Fréttablaðið - 10.12.2004, Page 29

Fréttablaðið - 10.12.2004, Page 29
Fu llt n af n: H ei m ili sf an g: Pó stn úm er : Sv ei ta rfé la g: Sí m i: D æ m i u m n ýj un g frá O sta - o g sm jö rs öl un ni á á rin u 20 04 : 29FÖSTUDAGUR 10. desember 2004 Jóhann Sigurjónsson Ofveiðin hélt áfram í áratug „Þótt menn tali um að það hafi ávallt verið farið eftir tillögum okkar er það ekki allskostar rétt, stjórnvöld náðu ekki að halda aflanum innan þeirra marka sem lagt var til, enda var boðið upp á tvöfalt kerfi lengst af,“ segir Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, um árin eftir að kvótakerfið var sett á. Það fylgja kostir og gallar bæði afla- marks- og sóknarmarkskerfi, minnir Jóhann á. „En þegar öllu er á botn- inn hvolft er markmið þeirra það sama, að takmarka aðgang að tak- markaðri auðlind. Útfærsla fiskveiði- stjórnunarinnar er pólitísk; Hafrann- sóknastofnun setur ákveðin mark- mið en stjórnvöld ákveða hvernig reynt skuli að ná þeim. Nú vill svo til að það er aflamarkskerfi og þá leggjum við til hámarksafla. Ef það væri sóknarmark legðum við til ákveðinn fjölda sóknardaga.“ Í sóknarmarkskerfi er byrjað á því að meta hversu mikinn afla má veiða. „Í kjölfarið mælum við afkastagetu flotans og áætlum hversu marga daga það taki hann að veiða þetta magn. Útgerðir eiga hins vegar til að reyna að hámarka afkastagetu bát- anna með tækjakaupum og slíku, sem gerir það að verkum að for- sendurnar eru breytilegar á milli ára. Það hefur sýnt sig að það er erfitt að meta afkastagestu flotans frá ári til árs. Í ljósi tækniframfara í fisk- veiðum er óhjákvæmilegt að sókn- armarkið minnki árlega um nokkur prósent og það er nokkuð sem stjórnvöld verða að horfast í augu við.“ Jóhann segir að í aflamarkskerfi sé væntanlega minni hvati til offjárfest- inga og ekki jafn mikil þörf á að meta sóknargetu flotans á milli ára. „Þar eru þó hugsanlegir fylgikvillar, til dæmis brottkast undir vissum kringumstæðum, en það er þó líka hægt að koma auga á hvata til brottkasts í sóknarmarkskerfi.“ Þó svo að kvótakerfið hafi verið sett á 1984 hefur ekki verið „hreint“ afla- markskerfi hér þar til nýlega. „Kerfið hefur smám saman verið að þéttast og með aflareglunni sem komið var á 1995 sköpuðust nýjar forsendur fyrir langtímanýtingu. Aflareglan er fyrst og fremst leið til að reikna út aflamarkið en kostir hennar eru að þetta er langtímastefna og það þarf ekki að hringla í kerfinu á hverju ári, sem er mikilvægt bæði fyrir atvinnu- greinina og stjórnvöld.“ Arthur Bogason Smábátaútgerð mun aldrei leggjast af „Breytingarnar í smábátaútgerð eftir að kvótakerfið kom til sögunnar eru ótrúlegar,“ segir Arthur Bogason, for- maður Félags smábátaeigenda. „Fram að því var smábátaútgerð frjáls en um leið og menn áttuðu sig á að það stóð til að loka kerfinu ruku menn til að smíða sér báta og þeim fjölgaði stjórnlaust til ársins 1991.“ Arthur segir að Félag smábátaeig- enda hafi þegar árið 1986 lagt til að stjórnvöld settu skorður við fjölgun smábáta og úreldingarreglur, en því hafi ekki verið sinnt. „Þegar það var loksins tekið fyrir fjölgun smábát- anna fækkaði þeim ískyggilega, en það voru yfirleitt gamlir og hæg- gengir bátar sem gamlir menn gerðu út. Í dag samanstendur smá- bátaflotinn af 1.100 tæknivæddum og hraðskreiðum bátum og meðal- aldur þeirra sem gera þá út er sá lægsti í sjómannastéttinni. Það er náttúrlega frábær breyting.“ Arthur játar að undangengin ár hafi smábátaútgerð verið settar ýmsar skorður sem geri nýliðun erfiðari en ella en telur ekki að það muni valda hnignun útgerðarinnar. „Það sem kemur á óvart er að nýliðun á sér ennþá stað þrátt fyrir auknar skorð- ur. Endalokum smábátaútgerðar hefur lengi verið spáð en það hefur ekki gengið betur eftir en svo að út- gerðin hefur aldrei verið öflugri. Þegar ársreikningar eru skoðaðir eru smábátarnir oftar en ekki með bestu útkomuna þrátt fyrir að margir rói aðeins hluta ársins á meðan stærri fyrirtæki liggja yfir því dag og nótt að græða peninga.“ Þróun í smábátaútgerð allra síðustu ár hefur þó ekki verið heillvænleg að mati Arthurs og hann telur að það þurfi að skapa almennari sátt um kerfið. „Stjórnvöld eru allt of upptekin við að hafa stjórnunar- hnapp á öllum sjávarútvegnum. Það væri miklu heilbrigðara og eðlilegra að hafa ákveðið frjálsræði í smá- bátaútgerð við hlið kvótakerfisins. Það myndi til dæmis skapa góðan gagnagrunn fyrir Hafrannsóknastofn- un um aflasamsetningu á milli ára, auk þess að það er minni hvati til að henda fiski ef það ríkir ákveðið frjálsræði.“ Mörgum þykir brottkast svartasti blettur kvótakerfisins og óhjákvæmi- legur fylgikvilli þess. Í skýrslu sem Auðlindanefnd vann fyrir forsætis- ráðuneytið árið 2000 kemur fram að meiri líkur séu á brottkasti í afla- markskerfi en öðrum kerfum því þar sem hagræn sjónarmið ráði ríkjum svari það trúlega ekki kostnaði að koma með allan fisk sem veiðist í land. Enginn neitar því að brottkast tíðkist, en erfitt er að mæla hversu umfangsmikið það er. Greinir menn stórkostlega á um stærð vandamáls- ins. Kannanir benda þó til að brott- kast hafi minnkað í seinni tíð. Skiptar skoðanir um umfang brottkastsins Heimild: Auðlindaskýrsla forsætisráðuneytis árið 2000 og Fiskistofu. FJÖLDI FISKISKIPA Á ÍSLANDI FRÉTTAB LAÐ IÐ /G VA AFLAÐ OG ATHUGAÐ Um leið og slægt er um borð í smábáti á Faxaflóa rannsakar Hafrannsóknastofnunin ástand hafs og fisks á Dröfn. 28-29 (360°) 9.12.2004 14.19 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.