Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 20
20 Opnar allar flóðgáttir HAPPDRÆTTISÁLIT EFTA: SPURT OG SVARAÐ Hvað er Sundabraut? Sundabraut er heiti á fyrirhuguðum vegi sem mun liggja frá Sæbraut í Reykjavík yfir Kleppsvík og að Hallsvegi í Grafarvogi. Þar sem Sundabrautin telst til þjóð- vegar í þéttbýli er framkvæmdin sam- starfsverkefni Reykjavíkurborgar og Vegagerðarinnar. Hvers vegna Sundabraut? Hugmyndin með framkvæmdinni er að tryggja betri samgöngur milli norðurbyggða höfuð- borgarsvæðisins og miðborgarsvæðisins ásamt suðurhluta höfuðborgarsvæðis- ins. Einnig er Sundabrautin talin auka umferðaröryggi í borginni til muna. Hvaða valkostir eru í stöðunni og hvað kostar framkvæmdin? Þrír val- kostir hafa verið til skoðunar með mis- munandi útfærslum. Í fyrsta lagi hábrú sem yrði ríflega 50 metra há og kostar um tólf milljarða króna. Skip á leið til Sundahafnar myndu fara undir brúna. Í öðru lagi botngöng sem kosta ríflega 13 milljarða. Í þriðja lagi leið III þar sem lágreist brú inni í Elliðavogi, fyrir innan Sundahöfn, tengir Sæbraut- ina við Gufunes- höfðann. Leið III kostar á bilinu sjö til níu millj- arðar króna eftir því hvaða útfærsla verður fyrir valinu. Vegagerðin hefur lýst því yfir að hún vilji fara leið III. Borgar- yfirvöld hafa ekki gefið formlega upp hvaða leið þau vilja fara en hafa þó litið jákvæðum augum til hábrúarinnar. Er sátt um Sundabrautina í borg- arpólitíkinni? Full sátt er milli fulltrúa R-listans og Sjálf- stæðisflokks að leggja út í fram- kvæmdina. Hins vegar hafa borgar- fulltrúar deilt um það hvenær eigi að fara í framkvæmd- ina. Það olli nokkru fjaðrafoki þegar R- listinn lýsti því yfir að hann hygðist setja Sundabrautina í forgang á kostnað mislægra gatnamóta á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar. Sjálfstæðismenn voru ósáttir við þá ráðstöfun og töldu brýnt að byggja mislægu gatnamótin sem fyrst. Hvaða áhrif hefur Sundabrautin á umhverfið? Þann 22. nóvember síðast- liðinn úrskurðaði Skipulagsstofnun um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdar- innar. Stofnunin telur að að uppfylltum ákveðnum skilyrðum muni brautin ekki hafa umtalsverð umhverfisáhrif í för með sér. Ef skilyrðin verða ekki uppfyllt er hætta á að framkvæmdir vegna Sundabrautar geti haft áhrif á lífríki í Ell- iðavogi, til dæmis laxagengd í Elliðaár. Hvenær á að hefja framkvæmdir? Það er ekki ljóst hvenær framkvæmdir hefj- ast en hugsanlegt er að það verði á næsta ári. Fyrsti áfangi framkvæmdar- innar tekur þrjú til fjögur ár. ■ Tryggja á betri samgöngur og bætt umferðaröryggi FBL GREINING: SUNDABRAUT 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Núverandi stjórnmáladeilur í Úkraínu má rekja til þjóðernis- vakningar í landinu. Landið skipt- ist í tvö ólík héruð: Vestur-Úkra- ínu sem var lengst af hluti af Póllandi og var ekki innlimað í Sovétríkin og Úkraínska sam- bandslýðveldið fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld árið 1945. Austur- hlutinn var innlimaður í Rússland árið 1654. Arnór Hannibalsson, prófessor í heimspeki, segir að það hafi ráð- ið úrslitum um að Rússland gat gerst stórveldi. Arnór stundaði nám í rússneskum og pólskum há- skólum og hefur fylgst með stjórnmálum á svæðinu síðan. Hann segir að fyrir 1654 hafi Rússland verið landlukt ríki sem hafi lagt grunninn að rússneska stórveldinu með því að ná yfirráð- um yfir Úkraínu. Enn í dag séu stórveldisdraumar Rússa bundnir þessu svæði. Þess vegna hafi Vladimir Pútin, forseti Rússlands, stutt Janukovitsj sem nýtur stuðnings rússneskumælandi manna í austurhluta landsins. „Hluti af valdaelítunni í Rússlandi lítur enn á Úkraínu sem suður- hluta Rússlands,“ segir Arnór. „Þeir gera sér grein fyrir því að Rússland geti verið stórveldi, en það er háð Úkraínu. Án hennar eru rússnesk áhrif í Mið-Asíu varla hugsanleg. Hins vegar vilja Úkraínumenn í vesturhlutanum ekki vera stoð undir slíku stór- veldi.“ Vesturhlutinn hefur lengst af tilheyrt Póllandi. Fólk sem býr þar horfir til vesturs og lítur á sig sem Evrópubúa. Í austurhlutan- um býr hins vegar mikill fjöldi Rússa sem var fluttur þangað eftir seinni heimstyrjöld til að vinna í námum og iðnverksmiðj- um. Þeir vilja frekar rækta tengslin við Rússland en Evrópu. Guðmundur Ólafsson hagfræð- ingur stundaði nám í Sovétríkjun- um og þekkir þess vegna vel til þessa heimshluta. Hann segir að Austur-Úkraína hafi verið undir stjórn Rússa í 300 ár og skipulega hafi verið unnið að því að bæla þjóðernisvitund þeirra. Rússa- keisarar hafi bannað úkraínsku og nefnt landið Litla-Rússland. Rúss- neska hafi verið notuð í skólum og á nítjándu öld hefði látið nærri að úkraínska yrði útdauð. Þegar keisaraveldið hrundi hafi Úkraína hins vegar orðið sjálfstætt ríki í tvö ár, frá 1918 til 1920. Rauði herinn innlimaði landið síðan í Rússland og breytti því í lýðveldi innan Sovétríkjanna. Guðmundur segir að í kjölfar þess hafi hörmungar riðið yfir landið. Stalín hafi komið á samyrkjubúum og útrýmt úkra- ínskum landeigendum. Í þeim að- gerðum hafi að minnsta kosti fimm milljónir manna dáið úr hungri og þrjár milljónir í fanga- búðum. Til að styrkja völd stjórn- arinnar í Moskvu yfir Úkraínu hafi Rússar verið fluttir í stórum stíl til landsins og Krímskagi sam- einað því. Landið, eins og það er nú, er því um margt sköpunar- verk kommúnista að mati Guð- mundar. En úkraínska þjóðin missti aldrei sjónar á eigin arfleifð og á síðari árum hefur orðið þjóðernis- vakning meðal hennar. Þessi vakning hefur borist víða, enda má áætla að auk 35 milljóna Úkra- ínumanna sem búa í landinu sjálfu búi um 15 milljónir þeirra í Rúss- landi og um 20 milljónir í Kanada og Bandaríkjunum. Þetta er því um 70 milljóna manna málsam- félag. Eftir fall Sovétríkjanna ákváðu Úkraínumenn í atkvæða- greiðslu að lýsa yfir sjálfstæði. Guðmundur segir að þá hafi komist til valda menn sem höfðu sterk tengsl við glæpaklíkur og nýríka auðmenn, svonefnda ólígarka. Hinn rússneski mælandi Janukovitsj sé afsprengi þessara afla. Hins vegar sé hinn úkra- ínsku mælandi Júsjenko sem nýt- ur stuðnings í vesturhluta lands- ins engu skárri og hann nýti sér þjóðernisrembu til hins ýtrasta. Þarna séu tveir skúrkar að takast á um völdin. ghg@frettabladid.is                     ! "#                         !  " !# $%% & ' ( !#) $%%***+   Eftirlitsstofnun EFTA hefur gefið ríkis- stjórninni þrjá mánuði til að breyta lögum um happ- drætti, þar sem þau stangist nú á við EES-samn- inginn. Svo virðist sem glufa hafi opnast þannig að erlend happdrætti geti sótt um starfsleyfi hér. Hvað segja forráðamenn íslensku flokkahappdrættanna? „Það kemur mjög á óvart. Við höfðum leitað álits EES vegna sérstöðu Happ- drættis Háskóla Íslands, sem eitt happdrætta hefur leyfi til að greiða út í peningum, en vöruflokkahappdrættin SÍBS og DAS ekki. Við höfum talið að þetta sé mismunun og fengið að það sé nú ekki, þetta falli innan ramma EES. Nú allt í einu á að opna allar flóðgáttir fyrir almenn happdrætti.“ Munuð þið bregðast við þessu? „Við verðum bara að mæta þessu. Fyrst er að sjá hvers konar happdrætt- isform það eru sem ætla að reyna að hasla sér völl hér á landi.“ Horfir illa fyrir vöruflokkahapp- drættunum? „Já, ef þau bregðast ekki við með ein- hverjum hætti. Nú sýnist mér forráða- menn þeirra þurfa að setjast niður og velta alvarlega vöngum yfir hvernig þessu verði mætt.“ ■ HÁBRÚ VIÐ SUNDAHÖFN FR ÉT TA B LA Ð IÐ /O N N O GUÐMUNDUR HALLVARÐSSON Í Úkraínu eru tvær þjóðir Úkraína skiptist milli Evrópuþenkjandi landsmanna í vesturhluta landsins annars vegar og íbúa þess í austurhlutanum sem vilja aukið samstarf við Rússa. Deilur milli þessara hópa ná langt aftur. Í KÆNUGARÐI Þúsundir hafa mótmælt niðurstöðum forsetakosninga í landinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.