úr að hafa gott pláss fyrir farangur því útilegur eru hennar ær og kýr. „Ég fer með fullan bíl af útilegubúnaði, hús- tjald með góðu fortjaldi, dýnur, sængur og allan pakkann. Ég er svona 45 mínútur að koma mér fyrir á tjaldstað,“ segir hún hlæj- andi. „Þetta er auðvitað fyrirhöfn en ánægjan er öllu öðru yfirsterk- ari.“ Guðrún hefur staðið í flutning- um og nú getur hún ekki beðið eftir að koma sér vel fyrir í nýju íbúðinni og skreyta í hólf og gólf. „Ég ætla að setja upp fullt af seríum og jólatréð í ár verður risa,“ segir hún og hlær. „Ég hef búið undir súð í mörg ár en nú er ég komin með mikla lofthæð svo tréð mun ná frá gólfi og upp úr.“ Guðrún Árný er söngkona með Dívunum en þær voru einmitt að gefa út jóladisk. „Þetta er „live“- plata, með jólatónleikunum sem við héldum í fyrra, og heitir Frostrósir. Við erum voðalega stoltar af þessum diski, sem kem- ur alveg frá hjartanu.“ edda@frettabladid.is Guðrún Árný Karlsdóttir vill aka um á góðum bíl en hann verður líka að vera flottur. Hún vill hafa gott pláss fyrir farangur. Hekla kynnir í dag og á morgun nýjan bíl frá Audi, fimm dyra Audi Sportback. Framendinn á Audi Sportback er mjög áber- andi og heilsteypt kæligrindin er einkenni sem margir þekkja af hinum 12 strokka Audi A8 og nýja Audi A6 bílnum. „Sportback hefur bestu eigin- leika snaggaralegra sportbíla, fjölhæfni fimm dyra fólksbíla og háþróaðan tæknibúnað auk þess sem hann er einstaklega ná- kvæmur og sprækur í akstri. Hægt er að velja á milli fjögurra bensín- og dísilvéla sem skila allt að 200 hestöflum, framhjóladrifs eða quattro-sídrifs á öllum hjól- um. Bæði vél, drifbúnaður og undirvagn standa undir þeim væntingum sem sportlegt útlit þessa fimm dyra bíls skapar og hann býður einstaka akstursá- nægju í alveg nýjum búningi,“ segir í fréttatilkynningu frá Heklu. ■ Desembertilboð hjá B&L Frí ábyrgðar- og kaskótrygging Frí ábyrgðar- og kaskótrygging og eng- ar afborganir fyrr en 1. apríl á næsta ári er inntakið í sérstöku tilboði sem B&L eru með í desember undir yfir- skriftinni „magnað desembertilboð“. Tilboðið nær til þriggja bíla úr Megane- línunni frá Renault; fimm dyra Mega- ne, fjögurra dyra Megane Saloon og fjölnotabílnum Megane Scenic. Að sögn Heiðars J. Sveinssonar, for- stöðumanns sölusviðs, sýnir reynsla undanfarinna ára að áhugi á bílakaup- um er að aukast í desember. „Við finn- um þó enn að einhverju leyti fyrir þessum hefðbundna samdrætti í að- ventunni, sem er afar skiljanlegur. Við erum jú flest með athyglina við jólin. Með þessu tilboði erum við því að reyna að koma til móts við árstíða- sveifluna, vonandi með áhugaverðum hætti. Við erum jafnframt með smá leik fyrir þá sem koma og reynsluaka einhverjum af þessum þremur bílum. Nöfn þeirra fara sjálfkrafa í pott og munu nokkrir heppnir vinna kr. 10.000 úttekt í Smáralindinni fyrir jólin.“ Renault Megane Audi Sportback Frumkynning hjá Heklu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.