Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 4
KAUP
Gengisvísitala krónunnar
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
USD
GBP
EUR
DKK
NOK
SEK
JPY
XDR
62,61 62,91
116,90 117,46
81,08 81,54
10,90 10,96
9,92 9,98
8,98 9,03
0,61 0,61
94,90 95,46
GENGI GJALDMIÐLA 20.01.2005
GENGIÐ
Heimild: Seðlabanki Íslands
SALA
111,82 +0,26%
4 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
Álþynnuverksmiðja:
Akureyri enn í myndinni
STÓRIÐJA Líkur á að álþynnuverk-
smiðja verði reist við Akureyri
hafa aukist eftir að ítalska fyrir-
tækið Becromal tilkynnti að Ak-
ureyri væri annar tveggja staða í
heiminum sem enn væri verið að
skoða. Að sögn Magnúsar Ás-
geirssonar, framkvæmdastjóra
Atvinnuþróunarfélags Eyja-
fjarðar, hafa Ítalirnir ekki viljað
gefa upp hver hinn staðurinn er
en að líkindum er hann þar sem
ódýra orku er að fá. Verði Akur-
eyri fyrir valinu er einkum horft
til lóðar á Rangárvöllum, sunnan
við Norðurorku, en Magnús seg-
ir að aðrir kostir séu einnig í
stöðunni.
Becromal er alþjóðlegt fjöl-
skyldufyrirtæki og komu fulltrú-
ar þess til Akureyrar síðastliðið
haust til að skoða aðstæður fyrir
álþynnuverksmiðju. „Í fyrstu
komu fimm lönd til greina og er
ég sæmilega bjartsýnn eftir að
þeim hefur fækkað í tvö. Verði
Akureyri fyrir valinu verður það
mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í
Eyjafirði en um 100 manns munu
starfa í verksmiðjunni. Stór hluti
þeirra starfa verður hátækni-
störf sem kalla á sérhæfða
menntun,“ sagði Magnús. - kk
Sniffuðu kókaín af
salernisvaskinum
Lögreglan og veitingahúsaeigendur virðast sammála um að neysla fíkniefna sé
stór hluti af skemmtanalífinu. Viðmælanda blaðsins brá í brún þegar hann
kom að jakkafataklæddum mönnum sniffa kókaín á salerni veitingastaðar.
FÍKNIEFNI Nokkrir veitingahúsa-
eigendur sem Fréttablaðið ræddi
við segja að ekki fari á milli mála
að talsvert mikið sé notað af
kókaíni samhliða skemmtana-
haldi í miðborg Reykjavíkur.
Fréttablaðið ræddi einnig við
mann sem nýlega fór út að
skemmta sér og var heldur
brugðið þegar hann fór inn á sal-
erni ónefnds skemmtistaðar í
miðborginni þar sem jakkafata-
klæddir menn sniffuðu kókaín af
vaskborði fyrir allra augum.
Fyrir nokkrum árum hefðu
langflestir landsmenn staðið sam-
an og með lögregl-
unni og talið fíkni-
efnaneyslu vera
vandamál, að sögn
Harðar Jóhannes-
sonar yfirlögreglu-
þjóns í Reykjavík.
Nú sé neyslan orðin
hluti af skemmtana-
mynstrinu. Einn
veitingahúseigand-
inn sagði því miður greinilegt að
neysla kókaíns væri nokkuð stórt
vandamál sem virtist fara vaxandi.
Ungu fólki sem rétt hefur aldur til
að fara inn á skemmtistaðina fynd-
ist sjálfsagt mál að kókaín væri
hluti af skemmtanalífinu. Hann
segist nokkuð oft heyra sögur af
samkvæmum sem fólk hafi verið í
áður en haldið var af stað í miðbæ-
inn þar sem nóg hafi verið af kóka-
íni. Annar maður sem rekur
skemmtistað segir kókaínneysluna
virðast vera svo sjálfsagða í aug-
um margra þeirra sem neyta kóka-
ínsins að þeir fari ekki einu sinni
leynt með neysluna. Á að minnsta
kosti einum skemmtistaðanna hef-
ur verið sett upp gæsla við salern-
in til að reyna að sporna við því að
fíkniefnanna sé neytt inni á veit-
ingastaðnum.
Þeir sem blaðið ræddi við voru
sammála um að margt hafi breyst
með lengri opnunartíma
skemmtistaðanna. Fáir geti hald-
ið út að skemmta sér frá kvöld-
mat og fram á rauðan morgun,
kvöld eftir kvöld og helgi eftir
helgi án hjálpar örvandi efna.
Á nokkrum skemmtistöðum
hefur verið tekið upp á því að
selja vatnsglös þar sem sala
áfengis hefur minnkað í kjölfar
neyslu annarra vímuefna. Aðrir
staðir selja ekki vatnsglösin og
merkja ekki lakari sölu áfengis
þrátt fyrir að vart hafi verið við
neyslu kókaíns og annarra
örvandi efna inni á stöðunum.
hrs@frettabladid.is
Hamfarasvæðið í Asíu:
Enginn
hungurdauði
BANDA ACEH, AP Enginn þeirra sem
lifðu af hamfarirnar við Indlands-
haf fyrir tæpum mánuði mun
deyja af völdum hungurs, fullyrð-
ir Tony Banbury, yfirmaður mat-
vælaaðstoðar Sameinuðu þjóð-
anna. „Við munum koma mat til
allra þeirra sem þess þarfnast,“
sagði hann eftir heimsókn í þorp á
vesturströnd Indónesíu.
Banbury segir að hjálpar-
starfsmenn hafi þurft að yfirstíga
mikla erfiðleika til að koma mat-
vælum til þurfandi fólks. Hann
segir helsta verkefni matvælaað-
stoðarinnar að koma fjölbreyttari
mat til fólks, en margir hafa þurft
að lifa á hrísgrjónum og núðlum
svo vikum skiptir. ■
■
Einn veitinga-
húseigandinn
sagði því miður
greinilegt að
neysla kókaíns
væri nokkuð
stórt vandamál
og virtist fara
vaxandi.
Umferðarslys:
Þrír rákust
saman
ÁREKSTUR Einn bíll gjöreyðilagðist
og tveir skemmdust mikið í þriggja
bíla árekstri í Fagradal í Suður-
Múlasýslu um sjöleytið á miðviku-
dagskvöld.
Að sögn lögreglunnar á Eski-
firði óku tveir jeppar og ein fólks-
bifreið í röð eftir veginum í Fagra-
dal og óku aftan á hvern annan með
fyrrgreindum afleiðingum. Einn
var í hverjum bíl en allir sluppu
þeir ómeiddir þó einn bíll hafi gjör-
eyðilagst við áreksturinn. ■
NEYSLA KÓKAÍNS
Kókaíns er neytt inni á skemmtistöðunum og virðast sumir neytendanna ekki einu sinni
fara leynt með neysluna.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/H
AR
I
Akureyrarbær:
Gjaldskrár-
lækkun
BÆJARMÁL Bæjaryfirvöld á Akur-
eyri hafa ákveðið að lækka vatns-
gjald á fasteignir um tæp sex pró-
sent og holræsagjald um tæp fimm
prósent. Þá hefur verið ákveðið að
hámarksafsláttur af fasteigna-
skatti til efnalítilla elli- og örorku-
lífeyrisþega verði hækkaður í 40
þúsund krónur í ár en afslátturinn
var 30 þúsund í fyrra.
Dan Jens Brynjarsson, sviðs-
stjóri stjórnsýslusviðs Akureyrar-
bæjar, segir að gjaldskrárlækkun-
in og aukinn afsláttur eigi að vega
á móti hækkun fasteignamats um
áramótin en fasteignamatið hækk-
aði þá um 13% á Akureyri. - kk
ÓSAMIÐ Í JÁRNBLENDINU Farið er
að reyna á þolinmæði Verkalýðs-
félags Akraness vegna þess
hversu erfiðlega gengur að semja
um kjör starfsmanna Íslenska
járnblendifélagsins við eigendur.
Ríkissáttasemjari hefur boðað til
fundar 25. janúar og segir á vef
verkalýðsfélagsins að þá verði að
gera heiðarlega tilraun til að klára
kjaraviðræðurnar.
■ KJARAMÁL
Ísraelsher:
Skutu dreng
JENIN, AP Þrettán ára drengur var
skotinn til bana af ísraelskum her-
mönnum á Vesturbakkanum í gær
eftir að hann beindi leikfanga-
byssu að þeim.
Ættingjar drengsins segja að
hann hafi ásamt öðrum börnum
gert gys og kastað grjótum að her-
mönnunum og beint heimagerðri
leikfangabyssu að þeim þegar
hermaður skaut hann. Drengur-
inn var úrskurðaður látinn á
sjúkrahúsi skömmu síðar. Tals-
menn Ísraelshers segja að mikill
mannfjöldi hafi safnast saman á
svæðinu og látið ófriðlega og að
hermaðurinn sem skaut hafi talið
sig í hættu þegar drengurinn
beindi byssunni að honum. ■
Öryrkjabandalagið:
Nýr formað-
ur kjörinn
FÉLAGSSAMTÖK Emil Thoroddsen
tók við formennsku í Öryrkja-
bandalagi Íslands í gær en Garðar
Sverrisson lét af formennsku af
h e i l s u f a r s á -
stæðum.
Emil var
áður varafor-
maður Ör-
y r k j a b a n d a -
lagsins og hef-
ur einnig verið
framkvæmda-
stjóri Gigtar-
félags Íslands
síðan 1994. Hann tók sæti í aðal-
stjórn Öryrkjabandalagsins sama
ár og var kosinn í framkvæmda-
stjórn þess árið 1999. Hann varð
varaformaður ári seinna og hefur
gegnt þeirri stöðu þar til nú.
Garðar Sverrisson tók fyrst
sæti í aðalstjórn Öryrkjabanda-
lagsins árið 1996, var kjörinn
varaformaður þess árið 1997 og
formaður árið 1999. ■
EMIL THÓRODDSEN
MAGNÚS ÁSGEIRSSON
Næsta skref er að skrifað verði undir vilja-
yfirlýsingu til að tryggja trúnað á milli
Becromal og íslenskra viðsemjenda.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/K
K