Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 102

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 102
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 8,25 prósent. Starfsmenn ESSO. Í Menntaskólanum á Akureyri. 74 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Hugleikur Dagson hefur vakið verðskuldaða athgli fyrir mynda- sögubækur sínar Elskið okkur og Drepið okkur en bækurnar eru mest seldu myndasögubækurnar í versluninni Nexus sem er öflug- asta myndasöguverslun landsins. Hugleikur hefur nú fylgt vel- gengni bókanna tveggja eftir með Ríðið okkur sem sver sig í ætt við hinar bækurnar og inniheldur sem fyrr kaldhæðnar örmynda- sögur Hugleiks. „Þessi bók er, eins og nafnið bendir kannski til, grófari en fyrri bækurnar. Það er margt ógeðslegt í henni en síðan er líka margt fallegt,“ segir Hugleikur sem hef- ur lagt dag við nótt við að hefta og líma bókina eftir að hún kom úr prentun en hann sér sjálfur um allan frágang á bókum sínum. „Bókin kom út í gær og fyrstu helgina verður hún eingöngu seld í Nexus við Hverfisgötu,“ segir Hugleikur sem ætlar að mæta í Nexus á slaginu 15 í dag til þess að árita bókina. „Hún fer svo líka í sölu í Máli og Menningu, Dogma, Ósóma, Ranimosk, Lakkrísbúð- inni, Iðu, Eymundsson og 12 tón- um. „Það verður svo útgáfupartí í Klink og Bank á laugardagskvöld- ið, svona litlu jól til að fagna út- gáfunni og þar mun hljómsveitin mín, Útburðir, stíga á stokk.“ Hugleikur gerir fastlega ráð fyrir að halda áfram að gefa út myndasögur af þessu tagi en úti- lokar samt ekki róttæka stefnu- breytingu. „Ég er að spá í að gera kannski algerlega ófyndna bók vegna þess að mig grunar að það sé erfiðara að vera ófyndinn.“ Hugleikur telur Ríðið okkur vera fyrirtaks jólagjöf og mælir hiklaust með henni í jólapakkann. „Bækurnar mínar hafa verið mjög vinsælar til jólagjafa og hafa selst eins og heitar lummur fyrir jól. Það ætti samt ekki að gefa börnum þessa og þarf senni- lega ekkert að taka það fram og þessi bók fer örugglega í minna magni til barna út af titlinum.“ Hugleikur staðfestir það fús- lega að nafn bókarinnar falli fólki misvel í geð. „Þessi titill hefur verið svolítið umdeildur meðal vina og ættingja. Það var Gunn- hildur vinkona mín sem missti út úr sér að næsta bók ætti kannski að heita þetta og síðan þá hef ég ekki fundið betra nafn. Hún hefur líklega átt að heita þetta frá upp- hafi.“ thorarinn@frettabladid.is HUGLEIKUR DAGSSON Nýja mynda- sögubókin hans, Ríðið okkur, er komin út. Henni verður dreift víða eftir helgi en sjálfur ætlar hann einnig að selja hana á förnum vegi HUGLEIKUR DAGSSON: HELDUR ÁFRAM AÐ KRYFJA MANNLÍFIÐ MEÐ MYNDASÖGUM Gróf bók er góð gjöf 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 … fær Femínistafélagið fyrir að gefa út jólapóstkort gegn nauðgunum og með því berjast gegn kynbundnu ofbeldi, en jólapóstkortunum dreifðu femínistar á kaffihús og í búðir svo þeir sem þau finna geti sent þau til aðila sem þeir telja að þurfi á boðskap þeirra að halda. HRÓSIÐ Lárétt: 1 fara sér hægt, 5 hvína, 6 ekki, 7 sólguð, 8 fiskislóðir, 9 forma, 10 klaki, 12 for, 13 nem, 15 kyrrð, 16 lengra frá, 18 drykkjurútur. Lóðrétt: 1 tófa, 2 belti, 3 tónn, 4 þránd- heimi, 6 ólyfjan, 8 sjást óljóst, 11 sæti, 14 ílát, 17 málmstykki með skrúfugangi. LAUSN. Lárétt: 1dóla,5ýla,6ei,7ra,8mið,9 móta,10ís,12aur, 13tek,15ró,16utar, 18róni. Lóðrétt: 1dýrbítur, 2óla,3la,4niðarósi,6 eitur, 8móa,11set,14kar, 17ró. SETT EHF HLÍÐASMÁRA 14 201 KÓPAVOGUR SÍMI 534 1400 SETT@SETT.IS VISA OG EURO RAÐGREIÐSLUR Þýsk hágæðavara Sólo Sófar á verði sem á sér enga hliðstæðu ATH. Erum að selja síðustu sófana Vinsælu hægindastólarnir eru að koma aftur 3ja sæta sófi Ljós (beige) og ljós brúnn Ver› kr. 74.900 XL stóll Ljós (beige) og ljós brúnn Ver› kr. 41.800 2ja sæta sófi Ljós (beige) og ljós brúnn Ver› kr. 59.800 Poppfróðasti pöpullinn Fréttablaðið heldur áfram að spyrja poppfróðan pöpul spjörunum úr í tilefni af útgáfu borðspilsins Popppunkts. Blaðamenn bregða sér í hlutverk Felix Bergssonar og Dr. Gunna, höfunda spurninganna, og spyrja tíu spurninga af handahófi úr spilinu. Átta keppendur hófu leik en aðeins einn mun standa uppi sem sigurvegari og hlýtur Popppunkts- spilið í verðlaun. Í fyrstu umferð bar Stefán Máni rit- höfundur sigurorð af kraftakarlinum Hjalta Úrsus og komst þar með í undanúrslit. Í þessari umferð mæt- ast þær Kristín Ómarsdóttir, rithöfundur og Harpa Melsted, fyrirliði Hauka í handbolta. 2. umferð KRISTÍN ÓMARSDÓTTIR Þrátt fyrir að fá aðeins tvö stig var Kristín sátt við árangur sinn HARPA MELSTED Harpa átti í erfiðleik- um með spurningu númer 5 en hafði hana á endanum. 1. (Úlpa) 2. (Pass) 3. (Pass) 4. (Pass) 5. (Pass) 6. (Pass) 7. (Hunang) 8. 9. (Pass) 10. RÉTT/RANGT 1. (Pass) 2. (Pass) 3. (Pass) 4. 5. 6. (12) 7. (Karl Örvarsson) 8. (Pass) 9. 10. (Pass) Kristín Ómarsdóttir Harpa Melsted Harpa sigrar og er komin í undanúrslit.Alls stig2 Alls stig3 ✓ ✓ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✓ ✓ ✓ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ ✗ RÉTT/RANGT Rétt svör: 1. Andlát, 2. Rolling Stones, 3. Korn, 4. Kalli Bjarni, 5. Halla Margrét, 6. 4, 7. Eldfuglinn, 8, Sex Pistols, 9. Birgir, 10. Silja Aðalsteinsdóttir. 1. Hvaða band vann Músíktilraunir 2001? 2. Hvaða band gerði safnplötuna Forty Licks? 3. Með hvaða bandi syngur Jonathan Davis? 4. Hver vann fyrstu Pop-Idol á Íslandi? 5. Hver söng annað Eurovision-lag Íslendinga 6. Hvað voru mörg lög á einu plötu Flowers? 7. Hvað heitir sólóplata Karls Örvarssonar frá 1992 8. Í hvaða bandi söng Johnny Rotten 1976? 9. Hvað heitir trommari Lands og sona? 10. Hver skrifaði ævisögu Bubba? 10 HRAÐASPURNINGAR: Notalegt fyrirbæri Guðlaug: Afskaplega notalegt fyrirbæri en rugla mann soldið í ríminu. Hef til dæmis lent í að daðra við mann á þeim forsend- um að hann væri hommi enda sá hann ekki annan kost í stöðunni en að kynna mig fyrir kærustunni sinni.? Gæjar í göllum Björk: Mér dettur alltaf í hug neðanjarðar- lestir. Ungir huggulegir menn á uppleið í stórborgum sem af félagshæfni hafa fundið leið til að æra bæði karla og konur með óræðum kyn- þokka þannig að reiðin á toppinn verð- ur alltaf greið.....eða kannski eru þetta bara sexý gæjar í app- elsínugulum göllum sem vinna hjá metró- inu... Þolir ekki perra Edda: Bíddu....erum við að tala um menn með metrósex á heil- anum eða svona kyn- lífs...eða menn sem halda að kynlíf sé? Allavega þoli ég ekki perra – mér er alveg sama hvað þeir kalla sig!! Brúnkukrem er off Unnur Ösp: Þegar strákur er farinn að missa sig í útlitspæling- um, ber á sig fínni krem en ég þá er ég ekki spennt. Það er eitt- hvað turn off við það að strákur liti á sér augabrúnirnar. Ég vil hafa þá nett kæru- lausa, úfna á morgnana og rjúka út rétt svo tannburstaðir. En það verður að vera góð lykt af þeim. Það er t.d. eitthvað mjög sexý við kæruleysið, og sjálfsöryggið í Sveppa... hann er mín týpa. Hann er svag. Lítið vöðvabúnt Guðrún: Ég er orðinn svo gömul að ég veit ekki einu sinni hvað metrósexúal þýðir. En ef það er sem mig grunar þá þýðir „metró“ mjög. Svo þegar þeir eru orðnir metró sexý þá eru þeir orðnir meira en mjög sexý. Ég sé fyrir mér eitthvað vöðvabúnt með lítil blá augu, í vöðvasprengdu andliti sem horfa á mig í svo fullkomnu áhugaleysi að mér hryllir við. Ég fer að hugsa: „Hann hefur ábyggilega einhverntímann verið lítill, búttaður strákur sem biður ömmu að segja sér sögu áður en hann fer að sofa.“ Og áður en við er litið er mér farið að þykja vænt um metrósexúal mann.“ | 5STELPUR SPURÐAR | Metrósexúalmenn?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.