Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 21.01.2005, Qupperneq 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR TÓNLEIKAR Á AKUREYRI Hátíðar- tónleikar verða í Glerárkirkju á Akureyri í tilefni þess að 110 ár eru liðin frá fæð- ingu Davíðs Stefánssonar þjóðskálds. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. DAGURINN Í DAG 21. janúar 2005 – 19. tölublað – 5. árgangur GRÆNT LJÓS Á UNDIRBÚNING Undirbúningur byggingar nýs hátækni- sjúkrahúss á Landspítalasvæðinu er hafinn af fullum krafti. Formaður uppbyggingar- nefndar lítur svo á að ríkið hafi gefið grænt ljós. Sjá síðu 2 KÓKAÍN Á SKEMMTISTÖÐUM Lögreglan og veitingahúsaeigendur virðast sammála að um að neysla fíkniefna og ekki síst kókaíns sé orðin stór hluti af skemmt- anamynstrinu. Sjá síðu 4 15 MILLJARÐA GÖNG Ný könnun eins stærsta verktaka á Norðurlöndum bendir til meir en helmingi lægri kostnaðar við Eyjagöng en áður. Framkvæmdatími yrði sex ár. Sjá síðu 8 AUKAVINNA EKKI GREIDD Borgar- ráð Reykjavíkur hefur ákveðið að ekki þurfi fjárveitingu til að endurskipuleggja grunn- skólastarf þrátt fyrir tilmæli fræðsluráðs þess efnis. Sjá síðu 10 LAUS Í REIPUNUM myndlist fólk tíska matur krossgáta heilsa hefðir stjörnuspá » m eð A B B A í b lóðin u SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 21 . ja n – 27 . ja n SÖLVI ÍQUARASHI + bóndadagur bókmenntaverðlaun Sölvi í Quarashi: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Með ABBA í blóðinu ● bóndadagurinn ● bókmenntaverðlaun Kvikmyndir 32 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 28 Sjónvarp 40 Óskar Guðjónsson: ▲ Í miðju blaðsins Heldur upp á flysjarann sinn ● matur ● tilboð Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Verður upplýsingatækni þriðja stoðin í verðmæta- sköpun og gjaldeyris- tekjum Íslands árið 2010? ÞRIÐJA STOÐIN? Ráðstefna Samtaka upplýsinga- tæknifyrirtækja þriðju- daginn 25. janúar Sjá glæsilega dagskrá á vefsetri Samtaka iðnaðarins; www.si.is Allt fyrir bóndann VEÐRIÐ Í DAG FÍNASTA VEÐUR Bjartviðri víðast hvar, þó kannski heldur köflóttara við vesturströndina. Frost 2-12 stig kaldast til landsins. Sjá síðu 4. Vissu um listann þegar ákvörðunin var tekin Stjórnvöld vissu þegar ákveðið var að styðja innrásina í Írak, 18. mars 2003, að með því væru Íslendingar komnir á lista yfir hinar 30 staðföstu þjóðir. Framsóknarmenn halda því fram að listinn hafi verið síðari tíma tilbúningur. ÍRAKSMÁLIÐ Embættismenn í utan- ríkisráðuneytinu og forsætisráðu- neytinu vissu af „lista hinna 30 staðföstu þjóða“ þegar ákvörðun- in um stuðning Íslendinga við innrásina í Írak var tekin 18. mars 2003. Framsóknarmenn hafa þó til þessa haldið því fram að með ákvörðuninni hafi ekki verið að samþykkja veru Íslands á listan- um. Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra staðhæfir á heima- síðu sinni í gær að ekki hafi falist í ákvörðuninni við stuðninginn að Ísland yrði sett á lista hinna stað- föstu þjóða. „Spurningin var ekki hvort Ísland vildi vera á einhverj- um lista.“ Guðni Ágústsson landbúnaðar- ráðherra sagði í Fréttablaðinu í fyrradag: „Þessi 30 þjóða listi er auðvitað tilbúningur eftir á sem varð að sjálfsögðu til í Was- hington. Menn voru ekkert að setja sig á þennan lista.“ Pétur Gunnarsson, skrifstofu- stjóri þingflokks Framsóknar- flokksins, sagði 14. janúar síðast- liðinn í pistli sínum á tímanum.is, málgagni Framsóknarflokksins: „Það var engin pólitísk ákvörðun íslenskra stjórnvalda sem lá að baki því að nafn Íslands var skráð á þann lista [...]. Á því bera íslensk stjórnvöld ekki ábyrgð [...].“ Þetta er ekki rétt. Á fundi utan- ríkismálanefndar 21. mars 2003, þremur dögum eftir að ákvörðun- in um stuðning Íslendinga við inn- rásina var tekin, óskaði Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, skýringa á því hvernig það hefði komið til að Ís- land lenti á lista yfir hin „30 stað- föstu ríki“ og hvernig það hefði farið fram. Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, sagði það hafa gerst í samtölum milli embættismanna í forsætis- ráðuneyti og utanríkisráðuneyti 18. mars. Samkvæmt þessu má því ráða að Halldór Ásgrímsson og Davíð Oddsson hafi vitað 18. mars 2003 að með því að lýsa yfir stuðningi við innrásina í Írak væri nafn Íslands komið á lista hinna stað- föstu þjóða. Fréttablaðið hefur óskað eftir viðtali við forsætisráðherra um þetta mál daglega frá því á mánu- dag. Í gær ítrekaði fréttaritstjóri blaðsins þá beiðni við upplýsinga- fulltrúa forsætisráðherra. Forsætisráðherra hefur ekki orðið við beiðninni. sda@frettabladid.is Sjá síðu 6. ÞORRINN HAFINN Sigurður Guðbrandsson, matreiðslumaður og fastagestur á Múlakaffi, tók forskot á sæluna í gær og gæddi sér á þorramat. Guðjón Harðarson, kokkur á Múlakaffi, fylgdist með. Þorrablótahald hófst með þjóðfrelsisbaráttu 19. aldar. Súrmatur var þá ekki í boði enda var hann nánast daglega á borðum landsmanna langt fram á tuttugustu öldina og hefur því tæpast þótt nógu fínn fyrir blótandi fólk. Sjá síðu 12 BANDARÍKIN, AP „Frelsið sem við njótum í okkar eigin landi veltur æ meir á því hvort frelsið nái fram að ganga í öðrum löndum,“ sagði Geor- ge W. Bush í gær þegar hann sór eið sem 43. forseti Bandaríkjanna fyrir framan um hálfa milljón manns á tröppum þinghússins í Washington. „Allir þeir sem búa við harð- stjórn og vonleysi geta treyst því Bandaríkin munu ekki hunsa kúg- unina eða afsaka harðstjórana. Þeg- ar fólk vill frelsi þá stöndum við með því. Bandaríkin heita því að veita frelsinu brautargengi, jafnvel á myrkustu stöðum veraldar.“ Skoðanakannanir sýna að Íraks- stríðið hefur aldrei verið jafn um- deilt meðal almennings í Bandaríkj- unum og nú. Þjóðin er í raun klofin í afstöðu sinni til stríðsins. Bush nefndi Írak aldrei á nafn í ræðu sinni. Flestir þeir sem komu saman við þinghúsið voru þar til að fagna for- setanum. Þó var hópur fólks sem stóð þar með mótmælaskilti. Einn hélt á eftirlíkingu af líkkistu sem átti að tákna dauða allra þeirra her- manna sem látist hafa í Írak. Gríðarleg öryggisgæsla var við þinghúsið þegar forsetinn sór emb- ættiseiðinn. Um 100 götur voru lok- aðar fyrir umferð. Leyniskyttur tóku sér stöðu á þökum bygginga, sex þúsund lögreglumenn og sjö þúsund hermenn gættu þess að allt færi vel fram. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N Ráðherra í Simbabve: Rice er fasisti LONDON, AP Ráðherra í Simbabve vísar á bug fullyrðingum Condo- leezzu Rice, verðandi utan- r ík i sráðherra Bandaríkjanna, um að Simbabve sé eitt af harð- stjórnarríkjum heims. „Við höf- um ekki áhyggj- ur þegar fasistar gera svona at- h u g a s e m d i r, “ sagði Didymus Mutasa, ráðherra gegn spillingu, í viðtali við BBC. Hann bætti við að Simbabve myndi verjast allri hernaðaríhlutun Bandaríkjanna. Að minnsta kosti 200 manns hafa fallið í átökum og tugir þúsunda hafa verið reknir frá heimilum sín- um í Simbabve eftir að ríkisstjórn Roberts Mugabe byrjaði að reka hvíta bændur af býlum sínum. ■ CONDOLEEZZA RICE Segir ríkisstjórn Simbabve vera eina af varðstöðvum harð- stjóra í heiminum. Forseti Bandaríkjanna sór embættiseið á tröppum þinghússins: Bush hét kúguðum aðstoð FORSETAHJÓNIN George W. Bush sór embættiseið í gær. Laura Bush, eiginkona hans, stóð við hlið manns síns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.