Fréttablaðið - 21.01.2005, Side 48
28 21. janúar 2005 FÖSTUDAGUR
Við hrósum...
... kvennaliði KR í körfunni og kvennaliði Fram í
handboltanum. Bæði lið hafa átt erfitt uppdráttar í vetur
en sýndu á miðvikudaginn að þau eru ekki dauð úr öllum
æðum. Framstúlkur unnu Stjörnuna óvænt en KR-liðið
vann sinn fyrsta leik á tímabilinu gegn Njarðvík.sport@frettabladid.is
LEIKIR GÆRDAGSINS
Intetsportdeild karla í körfu
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
19 20 21 22 23 24 25
Laugardagur
JANÚAR
Vissir þú...
... að íslenska landsliðið í fótbolta hefur fallið um 38 sæti á undanförnum átta
mánuðum á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Íslenska liðið ber
höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir í hrapi á listanum enda var gengi liðsins á
síðasta ári skelfilegt. Aðeins einn sigur leit dagsins ljós í níu leikjum.
FÓTBOLTI Sjúkrasaga knattspyrnu-
mannsins Hauks Inga Guðnason-
ar er í meira lagi sorgleg. Hann
sleit krossband í hné 2. apríl á síð-
asta ári, lagðist undir hnífinn 14.
maí og missti þar af leiðandi af
öllu síðasta tímabili. Undir lok
ársins kom síðan í ljós að mistök
höfðu verið gerð í aðgerðinni.
Krossbandið hafði verið fest vit-
laust og því varð að skera Hauk
Inga upp aftur. Hann lagðist því
undir hnífinn á nýjan leik 16. des-
ember og fyrir vikið getur hann
ekki leikið knattspyrnu í heilt ár.
„Ástæðan fyrir þessari löngu
hvíld er sú að ég fer í tvær að-
gerðir með skömmu millibili og
svo voru smá aukaskemmdir í
hnénu út af mistökunum í fyrri
aðgerðinni,“ sagði Haukur Ingi í
samtali við Fréttablaðið í gær.
Læknirinn sem skar hann upp í
maí hefur játað mistök sín og
Haukur hefur fengið staðfestingu
á því að mistökin hafi átt sér stað.
Þótt Haukur Ingi sé leiður yfir því
að missa af tveim tímabilum hef-
ur hann engan áhuga á því að fara
í hart við lækninn.
„Auðvitað er ég hundfúll enda
vilja knattspyrnumenn spila en
ekki horfa á leikina ofan úr stúku.
Ég vil samt ekkert gera stórmál
úr þessu og ég trúi ekki öðru en að
hægt sé að leysa þetta mál í bróð-
erni,“ sagði Haukur Ingi, sem ber
engan kala til læknisins sem gerði
fyrri aðgerðina.
„Það eru allir mannlegir og
gera sín mistök. Ég veit vel að
hann gerði þetta ekki viljandi. Það
er ekkert við þessu að gera og ég
tek hatt minn ofan fyrir honum að
játa mistök sín. Ég hef fulla trú á
því að við munum leysa þetta mál
heiðarlega og á sanngjörnum nót-
um.“
Haukur Ingi og félag hans,
Fylkir, telja sig eiga rétt á skaða-
bótum en ekki liggur fyrir hversu
miklar bætur verður farið fram á
enda hefur sú vinna ekki verið
hafin.
Mál Hauks Inga er fyrir
margra hluta sakir mjög athyglis-
vert enda mun niðurstaðan í því
vafalítið hafa fordæmisgildi. Hún
mun hreinlega skera úr um það
hvaða rétt íþróttamenn hafa sem
verða fyrir læknamistökum.
henry@frettabladid.is
UTAN VALLAR Haukur Ingi Guðnason sést hér brosmildur á hliðarlínunni ásamt Sævari
Þór Gíslasyni. Haukur mun ekkert leika með Fylki annað sumarið í röð.
Fréttablaðið/Hari
Læknirinn játaði mistök
í aðgerð á Hauki Inga
Haukur Ingi Guðnason ber engan kala til læknisins sem gerði mistök í aðgerð
á honum í maí. Hann segist ekki hafa áhuga á að fara í hart og vill leysa málið
í bróðerni.
■ ■ LEIKIR
19.15 Grindavík og Skallagrímur
mætast í Grindavík í Intersport-
deildinni í körfuknattleik.
■ ■ SJÓNVARP
16.20 Körfuboltakvöld á Rúv.
17.45 Olíssport á Sýn. Fjallað um
helstu íþróttaviðburði heima og
erlendis.
18.00 Upphitun á Skjá einum.
Spáð í leiki helgarinnar í enska
boltanum.
19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.
19.30 Motorworld á Sýn. Allt það
nýjasta í heimi akstursíþrótta.
20.00 World Supercross á Sýn.
Sýnt frá heimsmeistaramótinu í
Supercross.
21.00 World Series of Poker á
Sýn. Slyngustu pókerspilarar heims
leika listir sínar.
Sven-Göran Eriksson, þjálfarienska landsliðsins í knattspyrnu,
blæs á gagnrýnina sem David
Beckham hefur
hlotið hjá Real Ma-
drid. „Ég er engan
veginn sammála því
að hann hafi ekki
staðið fyrir sínu,“
sagði Eriksson.
„David hefur leikið
ágætlega á Spáni,
hann er fyrirliðinn okkar og á því
verður engin breyting.“ Uppi voru
vangaveltur um að staða Beckhams
í landsliðinu væri í hættu vegna
Shaun Wright-Phillips en Eriksson
fullyrti að Beckham myndi leika
sína vanalegu stöðu þegar Englend-
ingar leika gegn Hollendingum í
næsta mánuði. Þetta eru góðar
fréttir fyrir Beckham sem hefur átt
töluvert undir högg að sækja á
Spáni á þessu tímabili.
Phoenix Suns tapaði fimmta leiksínum í röð í NBA-körfuboltan-
um í fyrrinótt þegar
liðið tók á móti
Memphis Grizzlies.
Lokatölur urðu 88-
79 og var Bonzi
Wells stigahæstur í
liði gestanna með
16 stig og tók 9 frá-
köst. Steve Nash,
aðalleikstjórnandi
Suns, hefur ekki getað leikið með
liðinu í síðustu þremur leikjum
vegna meiðsla í baki. Mike Fratello,
þjálfari Grizzlies, sýndi Suns fullan
skilning á fjarveru Nash. „Ef þú
missir stjörnuleikmann á borð við
Steve geturðu ekki búist við að
leika eins og liðið gerir best,“ sagði
Fratello.
Meiðsli Nicky Butt hjá Newcastletóku sig upp að nýju á æfingu í
fyrradag. Butt, sem hefur misst af
síðustu 11 leikjum liðsins, hneig
niður á æfingu og gæti þurft að
hvíla sig næstu
mánuði til að ná
sér að fullu. Að
sögn Graeme Sou-
ness, knattspyrnu-
stjóra Newcastle, er
áfallið mikið fyrir
Butt og liðið í heild.
„Hann er náttúrlega
gríðarlega svekktur eftir að hafa ver-
ið hársbreidd frá því að snúa til
baka á völlinn,“ sagði Souness. Butt
mun hitta sérfræðing í næstu viku
til að rannsaka meiðslin til hlítar.
LeBron James hjá ClevelandCavaliers í NBA-körfuboltanum
setti met í leik gegn Portland Trail-
blazers í fyrrinótt þegar hann varð
yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til
að ná sér í þre-
falda tvennu.
James, sem er
nýorðinn tvítug-
ur, skoraði 27
stig, tók 11 frá-
köst og gaf 10
stoðsendingar.
Hann hirti þar
með metið af
Lamar Odom
hjá Los Angeles
Lakers. „LeBron
gæti náð sér í
þrefalda tvennu á hverju kvöld en
hann er ekki í boltanum til þess og
fær stórt prik í kladdann fyrir það
hugarfar,“ sagði Jeff McInnis, sam-
herji James. Cleveland vann leikinn,
107-101.
Real Madrid varð fyrir miklu áfalliþegar liðið var slegið út úr
spænsku bikarkeppninni af Real
Valladolid á
heimavelli.
Leiknum lyktaði
með jafntefli, 1-
1, og komst
Valladolid áfram
á skoruðu úti-
vallarmarki.
Michael Owen
kom Madrid yfir
á 66. mínútu en
Xavi More jafn-
aði metin 11 mínútum síðar. Fleiri
urðu mörkin ekki og Valladolid því
komið í 8 liða úrslit í bikarnum en
stórliðið Real Madrid er óvænt úr
leik í bikarkeppninni þetta árið.
ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM
KR–NJARÐVÍK 99–80
KR: Aaron Harper 41 (8 stoðs., 6 stolnir, 6
fráköst, hitti úr 13 af 18 skotum sínum, 5 af 6 í
3ja), Cameron Echols 31 (14 fráköst), Steinar
Kaldal 10 (5 stolnir, 4 stoðs.), Lárus Jónsson 6
(12 stoðs.), Jón Ólafur Jónsson 4, Níels Páll
Dungal 4.
Njarðvík: Anthony Lackey 19 (öll í fyrri hálfleik),
Brenton Birmingham 18, Páll Kristinsson 13,
Friðrik Stefánsson 12, Matt Sayman 11 (7 frák., 7
stoðs.), Halldór Rúnar Karlsson 7.
Njarðvík hafði 43–51 yfir í hálfleik en KR vann
þriðja leikhlutann 22–6 og seinni hálfleikinn alls
með 28 stigum.
ÍR–FJÖLNIR 95–78
ÍR: Theo Dixon 21, Eiríkur Önundarson 17, Ómar
Sævarsson 16, Ólafur Jónas Sigurðsson 15,
Gunnlaugur Hafsteinn 9, Sveinbjörn Claesen 7,
Fannar Freyr Helgason 6.
Fjölnir: Jeb Ivery 26, Darrel Flake 24, Nemanja
Sovic 17, Hjalti Þór Vilhjálmsson 17.
SNÆFELL–HAMAR/SELFOSS 83–82
Snæfell: Michael Ames 24, Hlynur Bæringsson
20 ( 8 frák., hitti úr 8 af 10 skotum), Sigurður
Þorvaldsson 13, Calvin Clemmons 11 (7 frák.),
Magni Hafsteinsson 9.
Hamar/Selfoss: Damon Bailey 33 (10 frák.),
Chris Woods 18 (11 frák., 5 stoðs.), Marvin
Valdimarsson 9, Ragnar Gylfason 9.
KFÍ–TINDASTÓLL 84–82
KFÍ: Joshua Helm 32 (17 fráköst, 11 varin), Tom
Hull 18 (7 stoðs.), Sigurður G. Þorsteinsson 13
(12 frák.), Baldur Ingi Jónasson 13.
Tindastóll: Svavar Birgisson 26 (11 frák.), Brian
Thompson 19 (10 frák.), Axel Kárason 13,
Berthuel Fletcher 12 (9 frák., 8 stoðs.).
STAÐAN
KEFLAVÍK 13 10 3 1157–1012 20
Snæfell 14 10 4 1228–1144 20
NJARÐVÍK 14 9 5 1295–1125 18
Fjölnir 14 9 5 1309–1256 18
SKALLAGR. 13 8 5 1130–1086 16
ÍR 14 8 6 1275–1241 16
KR 14 7 7 1231–1207 14
Hamar/Self. 14 6 8 1274–1330 12
GRINDAVÍK 13 6 7 1179–1199 12
Haukar 13 4 9 1097–1108 8
TINDASTÓLL14 4 10 1158–1303 8
KFÍ 14 1 13 1156–1478 2
1. deild kvenna í körfu
HAUKAR–GRINDAVÍK 62–44
Haukar: Ebony Shaw 27 (16 fráköst), Helena
Sverrisdóttir 11 (11 frák., 5 stoðs.), Kristrún
Sigurjónsdóttir 8 (7 frák.), Pálína Gunnlaugsdóttir
6, Hanna Hálfdanardóttir 6 (10 fráköst).
Grindavík: Myriah Spence 16, Sólveig
Gunnlaugsdóttir 7, María Anna Guðmundsdóttir
5, Ólöf Helga Pálsdóttir 5, Erla Reynisdóttir 4, Erla
Þorsteinsdóttir 3.
STAÐAN
KEFLAVÍK 12 12 0 1025–715 24
Grindavík 13 8 5 797–784 16
ÍS 12 7 5 772–723 14
Haukar 13 6 7 838–902 12
NJARÐVÍK 13 4 9 784–850 8
KR 13 1 12 687–929 2
Línumaðurinn Sigfús Sigurðsson gekkst undir aðra skurðaðgerð vegna brjóskloss:
Ætlar að vera klár eftir átta vikur
HANDBOLTI Línumaðurinn sterki
Sigfús Sigurðsson gekkst undir
aðra aðgerð vegna brjóskloss á
sjúkrahúsi í Berlín og ljóst að
hann verður ekki með Magdeburg
næstu sex til átta vikurnar.
Sigfús sagði í samtali við
Fréttablaðið í gær að hann hefði
fengið í bakið strax á fyrstu
hlaupaæfingunni hjá sjúkraþjálf-
ara Magdeburg og því hefði lítið
annað verið hægt að gera en að
fara í aðgerð á nýjan leik, en Sig-
fús var skorinn upp fyrr í vetur.
Hann kvaðst vera bjartsýnn á
fljótan bata og stefnir að því að
byrja að æfa eftir þrjár vikur. „Ég
ætla mér að vera klár í leik eftir
átta vikur,“ sagði Sigfús sem
verður á sjúkrahúsi í Berlín
næstu vikuna.
„Það þýðir ekkert að leggja
árar í bát. Ég ligg hérna uppi í
rúmi með súkkulaði og að er spila
„Football Manager“ í tölvunni. Ég
keypti nýja leikinn heima um jól-
in og það er allt annað líf. Ég er að
stýra Juventus núna og hef unnið
23 leiki í röð, flesta 1-0,“ sagði Sig-
fús og hló dátt.
Alfreð Gíslason, þjálfari Mag-
deburgar, sagðist ekki reikna með
Sigfúsi fyrr en í maí. „Ég er núna
á fullu að leita að manni til að
leysa Sigfús af fram á vorið en
það gengur lítið. Við höfum sakn-
að hans í varnarleiknum en það
verður ekki auðvelt fyrir hann að
koma til baka eftir tvær aðgerðir
á baki,“ sagði Alfreð sem getur þó
glaðst yfir því að hafa náð að
tryggja sér einn besta línumann
heims, Frakkann Gueric Kerva-
dec, næstu þrjú árin. Kervadec
hefur áður leikið undir stjórn
Alfreðs hjá Magdeburg en Alfreð
sagði að Kervadec væri einfald-
lega besti varnarmaður sem völ
væri ás. Með komu Kervadecs
mun Sigfús Sigurðsson fá aukna
samkeppni en aðspurður sagðist
Sigfús fagna henni. „Hann er
frábær leikmaður, bæði í vörn og
sókn, og ég er viss um að við
eigum eftir að skipta þessu bróð-
urlega á milli okkar,“ sagði Sig-
fús.
-ósk
SIGFÚS SIGURÐSSON Fór í aðra aðgerð á miðvikudaginn en ætlar að vera kominn til
baka á völlinn eftir átta vikur.