Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 2

Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 2
2 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR Lítið fé sett í nýstofnuð fyrirtæki á Íslandi: Í þriðja sinn á toppi frumkvöðlalista RANNSÓKN Þriðja árið í röð er Ísland með hæsta hlutfall frumkvöðla- starfsemi af þeim Evrópulöndum sem taka þátt í alþjóðlegri rann- sókn, þeirri viðamestu sem gerð er á frumkvöðlastarfsemi. Rögnvaldur J. Sæmundsson, for- stöðumaður hjá Rannsóknarmið- stöð Háskólans í Reykjavík, segir að hátt hlutfall Íslendinga telji sig hafa hæfileika og sjái tækifæri til að stofna fyrirtæki. Á því séu engar augljósar skýringar. Rögnvaldur segir ástæðu til þess að hafa áhyggjur af aðstæðum til stofnunar nýsköpunarfyrirtækja sem byggi á nýrri tækni- og vís- indaþekkingu. „Það er vegna þess að svokallað- ir áhættufjárfestar, sem eru velefn- aðir einstaklingar eða framtaks- fjárfestingarfyrirtæki, hafa veru- lega dregið saman seglin undanfar- ið og eru nánast ekki til staðar,“ segir Rögnvaldur: „Auk þess sýna gögnin úr rannsókninni að fjárfest- ingar á hvert fyrirtæki eru með því lægsta sem gerist. Þó að margir fjárfesti í nýjum fyrirtækjum er um mjög lágar upphæðir að ræða og þegar kemur að nýsköpunar- fyrirtækjum er fjármagnsþörfin meiri.“ Niðurstaða rannsóknarinnar GEM sýnir að í öllum þátttökulönd- unum eru karlar líklegri til að stofna fyrirtæki en konur. - gag Dæmdur í 45 daga fangelsi: Frakki framvísaði fölsuðu vegabréfi DÓMSMÁL Tvítugur Frakki var í Héraðsdómi Reykjaness dæmd- ur í 45 daga fangelsi fyrir að framvísa fölsuðu vegabréfi við komu til landsins á aðfangadag. Vegabréfið var falsað frá grunni, sem þykir sjaldséð. Maðurinn, sem er franskur ríkisborgari og með dvalarleyfi í Danmörku, þóttist vera frá Gíneu og sótti um hæli hér á landi en móðir hans er frá Gíneu. Ákæruvaldið telur mann- inn hafa framvísað falsaða vegabréfinu í þeim tilgangi að kanna hvort landamæraeftirlitið myndi uppgötva að það væri falsað. Þar sem maðurinn hefur franskt vegabréf og dvalarleyfi í Danmörku á ekki að vera nokk- urt mál fyrir hann að komast til Íslands á eigin vegabréfi. Sækjandi málsins segist telja að maðurinn hafi verið að prufu- keyra vegabréfsframleiðslu skipulagðrar glæpastarfsemi. Hann segir ljóst að vegabréfin séu gerð í fullkomnum tækjum. Maðurinn segir annan mann í Danmörku hafa beðið sig að framvísa vegabréfinu. - hrs Telja að ríkið hafi gefið grænt ljós Undirbúningur byggingar nýs hátæknisjúkrahúss á Landspítalasvæðinu er hafinn af fullum krafti. Formaður uppbyggingarnefndar lítur svo á að ríkið hafi gefið grænt ljós með lóðasamningum við Reykjavíkurborg og heimild til undirbúningsvinnu. HEILBRIGÐISMÁL Formaður nefnd- ar um uppbyggingu Landspítala – háskólasjúkrahúss, Ragnheið- ur Haraldsdóttir, kveðst líta svo á að ríkið hafi gefið grænt ljós á byggingu nýs hátæknisjúkra- húss með því að heimila hönnun- arsamkeppni 18. janúar og að tekin verði næstu skref til und- irbúnings að byggingunni. „Það er ekki búið að taka ákvörðun um fjármögnun alls verkefnisins,“ sagði hún. „Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra hefur litið þannig á að fjármögnun hvers verkþáttar muni fara eftir efnahagslegum aðstæðum á hverjum tíma. Að undanförnu hefur verið rætt um að nota andvirði af sölu ríkis- eigna. Það hefur einnig verið rætt um einkaframkvæmd. Við vitum að það er áhugi hjá ýms- um verktakafyrirtækjum að koma að þessu verki. Við vitum jafnframt að við höfum burði til þess því við höfum reist mikil mannvirki á skömmum tíma.“ Spurð hvort ekki væri glannalegt að fara út í frum- hönnunarsamkeppni upp á 25 milljónir og ýmsan annan undir- búning fyrir miklar fjárhæðir án þess að loforð um fjármagn væri í hendi kvað Ragnheiður svo ekki vera. „Ég lít svo á að með ákvörðun um samninginn við Reykjavík- urborg á sínum tíma um lóð und- ir nýjan spítala, um staðsetn- ingu og ákvörðun um hönnunar- samkeppni sé vilji ríkisins kom- inn fram. Við munum fara í hönnunar- samkeppnina og áframhaldandi undirbúning af fullum krafti. Við hófumst strax handa við það. En ég vil halda því til haga að ekki liggur fyrir ákvörðun um heildarfjármögnun verksins.“ - jss Samfylkingin: Vill aflétta trúnaði STJÓRNMÁL Þingflokkur Samfylking- arinnar fer fram á að trúnaði verði aflétt af fundargerðum utanríkis- málanefndar og ríkisstjórnarinnar þar sem fjallað var um aðdraganda ákvörðunarinnar um stuðning Ís- lands við innrásina í Írak. Þingflokkur Samfylkingarinnar telur mikilvægt að allur vafi verði tekinn af um það hvernig ákvörðun- in um stuðning Íslands við innrásina í Írak var tekin þar sem fulltrúar stjórnarflokkanna hafi orðið marg- saga í málinu. Ríkir almannahags- munir hnígi að því að viðkomandi fundargerðir verði gerðar opinber- ar. - th Viðurkenning: Þjóðlagahátíð á Sigló efld MENNING Þjóðlagahátíðin á Siglu- firði hlaut Eyrarrósina. Hún er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggð- inni. Dorrit Moussaieff forsetafrú afhenti verðlaunin á Bessastöðum í gær. Í umsögn á vef Listahátíðar Reykjavíkur segir að Þjóðlagahátíð- in sé einstaklega metnaðarfull og hafi á örfáum árum náð að stuðla að varðveislu og nýsköpun í íslenskri þjóðlagatónlist. Listahátíð í Reykjavík, Byggða- stofnun og Flugfélag Íslands standa að viðurkenningunni. - gag Tvöfaldir Vildarpunktar Tvöfaldir * * T vö fal dir Vil da rp un kt ar til 11 . f eb rú ar hv or t s em þ ú g re ið ir m eð p en in g u m eð a V ild ar ko rt i. Veltupunktar til viðbótar Auk tvöfaldra punkta fá Vildarkortshafar Visa og Icelandair alltaf veltupunkta aukalega. 14 stöðvar SPURNING DAGSINS Björgólfur, er þá bara ein erfið viðureign eftir? Nei, keppnin við Versló verður eins og hver önnur keppni. Björgólfur Guðni Björnsson er í Gettu betur-liði Borgarholtsskóla. Liðið sló MR úr keppninni á miðvikudag. Tap MR-inga kemur í veg fyrir að þeir haldi í fjórðungsúrslit eins og þeir hafa gert frá 1991. Í fyrra tapaði Borgarholtsskóli fyrir Verzlun- arskóla Íslands í úrslitum og stefnir liðið á að láta það ekki endurtaka sig. ■ ÍRAK Akureyrarbær: Braut jafn- réttislög DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Norðurlands eystra um að Akureyrarbær hefði brotið jafnréttislög. Brotið snýr að því að konu var mismunað í launa- kjörum á grundvelli kynferðis. Konan höfðaði málið árið 2002 þar sem hún fékk lægri laun en karlmaður sem var deildartækni- fræðingur hjá bænum. Samkvæmt starfsmati voru störfin sambærileg. Í fyrra dæmdi héraðsdómur kon- unni 3,7 milljónir króna í skaðabæt- ur með dráttarvöxtum sem reiknast frá febrúarmánuði árið 2002. Hæstiréttur staðfesti þann dóm en klofnaði í afstöðu sinni. - th Ástæðan óljós: Ók á lögreglu og sýknaður DÓMSMÁL Maður sem var ákærður fyrir að aka á lögreglumenn við Lyfju í Lágmúla í Reykjavík var sýknaður í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær. Vafi lék á hvort maðurinn hefði ekið bílnum á lögreglumenn- ina af ásetningi. Maðurinn kom inn í apótekið eftir að sambýliskona hans hafði játað þjófnað í versluninni. Til orðaskipta kom milli hans og lög- reglu og var hann leiddur út. Starfs- menn gátu ekki greint frá því hvað fólkinu fór á milli. Lögreglan tók sér stöðu fyrir framan bifreiðina. Maðurinn ber að hann hafi sett sjálfskiptan bílinn í rangan gír. - gag VEGABRÉF Frakkinn framvísaði belgísku vegabréfi þrátt fyrir að komast til landsins á sínu eigin vegabréfi. LANDSPÍTALI – HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Tölvumyndin af Landspítalasvæðinu sýnir hugmyndir um nýbyggingar þar. Þess skal getið að ekki er um endanlega útfærslu að ræða. AFHENDING EYRARRÓSARINNAR Dorrit Moussaieff afhendir Gunnsteini Ólafssyni, listrænum stjórnanda Þjóðlaga- hátíðarinnar, 1,5 milljónir króna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI Tvímenningar úr Landssímamálinu: Ákærðir fyrir skattsvik LÖGREGLUMÁL Kristján Ragnar Kristjánsson og Árni Þór Vigfússon hafa, ásamt þremur öðrum mönn- um, verið ákærðir fyrir skattalaga- brot í tengslum við rekstur fyrir- tækja sem þeir áttu. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í gærkvöld. Málið snýst um vanskil á 56 milljónum króna í vörslusköttum, virðisaukaskatti og staðgreiðslu vegna fimm fyrirtækja. Á síðasta ári dæmdi Héraðsdómur Reykja- víkur tvímenningana í tveggja ára fangelsi í Landssímamálinu svo- kallaða. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar. - th RÖGNVALDUR J. SÆMUNDSSON Segir engar augljósar skýringar á því hvers vegna Íslendingar telji sig hafa hæfni til að stofna fyrirtæki umfram aðra. UPPTAKA FRÁ AL-ZARQAWI Hryðjuverkaforinginn Abu Musab al-Zarqawi sendi frá sér hljóðupptöku á netinu í gær. Á upptökunni hvetur al-Zarqawi uppreisnarmenn til dáða í barátt- unni gegn bandaríska hernum og lofar því að sigur muni hafast.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.