Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 75
LAUGARDAGUR 4. desember 2004
Akureyri - Strandgata 3, sími 464-4450 • Keflavík-Hafnargata 25, sími 421-3322
Reykjavík-Faxafen 12, sími 533-1550
barnaflíspeysur nú kr. 1.990,-
barnaúlpur nú kr. 3.490 – 3.990,-
barnasnjóbuxur nú kr. 2.990 – 3.990,-
smávara í miklu úrvali
OPIÐ
lau. 4. des. 10 -18
sun. 5. des. 13 -18
Virka daga 10 -18
NÝTT KORTATÍMABIL
frábær tilboð á barnavörum
50% afsláttur
Hvað kostar erfidrykkjan?
Íslendingar hafa fyrir sið að
kveðja hinn látna með erfi-
drykkju að jarðarför lokinni.
Hefðin skapaðist fyrr á tím-
um þegar aðstandendur og
vinir hins látna þurftu að
taka sér langt ferðalag fyrir
hendur til að vera við útför-
ina. Erfidrykkja er jafnan
þungur liður í útgjöldum and-
látsins enda algengast að
jarðarfarargestir séu um 200
talsins og allt upp í 400.
Margir kjósa safnaðarheimili
kirknanna til erfidrykkjanna
en aðrir leigja sal úti í bæ eða
kaupa erfidrykkjuna af hótel-
um og veitingastöðum.
Þegar erfidrykkja fer
fram í safnaðarheimili kirkj-
unnar eru veitingar aðkeypt-
ar af veisluþjónustum. Salar-
leiga í safnaðarheimilum
þjóðkirkjunnar er mishá, en
þannig kostar 150 manna salur í Fella- og Hólakirkju 12.000 krónur
meðan salur af sömu stærð í Háteigskirkju kostar 30.000 krónur. Al-
gengt verð á kaffihlaðborði frá veisluþjónustum er frá 1.100 upp í
1.590 krónur á mann. Veitingastaðir verðleggja erfidrykkjur svipað
og bjóða salina fría, en sem dæmi kostar erfidrykkja á Hótel Borg
krónur 1.375 á mann og Perlan tekur 1.250 krónur fyrir manninn.
Þannig má reikna dæmi um erfidrykkju á Hótel Borg fyrir 200
manns á 275.000 krónur. ■
Legsteinar
Gröf með vel hirtum krossi er falleg og táknræn um stað og tilefni,
en margir kjósa að setja legstein á leiði ástvina sinna. Vinsælast er
íslenskt stuðlaberg, blágrýti,
líbarít og gabbró, en einnig
innfluttur marmari og granít.
Legsteina má ekki setja ofan
á gröf fyrr en ári eftir jarðar-
för. Jarðvegur þarf að fá að
síga því annars er hætta á að
legsteinn halli eða falli um
sjálfan sig. Algengt verð á
legsteinum er frá 100 til 160
þúsund krónum. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M